Vísir - 23.03.1953, Síða 8

Vísir - 23.03.1953, Síða 8
 VfSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- Þclr um gerast kaupendur VÍSIS eftir oi^apBœip | qap Hft ‘ 1C. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til W W jKL breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1660. «wá ún áskrifendur. Mánudaginn 23. marz 1953. Naguih hótar að stökkva Bretum úr Egyptalandi. Fimm hershöfðingjar með samtals 25 stjörnur stinga saman nefjum. Hershöfðingjarnir voru á ráðstefnu í París, en þeir eru (frá vinstri): John K. Cannon, Le May, Bradley, Ridgway og Vandenberg, Þeir eru allir amerískir. i heilsuverndarstöðínni nýju veröur hjúkr unarspítali fyrir 55—60 sjúklinga. Ilrtdge Þar ver&ur barnaverndarsföð, eltirlit með barnskafandi konum, kynsjúkdómastöð, berkfavamastöð, slysavaróstofa, áfengis- varnastöð o.fl. Einkaskeyti frá A.P. — Kairo í niorgun. . Naguib forsætisráðherra herð Ir nú sem fastast áróðurinn fyr- ir því, að Bretar hverfi með herafla sinn frá Egyptalandi. Er Naguib á ferðalagi um Nílardalinn og flytur þar ræð- ur. Hann sagði í ræðu í gær, að egypzka þjóðin krefðist þess, að Bretar færu þegar í stað frá Súezeiði og það skilyrðislaust, en í annarri' ræðu, sem hann flutti í Efri-Nilardalnum, sagði hann, að Bretar yrðu neyddir til þess að fara frá Súezeiði, ef þeir færu baðan ekki af frjálsum vilja. SkákþingiB hafih. Keppeudm* 42. Skákþing íslendinga hófst í gær og eru þátttakendur 42 talsins. Þar af eru 12 í meistara flokki en 10 þátttakendur í hvorum hinna flokkanna. í landsliðsflokki urðu aðeins tvær skákir til lykta leiddar, í annarri þeirra sigraði Guðjón M. Sigurðsson Óla Valdimars- son, en hitt varð jafnteflisskák hjá Eggert Gilfer og Guðmundi S. Guðmundssyni. Biðskákir urðu hjá Friðriki Ólafssyni og Guðm. Ágústssyni, Steingrími Guðmundssyni og Ingi R. Jó- hannssyni og Baldri Möller og Sveini Kristinssyni. f meistaraflokki vann Ingi- mundur Guðmundsson Ágúst Ingimundarson, Þórður Þórðar- Þórðarson vann Hauk Sveins- §on, Margeir Sigurjónsson vann Jón Víglundsson, Jón Pálsson vann Guðmund Guðmundsson, en jafntefli varð hjá þeim Antoni Sigurðssyni og Birgi Sig urðssyni. Önnur umferð verður tefld í kvöld kl. 8 að Þórscafé- Þá tefla saman í landsliðsflokki: Gilfer og Friðrik, Guðm. Ágústsson og Steingrímur, Ingi og Baldur, Sveinn og Óli, Guðm. S. Guð- mundsson og Guðjón M. 11 málverk hafa selzf. Góð aðsókn hefur verið að listsýningu frú Grétu Björns- son, sem opnuð var í Lista- mannaskálanum á Iaugardag. Um fimm hundruð manns hafa sótt sýninguna, og í gær- kvöldi var búið að selja ellefu málverk, og auk þess skreyttan bakka, gluggatjöld og dúka. — Auk þess varð gerð pöntun á 10 m. af gluggatjöldum. Selwin Lloyd ráðherra er kominn til Khar- toum í Brezk-egypzka Súdan og ræðir þar við landstjórann og súdanska leiðtoga fyrir hönd brezku stjórnarinnar. .......... Lögreglufréttir. í vikunni sem leið var stolið úr vara-rafmagnsstöð Reykja- víkurflugvallar tveimur litlum rafmótorum, Va eða úr hest- afli. Enn fremur var stolið það- an 2 olíurörum úr eir, Vz tommu að utanmáli. í s.l. viku var einnig stolið um 150 netakúlum, flestum ó- utanum hnýttum, úr geymslu, ofarlega á Grandagarði. Ef ein- hverjir kynnu að hafa orðið var ir við eitthvað af þýfi. þessu eru þeir vinsamlegast beðnir að tilkynna rannsóknarlögreglunni það. — Bíl stolið. í fyri’inótt var bílnum R. 13, rauðum Buick, stolið úr opnum bílskúr á Þingholtsstræti 34 hér í bænum. Bíllinn fannst í gær- kveldi um áttaleytið suður í Hafnarfirði og stóð þá bak við bifreiðaverkstæði við Norður- braut. Bíllinn var óskemmdur. Rannsóknarlögreglan óskar upp lýsinga um ferðir bilsins í fyrri nótt eða gær ef einhverjir hefðu séð til hans. Badminton mótinu lauk í gær. Innanfélagsmóti T.B.R. í bad- minton Iauk í gær. Úrslit urðu þessi: Meistaraflokkur: í tvíliðakeppni kvenna sigr- uðu Júlíana Isebarn og Berg- Ijót Wathne. í einliðakeppni kvenna sigraði Júlíana ísebai’n. f tvenndarkeppni báru þau Unnur Briem og Wagner Wal- born sigur úr býtum. í tvíliða- keppni karla sigruðu Wagner Walborn og Einar Jónsson, en sigui’vegari í einliðaleik karla varð Wagner Walborn. 1. flokkur: í tvíliðakeppni karla sigraði Davíð Thorsteinsson og Árni Ferdinandsson, í tvenndar- keppni sigruðu Sigríður Guð- mundsdóttir og Pétur Nikulás- son, en í einliðaleik karla varð Kjartan Magnússon hlutskarp- astur. ... é Pólskt skip kom í lok síðustu viku til Khafnar til þess að sækja MIG-flugvélina, sem var á Borgundarhólmi fyrir skemmstu. 11 sveitir í tvendarkeppni. Tvenndarkeppni Bridgefé- Iagsins hófst í gær og taka 11 sveitir þátt í henni. Spilaðar verða 11 umferðir og fara tvær umferðir fram í hvert sinn, f 1. umferð fóru leikar þann- ig, að Jóna Rútsdóttir vann Laufeyju Þorgeirsdóttir, Ásta Flygenring vann Sigurbjörgu Ásbjörnsdóttur, Ingibjörg Þor- steinsdóttir vann Huldu Krist- jánsdóttur, Laufey Arnalds vann Guði’íði Guðmundsdóttur og Rósa Þoi’steinsdóttir vann Elínu Jónsdóttur. Sveit Louisu Þórðai’son sat yfir. í 2. umferð gerðu þær Laufey Ai’nalds og Elín jafntefli, Ingi- björg vann Guðríði, Sigurbjörg vann Huldu, Jóna og Ásta gerðu jafntefli, Louisa vann Laufeyju Þorgeirsdóttur. Sveit Rósu sat yfir. Þriðja og fjórða umferð verða spilaðar í kvöld. Handknattlefksmótíi. Handknattleikskeppnin að Hálogalandi í gær var að mörgu leyti tvísýn og spennandi. í méistaraflokki kvenna sigr- aði Valur íþróttabandalag Akraness naumlega með 1 marki gegn engu, en Fram og K. R. gerðu jafntefli 2:2. í III. fl. karla fóru leikar þannig, að í. R. vann K. R. 5:3, Ármann vann Víking 9:1 og Valur vann Þrótt 7:6. í I. fl. karla sigraði Ármann Val 7:6 og K. R. sigraði Fram með 9 mörkum gegn 2. Heilsuverndarstöðin nýja við Barónsstíg verður stórhýsi mikið og miðar byggingu henn- ar vel áfram. Ráðgert er að hún geti tekið til starfa á næsta ári. Aðalbyggingin er þegar full- reist, sömuleiðis álman með- fram Barónsstíg, en hins vegar er sú álman sem liggur með- fram Egilsgötu ekki fullreist ennþá. í þessari byggingu á aðal heilsuverndarstarfsemi bæjar- ins að fara fram og er húsið byggt þannig að hver starfs- I grein heilsuvemdarinnar geti verið alveg aðgreind og með eigin inngangi svo þær þurfi ekki að verða fyrir truflunum hvor af annarri. Barnaverndarstöðin. í álmunni meðfram Baróns- stíg er gert ráð fyrir að barna- verndarstöðin verði til húsa svo og eftirlit með barnshafandi konum, en það fer nú fram á fæðingardeild Landspítalans. f enda álmunnar verður kyn- sjúkdómalækni ríkisins ætlað húsrými fyrir starfsemi sína. í álmunni meðfram Egilsgötu verður starfsemi berklavarna- stöðvarinnar og fær berkla- varnastöðin einnig til urnráða 1. hæð aðalbyggmgarinnar. í sambandi við þessa starfsemi verður komið fyrir röntgen- tækjum þeim, sem notuð eru til hóp- og heildarskoðana á íbú- um taæjarins. Sl.vsavarðstofan. Á neðstu hæð aðalbyggingar- innar verður slysavarðstofan og er ætlast til að hún verði starf- rækt allan sólarhringinn, svo hægt sé að leita þangað jafnt að nóttu sem degi ef slys ber að höndum. Á fyrstu hæð mið- eða aðal- byggingarinnar verður auk berklavarnastarfseminnar að líkindum áfengisvamastöð o. fl. Ákvéðið hefur verið að á annarri og þriðju hæð hússins verði fyrst um sinn starfrækt sem sjúkrahús fyrir hjúkrunar- sjúklinga. Þama er um að ræða sjúklinga sem flytja má frá sjúkrahúsum eftir nákvæmar rannsóknir eða meiri háttar að- gerðir, en sýnt þykir að þurfi á framhaldandi hjúkrun í lengri tíma. Er búist við að í þessu húsrúmi megi vista 55—60 sjúklinga. Kostar 10—12 millj. Þessi ákvörðun er þó aðeins gerð til bráðabirgða, því þetta húsiými er ætlað ýmsum öðr- um greinum heilsuverndar- starfseminnar, sem ekki hafa enn vei’ið teknar upp nema að litlu leyti. En vegna skorts á sjúkarrúmum þótti brýnni nauðsyn að taka þarna inn hjúkrunarsjúklinga fyrst um sinn. Kostnaður við byggingu heilsuverndarstöðvarinnar er áætlaður 10—12 milljónir króna. ♦ London (AP). — Tító, sem nú er á heimleið, hefur sent kveðju- og þakkaskeyti til Elisabetur II. drottningar og Churchiils. Lætui hann í ljós mikið þakk læti yfir móttökunum og á- rangi’inum af viðræðunum. Hvaða barn er faílegast ? Ég greiði atkvæði með mynd nr.... NAFN: ................................. HEIMILISFANG: ......................... Seðlinum sé skilað fyrir kl. 6 síðdegis n.k. miðvikudag.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.