Vísir


Vísir - 28.03.1953, Qupperneq 7

Vísir - 28.03.1953, Qupperneq 7
Laiígardaginn 28. marz 1953. VÍSIB . t 10. Sara hugsaði með sér, að ekkert væri við því að segja, þótt Ben vildi tala við konu sína .... ekki hið mrnnsta. Þetta gat líka verið eitthvert viðskiptalegt eða lagalegt atriði, sem hún þurft að tala um við hann. En Söru var fjarri því að vera það sársaukalaust, að hugsa um þetta, þótt hún rejmdi að telja sér trú um, að hún væri ekki afbrýðisöm. En svo var sársauki hennar mikill, að það vakti henni beyg í brjósti. Iris stóð upp úr körfustólnum, sem hún hafði setið í. „Jæja, Ben þarf að tala við mig,“ sagði hún brosandi og það var eitt- hvað í brosinu, sem bar því vitni, að hún hrósaði sigri. Þau litu snöggvast hvort á annað, Lebrun og fósturdóttir hans, eins og þau væru að hugsa um eitthvað, sem þeim tveimur einum var kunnugt um. Enginn annar sagði neitt varðandi þetta, en Mark lyfti brúnum iítið eitt, er hin dökku augu hans hvíldu á Iris, er hún gekk inn. Iris var enn öll eitt bros, þegar hún kom aftur, en hún brosti einhvern veginn öðru vísi. Hún virtist ánægari með sjálfa sig en áður. S> „Ben er loks farinn að vitkast, og eg verð að segja, að það gleður mig mjög,“ sagði hún um leið og hún settist. „Honum finnst að við ættum að hittast og tala um málið. Honum finnst, að það búi sér nokkurn vanda, að verða allt í einu að horfast í augu við þá staðreynd, að hann á eiginkonu. Eg vissi varla upp á hverju eg átti að stinga, stjúpfaðir minn, en sagði, að ef þú hefðir ekki ákveðið neitt annað, ætti hann að koma til miðdeg- isverðar.“ ,,Það hentar mér fyrirtaks vel,“ sagði Lebrun og brosti til hennar. „Mér er ekkert að vanbúnaði.“ Svo var eins og hann íiefði fengið éinhvem eftirþanka, sneii sér að konu sinni og mælti: „Þú ert fráleitt mótfallinn því, að Iris bjóði eiginmanni sín- um hingað til miðdegisverðar í kvöld?“ Bernice svaraði og talaði öllu hærra en hún var vön: „Og hverju mundi það svo sem breyta, ef eg hreyfði mót- mælum?“ Þetta svar kom ónotalega við þau öll. Lebrun starði á hana steinhissa og Söru leið mjög illa. „Elskan mín, þú ert ekki eins og þú átt að þér,“ sagði hann eftir stutta þögn, en af þolinmæði og hlýlega. „Taugarnar frá- leitt í sem beztu lagi, enda tókstu ekki skammtinn þinn í gærkvöldi.“ Hann brosti dálítið. „Eg er smeykur um, að þegar taugar giftra kvenna eru í ólagi, hljóti það jafnan að bitna á eiginmönnunum. Við höfum okkar byrðar að bera líka. — Ættirðu ekki annars að leggja þig, elsk- an mín. Það er mjög heitt núna —“ Bernice stóð á fætur og án þess að mæla orð af vörum gekk hún út. „Iris, barnið mitt,“ sagði Lebrun og sneri sér að stjúpdóttur sinni, „eg held, að þú ættir að hringja til dr. Benois og biðja hann um að líta inn til konu minnar. Hann hefur kannske betri tök á henni en eg.“ Hann virtist mjög áhyggjufullur og' Sara gat blátt áfram ekki varist að fá samúð með honum af nýju. „Eg má víst ekki lána sportbílinn yðar, Lebrun?“ sagði Mark kæruleysislega, „eg ætla að aka Söru tU St. Michael. Hún hefði gaman af að sjá hinar stórkostlegu skipakvíar sem við erum að koma þar upp.“ „Eg heyrði, að það hefði verið unnið skemmdarverk þar,“ sagði Sara. Aðrir horfðu þegar á hana sem steini lostnir — ekki aðeins yfir því, að hún skyldi vita þetta, heldur og eins og einhver grunur hefði vaknað í allra huga. : „Skemmdarverk í St. Michael?“ sagði Lebnrn, sem var fyrst- ur til þess að mæla. „Þar eru varðmenn við hvert fótmál — hver mundi áræða að vinna þar skemmdarverk? Hvar heyrðuð þér þetta, Sára?“ i . |r ý,Það .var landshöfðinginn sjálfur, sem drap á það.“ I „Við yður? Fór landshöfðinginn að tala um skemmáarverk við yður?“ Auðheyrt var, að þessu gat Lebrun alls ekki trúað. Sara skipti litum lítið eitt. „Ekki beinlínis, en hann minntist á það við herra Weston, er við komum aftur inn í danssalinn.“ „Það var nánast furðulegt," sagði Mark og strauk sér um hökuna. „Og hann ræddi um þetta við Weston.“ ,,Jæja,“ sagði Mark kæruleysislega, stóð upp og teygði úr sér. „Vonandi er eitthvað eftir í St.Michael, sem vert er að sjá. Komdu, Sara, ef við eigum að vera komin aftur í tælta tíð til miðdegisverðar, þá ve^ðum vjð að fara að hypja okkur.“ Sara hugsaði tun það, að hann hafði ekki: éþúrt háha'- lifvört hún viídi aka með honum til St. Michael — heldur blátt áfram tilkynnt, að þau ætluðu þangað, en hann hafði brosað til hennar, dálítið ertnislegur og sigurstranglegur, um leið og hann sagði þetta. Hún neitaði ekki, enda mundr það hafa valdið leiðindum, I að gera það í margmenni, en kannske mundi hún þó hafa gert' það, ef Ben hefði ekki endilega þurft að fara að liringja til Iris-J ar. Og nú ætlaði hann að koma í kvöld til miðdegisverðar — í boði eiginkonu sinnar. „Hve heimsk eg hefi verið,“ hugsaði hún. „Eg er bara stúlku- kind, sem hefir verið kysst á þilfari skips -— stúlka, sem lét kyssa sig aftur á dansleik í gærkvöld. „Hann hafðið beðið hana að treysta sér, en hún reyndi að gleyma því. Ef hann óskaði þess, að hún treysti honum, því hafði hann þá ekki sýnt henni fullan trúnað? Sagt henni hvers vegna hann og Iris höfðu skilið — hví lét hann Irisi um að segja henni frá því? Hann hefði getað dregið úr sársaukanum með því, að segja henni það sjálf- ur, en hann hafði bara kysst hana og beðið hana að treysta sér, eins og hann hefði fullan rétt til að krefjast slíks. Hvernig gat hann ætlast til þess, að hún sýndi honum fullt raust en hann ekki henni, ef um eitthvað mikilvægt var að ræða? Það var því bezt, að fara í þessa ökuferð með Mark — og í skapi til þess að ögra öllum og einkum Ben fór hún upp, til ▲ ^ V BRIDGEÞÁTTUR f 1 A § $ VÍSIS $ RÁÐNING: A Á-G-6-4 V Á-K-7-2 ♦ 7-6-5 * 10-8 A 5-3-2 V G-10-9-8 ♦ 2 4> 9-5-4-3-2 A K-7 V D-6-4 ❖ Á-D-G-4-3 * Á-K-D Suður og norður spila 6 grönd og spurt er hvernig sucur geti unnið spilið? IJt- spilið er V G og tekur suður heima með D. Nú er réttast að taka ♦ Ás, ef vera kynni að hann væri stakur hjá V. Þegar ♦ K fellur ekki í, spilar S. út lágu V, sem N. tekur með K og spilar út ♦ 7, þar sem gera verður ráð fyrir K-10-9 hjá austur. A. lætur ♦ 9 og suður tekur með ❖ G. Nú spilar suður einasta hjai’tanu sínu og kemst inn á borðið á Ás, og sícan $ 6 úr borði. Nu er ljóst að austur getur aðeins fengið á é K. Hefði V. átt ♦ K og reynt hefði verið að „svína“ fyrst, var spil- ið tapað. Ekki heldur er óhætt að spila út ♦ D á eftir Ás, eins og skiptingin er. Þurrkaða grænmetíð Þykir afar gott. Síiittubaunir, Selleri, Guírætur, Púrrur, Hvítkál, RauSkál, PersiIIe, Laukur. Papríca Muscathnetur Kumen En§ffer hetlt og st. Cane! heii! og st. Neguli heíll og st. LárvfSaríauf Þúsundtr vita aJS gæfan fylgii hringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Margar gerðir fyrirliggjandi. Varahlutír Mótor í G.M.C. Mótor í Chevrolet, uppgerður. Auga- blöð í G.M.C.. Ghkassi í Ford og ýmislegt fl. Efstasund 80. Sími 5948. NYKOMIÐ: Sérstaklega vönduð þýzk vöflujárn, hraðsuðukatlar og könnur, 5 gerðir af strau- járnum. Amerískar hræri- vélar og ísskápai', enskir raf- magnsþvottapottar og hrað- suðupottai'. Iðfa h.f. *ir. ■ ,. Rafmagnstakmörkun Álagstakmörkun dagana 29. marz til 11. apríl frá kl. 10,45 til 12,30: Sunnudag 29. marz s 4. hverfi' Mánudag 30. marz 5. hverfi Þriðjudag . 31. marz 1. hverfi Miðvikudag 1. apríl 2. hverfi Fimmtudag . 2. apríl . j ,í 3. hverfi Föstudag 3. apríl i\ 4. hverfi. Laugardag 4. apríl 5. hverfi Sunnudag 5. apríl 1. hverfi Mánudag 6. apríl 2.,hverfi. Þriðjudag 7. apríl 3. hverfi. Miðvikudag 8. apríl 4. hyerfi Fimmtudag 9. apríl 5. hverfi. Föstudag 10. apríl 1. hverfL. Laugardag 11. apru 2. hverfi Straumurinn verður rofinn skv. þessú þegar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. Lí\H" ii. r SOGSVIRKJUNIN. Lækjargötu 10 B, sími 6441 og Laugaveg 63, sími 81066. Vesturgötu 10. Sími 6434:, I hifdaMim ■ iaf magnsofnar 9 gerðir - ? . VELA- og ,, RAFTiEKJAVERZLUNIN' Bankastræti 10. Sími 2852. Tryggvagötu 23. Sími 81279. iÚ’LO'. i'iCÍ': 'i.II 'vTáCi..

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.