Vísir - 30.03.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 30.03.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 30. marz 1953. 7 V t S I R bess að skipta um íöt. Hún burstaði aftur hið jarprauða hár sitt og brá bandi um. Um leið og hún gekk út og var í þann veginn að ganga niður stigann heyrði hún kallað lágt til sín úr herbergi Bernice, en dyrnar stóðu í hálfa gátt. 'Hún sneri við þegar og gekk þangað inn. Bernice var nú óhraustleg ða sjá. Það var eins og hver and- litsdráttur hennar bæri þjáningu vitni. „Elsku Bernice,“ sagði Sara, „þér er illt.“ Hún ætlaði að vefja hana örmum, en Bernice hörfaði undan. „Mér — mér er ekkert illt. En taugarnar voru ekki í sem beztu lagi um hádegisverðarleytið. Eg fór heimskulega. að ráði mínu. En það var ekki um það, sem eg vildi tala, heldur Mark.“ „Mark,“ svaraði Sara og svo varð þögn. Bernice beit á vör sér og virtist mjög æst og eins og hún ætti í miklu stríði við sjálfa sig, — eins og hún hefði verið búin að ákveða að segja allt af létta, en hikaði nú við það. Hún var alltaf að líta til dyr- anna, sem voru opnar í hálfa gátt. „Fi — finnst þér Mark eins og hann áður var?“ spurði hún loks. „Hann hefur ekki breyzt mikið í útliti, en er þó nokkru elli- legri,“ sagði Sara og ætlaði þannig, að komast hjá að svara spurhingunni beint. „Eg' átti ekki við það, Sara — heldur hvort hann hafi breyzt -—- hið innra með sér?“ „Eg veit varla. Við höfum ekki hitzt í mörg ár. Þess er varla að vænta, að eg hafi gert mér grein fyrir því.“ „Eg hefi aldrei vitað, hvers vegna leiðir ykkar skildu,“ sagði Bernice eftir nokkra þögn. „í þetta eina skipti sem við hittumst í London notaðirðu ekki tækifærið til þess að segja mér það, og' eg kunn ekki við að spyrja.“ „Skiptir það nokkru?“ spurði Sara. Ilenni var.þvert um geð að fara að segja Bernice alla þá sögu nú — nú fannst henni, að hún lítillækkaði sig, ef hún gerði það. „Nei, það skiptir kannske ekki miklu,“ svaraði Bernice. „Eg vildi bara segja, að eg hafði gert mér vonir um, að þú værir löngu orðin leið á honum, svo að þér yrði í engu hætt, þar sem von var á honum hingað?“ „Þú átt kannske við það, að svo hefði farið, að eg mundi vei'ða fyrir nýjurn vonbrigðum af hans völdum?“ sagði Sara brosandi. „Það var þá hann, sem brást þér,“ sagði Bernice og Sara sá, að hún hafði hlaupið á sig, og' stokkroðnaði. „Fyrirgefðu mér,“ sagði Bernice, „en það er allt um garð gengið — er ekki svo? Það er engin hætta á, að hin gamla ást vakni á ný?“ „Þér geðjast ekki að Mark?“ sagði Sara af nokkurri forvitni og Bernice sneri sér snögglega undan, og svaraði engu í svip, en er hún leit framan í hana aftur, bar svipur hennar enn meiri áhyggjum vitni en áður. „Af hverju segirðu þetta? Mér geðjaðist mæta vel að honum í Berlín forðum daga. Og oft skemmtum við okkur saman.“ í svip varð rödd hennar mildari. „Hann var svo ungur og kátur. Hann kom fram eins og hann var — eða svo hugði eg -— hann sagðist vera fréttamaður, manstu ekki? Nú virðist hann svo breyttur. Stundum 'dettur mér í hug, að .... að vafasamt sé, að hann sé Bandaríkjamaður. Ó, eg get ekki útskýrt þetta, en eg hefi einhvern veginn á til- finningunni, að hann sé að leika eitthvert hlutverk, sem honum hefur verið falið — í einhverjum ægilegum harmleik. Eg hefi reynt að hrinda þessum hugsunum frá mér. Manni dettur svo margt furðulegt í hug á þessum afskekkta stað -— hræðilegar hugsanir vakna — það er eins og ásókn.“ Hún þagnaði skyndilega og Sara minntist þess, sem Lebrun hafði sagt um konu sína. „Við hvað áttu með þessu, Bernice, að hann sé kannske ekki bandarískur?“ spurði Sara hægt. Bernice neri saman höndunum sem í örvæntingu. „Spurðu mig ekki frékara, spurðu ekki gð 'þ.ví| eg véit ekki af hverju. Það er kannske vegna þess hvernig hahn tekur til orða stundum. Kannske sé ímyndun ein. Þegar maður er veikur og einmana dettur rnanni svo margt í hug. En •—“------- og hún mælti aftur af ákefð — „forðastu eins og heitan eldinn að verða ástfangin af honum aftur. Hann gerir þig aldrei ham- ingjusama. Hann mundi aldrei gera neina konu hamingjusama — ekki einu sinni Iris.“ „Iris?“ sagði Sara alveg undrandi. „Þú heldur þó ekki, að Iri's sé hrifin af honum. Það getur ekki átt sér stað?“ Iri's hafði játað fyrir henni kvöldið áður, að hún elskaði Ben enn. Iíún horfði áhyggjufullum augum á hina gömlu stall- systur sína. „Eg veit ekki,“ svaraði Bernice. „Eg ráðlegg þér aðeins að; fara varlega. Og eg vara þig Við Iris. Hún hefur átt of lengi heima hér. Það dvelst enginn langdvölum á Kristófersey, án þess að áhrifanna gæti. Það verður enginn samur og jafn eftir, Sara. Hér er margt illt á seyði. Og menn bera þess menjar alla ævina, jafnvel þótt menn komist héðan. Ular hugsanir fæðast — ákafar ástríður. í hjarta mínu hefur vaknað löngun til þess að eyða, leggja í rúst, drepa.“ „Bernice, elskan mín, talaðu ekki svona.“ Gat það verið Bernice, sem talaði svona? „Hér eru allir vinsamlegir, góðir í sér, það er eg viss um. Allir hafa verið mér svo góðir þennan stutta tíma, sem eg hefi verið hér.“ „Henri kemur vinsamlega fram við alla,“ sagði Bernice titr- andi röddu. „Og Iris er alltaf vinsamleg, ef hún fær að ráða. En hún er hættulegur fjandmaður. En kannske allar konur séu hættulegir fjandmenn þegar karlmaður er með í spilinu." Sara var mjög áhyggjufull, þegar hún fór frá Bernice. Hún var farin að efast um andlega heilbrigði hennar, þótt hún reyndi að hrinda þessum hugsunum frá sér. Hún hugsaði um þetta fram og aftur, er hún gekk hægt niður stigann. Barst henni þá til eyrna samtal Marks og Irisar, sem ræddust við niðri í forsalnum. „Það eru takmörk fyrir því, sem eg get þolað, Mark,“ sagði Iris, sem var auðsjáanlega í mikilli taugaæsingu. „Þú áttir hugmyndina,“ sagði hann stuttur í spuna. „Eg veit það, en stundum . .. . “ Hún þagnaði skyndilega, því að hún var nú orðin þess vör, að Sara var að koma. Hún hörfaði lítið eitt frá Mark og sagði við hana: „Eg hefi áhyggju.r af Ben, Sara. Ef allt fer vel — en kannske eg geri mér of miklar vonir —“ Hún sneri sér skyndilega að Mark: „Mér er sama þótt Sara viti allt. Sannast að segja sagði eg henni í gærkvöldi, hvern hug eg ber til Bens.“ „Það er þitt einkamál, Iris, við hvern þú ræðir um slíka hluti,“ sagði Mark og yppti öxlum. Hann sneri sér að Söru: „Komdu nú, letinginn þinn. — eg hefi beðið hér effir þér óra tíma. Við verðum að komast af stað þegar.“ 11. Það var einkennilegt, að sitja þarna í framsætinu við hlið Mark Haskins, hins dökkhærða, gáfulega og að mörgu leyti glæsilega manns, sem hún eitt sinn hafði verið svo hrifin af — og nú var hún dálítið óviss um tilfinningar sínar í hans garð. Það vottað jafnvel fyrir beyg í brjósti hennar, að hún væri á leið út í hið sama sem forðum daga, og mundi verða gripin svo sterkum greipum, að hún myndi aldrei losna. Hið liðna, sem hún hafði talið gleymt og grafið, stóð allt í einu eins og bráð- lifandi fyrir hugskotsaugum hennar. — Hún minntist þess, er þau óku frá Berlin til Potsdam fyrir fjórum árum. Hún sat þá í framsætinu við hlið hans, eins og þá. Munurinn var sá einn, að nú voru þau á Kristófersey í Vestur-Indium. Þá höfðu þau ekið í bifreið, sem Mark hafði fengið að láni, og þau höfðu lagt Mest uppeldisgildi hefir það, hvað börnin heyra talað um heima hjá sér. © Móðirin var að vanda um við son sinn áður en kennarinn j kæmi, sem kenndi honum að leika á píanó. * Hefirðu þvegið þér vel um hendurnar? ; Já, mamma. I Hefirðu þvegið þér • vel í framan? Já, já. Og mundirðu nú eftir því, að þvo þér vel bak við eyrun? Já, eg þvoði það eyrað, sem að kennaranum snýr. © Getið þér ábyrgst mér með- mæli með 'bessu svefnmeðali? .Tá, það held eg nú. Við lát- unx vekjaraklukku í kaupbæti nu*ð hverri flösku. . © . . Svo þið fóruð í. brúðkaups- ferð til Ítalíu. Komuð þið til Rómar? Eg veit það ekki vel. Það var maðurinn minn, sem keypti farmiðana? „Heyrðu Pétur,“ sagði móð- irin. „Kennarinn skrifar í bók- ina þína, að þú hagir þér illa ! og, sprt ókurteis. í hverju hef-. ij'ðúj jnú, gert þijg;. qekan?“ í 1 „Æ, hánn er svo forvitinn! Hann spurði hve mörg væru eyrun á kettinum." „Nú og hverju svaraðir þú?“ „Eg sagði að þau væru tvö. Þá spurði hann hve mörg augu hann hefði.“ „Nú, og hvað svo?“ „Eg sagði aftur tvö. Þá spurði hann hvað margar lappir kött- urinn hefði. — Þá spurði eg hann hvernig það væri — hvort hann hefði í rauninni aldrei séð kött?“ Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaOur. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. Aðalstr. 8. Simi 1043 Og 80950. 1 ÍiíSiil -=rr Biiiii Tækifæris- Keramik: Vasar, skálar, könnur og styttur. Kristal: Skálar, diskar, vinsett. konfektskálar o. fl. Mssk íssshskössi Laugaveg 23. RAFSUÐUVÍR „Blue Red“ „Speedway" ,,Phönix-Union“ RAFSUÐUKAPALL LOGSUÐVÍR á járn og stál KOPARLQGSUÐUVÍR LOGSUÐUSLÖNGUR SUÐDUFT SILFURSLAGLÓÐ Biíðarinnrétting 2 diskar og skápar, enn- fremur lítill kolaofn, tii sölu, Laufásvegi 50. rit€l€lIN'QI Vesturgötu 10. Sími 6434. Kristján GuSIaugsson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti 1. Sími 3400. BEZT AÐ AUGLYSA1VIS! Til páskanna: Skíði Skíðastafir Skíðabindingar Skíðaskór Skíðabíússur Skíðabuxur Skíðahúfur Skíðapeysur Skíðalegghlífar Skíðavetílingar o. fl. o. fl. til ferðalaga. IAUGAVE6 53 ,5!M14683

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.