Vísir - 30.03.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 30.03.1953, Blaðsíða 8
|*elr tem gerast kanpendur VlSIS eftir !•. hven mánaSar fá blaðið ókeypis til mánaSamóta. — Sími 1660. VÍSER er óðýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerlst áskrifendur. Mánudaginn 30. marz. 1953. Fjallií" lokaðlst á laugardag. Þungíærf fyrir norðsn og vslkt ófærf. ' Hellisheiði var ófær síðdegis á laugardag og tepptust þar Hiokkrir bílar. Þeim var veitt aðstoð, og stöðvaðist umferð um vegínn alveg um sama leyti. Skafrenn- ingur er á heiðinni í dag, og •verður ekki hafizt handa iri að ryðja burt snjó fyrr en veður breytist til batnaðar. Þingvallaleiðin og Krýsuvík- urleiðin eru báðar snjóléttar og vel færar, yfirleitt, nema að dálítill snjór er á kaflá í Al- inannagjá, og við Kleifarvatn er hált á köflum. Crengið yfir Fróðárheiði. Áætlunarbíllinn til Ólafsvík- •ur fór á laugardag að vega- imótunum í Miklaholtshreppi, bar sem vegurinn skiptist til Stykkishólms og fram á nes til Ólafsvíkur. í gær fór hann vest - ur að Fróðárheiði og gengu farþegarnir yfir heiðina miili byggða. Bíllinn kom til Rvíkur í gærkvöldi. Stykkishólmsbíll- inn er væntanlegur í dag. Kerl- ingarskarð er fært, en erfitt í Helgafellssveit og er verið að moka þar. Ivær fi Vísir hefur átt tal við forstj. Norðurleiða, Lúðvík Jóhannes- son, um ferðir áætlunarbílanna, sem fyrir norðan eru, farþeg- ,ana, færð og horfur. Áætlunarbíllinn, sem fór héð an á föstudagsmorgun, kom til Sauðárkróks á laugardag síð- degis, og var þar þá fyrjr teppt- ur áætlunarbíllinn, sem fór héð an á þriðjudag. Veður var gott á Sauðárkróki í morgun og í gær var rutt milli Blönduóss og Sauðárkróks, og er þar nú vel greiðfært, ef ekki skefur í brautir aftur. Farþegarnir, sem tepptir voru á Sauðárkróki, að 14 undan- teknum, fóru í gær frá Sauð- árkróki til Akureyrar með Drangi, en þeir sem eftir eru, bíða snjóbíls, sem kemur frá Akureyri til móts við bílana. Snjóbíllinn er að líkindum lagð- ur af stað, en hann hafði verið bilaður, er til hans átti að taka (fregnir um þetta eru óljósar vegna símabilana). Öxnadalur er ófær bifreiðum og mun vera tveggja daga verk að ryðja hann, en Öxnadals- heiði er sögð slarkandi niður að Bakkaseli. Bækistöðina rekur umhverfis Norðurheimskautið. Klún er á 14 knx. löngum ísjaka. Stokkhólms-meistarinn í fim- leikum, Arne Lind, ásamt fim- leikaflokki K.R. hafa sýningar í kvröld. í kvöld hafa Hafnfirðingar og Reykvíkingar tækifæri til að sjá einn fræknasta fimleika- mann Svía, hr. Arne Lind, sýna fimleika. Hefur hann verið und anfarin 5 ár Stokkhólms-meist- ari í fimleikum. Hinn ágæti fimleikaflokkur .K.R., undir stjórn Benedíkts Jakobssonar íþróttakennara, sýnir ásamt hr. Lind áhalda- fimleika. Sýningin í Hafnarfirði hefst kl. 6 síðd.. en í Rvík kl. '9 í iþróttahúsi Háskólans (ekki í húsi I.B.R. á Háiogalandi, eins og stendur í einu blaðinu). Á miðvikudagskvöklið sýndi hr. Lind ásamt fimleikafloldci K.R. fyrir skólafólk- og tókst sú sýn- ing prýðilega. Þótti skólafólk- inu sú sýning stór viðburður í íþróttalífj bæjarins. 1 Arne Lind fer héðan heim- leiðis í fyrramálið, svo nú er síðasta tækifærið í kvöld að sjá þennan mikla fimleikasnilling. Hr. Lind hefur undanfarnar 3 vikur æft með fimleikaflokk K.R. í áhalda-æfingum og haia K.R.-ingarnir haft ómetanlegt gagn af því. í Einkaskeyti frá AP. — Washington í ðær. Það er gert ráð fyrir því hér, að Bandaríkjaflugher muni yf- irgefa eina af bækistöðvum sínum á norðurslóðum með vorinu. Bækistöð þessi er óvenjuleg að því leyti, að hún er ekki á „fastri jörð“, því að hún er á ísjaka, sem er á hægu reki fyrir norðan Ameríku, og hlýtur um síðir að lenda „vitlausu megin ‘ við heimsskautið, ef engin breyt ing verður á rekáttinni. Bækistöð þessari var komið upp á árinu sem leið, og var jakanum, sem hún er á, gef:ð nafnið Fletcherseyja. Er hann um 6 km. á breidd og 9 km. á lengd, en setuliðið er aðeins átta menn, sem hafa með hönd- um athuganir á veðurfari og þar fram eftir götunum. Flugvélar lenda ekki á bækistöð þeirra, en þeim eru sendar allar nauð- synjar loftleiðis frá Thule í Grænlandi. Þegar bækistöðin var stofnuð, var hún í umdæmi herstjórn- arinnar í Alaska en síðan hefur jakann rekið svo langt austur á bóginn — 2—3 míiur á dag IHary á við- hafnarböruiiii. London (AP). — Þegar Iík Mary ekkjudroítnmgar Bret- lands var flutt í Westminster Hall, voru, að því er gizkað er á, um 250.000 manna á götun- ura, sem Jfkfylgdln fór um. Síðan hafa þúsundir manna gengið fram hjá kistunni, til þess að votta hinni iátnu hinztu virðingu. — í fyrramqlið snemma verður líkið flutt til Wíndsor, þar sem það verður jarðsett. — að hann er nú norður af Grænlandi, og er undir stjórn hershöfðingja Norðaustursvæð- isins, sem kallað er. Hafa manna pkipti verið látin fram fara af þessum sökum. Það sem allt bendir til þess, að jakinn muni halda áfram að reka í sömu átt og áður, og verða kominn all-nærri yfir- ráðasvæði Rússa áður en langt líður, er gert ráð fyrir, að svo kunni að fara, að mennirnir verði fluttir á brott bráðlega. Skák: Aðeins tveim sikákum Wkið. Skákþingið Iiélt áfram í gær og varð aðeins lokið tveimur skákum í landsliðsflokki, en hinar fóru í bið. Skákirnar, sem lokið var, fóru þannig, að Eggert Gilfer vann Steingrím Guðmundsson, en Baldur Möller og Guðmund- ur Ágústsson gerðu jafntefli. í meistaraflokki vann Hauk- úr Sveinsson Ingimund Guð- mundsson, Gunnar Ólafsson vann Ágúst Ingimundarson, Þórður Jörundsson vann Þórð Þórðarson, Jón Pálsson vann Mai'geir Sigurjónsson, Guðm. Guðmundsson og Birgir Sig- urðsson gerðu jafntefli, en skák Antons Sigurðssonar og Jóns Víglundssonar fór í bið. Fjórða umferð verður tefld í kvöld kl. 8 og tefla þá saman í landsliðsflokki Ingi og Guðjón, Guðm. Ág. og Óli, Gilfer og Baldur, Friðrik og Steingrímur, Guðm. S. og Sveinn. Plötufok tnikið í hvassviðrimi. Á laugardaginn var hvass- viðrið svo mikið hér í bænum að víða fuku járnplötur, eink- um af bröggum og var í mörg- um tilfcllum leitað aðstoðar lög reglunnar af þessum sökuni. Voru svo mikil brögð að þessu plötufoki, að lögreglan varð að leita aðstoðar vinnuflokks frá bænum til þess að festa járn- plötur og treysta braggaþök svo þau fykju ekki upp. Engin hlut- ust þau slys á mönnum af völd- um þessa plötufoks. S'sEitnfaxI í Baudouin Bclgiukonungur á ekki miklum vinsældum að fagpa meðal þjóðar sinnar og veldur því, að talið er, að hann hefur orðið fyrir áhrifum frá stjúpmóður sinni, de Rethy prinsessu. Talið er að lítið megi út af bregða til hess að Belgar setji hann af eins og föður hans Leopold. Myndin var tekin er konungur- inn og de Rethy komu til Belgíu nýlega frá Frakklandi. Hagur Fríkirkjusafnaðarins stendur með miklum blóma. Konur kostuðii liiíaveiliilögn kírkjiiunar. — karlar lctu gera við kirkjuorgclið. Douglasvélin Gunnfaxi frá Flugfélagi fslands, fór héðan kl. rúmlega 10 í morgun til Meist- aravíkur á Grænlandi. Fliigvélin hafði meðferðis IV2 lest af vörum, aðallega varahluti í vélar, sporvagna- hjól, mátvæli og póst. Þá voru með vélinni þrír verkfræðing- ar, sem hingað komu með Gull- faxa frá Kaupmannahöfn. I niorgun, var hreinviðri i Meistaravik, en 30 stiga frost. •—■ Gert var ráð fyrir, að Gunn- faxi yrði 3 stundir á leiðinni þangað. og kæmi aftur síðclegis í dag. F:ugstjóri í þessari ferð er Hörður Sigurjónsson. Eijsigafitgur á Frá fréítaritara Vísis. — • Siglufirði í morgun. I morgun var hér norðaustan- strekkingur og éljagangur. Vb. Drpngur hefur verið veð- urtepptur á Sauðárkróki síðan á finnntúdág, en vonir standa tij, að hann komist hingað í dag. Hagur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík stendur með mikl- um blóma, en söfnuðurinn hélt 51. aðalfund sinn í gær. Formaður safnaðarins, Bjarni Pétursson framkvæmdastjóri, var endurkjörinn, svo og tyeh' meðstjórnarmenn, sem áttu að ganga úr stjórn, þeir Kristján Siggeirsson kaupmaður og Kjartan Ólafsson farunavörður. Stjórn Fríkirkjusafnaðarins skipa nú: Bjarni Pétursson for- maður, Kristján Siggeirsson varaform., Magnús Brynjólfs- son kaupm. ritari, og meðstjórn endur þau Þorst. J. Sigurðsson kaupm., Ingibjörg Steingríms- dóttir frú, Pálína Þorgrímsd. frú og Kjartan Ólafsson bruna- vörður. í varastjórn eru þeir Þorgrímur Sigurðsson skipstj. og Valdimar Þórðarson kaupm. í safnaðarráð var kjörinn Guð- jón Ó. Jónsson og til vara Njáll Haukur Stefánsson, máiari. Haukur Stefánsson málari á Akureyri varð bráðkvaddur s.I. laugardagsmorgun. Haukur var fæddur að Rjúpnafelli í Vopnafirði, en fluttist barn að aldri vestur. til Ameríku og ólst par upp. Laust eftir 1930 kom hann beim til íslands aftúr og héfur' dvalið á Akureyri síðan. Haukur var miklum hæfiieik um gæddur og er þekktur víða um Norðurland fyrir mynd- skreytingar sínar og málvcrk. Hann var dugnaðarmaður mik- ill og drengur hinn bezti. Hann var rúmlega fimmtugur að aldri er hann lézt. Þórarinsson. Endurskoðendur voru kjörnir Guðm. H. Guð- mundsson kaupm. og Þórarinn Magnússon skósm.meistari. Jón P. Emils lögfr. stjómaði fundinum, sem hófst samkvæmt venju með því að sunginn var sálmurinn Þín miskunn, ó Guð. Formaður flutti skýrslu og þakkaði félögum innan safnað- arins, kvenfélaginu, Fóstbræðra félaginu og KFUM safnaðarins vel unnin störf, en géta má þess, að safnaðarkonur öfluðu fjár til þess að leggja hitaveitu- lögn í kirkjuna, en Fóstbræður lögðu fram 12 þús. kr. til við- gerða á orgeli kirkjunnar, sem talið er hið vandaðasta hérlend is. Tveir safnaðarmenn, þeir Þorsteinn J. Sigurðsson og Kjartan Ólafson fluttu ræður og þökkuðu prestinum, síra Þorsteini Björnssyni, heillaríkt starf. Hagur safnaðarins, sem fer fjölgandi, stendur með miklum blóma. Kirkjukórinn, undir stjórn Sigurðar ísólfssonar, hef- ur verið endurskipulagður, en hann gegnir mikilvægu hlut- verki í safnaðarstarfinu, í fund arlok var sunginn, samkvæmt venju, sálmurinn Son Guðs ertu með sanni. Framboð ákve5ið í N.-Ísafjarðarsýslu. Ákveðið hefur verið, að Sig- urður Bjarnason alþingismaður verði í kjöri fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í N.-Ísafjarðarsýslu við kosningarnar í júní. Hafa samtök sjálfstæðis- manna í sýslunni, óskað eftir því, að Sigurður verði enn í kjöri, og hefur hann fallizt á það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.