Vísir - 20.04.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 20.04.1953, Blaðsíða 8
Mi iem gerast kaupendur VÍSIS eftir II, fcren mánaðar fá blaSiS ókeypi* til mánaSamóta. — Sími 15G0. VÍSIB er ódýrasta blaSið og þó það fj«l- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Mánudaginn 20. apríl 1953. Fangaskiptin í SCoreu Kommúnistar skiluðu 100 föngum Sþ 500. Kommúnistafangarnir gerðu gæziumönnum sínum sem erfiðast fyrir. r V nott< Einkaskeyti f-rá AP. — Panmunjom í morgun. Fangaskipti hófust í grennd við Panmunjom kl. 1 síðastliðna nótt eftir íslenzkum tíma og nótt (eftir íslenzkum tíma) og um í tveimur flokkum, en Sam- einuðu þjóðirnar skiluðu 500. Meðal þeirra, sem kommún- istar skiluðu voru 40—50 brezk- ir og bandarískir fangar. Mikill viðbúnaður var í Munsan til þess að taka á móti þeim. Hafði verið komið þar upp gríðar miklu skilti, sem á var letrað „Velkomnir“, og fanganna biðu gjafabögglar, en viðstaddir voru læknar og hjúkrunarkonur og .flugvélar til þess að flytja þá Ilengra áleiðis. Þeir, sem berkla- veikir eru, verða fluttir í sér- istaklega útbúinni bandarískri sjúkraflugvél, til flutnings berklaveikra manna. Fangarnir voru klæddir „vatteruðum“ ein kennisbúningum, höfðu svarta strigaskó á fótum. Meðan fanga- skiptin fóru fram heyrðust skotdrunur miklar frá vígstöðv- um í grenndinni. Kommúnistiskir fangar, sem skilað var, höfðu í ýmsu gert gæzlumönnum Sameinuðu þjóð- anna sem erfiðast fyrir, jafnvel reynt að aflaga og þvæla föt sín, til þess að líta sem ósnyrti- legast út við afhendinguna. Vopnahlésviðræður verða hafnar af nýju næstkomandi laugardag. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna höfðu stungið upp á, að fyrsti fundurinn yrði hald- inn á fimmtudag, en féllust á laugardag til samkomulags. Mark Clark hershöfðingi, sem kom til Munsan í gær, sagði að hann vonaði, að nú þegar vopnahlésviðræður byrjuðu af uýju, færu kommúnistar ekki eins að ráði sínu og áður, og torvelduðu samkomulag með málþófi. Vopnahlésviðræður hafa legið niðri frá því í öktó- ber. Einn á Atlantshaf. New York. (A.P.). — um síðustu helgi fór héðan ungur stúdent á 6 metra báti, og er förinni heitið til Azoreyja. Maður þessi lagði upp frá Lewes í Maryland, en lét í haf héðan. Vonast hann til að kom- ast til eyjanna —- leiðin er 2300 mílur — á sex vikum, en hefir sex mánaða vistir með til von- ar og vara. Hann er einn á ferð. mein i ár en í fyrra. Frá fréttaritara Vísis. Húsavík, í morgun. Afli á trillubáta og dekkbáta, sem gerðir eru út frá Húsavík, hefir verið mjög góður síðustu 2—3 daga, en vertíð báta þar er nýbyrjuð. Bátarnir stunda eingöngu línuveiðar og hefir afli trillu- báta verið 3—4 smál. í róðri og stærri báta 7—10 smál. Báta- vertíðin í Húsavík hefst að jafnaði í apríl, en fiskur er þó óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni. Nokkuð náðist af loðnu og er henni beitt ýmist nýrri eða frystri og sótt mjög stutt, Vz—1 klst. Aflinn er salt- aður og frystur. Stærri bátar Húsvíkinga eru á vertíð fyrir sxmnan, en búizt við þeim fljótlega norður, ef aflinn verðúr áfram mikill. r Vfi /> , 9 «3 Skíðamóti Reykjavíkur, sem hefjast átti í gsav með stórsvigi í Jósefsdal, varð að fresta vegna rigningar og vatnselgs. , Þeir skíffamenn sem fóru til keppr.i í Jósefsdal í gær fundu dalihn fullan af vatni en engan snjó. Ekki varð þó horfið að þvi, ráð'i að breyta skíðámótinu í sundmót! Vegna þíffviðris og snjóleysis má vonlítið eða ýnnlaust teljast, að hægt verði að halda stór- svigskeppnina, Hinsvegar verð- ur tilraun gerð til þess aó halda svigkeppni á kvöldin ef til þess viðrar. Innbrot Aðfaranótt laugardagsins var innbrot framið í Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu. Stolið var litlum peninga- kassa sem í voru 60—70 krór.ur í peningum- Ekki varð séð aff, öðru hafi verið stolið. Á laugai'daginn var 4 manna Fordbifreið stolið af Hverfis- götu. Bifreið þessi var skrá- setningarmerkið R 3760. 18 þátttakendur frá 8 félög- um í Víðavangshlaupi Í.R. Hlaupin verður áþekk leið og í fyrra. Víðavangshlaup Í.R., það 38. í röðinni verður háð að venju á sumardaginn fyrsta. Kepp- endur verða 18 frá 8 félögum. Frá Ármanni keppir Victor Munch, frá KR Oddgeir Sveins- son, frá knattspyrnufélaginu Þi'ótti Sigurgeir Barnason, frá ÍR Kristján Jóhannsson, Sigurð ur Guðnason, Guðm. Bjarnason, Marteinn Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson. Frá Ungmenna- félagi Keflavíkur keppa Hall- dór Pálsson, Haraldur Magnús- son, Guðfinnur Sigui'jónsson, Einar Gunnarsson, Hörður Guð mundsson og Þórhallur Guð- jónsson, frá Ungmenna- og í- þróttasambandi Austurlands Níels Sigui’jónsson og Bergur Hallgrímsson, frá Umf. Vöku Brynjólfur Ámundason og frá Umf. Eldborg Einar Hallsson. Hver er maðurinn ? Svör í myaðagetraun. 1 . .. . 6 . . . . .... 11 .. 16 2 . . . . 7 .... 12 . . . . 17 3 . . . . 8 .... 13. ... . 18 4 .. .. 9 .... 14 . . . . ... 19 5 .... 10 .... 15 .... 20. Nafn ................................................. Heimilisfang ......................................... Svör berist Vísi fyrir miðvikudagskvöld. Þrenn verðlaun verða veiff: Ritsafn Jóns Trausta, borðlampi og brauðrist. Keppt verður um tvo bikara, bæði íyrir beztu 3ja manna og beztu 5 manna sveit. Sem stend- ur er ÍR handhafi þeirra beggja. Hlaupið hefst kl. 2 e. h. og verður hlaupin áþekk leið og í fyri'a. Verður bæði byrjað og endað í Hljómskálagarðinum. Líklegastur til sigurs er að sjálfsögðu Ki'istján Jóhannsson, en búizt er við sveitarsigri ÍR 3ja manna sveit og Keflvík- inga í 5 manna sveit. Jón Emil Guðjóussan, franxkvæmdarstjóri Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, er unx þessar mundir á ferð um Bandaríkin senx gestuv utaxiríkisráðuixeytisins í Washington. Kvnnir hann sér m.a. útgáfxxstarfsemi, og er mvndin tekin, þegar haixn er í heimsókix hjá Doubleday-forlaginu í Nevv Yox'k. Þegar bækurnar konxa úr vél, sem setur á þær hlífðarkápúr, áthugai' starfsstúlka, hvort nokkur galli finnist á þeim. Joxi Emil virðir eina bókina fyrir sér, en O'Ðonnell, framkvæmdar- stjóri, stendur hjá honum. Skorað á ríkisvakfii aé bæta við fkifvöi!um og iendingarstöéum. FjölmefliKir lutidúr staHsmanna flúgvalla og fiugfélaga. Flugvallastjóri ríkisixis, Agn- ar Koíoed Hansen boaði til fundar ixm flxxgmál s. 1. föstu- dag. Á þenna fund voru boðaðir. flugnoenn og flugvallastjórar svo og starfsmenn flugfélaga og flugvalla. Fundxxrinn var haldinn í Flugvallahótelinu og .all fjöl- sóttur. Fundarstjóri var Jón Ey- þórsson veðurfræðingur en fundarritari Örn Johnson franx kvæmdastjóri. Eundai'boðandi hélt ítarlega framsöguræðu og drap m. a. á að enn væru mörg verkefni ó- leyst í sambandi við flxxgvelli og öryggisþjónustu og gat um ýmislegt í bví sambandi, en jafnframt að fjárveiting væri oftast ónóg til þeirra hluta er fi-amkvæmda þyrfti. Að lokinni framsöguræðunni tóku ýmsir til máls og voru nokkux'ar tillögur samþvkktar. Ein þeirra var áskorun á Fjárhagsráð að veita einkaflug- mönnum leyfi til innflutnings smáflugvéla, því eins og nú væri um hnútana búið væri starfsemi einkaflugmanna dauðadæmd, þar sem vélar við þein-a hæfi fengjust ekki flutt- ar inn. Skorað var á fjárveitinga- valdið að veita nægilegt fé til styrktar og eflingar Flugbjörg- unarsveitarinnar. Loks Var skorað á þing og ríkisstjórn að veita fé eftir föngum á hverjum tíma til þess að bæta við flugvöllum.og lend- ingarstöðum, sem víðast á land- inu, en bæta öryggisútbúnað þeirra flugvalla og lendingar- staða sem fyrir hendi væru. Verzlun og iðnaður á dag- skrá hjá Verði í kvöld. Fufidurinii hefst ki. 8.30. Laxxdsmálafélagið Vörðxxx: efnir til fundar í kvöld, og verður að þessu siixni rætt um verzlunar- og iðnaðaimál, en Björn Olafsson ráðherra vei'ður framsögumaður. lifi af iðnaðinum, svo að það skiptr miklu máli, hvemig að honum verður búið á næstunni, en með ráðstöfunum þeim er rík stjórnin hefur í undirbúningi, verður hann mun betur settur Það þarf vitanlega ekki að bráðlega en áður hefur verið. geta þess sérstaklega, að svo Af þessu verður séð, að á- mikill fjöldi Reykvíkinga hefur stæða er til þess fyrir mikinn nú framfæri sitt af verzlun og fjölda Varðarfélaga að sækja iðnaði, að umræðuefni þessa fund þenna, enda verða einnig fundar snertir að heita má hvern mann í bænum. Þar við bætist, að breyting hefur orðið mikil á öllum verzlunarháttum síðustu ár og missiri, svo að mönnum hlýtur að leika for- vitni á að vita, hvað muni vera framundan á þessu. svtði. Það hefur verið áætlað að um það bil þriðjungur Reykvíkinga frjálsar umræður eftir að við- skiptamálaráðherra hefur lok- ið ræðu sinni. Geta fundarmenn þá beint ýmsum fyrirspumum til fx'ummælanda, sem gerir þeim vitanlega þau skil, sem unnt er. Fundurinn hefst kl. 8,30 eins og' venjuleg'a, og eru nxenn hvattir til að fjölmenna. Wood tapaði fjölteflinu. í gær tefldi brezki skákmað- urinn og ritstjóri skákritsins „Chess“, B. Wood, fjöltefli við 24 reykvíska sltákmenn. Fjölteflið stóð yfir nær 7 klst. Sigraði B. Wood á 8 borðum, tapaði 10 og gerði 6 jafntefli. Heildar útkoma Woods voru tæp 46%. í kvöld verður síðasta umferð tefld í landsliðsflokki skákþings íslendinga. Fer sú umferð fram í samkomusal Mjólkurstöðvar- innar og tefla þá saman Ingi og Friðrik, Guðjón og Baldur, Guð mundur Ág. og Gilfer, Óil og Guðrn. S. Guðm., Syeinn og Steingrímur. Röðin er nú þannig, að Frið- rik er efstur með 6 vinninga og næstir honum Guðjón, Guð- mundarnir báðir og Sveinn með 5 vinninga hver. Þá koma gömlu meistararnir með 4 vinn inga hvor, Irxgi hefUr 2 Ví vinn- ing, ÓIi 2 og Steingrímur 1% vinnitxg. .4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.