Vísir - 04.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 04.05.1953, Blaðsíða 8
1 Mr hoi gerast kaupendor VÍSIS eitir qniaai /wm VfSEB er ódýrasta blaðið eg þó þa8 fjól- 1 U, ftrren mánaðar iá blaðið ékeypis til WV m]|]K breyttasta. — Hringið í síma 1880 *g gerlst mánaSamóta. — Sími 1880. 4 iskrifendur. Mánudaginn 4. maí 1953. Cometllugvéi ferst og með heitni 43 ntanns. Elding sennilega orsökin. — Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Brezk þrýstiflugvél á áætl- xmarflugi til Singapore fórst í fyrradag, skammt frá Kaikútta, j iaust eftir að hún lagði af jtað jþaðan um hádegisbilið. Fórust imeð henni 43 menn. Næsti áfangastaður var Nýja Delhi og hefði flugvélin komið þangað eftir 2Vk klst. flug, hefði allt verið með feldu. Tveimur mínútum eftir að hún lagði af stað sendi hún frá sér skeyti og varð eigi annað séð af því, en að allt væri í lagi. Síðan heyrð- ist ekki til hennar, Þegar flng- vélin kom ekki fram hófu marg ar flugvélar leit og fannst x'iak- ið í gær. Sást það fyrst úr einni ilugvélinni og voru þá leitar- flokkar þegar sendir á vettvang. jÞrumuveður gekk yfir. Allir, sem í flugvélinni voru, fórust, eða 6 manna áhöfn og 37 farþegar. Meðal farþeganna voru 10 konur og 2 börn, annað þeirra á fyrsta ári. í flakinu fundust mörg lík og verða þau flutt til Kalkutta í dag til skoð- unar. Um orsök slyssins verður ekk ert fullyrt á þessu stígi, en mik- ið þrumuveður gekk yfir flug- -svæðið um það bil, er flugslys- ið varð. Flugfélagið BOAC hef- ur sent einn af sérfræðingum sínum til Kalkútta til þess að rannsaka allt varðandi slysið og er fulltrúi frá flugmálaráðu- neytinu með honum. Áætlanir ' sem áður. BOAC hefur tilkynnt, að Comet áætlunarflug'ferðunum verði haldið áfram eins og áður. Sanddæluskip kemur tll sements- verksmiðjunnar fyrir 20. þ. Það var einmitt nú um helg- ina ár liðið frá því er Comet áætlunarflugin hófust. Á þemi tíma hefur ein Cometflugvél farizt, auk þessarar, og fórust þá 11 menn, en ein' nauðlénti, án þess að nokkurn, sem í henni var, sakaði. Svefnvagninn í ferðum á ný. Akureyrarleiðin vænt- anlega fær í vikulokin. Samgöngur eru nú að fævast í betra horf á landi og væntan- lega hægt að aka alla leði til Akureyrar á föstudag. — Á föstudagskvöld er áformað, að svefnvagninn flytji farþega norður. Nú er lokið við að ryðja veg- inn á Holtavörðuheiði og fer áætlunarbíll Norðurleiða til Sauðárkróks í fyrramálið, en farþega til Akureyrar flytur Drangur þangað. — Næstkom- andi föstudag verður væntan- lega búið að ryðja vegin um Öxnadalsheiði og er búizt við, að áætlunarbíllinn geti farið til Akureyrar á föstudagsmorgun. Svefnvagninn hefir ekki ver- ið í notkun í vetur, en líklegt er að gripið verði til hans á föstudagskvöld, og flytji hann þá skíðafólk til A'kureyrar, o,g komi aftur á sunudagskvöld. Nánara verður sagt frá þessu síðar. Vaxandi áhugi fyrir dansiaga- keppni SKT, sem lauk í gær. Svavar Benediktsson og Árni ísteifsson sigruðu. Verzlunarskólanemendur kvöddu Vilhj Þ. Gíslason í veglegu hófi. (■úíu lionuin forkiiimarfagran öndregissfól, úfskorinn af Ríkai-ði Jónssrni. Þá er lokið að þessu sinni danslagakeppni SKT, sem stað- ið hefur undanfarið og vakio talsverða athygli. Þátttaka var mikil og al- menn, a ðþví er Freymóð.ur Jóhannssoix tjáði Vísi í morgun, og ber vott um vaxandi áhuga fyrir þessari viðleitni SKT lil þess að koma á framfæri ís- lenzkum danslögum og téxtum. Úrslit urðu þessi í gömlu dönsunum: 1) ,,Sjómannavals“, eftir Svavar Benediktsson, klæðskera í Reykjavík. Textinn við það lag var eftir Kristján frá Djúpalæk. 2) „Ævintýr-*, vals. eftir eftir Steingrím Sig- fússon, málarameistara og söngstjóra á Patreksfirði, texti eftir hann sjálfan. 3) „Stjörnu- nótt“, vals eftir Þórð G. Hall- dórsson, Hraunteig 12, texti eft- ir Loft Guðmundsson blaða- mann. 1 nýju dönsunum urðu úrslit þessi: 1) ,,Nótt“, bóleró, eftir Árna ísleifsson, píanóleikara, Máng. 22, texti eftir Jón Sig- urðsson, Rvík 2) „Selja litla“, fox-trot, eftir Jón Jónsson frá Hvanná, ísafirði, texti eftir Guðmund Inga Kristjánsson á Kirkjubóli. 3) „í faðmi dals- ins“, tangó, eftir Bjarna J. Gíslason, lögregluþjón í Keíla- vík, texti eftir Guðmund Þórð- arson, póstmann, Lokastíg .6,. Reykjavík. Geta má þess, að forráða- mönnum SKT. hafa borizt mörg bréf utan af landi, sem *yna glögglega vaxandi vinsældir þessarar starfsemi. — Vérður vafalaúst haldið' áfram að efna til slíkrar samkeppni. Allir fylkisstjórar Bandaríkj- anna hafa komið saman á fund í Washington og setið ráðstefnu um heimsvandamál með Eisen- hower. lagt til, að Pakistan verði falin gæzla stríðsfanga. Tíml naumur til samkomulags, segir Harrison Gamlir Verzlunarskólanem- endur færðu Vilhj. Þ. Gíslasyni útvarpsstjóra, fyrrv. skólastj., fagran öndvegisstól að gjöf í fjölmennu og ánægjulegu hófi að Hótel Borg s.l. fimmtudag. Nemendasamband Verzlunar- skóla fslands gekkst fyrir hóf- inu, en þetta var árshátíð sam- bandsins, og um leið skilnaðar- hóf fyrir V. Þ. G. og frú hans. Þar voru samankomnir r.em- endur af ýmsum árgöngum skól ans og ræður fluttar. Af hálfu 45 ára árgangsins talaði Frið- rik Magnússon, 25 ára Gur.nar Hall, 20 ára Teitur Finnboga- son, 15 ára Guðmundur Guð- mundsson, 10 ára Gunnar Magn ússon og 5 ára Atli Steinarsson. 45 og 20 ára árgangur færðu skólanum peningaupphæðir, er renna eiga í styrktarsjóð efna- lítilla nemenda, en 10 ára nem- endur gáfu í húsbyggingarsjóð skólanSi 15 ára nemendur gáfu bikar, sem er veita skal þeim, er hæsta einkunn hlýtur í ís- lenzku á burtfararprófi. Skal bikarinn nefndur Vilhjálmsbik- ar, en V. Þ. G. kenndi íslenzku í 4. bekk og síðar í lærdóms- deild skólans. Hróbjartur Bjarnason, for- maður Nemendasambandsins, flutti ræðu, og tilkynnti Vil- hjálmi, að gamlir nemendur hans gæfu honum öndvegisStól, sem Ríkarður Jónsson m.yr.d- höggvari hefur skorið út. í stól- inn er greypt ljóðlína úr einu kvæði Einars Benediktssonar, en allur er stóllinn kjörgripur hinn mesti. Af hálfu skólanefnd ar talaði Egill Guttormsson, formaður hennar, en dr. Jón Gíslason skólastjóri þakkaði hlýhug í garð skólans, en Vil- hjálmur Þ. Gíslason flutti ræðu og þakkaði vinarhug og sóma, er þeim hjónum hefði verið sýndur. Einkaskeyti frá AP. — Nevv York í morgun. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt til, að Pakistan verði falin gæzla stríðsfanga, sem ekki vilja hverfa heim af fúsnm vilja. Harrison hershöfðingi, aðal- samningamaður S. þj., lagði fram tillögu þessa efnis á fund- inum í Panmunjom í morgun. Kommúnistar gerðu hvorki að samþykkja hana né hafna henni, en báðu enn um frest og verður næsti fundur haldinn i fyrramálið. Harrison tók það skýrt fram, að tíminn til þess að ná sam- komulagi væri naumur. Þeir yrðu að ákveða sig. Er Ijóst, að kommúnistum á ekki að haldast uppi málþóf í Kóreu, meðan þeir hafa málþóf í frammi ann- ars staðar. Önnur ág'reiningsatriði í .sam- bandi við fangaskipti voru ekki rædd á fundinum í morgun, svo sem um, hvort fangar skuli flutt ir til þess lands, sem gæzluna annast, eins og kommúnistar vilja, eða hvort þeirra skuli gætt í Kóreu, tímalengd, sem fangar skuli í gæzlu o. fl. FÍB vill losna við útvarpsgjöid. Stjórn Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda vill ekki una því, að mönnum sé gert að skyldu að greiða fyrir viðtæki í bifreið- um sínum, ef þeir greiði fyrir viðtæki í heimahúsum. Hefur stjói-n félagsins skrif- að stjórnmálaflokkunum um mál þetta, og færir þar rök fyr- ir því, hvers vegna slík gjald- heimta sé óeðlileg' og' ósann- gjörn. Heitir stjórn FÍB á flokk- ana að veita félaginu stuðning til að fá þessu kippt í lag. Pinay eflist, en Gaulle hrakar. Kosið u iiV' s Frakklaiidi í gær. Einkaskeyti frá AP. — ' . ■ , París í morgun. / / Framhaldskosningar fóru fram í gær, endurkosið í um 18.000 bæjum og þorpum, sem hafa innan við 9000 íhúa og gilti nu einfaldur meirihluti. Fyrstu úrslit benda til, að fylgi Pinays fyrrverandi for- sætisráðherra sé vaxandi um land allt, en fylgi De Gaulles og þjóðfylkingar hans minnki að sama skapi. í gær toru fram kosningar .í borga- og héraðaráð, sem áður hefur verið skipað í. Þjóðernis- sinnar hvöttu menn til að sitja heima og beyinn neitaði að hvetja menn, til að sækja kjör- fund, eins og Frakkar óskuðu eftir, en hins vegar hvatti bev- inn þjóðina til þess að fara með friði og spekt. — Um helmingur kjósenda sótti kjörfund. Fransk ur embættísmaður var myrtur í fyrrakvöld í Túnis. Upp undir 30 forsprakkar þjóðernissinna voru handteknir og kyrrsettir í suðurhluta landsips. Margvislegum undirbúningi á Akranesi þá lokið. Hægt aH gfiiua 200.000 raimmetrn * |»ar efra. Sanddæluskipið, sem Sem- entsverksmiðja rikisins á vón á, er væntanlegt hingað uni 20. b. m. Ýmis konar undirbún- ingi á Akranesi verður lokið, er skipið kemur. Þessum undirbúningsstörfum er nú ýmist lokið, eða vel á veg komið. Er nýlega búið að leggja leiðslurnar inn á sandgeymslu- svæðið. Við endann á bryggj- unni er stórt steinsteypuker, sanddæluskipið legst við og dælir skeljasandinum í, en úr kerinu er honum dælt um píp- . ur, sem hvíla á brú frá kerinu að sandgeymslusvæðinu, og er leiðslan 6—700 metrar á lengd. Pípurnar eru gerðar úr stáli og 60 cm. í þvermál. Þessu verki er nú lokið. Verið er að ganga frá öllu á sandgeymslusvæðinu, sem er 2% hektari, og verður þar rúm fyrir 200,000 rúmmetra af skeljasandi. Sandgæzluskipið. Það siglir undir dönskum fána, enda' éign dansks fyrir- tækis, J. G. Mouritzen og Co. og er smíðað i Hollandi. Nefn- ist það Susanne og fer hingað í fyrstu ferð sína, að reynsiuferðum loknum. Skipið mun vera nálægt 1500 lestir og rúmar 750 rúmmetra af sandi. Reynsluferðirnar verða farnar 14. og 15. maí, að þvi er gert er ráð fyrir, og verður þá reynt til dælinga við svipuð skilyrði og það verðm; notað hér, og kemur svo hingað vænt- anlega um þ. 20., sem að ofan segir, en það er svar við fyrir- spurnum blaðsins, sem dr. ing. Jón E. Vesídal, svaraði góðfús- lega. Lögregbfréttir. S. I. laugardag komu fjórir drukknir menn inn í verzlun hér í bæ og brutu þar afgreiðslu borð úr g'íeri. Kaupmaðurinn bar kennsl á einn mannanna, og kærði mál- ið, en þaff er nú til rannsóknar hjá rannsóknarlögreglunni. Á laugardaginn var og til- kynnt til lögréglunnar, að mað- ur hefði fallið niður af vinnu- palli við húsið Hringbraut 94. Síðar kom í Ijós að maðurinn hafði fengið aðsvif, er hann var við vinnu sína, en svo vel tókst til, að hann mun ekki hafa feng- ið nein alvarleg meiðsli. í gær var framið innbrot inn í geymsluhús Srnjörlíkisgerðar- innar Ljóma og þaðan stolið einum kassa aí smjörlíki. Á- kveðinn grunúr féll á tvo menn. og mun Rannsóknarlögreglan hafa þú í vörzlu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.