Vísir - 09.05.1953, Side 7
Laugardaginn 9. maí 1953
vlsia
gætilega. Nú seturðu allt það nauðsynlegasta, sem þú þarft að
hafa á ferðalaginu, í handtösku þína, og eftir hálfa klukkustund
hittirðu mig við litla voginn, þar sem við fórum í sjó á dögun-
um. Þar sem enginn mun fá neina vitneskju um þetta fyrr en
við erum farin, skiptir engu um aðra. Og nú, Sara — elskan
mín — við höfum alltaf elskað hvort annað,“ sagði hann og dró
hana enn nær sér, — „og það gerum við enn.“
„Mark,“ sagði hún og reyndi að aftra honum frá að kyssa sig,
„þú mátt ekki kyssa mig svona. Þú hefðir ekki átt að koma inn
í herbergi mitt.“
„Láttu ekki svona, Sara — hví skyldi eg ekki koma til her-
bergis þíns nú, þegar við verðum að hverfa burt í skyndi —
auk þess eigum við alltaf eftir að vera saman. Eg skal koma og
þú munt vilja, að eg komi, því að eg elska þig. Á morgun verður
ekkert okkur til hindrunar — við verðum frjáls. Er ekki ljúft
til þess að hugsa?“
„Hvaða hindranir ertu að tala um, Mark?“ hálfstamaði hún.
„Og hvert ætlarðu?“
„Hér er um hindranir að ræða,“ sagði hann næstum reiðilega,
en hélt svo áfram í sarna dúr og fyrr: „Það skiptir engu um það.
Þú spyrð hvert við förum. Það gerir svo sem ekkert til þótt eg
segi þér það. Við höfum fyrst viðdvöl á Karputi. Eg þarf að
sinna viðskiptum þar. Og eftir það nemum við ekki staðar fyrr
en við komum til þess konungsríkis, þar sem ástin ríkir, og
verðum þar alltaf frjáls og ánægð.“
Hún sá bregða fyrir glömpum í augmn hans, svipaða þeim
sem henni hafði fyrrum fundist, að bæru því vitni, að hann væri
ef til vill ekki með réttu ráði — Það var sami tryllingurinn í
þeim og í augum hinna innfæddu — takmarkalausrar hugæsing-
ar.
„Þú segir, að við förum til Karputi,“ hvíslaði hún.
„Hvers vegna ekki til Karputi? Því horfirðu þannig á mig,
Sara? Er nokkur ástæða til þess, að við færum ekki þangað?“
„Nei, nei — nafnið er bara svo einkennilegt.“
Hún hugsaði með eldingarhraða. Karputi — þangað hafði Sir'
Harry farið og systir hans, og þegar Iris hafði lesið yfir hinumj
innfæddu hafði hún sagt þeim, að félagar þeirra á Karputi
myndu einnig rísa upp. Þetta átti að gerast á morgun, eða öllu
heldur í kvöld, því að brátt mundi dagur renna. En ef hún færi
með Mark til Karputi í flugbát hans mundi hún verða komin
þangað löngu fyrir þann tíma. Er þangað kæmi yrði hún að
setja sig í samband við Sir Harry og aðvara hann. Hún ákvað
að fara — það var eina leiðin til þess að hún gæti náð fundi
Sir Harry.
„Þú kemur, Sara mín?“ spurði hann og greip þéttar um hana.
„Þú bregst mér ekki?“ ,
„Gott og vel, Mark, eg skal koma.“
Hún vissi ekki hvernig á því stóð, að hún skyldi líta upp allt
í einu, en henni varð litið til dyra og gat ekki séð betur en að
hurðin hreyfðist lítið eitt. Ef til vill var það ímyndun hennar,
því að taugarhar voru æstar. Þáð fór eins og titringur um hana
og Mark greip þéttar um hana og sagði:
„Er nokkuð að, ástin mín?“
„Nei, nei,“ flýtti hún sér að segja. „Mér er bara dálítið kalt —
og þar sem eg fer með þér verð eg að kiæða mig. Nú ættirðu að
fara, svo að eg géti klætt mig.“
„Hjartað mitt, þú verður að hætta þessum tepruskap, þegar við
förum að vera sainan, en eg verð að tína saman dót mitt og hafa
flugbátinn til. Við verðum að komast héðan án þess nokkur viti
— þú skilur það, Sara?“
Já, hún gat vitanlega skilið það. Þau urðu að komast burt án
þess Iris vissi. Það var mikilvægt fyrir hann.
Eftir á virtist henni þetta allt furðulegt, — að hún skyldi
hafa lofað Mark að hitta hann niður við sjó eftir hálfa klukku-
stund, þar sem flugbátur hans var, og fara burt með honum —
og algerlega róleg leggja út í óvissu og hættulegt ævintýri, til
þess að geta náð sambandi við brezka sendiherrann. Löngu
seinna fannst henni að í rauninni héfði hún vart verið með öll-
um mjalla, er þetta gerðist.
Þegar Mark var farinn var hún haldin miklum efasemdum.
Bemice hafði hagað sér svo einkennilega áð undanförnu, að
hún gat vart litið á hana sem vin sinn, en einhverjum varð hún
að treysta í neyðinni, og þar sem hún gat ekki fundið Ben, var
ekki í önnur hús að venda en að reyna að komast til Bemice
og leita ásjár hennar.
Hún geklc áð skrifborðinu og hripaði nokkrar línur á blað.
„Ben,“ skrifaði hún. „Þú hafðir rétt fyrir þér. Árásin á land-
stjórann og alla embættismenn, sem andstæðir eru nazistum,
er ákveðin á miðnætti næsta, og samtímis verður gerð árás á
Karputi. Eg er farin til Karputi til þess að reyna að aðvara Sir
Harry, en þú skalt aðvara þann líka, ef að eitthvað skvldi koma
fyrir niÍ£.:.'Ú-i Sia!ra.“ i ’>• iili' 1
Hún flýtti sér að troða fötum og öðru í tösku og’ batt klút um
hát sitt og því næst laumaðist hún til herbergis Bernice. Það
gekk erfiðlega að vekja hana, en loks tókst það. Og svo leið
enn nokkur tími þar til hún valcnaði svo vel, að hún skildi það,
sem Sara var að reyna að koma henni í skilning um.
„Bernice, hafið þér nokkurn tíma þótt vænt um mig þá verð-
urðu að hjálpa mér. Hafi þér þótt vænt um þitt eigið land eða
Tony verðurðu að gera það. Líf margra manna er undir því
komið. Upp á síðkastið heíurðu virst áhugalaus um allt, sem
var að gerast — hvað um mig yrði — áhugalaús líka um sjálfa
þig —“
Andartak náði beiskjan tökum á henni, en það var aðeins
skamma stund. Hún hikaði andartak, til þess að reyna að sjá,
hvort orð hennar hefðu nokkur áhrif. Loks var sem Bernice gæti
knúið sig til þess að mæla:
„Ó, Sara, þú ályktar alveg skakkt. Mér sténdur ekki á sama.
(Fram af 8. síðu)
þeirra, sem flugmálastjórnin
borgar svo niður á nokkurum
árum. Flugmálaráðherra hefur
sýnt mikinn og lofsverðan á-
huga fyrir málinu, enda brýn
nauðsyn að hrinda því í fram-
kvæmd hið allra fyrsta, jafnvel
þótt ekki væri nema um völl til
sjúklingaflugs að ræða til að
byrja með.
Sumir kunna að halda að
flugmálin séu baggi á þjóðfé-
laginu, eða yrði það a. m. k. ef
framangreindar tillögur um
, ^ _ . aukna fjárveitingu til flugmála
Það er vegna Tonys, oryggis hans, sem eg hefi ekkert aðhafzt. j yrði teknar til greina. Slíkt
Hans vegna hefi eg logið, virzt styðja þá, sem......Hann er ályktun því íslenzka ríkið hef-
stríðsfangi í Þýzkalandi, og hann verður skotinn, ef eg aðhefst ur stórfelldar gjaldeyristekjur
nokkuð.“ j af flugvöllunum í Keflavík og
Skelfingarótti kom fram í hvern andlitsdrátt hennar. j Reykjavík. Samanlagðar tekjur
„Hvað var eg að segja, Sai-a? Eg meinti það ekki, ó, hvernig af þeim voru á árinu sem leið
gat eg sagt það, eg sór, að segja ekki neitt.“ 1 um ® millj. krónur, og megnið
„Það er öllu óhætt, þótt þú segir þetta við mig, Bernice mín,“
sagði Sara og settist á rúmstokkinn hjá henni og,vafði hana
örmum. Þarna var þá skýringin fundin á því hvemig Bernice
hafði hagað sér. Þeir höfðu kúgað hana með því að segja, að
Tony yrði drepinn, ef hún þegði ekki.
„Hlustaðu nú á mig,“ hvíslaði Sara, „enginn skal nokkurn
tíma fá að vita, að þú hafir sagt mér neitt, né heldur það, sem
eg nú bið þig um, Að finna Ben í fyrramálið og fá honum
þennan miða. Skilurðu það, Bernice. Fá honum þennan miða,
því að líf margra manna er undir því komið, að þú gerir þetta.
Þetta er svo mikilvægt, að eg þori ekki að segja þér hve mikil-
vægt það er, en þú ert ekki að gera þetta fyrir mig, heldur fyrir
þitt eigið land 'og þína þjóð — allar þjóðir, sem berjast fyrir
því sama og hún, fyrir frelsi og réttlæti. En getirðu ekki fundið
Ben þá farðu með miðann til landstjórans og sverðu, að þetta
sé rétt. Bernice, þregztu mér ekki. Mundu okkar löngu vináttu.
Ætlarðu að gera þetta?“
Bernice tók hikandi við bréfmiðanum, en svipur hennar bar
miklum geig vitni.
„En ef þetta bitnaði á Tony?“
„Það kemur ekki til þess,“ sagði Sara með ákefð, „og eg veit,
að hann vildi heldur deyja þúsund sinnum en vita, að þú hefðir
ekki gert það, sem eg bið þig um að gera. Ó, Bernice, gerðu
það, sem eg bið þig um!“
Nokkrmn mínútum síðar laumaðist Sara frá húsinu. Föl birta' mál, ekki sízt fyrir kosningar,
bar því vitni, að brátt mundi dagur renna. Aldrei var fegurra sem fáir þora að ræða en eng-
og unaðslegra á Kristófersey en á morgnana, en þennan morgun inn að framkvæma. En Agnar
hafði Sara um annað að hugsa en fegurð náttúrunnar. J kvaðst þráfaldlega hafa bent
Eftir tíu mínútur eða svo var hún komin á þann stað, sem ríkisstjórninni á það hvað stói
Mark hafði stefnt henni á. Flugbáturinn var festur við smá-
bryggju og Mark klæddur flugmannsbúningi og með húfu og
gleraugu og var að hita upp hreyflana. Hann gaf henni bend-
ingu um að klifra inn sem skjótast, en hvarf ekki úr sæti sínu.
Hún gat ekki séð andlit hans greinilega vegna húfunnar og
flugmannsgleraugnanna. Hann gaf henni bendingu um, að hún
ætti að setjast við hlið hans, og svo var af stað haldið, eftir áð
hann hafði leyst festar. ,
En henni brá heldur en ekki í brún, er hún heyrði rödd mamrs-
ins, er nú tók'til máls og sagði:
„Eg er smeyk um, að þú eigir eftir að verða fyrir beizkum
vonbrigðum, Sara. Ástvinur þinn forfallaðist og gat ekki komið.“
Sara horfði á flugmanninn, eins og hún gæti ekki botnað neitt
í neinu. Því að það var Ben en ekki Mark, sem þannig talaði
til hennar.
af því í erlendum gjaldeyri. Þar
að auki fá íslendingar 8 millj.
kr. í gjaldeyri frá Alþjóða flug-
málastcfnuninni fyrir veitta
þjónustu okkar í þágu alþjóða-
flugsamganga á Norður-
Atlaritshafi.
Þannig höfum við á árinu sem
leið' fengið um 14 millj. kr., að-
allega gjaldeyristekjur vegna
þjónustu okkar við flugmálin og
er þetta liður sem ekki er að
forsmá.
Óbeinar
gjaldeyristekjur.
Auk þessa bætast við óbeinar
gjaldeyristekjur svo sem af
minjagripasölu á Keflavíkur-
flugvelli, en hinar óbeinu
gjaldeyristekjur mætti stór-
auka með skynsamlegum ráð-
stöfunum og endurbættri lög-
gjöf. Þar á eg við — sagði Agn-
ar Kofoed-Hansen — áfengis-
sölu til flugfarþega á Kefla-
víkurvelli. Þetta er viðkvæmt
II &*.»]! I.
♦
BRIDGEÞATTVR
VÍSIS
4
RÁÐNING:
A x-x-x
V G-x-x-x
♦ D-x-x-x
Á-x
Útspil var ♦ 2, og S. spilar 3
grönd. Það þarf varla að segja
hvernig hægt er að tapa spil-
inu, þyí það er alla vega upp-
lag't. Aftur á móti væri rétt að
kostlega mætti auka gjaldeyr-
istekjur ríkisins með áfengis-
sölu handa erlendum flugfar-
þegum. Allar aðrar þjóðir
legga á það höfuðáherzlu að
búa eins vel í haginn fyrir flug-
farþega eins og kostur er á.
Og öli flugfélög leggja kapp á
að koma við á þeim stöðum þar
sem vel er að farþegunum bú-
ið, því á því vinna þau vinsæld-
ir og njóta viðskipta. Flugvöll-
urinn á Shannon á írlandi hef-
ur aukið mjög aðstreymi til sín
og lendingar flugvéla vegna
þess hve rík áherzla hefur verið
lögð á aðhlynningu og góða
þjónustu við farþeganna. Með-
al annars er þar einskonar frí-
höfn þar sem flugfarþegar fá
tollfrjálst áfengi.
Enginn á að
bíða tjón.
Hér heima er okkur vor-
kunnarlaust að taka upp áfeng-
issölu ti'l flugfarþega í milli-
landaflugi. Við það á enginn
íslendingur að bíða tjón hvorki
andlega né fjárhagslega, enda
í hvívetna skynsamlegra að
selja útlendingum áfengi held-
ur en 15—16 ára unglingurri ís-
lenzkum. Og loks virðist ís-
lenzka ríkinu alls ekki veita af
auknum tekjum, ekki sízt í er-
lendum gjaldeyri.
BF.ZT AÐ ÁUGf.TSA I VlSI
hræddur!og gaf svo S. á ♦ 10.
Þessi mistök urðu til þess, að
S. vann spilið og fékk meira að
segja yfirslagi. Hefði A. tekið
með ♦ K. og komið aftur út
með: j ♦ „ i yojru. engjn áhöltf um
Úað,||áð §{}iiiðl váiiiÚpáð.'
Sigurgeir Siguriónssou
hœstaréttarlögvutílut.
Skrifstofutíml 10—12 og 1—5.
Aðalstr. Ú. Sipri 1043 Og 80950