Vísir - 29.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 29.05.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir «eSSS9 & ' VTSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til \KTW pS breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gcrist mánaðamóta. — Sími 1660. .W U Ww áskrifendur. #* Föstudaginn 29. maí 1953 srtsr EOP-mótið: Bæjar- og utanbæjarmenn keppa í boihlaupi á sunnudaginn. Kejppf b 10 íþréftagreinum. í gær skýrði Vísir £rá þeim íþróttagreinum sem keppt verð- mr í fyrri dag EOP-mótsins á morgun. Sunnudaginn verður keppt í 10 íþróttagreinum og meðal þátttakenda verða hinir þrlr Evrópumeistarar, Lundberg, Torfi og Huseby. Mótið hefst á sunnudagmn kl. 2,30 e.h. og verður byrjað á stangarstökkskeppni. Kepp- endur sömu og daginn aðui'. í kringlukasti eru þátttak- endur 8 og meðal þeirra Huse- by, Þorsteinn Löve og Friðrik Guðmundsson. í 200 m. hlaupi eru þátítak- endur aðeins fjórir þ. á. m. Ásmundur Bjarnason. Þátttakendur í sleggjukasti eru 5 og þar mætast gömlu keppinautarnir Þórður Sig- urðsson og Sigurjón íngason, áuk utanbæjarmanna. 800 metra hlaupið verður fámeiint aðeins þrir keppendur og er Sigúrður Guðnason lík- legastur til sigurs. Námsstyrkur á Ítalíu. ftalska ríkisstjórnin hefur á- kveðið að veita íslenzkum stúd- ent styrk til náms á Ítalíu frá 1. nóvember 1953 til 30. júní 1954. Nemur styrkurínn 45 þúsnnd lírum á mánuði nefnt tímábil, auk 10 þúsund lira, sem greiðast í eitt skipti vegna ferðakostnaðar innan Ítalíu. Gert er ráð fyrir að námsstyrk- urinn nægi til greiðslu fæðis og' húsnæðis. Þeir, sem kynnu að vilja koma til greina við veiting styrksins, sendi menntamála- ráðuneytinu umsókn sína fyrir 1. júlí n. k. Skal þar tilgreina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og láta fylgja upplýs- inga um náms- .og starfsferil Senda skal afrit prófskírteina og meðmæli, ef til eru. Áskilið er að styrkþegi hafi nokkra kunnáttu í ítölsku. (Frétt frá snenntamálaráðuneytinu). Hertögreglustjéraiiuni vikið m starfi. Umræður hafa farið fram við fulltrúa varnariiðsins út af ágreiningi beim, er varð s.I. jþriðjudag milli íslenzku lögrcgl unnar og herlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Ástæðan var sú, að íslenzka lögreglan stöðvaði herbifreið, þar eð hún taldi að ökumaður- inn, amerískur, væri drukiknn, en herlögreglan taldi mann- inn ódrukkinn. Hóf þá banda- ríska lögreglan leit í íslenzkum bifreiðum er fóru út af vellin- um, en leitin fór fram á óvið- eigandi hátt, og hefur lögreglu- stjóra þeim er stóð fyrir leit- ánni nú verið vikið frá störfum, en hann mun ekki hafa haft næga þekkingu á reglum þeim Í5r honum bar að íara eftir. í 100 m. hlaupi unglinga, Þátttakendur 5, keppa m. a. Vilhjálmur Ólafsson, Þórir Þorsteinsson og Pétur Rögn- valdsson. Slæm þátttaka er í lang'- stökki, aðeins 3, en af þeim má sérstalílega geta Torfa sem er í góðri æfingu. I 3000 m. hlaupinu leiða. þeir Kristján Jóhannsson og Svavar Markússon saman hesta sína auk fjögurra annax-ra þáttcak- enda. Tvær síðustu greinar mcts- ins verða boðhlaup 4X100 m. boðhlaup kvenna með pátttöku 2ja sveita og 1000 m. boðhlaup karla milli Reykvikinga og utanbæ j armanna. Gestur mótsins, Ragnar Lundborg æf'ði sig í gæi og leist vel á sig hér í oorg og á æfingarskilyrðdn hér. Vör&ur efnir tii skentmtifer&ar. Landsmálafélagið Vörður gengst fyrir skemmtiferð í Gufunes, að Reykjum og Sogsfossum n. k. sunnudag, og verða skoðuð mannvirkin á 'þessum stöðum, Áburðar- verksmiðjan, hitaveitan og Irafossvirkjunin. Farmiðar verða seldir í skrifstofu Sjólfstæðisfolkks- ins í dag, og kosta þeir að- eins 30 krónur. Er þar inni- falin kaffidrykkja á Þing- völlum á austurieiðinni. Komið verður í bæinn um kvöldmatarieytið. Biskupskjör mei eftirköstum. Stokkliólmi, 16. maí. Við biskupskosningar í Strangnas í Svíþjóð fyrir einu ári komst bréf eitt á kreik meðal presta umdæmisins, sem kjósa biskupinn. í bréfinu var einum umsækj- anda mjög hrósað en öðrum að sama skapi hallmælt. Bréfritar- anum varð að vilja . sínum. Dick Helander var kosinn bisk- up. En kálið var ekki sopið þótt í ausuna væri komið. Nú hefur lögreglan viljað spjalla við hinn nýkjörna biskup vegna einhverra hulinna atriða í sam- bandi við kosninguna. Biskup- inn neitar allri þátttöku i sam- bandi við bréfaáróðurinn, sem hann telur að hafi orðið sér til tjóns en ekki gagns. Margir hafa látið í Ijós samúð sína meff biskupnum en sjálfur er hann hnugginn og þunglyndur vegna málarekstursins. — S.-E. B. A&alfundur Verzlunarráðsins. Aðalfundur Verzlunarráðs Islands hófst í gær. Formaður ráðsins, Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður, setti fundinn. Var síðan gengið til kosning- ar fundarstjóra, og voru þeir Friðrik Þórðarson, kaupmaður í Borgarnesi, og Þorsteinn Bernharðsson forstjóri kjörnir fundarstjórar. Fundarritari var kosinn Jón Árnason. Siðan flutti Eggert Kristjánsson á- varpsorð og Helgi Bergsson ræddi um starfsemi ráðsins s.l. ár, og gat þess, að stjórnarfúnd ir ráðsins hefðu rætt 174 raál. Rakti hann viðhorf ráðsins til þessara mála og prentaðri skýrslu var útbýtt. Síðar voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar ráðsins, og voru þeir samþykktir. Áður en fundurinn hófst tii- kynnti formaður, að þau hjón- in Páll héitinn Stefánsson frá Þverá og eftirlifandi kona hans, frú Fríða Stefánsson, hefðu arf- leitt Verzlunarráð fslands að öllum eignum sínum að henni látinni. Flutningsgjald E. 1. bagstæi fyrir ÁburSarsölu ríkisins. Eimskipafélagið hefir aldrei hagn- ast á þeim flutningum. Ágætt tíðarfar • • í Oræfum. Tíð liefur verið hagstæð í Öræfum undanfarið, að því er Hannes Jónsson, bóndi á Núps- stað tjáði Vísi í gærmorgun. Grasið þýtur upp, útjörð er orðin græn og farið að beita kúm. Sauðburður gengur á- gætlega og eru óvenjulega margar ær eða nærri einum þriðja tvílembdar. Fjársjúk- dómar eru engir í Vestur- Skaftafellssýslu austan Mýr- dalssands. Hannes kvað heldur fáferðugt yfir sandinn, en þó fór einn maður austur í Öræfi í fyrra- dag með fimm hesta til reiðar. Maður þessi var Einar Guð- laugsson frá Vík, sem hefur leigt þann hluta Skaftafells í Öræfum, sem Oddur heitinn bjó á. Einar- mun hafa leigt jörðina til fimmtán ára. Einar var lausríðandi, hafði sent bú- slóð' sína og heimilisfólk með flugvél austur í Öræfi. Grikkjakonungi bo5ið til Bandaríkjanna. Aþenu (AP). — Dulles utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna hefur boðið Páli Grikkjakon- ungi og Friðriku dffottningu hans, að heimsækja Bandarikin. Viðræðunum í Aþenu er lok- ið og fara þeir Dulles og Stassen nú til Tripolis í Libyu, og lýkur þar ineð viðræðum þeirra við stjórnmálaleiðtoga landanna í grennd við austurhluta Mið- jarðarhafs. Vísi hefur borizt greinargerð frá framkvæmdastjóra Eim- skipafélags íslands í tilefni af ófyrirleitnum árásum og raka- lausum staðhæfingum Tímans vegna áburðarflutninga félags- ins með Ieiguskipum. í greinargerðinni er á það bent, að hingað til hafi aldrei verið hagnaður af því áð ann- ast áburðarflutninga, fremui en flutning á matvöru eða fóður- vöru. Að Eimskipafél. íslands tafi tekið að sér flutning til landsins á ábm'ði fyrir Áburð- arsölur ríkisins og í þeim samn- ingum sé gert ráð fyrir einu flutningsgjaldi, þótt áburður- inn eigi að fara til annarra hafna en Reykjavíkur, og um- hleðslu þurfi við, en Eimskipa- félagið sjái um þann flutning án þess að Áburðarsölunni sc ætlað að greiða fyrir það auka - greiðslur. Fullyrt er að híð um- samda flutningsgjald sé hag- stætt fyrir Áburðarsöluna, enda verði að gera ráð fyrir að for- ráðamenn hennar semji ekki af sér. , í. E. hefir kappkostað að flytja áburðinn sem xnest beint til hafna úti á landi en af ýms- um ástæðum verður ekki kom- ist hjá því, að umhlaða talsvert magn í Rvík, og um tilhögun flutninganna hefur alltaf verið náin samvinna við Áburðarsöl- una. Allur hinn gífurlegi dreif- ingarkostnaður áburðarins til hafna úti um land er innifalinn í flutningsgjaldi því, sem um var samið, og ber því E. í. all- an kostnaðinn. Gera má ráð fyrir að % venjulegs innflutn- ings, samtals um 22 þús. lestir, faiú til hafna utan Rvíkur. Ennfremur má geta þess að þegar leigð eru skip til flutn- ings er ýmislegur kostpaður samfara flutningnum annar éir ; sjálf leigan, svo sem vinna við Ifermingu og affermingu, um- hleðslukostnaður og kostnaðúr við flutning út á land. Allur þessi kostnaður er miklu hærri 1 en Tíminn vill vera láta, og þetta er vel kunnugt öllum sem við vöruflutninga á sjó fást. í greinargerðinni er síðan með glöggum rökum bent á að á áburðarflutningnum með leiguskipinu AUN, sem Tímimr fjargviðrast út af hafi verið 60 þús. króna tap, en ekki sá gíf- urlegi gróði eins og blaðið held- ur fram. Að lokum mætti geta þess, að E. í. lætur gjaldeyns- eftirlitinu jafnan í té fullkomn- ar skýrslur um notkun á þciirí gjaldeyrí, sem það hefur til r'áð stöfuhar á hverjum tíma. Háskólanámskeið fyrir kennara. Háskóli íslands heldur nám- skeið í uppeldis- og kennslu- fræðum í næsta mánuði og er það einkum ætlað réttindalaus- um kennurum við gagnfræða- skóla. Eftir viku kemur hingað í boði Háskólans prófessor Dag Strömbáck. fi’á Uppsölum og' flytur nokkra fyrirlestra fyrir almenning. Prófessor Dag Strömbáck stundaði hér nám fyrir 25 árum síðan. Hann .er talinn vera einn hinna lærðustu raanna í Svíþjóð í norrænum. fræðum. Gert er ráð fyrir, að Þjóðleik- húsið starfi jafnvel fram til júníloka. Ferðir um heigína. Ferðafélag íslands efnir til ferðar um Hveragerði á Þing- völl n.k. sunnudag. Frá Hveragerði geta þeir, er þess óska, gengið yfii' í Grafn- ing, en aðrir farið með bílun- um. Skoðað verður umhverfi Sogsvirkjananna. Eftir hádegið á morgun fer Ferðafélagið í gróðursetningar- för í Heiðmörk og er hennar getið á öðrum stað hér í blað- inu. Páll Arason efnir til Haga- vatnsferðii’ kl. 2 e. h. á morgun (laugardag). Verður farið um Þingvöll í austurleið. Á sunnu- dag verður gengið á Langjökul eða Jarlhettur eftir vild, en komið til balta um kvöldið. Farfuglar fara í Valaból. Ameríski blaðamaffurinn William Oatis, sem handtekinn var í Tékkóslóvakíu og dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir njósnir, hefur verið Iátinn laus, eins og kunnugt er. Oatis var fréttamaður AP-fréttastofunnar í Tékkóslóvakíu. Myndin hér að ofan var tekin af Oatis, er hann kom til Nurnberg í Þýzkalandi, en bandarískur herbíll sótti hann til landamæranna, en þangað var hann fluttur ar tékknesku ríkislögreglunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.