Vísir - 06.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 06.06.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 6. júní 1953. VlSIK í »•«* PUíp poi'clan: ANNA LUCASÍA Frank og Kata og sötruðu óspart. Stella birtist allt í einu, eng- inn vissi hvaðan hún kom, illa greidd og illa þvegin og' hirðu- laus um klæðnað sinn, nánasarleg á svip, nefið hvasst eins og á vel skerptri exi, og slóst í hópinn. Ekki einkenndi félagslyndi framkomu neins þeirra né varð neins hlýleika vart í framkomu þeirra — ekki einu sinni yfirborðshlýleika. Memr settust að matborðii til þess að eta sig saddan og hvað var svo um það meira? Brátt opnuðust eldhúsdyrnar og inn kom mamma gamla og bar skál með kjötbeinum. Mamma hafði einu sinni verið falleg kona. Það var augljóst af myndum, sem teknar höfðu verið, er þau voru nýkomin frá „gamla landinu“, hún og pabbi, og jafn- vel nú, var ljómi fegurðar á vel hirtu, grá hári hennar, og enn var vottur mildi og fegurðar í augum hennar. Hún settist, dálítið þreytulega. „Getur ekkert ykkar beðið eftir pabba?“ sagði hún eins og vanalega. „Æ, haltu þér nú saman, mamma,“ sagði Stella. „Þegi þú,“ ságði mamma hvasslega. Frank leit upp og höndin sem hélt um súpudiskinn, sem hann var að bera að vörum sér, stöðvaðist: „Enginn getur sagt konu minni að halda sér saman, nema eg,“ urraði hann. Stella horfði á hann og diskinn. „Haltu kjafti,“ svaraði Frank og sneri sér aftur að mömmu: „Við höfum fengið þetta gutl þrjú skipti í röð. Maður gæti stein- dreþist á þessu.“ „Þú hefur gott áf þessu.“ Frank var farinn að naga kjötbein. „Jæja, þú gætir eins vel sagt, að maður hefði gott af að fá vatn og brauð. Það getur maður fengið þegar maður vill — í steininum.11 „Það gæti enn orðið hlutskipti þitt,“ hvæsti Stella. „Haltu þér sáman,“ hvæsti Frank í móti, eins og bjöm, sem verið er að erta. Svo fór hánn að virða fyrir sér fitugt beinið, sem hann var að naga. „Það ætti að banna með lögum, að selja bein, sem svona Htið kjöt er á.“ „Þú getur ekki búist við, að fá steik — með ekki meira kaup en þú hefur,“ sagði mamma og lyfti brúnum lítið eitt. „Náðu í kaffið, Kata.“ Kata stóð upp í undirgefni, en Frank véitti henni enga at- hygli, enda snerust állar hans hugsanir um það hversu lítið hefði jafnan fallið í hans hlut af þessa heims g'æðum. „Ef eg hefði fé handa milli,“ tautaði hann, „mundi eg ekki búa stundu lengur í þessari sardínudós.“ „Ekki eg heldur,“ sagði Stanley sem taldi hyggilegt fyrir sig að sámsinna Frank við og við. „Gerið það bara fyrir mig, að reyna að halda í vinnuna, þótt ekki verða nema vika, án þess að dagur falli úr.“ „Hvað ertu að bulla?“ sagði Frank. „Höfum við ekki verið að þræla í verksmiðjunni?“ „I meira en viku,“ 'gáll Stanley fram í. „Til hamingju,“ sagði mamma hæðnislega. „í dag,“ sagði Frank, „var eg látinn stíga þrepi hærra — í metorðastiganum, ef svo mætti segja. Eg vinn nú á kranapall- inum.“ : ! Þögn ríkti stundarkorn og hann beið þess, að einhver léti að- dáun í ljós. , „Hver dó?“ spurði Stella fyrirlitlega. „Tony datt af pallinum," flýtti Stanley sér að segja, því að hann vissi að Frank beið eftir, að einhver léti hrifni og aðdáun, í Ijós — „hann brotnaði á báðum fótum.“ „Já, þetta má nú kalla heppni,“ sagði Frank og hló að fyndni sinni. Engin svipbreyting varð séð á Stellu, nema ef það vottaði fyrir grunsemd í augum hennar: „Þú hefur þó ekki ýtt honum fram af, Frank?“ Það var eins og skugga bæri á andlit Franks, svo reiður og móðgaður var hann. „Herra trúr,“ sagði hann loks, eins og væri hann djúpt særð- ur. „Já, eg tók sannarlega niður fyrir mig, þegar eg kvongaðist — önnur eins tækifæri og eg hafði.“ Og það var að vissu leyti rétt. Það eru að minnsta kosti til konur, sem hrífast af kraftajötnum, þótt þeir hafi fátt sér til ágætis nema kraftana. Stanley hafði aldrei getað skilið hvers vegna Frank valdi Stellu. Og víst rar um það, að hann var ekki öfundsverður af glósum hennar o; )agi. — Og nú kom Joe gamli íiiður stigann, þunglamalega, þreytulr ;a, ósköp rýrðarlegur, og jagði frá honum vínlyktina. Hann korn og séttist, eins og vana- iega — eins og hann gerði sér enga grein fyrir því, að þau væru þar, og vanalega létu þau sem þau sæju harm ekkL En ekki í kyöld. Franlc stakk hendi.í.leðurjakkavasann og dró upp hrað- bréfið. SÍL SjÓMSósstiaáadeggiiMr Laugardagur 6. júní Kl. 14,00 Sundkeppni sjómanna við Faxa- garð. Kl. 14,30 Kappróöur á Reykjavíkurhöfn (Faxagarð) Kappróður milli skipshafna. Kappróður milli kvenfélaga. Veðbanki starfar í sambandi við kappróðurinn. Sunnudag'ur 7. júni. &jjówn€& sa níulag u s*: Kl. 08,00 Fánar dregnir að hún á skipum. Kl. 09,00 Hefst sala á merkjum og blaði dagsins, Sjómannadagsblaðinu. Kl. 13,30 Útihátíðahöldin á Austurvelli, ræður og ávörp verða flutt af svölum Alþingishússins. Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur sjó- manna- og ættjarðarlög. Sjó- menn og aðrir þátttakendur safn- ast saman við Austurvmll. Sjó- mannafélögin mynda fánaborg með féiagsfánum og fsl. fánum framan við styttu Jóns Sigurðs- sonar. Kl. 14,00 Guðmundur Jónsson óperu- söngvari syngur: Þrútið var loft, með undirleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. — Biskup íslands, hr. Sigurgeir Sigurðsson minnist drukknaðra sjómanna. — Þögn í eina mínútu. — Blómsveigur lagður á leiði óþekkta sjómanns- ins í Fossvogskirkjugarði. — Guðm. Jónsson óperusöngvari syngur: Alfaðir ræður, með und- irleik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Fulltrúi rikisstjórnarinnar, Öl- afur Thors siglingamáiaráð- herra. Lúðrasveit Rvíkur leikur: ísland ögrum skorið. Fulltrúi útgerðarm., Guðmundur Guðmundsson framkv.stj. Akur- eyri. Lúði'asveit Rvíkur leikur: Gnoð úr hafi skrautlég skréið. Fulltrúi sjómanna, Garðar Jóns- son form. Sjómannafélags Rvík- ur. Lúðrasveit Rvíkur leikur: íslands Hrafnistumenn. Afhending verðlauna og heiðurs- merkja, Henry Hálfdánsson for- maður Sjómannadagsráðs. — Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Ó guð vors lands. Á íþróttaveHinum: Kl. 17,00 Knattspyrnukappleikur milli skipshafna á e.s. Lagarfoss og v.s. Ægir. Reiptog milli Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands og Sjó- mannadagsráðs. Reiptog milli kárla frá fiskvérk- unarstöð Bæjarútgerðar Reykja- víkur og h.f. Júpiters og h.f. Marz. Reiptog milli kvenna frá sömu fyrirtækjum. Kynnir á íbróttavellinum verður Haraldur Á. Sigurðsson. Kvöldskemmianir á vegum Sjómamtadagsins: Kl. 20,00 Iðnó, Leikfélag Reykjavíkur sýnir: Góðir eiginmenn sofa heima. Aðgöngumiðasala í Iðnó í dag ld. 16,00—19,00 og eftir kl. 14,00 á morgun. Kl. 21,00 Sjálfstæðishúsið, dansleikur með skemmtiatriðum. Norska Kabar- ettsöngkonan Jeanita Melan-»A1- fred Andrésson, Haraldur Á. Sigurðsson og Carl Billich skemmta. Aðgöngumiðasála .1 Sjálfstæðis- husinu í dag kl. 18,00—20,00 og á morgun kl.‘16,00—18,00. Kl. 21,00 Dansleikir í Þórseafé og Ingólfs- café (Gömlu dansarnir) Breið- firðingabúð (Gömlu og nýju dansarnir) Tjarnarcafé og Sam- komusalnum á Laugaveg 162 (Almennir dansleikir). Kl. 14,00 Á sunnudag framreiða sjó- —19,00 mannakonur eftirmiðdagskaffi í S j álfstæðishúsinu. * * ★ Drekkið eftirmiðdagskaffið í Sjálfstæðishúsinu. Allur ágóðinn rennur til Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna. > ::

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.