Vísir - 09.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 09.06.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 0. iúní 1953 ▼ ISIR og var göngulagið algerlega írábrugðið hinu venjulega göngu- lagi hans. „Alveg rétt, Joe,“ sagði hann af hjartans sannfæringu. „Við verðum að útvega honum kvenmann, án þess að það kosti hann einn eyri. Fjögur þúsund dollarar eru mikið fé. Og við höfum brýna þörf fyrir það.“ Nú rétti Joe Lucasta úr séi', fyrst úr öxlunum, svo lyfti hann höfði, en ekki minnti hann enn á hjörtinn, en það var niður- bæld heift bylting'arsinnans í augum hans, er starði á Frank og sagði — í uppreistarhug, en án stolts: „Við hvað áttu, er þú ségir við? Hvað varðar okkur um þessa peninga?“ Frank tók til máls og talaði í sama tón eins og við barn, sem reynt er við með þolinmæði að koma í skilning um, að tveir og tveir eru fjórir: „Jæja, Joe, en ef við hjálpum honum til þess að fá góða konu, þá höfum við ekki gabbað har.n, ha?“ Joe starði á hann. „Þið skuluð ekki ná í peningana hans,“ og nú var mál hans líkast urri reiðs rakka. „Það skal eg sjá um.“ „Náum við þeim ekki — mun einhverjum öðrum takast það!“ „Nei, þessum sveitalubba tekst ekki að halda í þessa aura sína,“ sagði Frank af sannfæringu. En Kata, sem var svo grönn og veikluleg og vanalega svo mild á svip, gat talað af furðulegum sannfæringarkrafti: „Láttu þau ekki ná þeim frá honum, Joe.“ „Mýldu þennan kvenmann,“ hvæsti Frank og leit á Stanley, en svo varð hann allt í einu blíðlegur á svip, gekk til Stellu konu sinnar, og mælti næstum í föðurlegum tón: „Stella, við hljótum að geta fundið einhverja laglega og góða stelpu handa honum? — Stanley — hváð segir þú?“ Og það var auðheyrt á röddinni, að hann beið eftir uppá- stungum. Stanley fór að hugsa málið. „Svoboda-stelpan, nei — en stelpan hans Kowalskis — hún væri sjálfsagt til í það —“ „Já, fyrir 4000 dollara —“, sagði systir hans, og rataðist í þetta sinn satt á munn. „Æ, fari i heitasta, allar sem eg þekki eru giftar.“ „Kvénmann skal hann fá — þótt það kosti hjónaskilnað,“ sagði Frank. Kata ein hafði hugrekki til þess að svara þeim. Hún hristi höfuðið eins og í mótmælaskyni, og þótt hún væri beygð eins og aðrir á þessu heimili, var eitthvað í hug hennar sem knúði hana til andsvara. „Þið hafið reiknað það allt út,“ sagði hún. „En ykkur virðist ekki geta dottið i hug, að Rudolf kynni sjálfur að hafa sínar skoðanir á því hverja hann vildi fá fyrir konu.“ „Alveg rétt og meira en það,“ sagði Frank vinsamlega, en glottandi, því að hann annað hvort þóttist samsinna henni — eða var nógu heimskur til að halda, að Kata \keri aðeins að benda á stein í götunni, sem enginn hefði veitt athygli fyrr, — en kona Stanleys mundi vafalaust hjálpa til við framkvæmd áformsins. „Já, við verðum að ná í frambærilegan kvenmann handa hon- um, Við getum ekki hætt á annað.“ „Æ, hvað þýðir um þetta að tala,“ sagði Kata. Ekkert þeirra hafði veitt Theresu neina athygli, en hún hafði setið kyrr við borðið, þögul mjög. En nú var hún allt í einu kom- in þama í hópinn — og eins og í einhverjum ákveðnum tilgangi. Andlit hennar Ijómaði. Hún brosti örugglega, eins og hún vissi hvernig leysa skyldi vandann. „Eg veit um stúlku handa Rudolf,“ sagði hún, eins og sá, sem er boðgeri góðra tíðinda. Þau störðu öll á hana, en það var Stanley, sem spurði: „Hvaða stúlku áttu við, mamma gamla?“ „Ö n n u“. 3. kapituli. Dauðaþögn ríkti í herberginu. Eins og eftir að sprengju hef- ur verið varpað og kyrrð komir. á, ekki einu sinni hreyfing á brakinu. Þau störðu öll á hana eins og hún hefði framið helgi- spjöll með því að nefna nafn Önnu. Og svo litu þau öll snögg- lega í áttina til Joe og tóku að stara á hann, og þau héldu niðri í sér andanum. Þykkar brúnir hans næstum drógust saman: „Eg gerði það að ófrávíkjandi reglu“, sagði hann, „fyrir þremur árum, að í þessu húsi mætti ekki nefna nafn hennar. Við tölum ekki meira um þet|a.“ Nú var' fránn ekki hikandi,' heldur þrálegur — næstum til alls búinn. En Theresa gekk til hans og ákefð hennar bar eins og með sér, að hún var borin uppi, af einhverri hugaröldu, sem hafði risið furðu hátt, hærra en þegar hún vanalega talaði máli ein- hvers. „Eg viífá hana aftur, Joe. Þetta er ekki eins og það á að vera. Við gætum öll verið hér —“ „Eg skipaði svo fyrir —“ byrjaði Joe, eins og hann gæti ekk- ert annað sagt, og ekkert meira væri að segja. „Hún fengi þá tækifæri til að byrja á nýjan leik,“ sagði Theresa. „Nei,“ sagði Joe ákveðinn. Stella horfði á þau á víxl. Ekki varð :vart réiði 1 „svip hennar, enda lagði hún málið fyrir sjálfa sig án tilfinningasemi og gerði sér grein fyrir hvað mælti með þessu og hvað móti. Og hún kost að niðurstöðu um það. „Hún fór í hundana — en hún er svo sem nógu góð handa honum.“ „Segðu þetta ekki, Stella,“ sagði móðir hennar og augu henn- ar urðu rök. Kata gekk til Theresu og klappaði henni hlýlega á öxlina: „Hún getur varla verið verri en sum okkar“. „Anna var góð stúlka, Kata! En enginn skildi hana. Joe hafði engan skilning á því, að stuðla að því, að það sem gott var í fari hennar, fengi að njóta sín.“ „Hann þurfti ekki að misskilja neitt, þegar hann kom að henni í skúrnum,“ sagði Stella hlæjandi. „Ekki varst þú þar — hvað þykist þú vita?“ sagði Theresa, hvasslega. „Andið rólega,“ sagði Frank í skipunartón. Hann kunni tökin á svona hóp, að honum famist — mest um það vert að forðast alla æsingú. „Við skulum athuga málið rólega — reyna að komast að hyggilegri niðurstöðu.“ „Hva — hvað?“ sagði Stanley álkulega, eins og úti á þekju. „Hér vill hver fara sína leið'. Komum okkur saman um leið- ina — og gerið eins og eg segi.“ „Nei,“ þrumaði Joe allt í einu, „eg segi nei.“ „Ætlar þú að vera sá eini, sem ekki vill líta á málið frá mannúðarsjónarmiði?“ sagði Frank. „Nú, jæja, lítum á það frá öðrum sjónarmði.-------— Anna hefur allt það til að bera, sem Rudolf þessum finnst máli skipti —“ „Án efa, — blíðuna lætur hún sjálfsagt óspart í té,“ sagði Stella hryssingslega og hló. Kata færði sig frá Theresu og gekk að Joe og greip í hand- legg hans. „Fólk tekur miklum stakkaskiptum á þremur árum, Joe“ sagði hún. „Ekki Anna,“ sagði Stanley, sem fitlaði við hár sitt, til þess að leyna taugaóstyrk sínum. Kötu var löngu orðið ljóst hvemig honum var innan rifja, þegar deilt var innan fjölskyldunnar, og taugaveiklun hans átti ekki síza rætur að rekja til þess, sem gerðist fyrir 3 árum í skúrnum. Stanley hafði aldrei sagt henni hvað það var, en slæmt hlaut það að hafa Verið, fyrst Jpe Lu- casta harðbannaði, að nokkur nefndi nafn Önnu. Allir horfðu á Stanley, og menn biðu skýringa. „Henry Schultz sá hana í krá í Brooklyn,“ flýtti hann sér að segja. „Öllum ber saman um, að hún sé fallegasta þernan í sjoppunum þar.“ „Aha,“ sagði Stella á þann hátt, að enginn þutfti -að vera í vafa um við hvað hún átti. Á kvöldvökunni Tveir Ameríkumenji, sem í Þýzkalandi voru staddir, fóru inn í dýrt gistihús til þess að matast. Annar þeirra kunni dá lítið í 'þýzku og vildi nú láta Ijós sitt skína, hafði orð fyrir hinum og bað lun beztu rétti sem á matseðlinum voru. Þeg- ar þjónninn kom með ábætis- réttinn stóð sá upp, sem þagað hafði áður og hvíslaði nokkrum orðum að þjóninum. „Þú hefur þurft að sýna hvað þú kynnir?“ sagði sá þýzku- mælandi og glottL „Já, vitanlega“, svaraði hinn. „Eg sagði: Félagi minn á að borga matinn.“ • Snáðinn kom á liarða hlaupum heim úr skólan- um og sagði: .,Það er kominn undra-grammófúnn; í skólann, matnniaÍ!" ' „Undra-gramnMiíó nn. — Því segirðu það? „Jú, sjáðu til. Það barf ekki að setja hann í samband við rafiiKigfi — hann gengur ekki einu inni fýrir rafmagni.'Állt seín híirí að gera er að snúa sveif.“ 7,200 km. langur, er lengsti fjallgarður á jörðinni. r.s. Reykjafoss fer héðan miðvikudaginn 10. júní til Vestur- og Norðurlcirds. Viðkomustaðir: Stykkishólmur, Súgandaf j örður, Bolungavík, ísafjörður, Skagaströnd, Siglufjörður, Akureyri, Húsavík. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. * Búiardískar til sölu. Tilvaldir fvrir úti- skemmtanir. Tækifærisverð. Upplýsingar í síma 7546, eftir kl. 8 á kvöldin. RIKISINS u #1 Austur um land í hringferð hinn 15. þ.m. Tékið á móti fíutningi tii áætlunarhafna milli Djúpavogs og Siglufjárðar í dag og á morgun. Farseðlar seldir á fimmtudag. „Skaftfellingur" til Vestmannaeýja í kvold. —. Vörumóttaká daglega. Qhu jIhhí Fyrir 30 árum var þessi aug- lýsing í Vísi frá Gamla Bíó: Kynblendingurinn. Sjónleikur í 6 þáttum eftir hirmi ágætu sáldsögu Sir Gil- bert Parkers. Aðalhlutverkin leika: Mabel Julienne Scott og hin þekkta dansk-ameríska leikkona Ann Förrest. Þetta er fi’amúsrkarandi fal- leg og góð mynd. Þegar hún var sýnd í Kaupmannahöfn vakti hún mjög mikla eftir- tekt, og töldu blöðin hana eina með allra beztu kvikmyndum, sem þar hefðu sézt. — Myndin er tekin sumpart í Kanada og sumpart í skrautsölum enskra aðalsmanna. Aðgöngumiða er hægt að panta í síma 475. Sýn- ing k.l 9 Þá var þessi auglýfeing: " l!ú ■ Ii-: ';r -ii ■’ ;if- ' í íbúð éskast 2—3 herbergi og eldhús sem fyrst. Tiltaoð leggist inn á afgreiðslu Vísis fyrir föstu- dagskvöld, merkt: „íbúð — 213“ MáltækiS segir: „Oft veltir lítil þúfa þunga hlassi.“ Það sannast dag- lega á smáauglýsingum Vísis. Þær eru ódýrustu aug- lýsingarnar en þær árangursríkustul Auglýsið í Vísi. Tapað — Fundið. Hæna er í óskilum á Lauga- vegi 45. Eigandi greiði auglýe- Andesfjállgarðurinn, sem er j ingakostnað. Pappírspokagerðin h.f. ÍVitastíg 3. Allsk^pappirspokar\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.