Vísir - 19.06.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 19.06.1953, Blaðsíða 4
VfSIR Föstudaginn 20. júni 1953. WXíSXR DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Augiýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Snndkeppoin í Hafiiarfirði: Reykvíkingar unnu utan- bæjarmenn með 5 st. mun. Helga Harafdsdóttir K.R setti nýtt íslands- met í 50 m. skriðsundi. Rannveig kemst ekki á þig. TT'ramsóknarmenn halda hersýnilega, að Rannveig Þorsteins-1 **- dóttir muni verða kosin á þing að þessu sinni, af því aðj hún var kosin haustið 1949. Þeir vona, að sag'an endurtaki sig, * eins og oft er sagt, og vegna þess þylja þeir hvað eftir annað einhverja ímyndaða afrekaskrá Rannveigar. Hún hefur gert þetta og hún hefur gert hitt, hún hefur staðið við stóru orðið, hún getur verið hnakkakert. En ef vel er að gáð, kemur það á daginn, að Rannveig hefur ekki gert annað en að styðja þá stefnu, sem ríkisstjórnin setti sér í öndverðu, og sú stefna var ;í öllum veigamestu atriðum byggð á því, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hafði bent á að gera þyrfti. Hann hafði verið eini flokk- urinn, sem hafði þorað að benda á úrræði, sem að gagni máttu koma, og þegar hann hafði riðið á vaðið, fylgdi Framsókn í kjölfaxið. Og af þvi að sá flokkur hafði samið við Sjálfstæðis- flokkinn, hafði Rannveig heimild flokksstjórnar sinnar til að styðja þau mál, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði átt upptökin að. Þetta er í stuttu máli sagan af Rannveigu á Alþingi, og þessi saga sannar það einnig, að það er vel hægt að komast af án hennar á þin i. Sú mun einnig verða raunin, svo sem á daginn kemur í fyliingu tímans, að hennar verð.ur ekki talin þörf á fleiri þingum. Stór orð eru til einskis, þegar staðreyndir um dugnað hennar eru svo ljósar. Em tiíviljunin enn? Z'1 unnar M. Magnúss verður að greiða það talsverðu gjaldi, að hann skuli hafa verið settur í fjórða sætið á lista kommún- ista hér í bænum. Hann verður sífellt að vera að skrifa um andstöðuhreyfingu sína gegn her í landi, og í þriðjudagsblaði Þjóðviljans skýrði hann frá því, að kvæði eitt eftir Guðmund Böðvarsson væri orðið landfleygt — það væri orðið baráttu- söngur andspyrnuhreyfingarinnar. Um það skal ekkert sagt, hversu landfleygt kvæði þetta eða baráttusöngur er orðinn, en þó hefur hann heyrzt tvívegis í út- varpi, en eins og kunnugt er, virðast kommúnistar eiga einkar auðvelt með að lauma því inn í útvarpið, sem þeim er áhugamál að koma á framfæri við landslýðinn. Var á það bent hér í blaðinu fyrir nokkru, að eitt laugardagskvöld ekki alls fyrir löngu hefðu kommúnistar haft yfirráð yfir miklum hluta dag- skrárinnar, þegar frá er talin tónlistin. Var þar m. a. lesið kvæðið eftir Ehrenburg, einn æðsta prest þeirra, er berjast við að svifta sig hvimleiðum persónuleika sínum. Auðvitað hefur það verið einskær tilviljun, að kommúnistar iskyldu lenda í útvarpinu sama kvöldið — ekki er ástæða til að ætla annað! Og vitanlega hefur það líka verið enn einskær- ari tilviljun, að takast skyldi að lauma baráttusöngnum tví- -vegis inn í útvarpsdagskrána með örfárra daga millibili. En það þarf að búa svo um hnútana, að því er útvarpið varðar, að engar tilviljanir ráði því, hvaða efni er útvarpað þar eða hverjum er hleypt í það með áróður sinn. Ekki sízt þar sem kommúnistar leggja vitanlega mesta áherzlu á sííkar tilviljanir rétt fyrir kösningarnar, því að ekki veitir þeim af, vesalingun- um. Kvennadagurinn —19. júní. Oamtök kvenna hafa um langt skeið haft 19. júní sem bar- ^ áttudag sinn, og' er svo enn að þessu sinni. Miklar breyt- ingar hafa orðið á högum kvenna frá því að þær hófu baráttu sína hér á.landi, og. mun óhætt að fullyrða, að óvíða njóti kon- ur eins mikilla réttinda og hér, enda þótt þær muni sumar álíta, áð énn eigí það langt í land, að þær téljist „menn méð mönnum." I hintim lýðfrjálsu ríkjum heimsins hafa völd og áhrif kvenna farið jafnt og þétt i vöxt, enda er það hin rétta þróun og i samræmi við aðrar framfarir á ýmsum sviðum. í einræð- isríkjunum hefur konum víðast verið beitt fyrir áróðursvagn hinna ráðandi hópa, og þótt frelsi þeirra og réttur sé þar í orði kveðnu meiri en annars staðar, leiðir það af sjálfu sér, að þar sem alþýða manna er hneppt í fjötra er konan það einnig. Til þeirra þjóðskipuiaga þurfa vestrænar þjóðir einskis að leita til fyrirmyndar í þessum efnum frekar en öðrum. Konum kann að þykja, að réttindi þeirra hafi seint fengizt úr hendi karla, .en tenúa' má dæminu við, ojg spýrja, hversu laus réttindi karis liggi, þar séth'konan hefur töglih og háéldirHár. j Á sundmóti því, sem háð var í Hafnarfirði um helgina í sambandi við vígslu Sundhall- ar Hafnfirðinga, setti Helga Haraldsdóttir, K. R., nýtt ís- landsmet í 50 m. skriðsundi kvenna á 32.5 sek. Sundkeppnin milli Reykvík- inga og utanbæjarmanna fór þannig, að Reykvíkingar unnu með 3^0% stigi gegn 365t^ stigi utanbæ j armanna. í unglingasundinu sigruðu utanbæjai-mcnn, hlutu 104 st., en Reykvíkingar 80. I sundi fullorðinna hlutu Reykvíking- ar 290Vz stig., en utanbæjar- menn 26IV2. Árangur í einstökum grein- um: 100 m. skriðsund karla: 1. Pétur Kristjánss. R. 1:03.8 mín. 2. Sverrir Þorsteinss. U. 1:07.8 mín. 50 m. skriðsund kvenna: 1. Helga Haralds, R. 32.5 sek. (Nýtt íslandsmet). 2. Inga Árnad. U. 33.2 sek. 400 m. bringusund karla: 1. Kiástján Þórisson U. 6:23.0 mín. 2. Nikulás Brynjólfss, U. 6:31.4 mín. 200 m. bringusund kvenna: 1. Þórdís Árnad. R. 3:17.8 min. 2. Vilborg Guðleifsd. U. 3:33.0 mín. 50 m. skriðsund drengja: 1. Helgi Hanness. U. 30.2 sek. 2. Steinþór Júliuss. U. 30.2 sek. 50 m. baksund kvenna: 1. Helga Haraldsd. R. 38.5 sek. 2. Inga Árnad. U. 42.0 sek. 200 m. bringsund karla: 1. Kristján Þórarinss. R. 2:58.7 mín. 2. Atli Steinarss. R. 3:03.1 mín. 100 m. bringusund kvenna: 1. Þórdís Árnad. R. 1:34.0 mín. 2. Vilborg Guðleifsd. U. 1:37.5 mín. 100 m. baksund karla: 1. Jón Helgas. U. 1:18.5 mín. 2. Guðjón Þórarinss. R. 1:20.6 mín. 50 m. skriðsund telpna: 1. Helga Haraldsd. R. 32.7 sek. 2. Inga Árnad. U. 33.4 sek. 100 m. bringusund drengja: 1. Ólafur Guðmundss. R. 1:27.5 mín. 2. Einar Guðmundss. R. 1:29.1 mín. 100 m. bringusund telpna: 1. Vilborg Guðleifsd. U. 1:38.7 míh. 2. Auður Steinþórsd. R. 1:39.3 mín. 50 m. baksund drengja: 1. Sig Friðrikss. U. 37.4 sek. 2. Örn Ingólfss. R. 38.1 sek. 4X50 m. frjáls aðf. kvenna: 1. Sveit utanbæjarmanna á 2:36.2 mín. Framh. ó 7. síðu Margter shritjS Stokkhólmsbúar kneifa nú sérstakan „afmælismjöð“ Hann er 2,8% og |>urr, sætur, súr og beizkur í senn. Við drekkum Egil sterka, I var tilraununurn beint í þá a Lt Danir sötra „páskabrugg" a vissum tírna árs, og nú svolgra Svíar „afmælismjöð“. ,,AfmæIismjöðurinn“ er alveg' nýr af nálinni. Hann inniheldur 2,8% áfengi og óvenju mikið af malti og er nú nýkominn á markaðinn í Stokkhólmi. Bjór- inn var búinn til í því skyni að bjóða Stokkhólmsbúum og ferðamönnum upp á eitthvað alveg 'nýtt í tilefni 700 ára af- inælis höfuðborgarinnar. Svo mikil eftirspurn var eftir bjórnum, að fyrsta stórsending- in, sem kom á markaðinn, selá- ist upp á örskömmum tíma, og þá voru ölgerðirnar ekki enn tnbúnar meö næstu senatngu. Bjórnum er lýst þanmg, að hann sé þurr, sætur, sur og beizkur í senn, og er árangur- 'm af tímaívékvm Uiraunum, sem St. Eriks-ölgerðin í Stokk- hólmi hefur gengizt fyrir. —é Samkvæmt reglugerð má bjór- inr> á heimamarkaðmmi ekki vera sterkárl^yit ‘ár að gera bjórirín sem „léttastan“, en þó þannig, að í honum væri sem mest malt. Aðferðin, sein fannst var sú, að stöðva gerjun- ina á ákveðnu stigi og láta bjór- inn síðan jafna sig í tvó mán- uði. Með því móti verður malt- innihaldið 5-—6%, sem er um það bil helmihgi meira en í venjulegum fcjór. Bjórinn er seidur i venjulegum flöskum, en á miðanum er mynd af heillögum Eiríki, postuia Stokkhólmsborgar, í, gulinum ramma. • Þessi nýja öltegund hefur vakið rnikla 'athygli erlendis, sérstaldega vegna þess hve kornið hefur að geyma mikið af eggjalivítueínum. Þessar rannsóknir. hafa. því orðið til þess að auka gæði sænska öis- ins að rniklum mun, óg einn fcezti bjór sem sænskar ölgerðir íramleiða 1 .sameiningu og'ueXn- ist „Three Towns“, g'eymist c, . , . , , , , ,,... Svar vio gatu ar. 448: urugglega oskemmdur 1 halxt .>• —m- .• :i“ oí: . ::i ..;o •> -■ • ‘ Þjóðhátíðardagurinn rann upp bjartur og' fagur og var þá stugg- að á brott ótta margra um að skúraveður yrði um daginn, eins og dagana á undan. Sólskin var allan daginn, en gola af siiðri. Óþarfi er að rekja hátiðahöldin liér, þótt aðeins sé minnzt dags- ins, því nær allir Réykvíkingar munu hafa tekið þátt í þeim, ein- hve'rn hluta dagsins. — Sjaldan hefur áðúr annað eins mannhaf sést í miðbænum. Á barnaskemmt uninni á Arnarhóli, sem iiófst kl. -1 eftir hádegi, var hóllinn svo þéttsetinn, að þégar horft var yf- ir í fjarlægð var eins og breiða af alla vega litum blómum, stni marglitur búningur barna og fullorðinna skapaði. Hver sinn skammt. Óhætt er að fullyrða, að allir munu hafa skemmt sér um dag- inn, þvi öll hátiðahöldin og skemnitiskrár voru undirbúnar af mikilli fjölbrcytni af hátíðar- nefndinni. í Tivoli var mikið f jöl- menni, þegar líða tók á daginn, en aðgangur var ókeypis að garð- inumy eins og öllum öðrum skemmtunum um daginn, eins og vera bar. Um kvöldið liófst svo fjölbreytt kvöldhátíð á Arnarhóli og var þar sungið af mikilli list. Formaður hátíðarnefndar flutti ávarp, og blaðamenn fengu sinn skammt í ræðu, sem borgarsljór- inn hélt. — Allur svipur há- tiðahaldanna bar mikilli smeltk- vísi vott, og mun hver og einn hafa snúið glaður og ánægður til síns heima að lokinni skemmtun- Fleiri miðasölur. Það er ekki hægt að skilja svo við dálk þenna i dag, a'ð ekki sé nöldrað eilítið. Mig langar til þess að stinga því að stjórn Tivoli, að það myndi ekki skaða, að þar væru fleiri miðasölur, þar sem miðar að skemmtitækjútium væru seldir. Það hlýtur að vera hægt að koma því svo fyrir án nokk- urs kostnaðarauka. Þegar gott er veður er þessi ágæti skeminli- garður fjölsóttur al' fjölskyldu- fólki, foreldrum með börnin sín. En við einu iniðasöluna, sem eg he.f orðið var við þar, er alltaf niiliil biðröð, og t. d. á þjóðliá- tíðardaginn vissi eg að riiargir tölelu sig verða frá að hverfa, vegna þess hve biðin var löng. Óregla lítil. Ógerlegt er að segja um þu'ð með neinni vissu, hvort ekki hai'i orðið vart vmdrykkju í einhverju horninu á þessu víðfeðma skemmtisvæði. En lítið varð þess vart fram eftir degi, sem betur fer. Það hefur Hka áðúr alvar- lega verið brýnt fyrir öllum góð- um borgurúm, að sjá sótna sinn í því að hafa ekki vín uin hönd á þjóðhátíðardaginn'. Aúðvitað hafa stöku menn verið drukknir 1 gær, og væri á öðru von, en það -cr stór bót, þegar drykkjuskap er afstýrt á þessúm edgi. ■— kr. ★ Spakmæli dagsins: Hver er sinuar lukku smiður. Gáta dagsins. Nr. 449: Á hverjum degi hef eg raun, höfuðskepnum gegnum þrengist, hrufur yfh’ hörku kaun, hörðum vendi líka flengist. Byssa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.