Vísir - 19.06.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 19.06.1953, Blaðsíða 8
 Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir I®. hvers mánaðar fá blaðið óbeypis tii mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gcrisí • áskrifendur. Föstudaginn 19. júní 1953. Læknar og prestar treysta samstarf mei félagsstofnun. Danskor lækxiir og prcsíor staddir hér iil að aðstoða víð félags- stoínnnina. Innan fárra daga verður stofnað hér i . bæ sameiginlegt félag Iækna og presta, sem miða . á að aubinni samvinnu þessara stétta, þar sem báðir aðilar leggi fram reynslu sína og þefckingu. Fréttamenn áttu tal við þá Villy Baunbæk og dr. med. Jörgen Madsen frá St. Hans- sjúkrahúsi í Hróarskeldu, en þeir eru hingað komnir gagn- ' gert til þess að skýra frá reynslu sinni í þessum efnum og aðstoða við félagsstofnunina. Verður haldinn fundur lækna og presta n.k. sunnudagskvöld í 1. kennslustofu Háskólans af • þessu filefni, og annar á mánu- dagskvöld, og verður þá endan- lega gengið frá félagsstófnun- inni. Báðir fundirnir verða kl. 8,30. í fyrra var hér kjörin fjög- iurrá manna undifbúningsnefnd vegna væntanlegrar félags- stofnunar, og áttu sæti í henni læknarnir Alfred Gíslason og Kristján Þorvarðsson og prest- ‘arnir Jakob Jónsson og Magnús Guðmundsson. Þess konar. félög tíðkast annars staðar á Norðurlöndum og víðar og hafa gefið mjög góða raun. Skýrðu þeir nokkuð frá þessu, þeir dr. Madsen og síra Baunbæk, og töldu þeir, að prestar og læknar gætu haft hið heillavænlegasta samstarf t. d. í sjúkrahúsum. Ekki farið milli stétta. Báðir tóku þeir skýrt fram, að félagsskapur sem þessi væri ekki til þess að gera læknana h Eiríksjökulsferð á morgun. Ferðafélag íslands efnir til Iveggja ferða um helgina. Önnur þeirra er gönguför á Eiríksjökul, en hann er hæsta fjall á vesturhelmingi íslands og útsýn þaðan að sama skapi mikil. Lagt verður af stað í þessa ferð kl. 2 e. h. á morgun og ekið inn fyrir efstu byggð í Borgarfirði. Farmiða þarf að sækja í kvöld. Hin ferðin er á sunnudags- morgun út á Reykjanes. Verður ekið um Grindavík og út að Reykjanesvita, hverasvæðið þar og heílarnir skoðaðir og gengið upp í vitann. Farmiða í þá ferð þarf að sækja fyrir hádegi á ■ morgun. Heilaóskir kvaðáiæfá Meðal árnaðaróska, sem for- seta íslands bárust á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní, voru heillaskeyti frá Frederik IX Danakonungi, Gústaf VI Adolf Svíakonungi, Paasikivi Finn- landsforseta, Eisenhower Bandaríkjaforseta, Theodor Heuss forseta Sambandslýð- veldisins þýzka og Reza Pahl- iavi íranskeisara. að trúboðum, eða prestana að eins konar skottulæknum, heldur væri þarna um að ræða samvinnu, þar sem notfærð yrði sú reynsla, sem báðir aðilar hefðu yfir að ráða, ekki sizt í sálrænum efnum. Geta má þess, að við St. Hans-sjúkrahús er sjúkrahús- presturínn jafnan viðstaddur fundi læknanna og tekur þátt í umræðum um ýmis mál er varða sjúklinga og starfið við spítalann. Danskir prestar og læknar hafa orðið sammála um fagleg an starfsgrundvöll, sem spáir góðu um áframhaldandi sam- starf. Sjö meitn sæmdir heiðursmerkjum. Forseti íslands hefur í gær, að tillögu orðunefndar, sæmt þessa menn fálkaorðunni: Ásgrím Jónsson, prófessor, listmálara, Reykjavík, stjörnu stórriddara. Pétur Á. Jónsson, óperusöngvara, Reykjavík, stór- riddarakrossL Jón Þórðarson, f-yrrv. skipstjóra, Vatneyri, riddarakrossi. Karl Strand, lækni, . London, riddarakrossi. Moniku Helgadóttur, húsfreyju að Merkigili í Skagaíirði, ridd- arakrossi. Snorra Sigfússon, námsstjóra, Akureyri, riddara- krossi. Þorstein J. Eyfirðing, skipstjóra, Reykjavík, ridöara- krossi. Bridge: fslendingar unnu B-sveit Dana. Norðurlandakeppnin í bridge er nú hafin, og fer hún fram í Árósum í Dan- mörku. Byrjaði keppnin i gær, og hefur fréttaritari Vísis á mótinu, Kristján Kristjánsson, símað blaðinu eftirfarandi um úrslitin* „A-sveit okkar gerði í dag jafntefli við B-sveit Noregs með fjórum stigum yfir. B-sveit okkar vann B-sveit Dana með sjö yfir.“ Vann milljónip á Derby. London (AP). — Óbreyttur liðsmaður í flugher Pakistans vann yfir hálfa sjöttu milljón króna á Derby-veðreiðunum síðustu. Hafði bróðir hans, sem er í Englandi, keypt miða fyiir hann, en happdrætti er jafnan í sambandi við veðreiðarnar. Kom 110.000 punda vinningur á hest og miða. Hinn heppni hefur um 60 kr. í mánaðarlaun í hernurn. Kaffisamsæti Kven- réttindafél. í kvöld. Kvenréttindafélag íslands efnir til kaffisamsætis i Tjarn- arcafé í kvöld klukkan 8,30. Er þetta í tilefni af kvenna- deginum, og hefur vestur-ís- lenzku konunum, sem hér eru á ferð, verið bpðið að sitja hói- ið. Þá er komið út blað kvenna — 19. júní — og verður það selt á götum bæjarins í dag.. Efnis þess er getið í bæjarfréttúm Vísis á öðrum stað í blaðinu. Megi þeir veiða, verður það að vera lítíð. Að því er Vísir hefur heyrt hafa togaraeigendur í Bretlandi gripið til allvíðtækra ráða, til þess að halda uppi fiskverði. í fyrsta lagi mun mjög mörg- um togurum hafa verið lagt, sem er að vísu ekki óvanalegt þennan tíma ársins, en þeir, sem fara til veiða, mega ekki koma nema með 70% af því magni, sem þeir geta flutt, og þar af verður viss hluti að fara í söltun. Er þannig miðað við stuttar veiðiferðir, betri fisk og ’nátt verð, enda óttast nú Bretar vafalaust samkeppnina, ei allt gengur vel með að koma hinum eftirsótta íslandsfiski á rnark- aðinn síðsumars og næsta haust. Meiáx* hjá Þjóðleikhúsinn : Gestir eru orðnir 102. þús. á tæplega 200 sýningum. Fjárltagsafkoma letkhússins betri í ár en itokkru stnni. Það er nú fullvíst, að leikár asar. Þar næst var Topaz jneð Þjóðleikhússins, sem senn er á um 20.000. enda, verður hið hagstæðasta í 1 Þegar er vel á veg komið sögu þess, bæði að því er snert- undirbúningi að næsta leikári. ir fjárhagsafkomu og aðsókn. jFyrsta viðfangsefni Þjóðíeik- La Traviata er síðasta verk- hússins í haust verður gaman- efni leikhússins á þessu leikári,1 lekiurinn „Private Lives“, eftir> en óperan verður flutt nokkr- Noel Coward. Sigurður Gríms- um sinnum enn, eða til mánaða- j son hefur þýtt leikinn, en Guim móta eða svo. Vísir hefur átt ar R. Hansen verður lcikstjóri. tal við Guðlaug Rósinkranz j.Er langt komið æfingum á þeirn Þjóðleikhússtjóra og fengið hjá leik. honum stutt yfirlit um verk- éfni leikhússins og þau við- fangseíni, er við blasa í haust, Þá verður fluttúr sjónleikur- inn „Sumri hallar", éftir Banda ríkjamanninn Tennessee Will- er leikhúsið tekur til starfa á iams, í þýðingu Jónasar Krist- ný. jjánssonar, mag., undir stjóra Nú hafa samtals tæplega Indriða Waage. 102.000 manns komið á sýn- ingar í Þjóðleikhúsinu sjálfu (þá ekki meðtaldar milli 30 og 40 sýningar á vegum Þjóðleik- hússins úti á landi). Hafa álíka margir komið í leikhúsið það sem af er árinu og þegar flest kom í leikhúsið í hitteðfyrra, en þá urðu gestirnir um 102.00Ö. Enn liggja ekki fyrir endanleg- ar tölur um aðgangséyri, enda nokkrar sýningar eftir af óper- unni La Traviata, eins og fyrr greinir, en sýnilegt er þó, að útkoman hefur aldrei orðið hag stæðari en í ár. Tæpiega 260 sýningar á vetrimun. Alls tók Þjóðleikhúsið fyrir 14 verkefni og er þar ekki með- talið hljómleikahald á vegum þess. Verkefnin voru þessi: Listdanssýningar Dana og Svía s.l. haust, 8 sýningar. Leður- blakan (15), Tyrkja-Gudda, sem tekin var til sýningar á ný, (2), Júnó og páfuglinn (11), Rekkjan (2, og 25 sinnum úti á landi). Litli Kláus og Stóri Kláus (endurupptaka 5), Tóp- az (35, auk sýninga úti á landi), Skugga-Sveinn (40), Stefnu- mótið (10), Landið gleymda (13), Koss í kaupbæti (12), Österbottningar (5) og La Traviata (17, og verða fleiri). Alls eru þetta 198 sýningar þar sem af er leikárinu, en þær verða yfir 200 um það lýkur. Mest aðsókn á árinu var að 40 sýningum á Skugga-Sveiai, en samtals sáu 23.111 manns þenna vinsæla sjónleik Marthí- Loks má geta þess, að hingað kemur þann 25. ágúst í sumar ballett-flokkur frá Kgl. leik- húsinu í Höfn, sem undaníarið hefur sýnt í Covent Garden í London í sambandi við krýn- ingarhátíðina. FjaUvegir nær hvarvetna or5nír færir Aðeins Reykjaheiði óiær — verðnr rittití næsín da»a. Flesiir fjallvegir landsins eru nú færir orðnir og áætlun- arferðir póstbíla hafnar yfir þá, nema Reykjaheiði, sem er enn ófær bífreiðum. Áætlunarferðir eru nýlega byrjaðar frá Akureyri og aust- ur' á Fljótsdalshérað og fór fyrsti áætlunarbíllinn að austan yfir Hólsfjöll á mánudaginn var, en fyrsti bílinn frá Akur- eyri fór austur á Hérað á þriðjudaginn, 16 þ.m. Er það óvenju fljótt sem þessi leið opnast, svo sem raunar aðrir fjallvegir nú í vor. Nokkur farartálmi er reyndar árspræna ein austur á Jökulsdalsheiðinni, þá dagana sem heitt er í veðri. Þá kemur í hana vöxtur, svo að hún verður illfær litlum og lágum bílum. Annars er komið á áðra viku frá því fyrstu bíl- arnir fóru á milli Fljótsdals- héraðs og Þingeyjarsýslna. Á Austurlandi hafa hæstu fjallvegir verið mokaðir, en það eru Oddsskarð og Fjaroar- heiði. Hefur nokkur bleyta ver- reiðufn og fó.ru fyrstu áætlun arbílar yfir hana 12. þ.m. Á Norðurlandi er Siglufjarð- arskarð, fyrir utan Reykjaheiði, sá fjallvegurinn er síðast var opnaður til umferðar. En s.l. sunnudagskvöld fóru fyrstu bílar yfir skarðið og þann 16. þ.m. hófust , áætlunarferðir póstbíla yfir það. Búist er við Þakaferðir verða tíðari. í gærkvöldi var lögreglunni gert aðvart um tvo drengi, er staddir voru uppi á húsþaki í Vesturbænum. Höfðu drenigr þessir skriðið upp rennu á þriggja hæða húsi og komust upp á þakbrúnina. Fóru þeir síðan sömu leið nið- Ur aftur, án þess að slys hlytist af. Lögreglan hafði tal af drengj unum og áminnti þá fyrir til- tækið. Sprengjur fiiutast enn í V.-Þýikalandi. Bonn (AP). — Verkameiui við ýmiskonar vinnu hafa farið fram á auknar tryggingar. Eru það einkum verkamenn, sem vinna við allskonar jarð- vinnu, t. d. áð taka grunna fyrir nýjum húsum. Kemur það alltaf fyrir við og við, að sprengjur leynast í jörðu og springa, þegar grafið er fyrir húsum. Kveðjur bárusl víða. Á þjóðhátiðardaginn bárust utanríkisráðherra heillaóskir erlendis frá, þar á meðaí frá sendiherrum Belgíu, Finnlands og Spánar í Oslo, frá sendiherxa ísraels í Stokkhólmi, frá aðal- ræðismanni íslands í Tel-Aviv, Israel, og frá ræðismanni ís- lands í Prag. Frétt frá utanrík- isráðuneytinu). ið í vegunum eftir sólbráð og að Reykjaheiði verði fær bif- vatnsrennsli, en þeir eru nú sem1 reiðum innan skamms. óðast að þorna, og því er j Uxahryggjaleið, af Kalda- Póstmálaskrifstofan hefur tjáð dalsvegi og niður í Lundar- Vísi eru áætlunarferðir póst- bíla byrjaðar yfir Fjarðarheiði. Þorskafjarðarheiði var síð- asti fjallvegurinn á Vestur- landi, sem opnaðist, en er nú fyrir nokkru fær orðinn bif- reykjadal, hefur verið torfa-r að undanförnu vegna úrrennslis og bleytu, en nú er hún sem óðast að þorna upp og í þann veginn að verða sæmileg yfir- ferðar. t»að er fulS- komnað. Kairo (AP). — Lýðveldi lief- ur verið stofnað í Egyptalandi og er Naguib forseti þess. Byltingarráðið egypzka tók ákvörðun þessa í gærkvöldi. — Naguib verður forsætisráðherra áfram, en lætur af embætti her- málaráðherra. Að þremur ár- um liðnum fer fram þjóðarat- kvæði um forsetakjör.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.