Vísir - 04.07.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 04.07.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Laugardaginn 4. júlí 1953. 148. tbl. Nær 90 þús. farþegar fóru um Reykjavtkur- og Keflavíkurflugvelli á síðasfa ári. ÆÚm að roa yffir Atlantshaf • N. York ( AP). — Hingað er kominn- franskur maður, Bert- rand að nafni, sem ætlar að róa yfir Atlantshaf á eintrjáningi. Til hjálpar ætlar hann þó áð hafa seglbleðil, og vonast til að verða aðeins um mánuð á leið- inni. Hann ætlar að veiða ser til matar á leiðinni og heiur auk þess tæki til að hreinsa sjó til drykkjar. • . Flugvéiakostur íslendinga minnkaði um 7 flugvélar á árinu sem leið. Hér virðist ekki mikið bera á milli. En bó er það víst svo, að mennirnir á myndinni deila á hverjum degi. Þetta eru nefnilega Syngman Bheej forseti S.-Kóreu, og Walter Bobertson, sendi- maður Eiserihowers forseta. Tílraun til ai ná steypusandi ¦'af. sjávarhotni fyrir bæinn. Komið hefir til mála að fá Sansu tii að dæla síld. Nýlega var samþykkt á fundi bæjarráðs Beykjavíkur að heim ¦ila bæjarverkfrœðingi að semja við stjórn Sementsverksmioj^ uanar um leigu á sanddælu- skipinu „Sansu" í tilraunaskyni. Var þetta mál til umræðu í bæjarstjórninni vegna þess, að Reykjavíkurbær er illa á 'vegi staddur hvað steypusand snert- ir og hafa forráðamenn bæiar- ins fullan hug á að finna auð- tækan sand sem næst bænum. í vor rannsakaði Rögnvald- ur Þorkelsson yfirverkfræðing- ur ýmis svæði hér úti í Sundum og út af eyjunum. í framhaldi af þessum rannsóknum þótti á- stæða til að reyna dælingu á nokkrum stöðum hér úti fyrir. Hefur því orðið að samkomu- lagi milli eigenda sanddælu- skipsins, Sementsverksmiðju- stjórnaririnar og bæjaryfirvald- anna að leigja skipið í 1—2 daga tii þessara reynsludælinga. Stendur til að skipið fari inn í Sund þessara erinda næsta dag, eða næstu daga, sem veð- ur er óhagstætt úti í Flóanum, en hins vegar skjól í Sundun- 110 kornfarmar — § US til Pakisfasis. Karachi (AP). — Eftir um hálfan mánuð kemur hingað til lands frá Bandaríkjunum skip hlaðið korni. Er farmur þess — um 10,000 lestir — gjöf frá Bandaríkjun- um vegna uppskerubrests í landinu og yfirvofandi hung- ursneyðar. Alls verða sendar milljón lestir, ef þörf krefur, eða samtals 110 skipsfarniar. um. Léikur mörgum forvitni á að -vita, hver reynsla fæst í þessu efni og hvort Reylcvík- ingar munu, framvegis sækja steypusand sinn í sjó út. Þá hefur jafnframt verið um það rætt, að fá sanddæluskipið til þess að reyna dælingu á síld úr torfum á síldarmiðunum. En menn eru yfirleitt ekki á eitt sáttir um það, hvort þetta muni takast eða ekki, og margir þeirra, sem gerzt þekkja háttu síldarinnar, telja það vonlítið eða vonlaust að ætla sér að dæla henni úr sjó. Juin hækkar enn i tign, Einkaskeyti frá AP. — París í gær. Alphonse Juin, marskálkui', hefur verið gerður yfirhers- höfðingi alls herafla Atlants- hafsríkjanna í Mið-Evrópu. Táknar þetta mikla breyt- ingu, þar sem slíkt embætti hef- ur ekki verið- til áður. Hægri hönd hans verður sermilega Leuris Norstad, flughershöfð- irigi, og verður hánn ýfir öllum flughérjum herstjörnarum- dæmisins. Laníei reynir að sættast við Indokínverja. . Einkaskéyti frá AP. — París í gær. J. Laniel f orsætisráðherra gerir nú tilraun til að ná sætt- um við þjóðir Indó-kína. Hefur hann boðað í þessum tilgangi, að sjálfforræði þeirra verði aukið að mun, og fyrst og fremst Kambodiu, Laos og Viet-Nam. Horfur eru þó enn ískyggi- legar austur þar. Enn nota Portú- galar seglskip. Lissabon (AP). — Milli 40 og 50 portúgölsk veiðiskip eru nú á veiðum á þorskmiðunum við Nýfundnaland. Það einkennilega við þenna flota er það, að í honum eru einungis seglskip með doríur. Eru . Portúgalar eina þjóðin, sem notast einungis við segl- skip á þeim miðum. •../ Lyf gegn maga- sári fundið upp. Amei-isk iyfjaverksmiðja, Upjohn Company, hefur fundið Upp lyf við magasári. ; Heitir lyf þetta Pamine og hafa rannsóknir leitt í ljós, að það dregur mjög úr sýrumynd- un í maganum, svo að til mik- illar hjálpar er við lækningu á þ'essurn þráláta sjúkdómi. : Rússar á sfcák- keppni vestan haf s. N. Ýork (AP). — Þann 15. þ.m. hefst hér skákkkeppni, sem vekja mun athygli um heim allan. Meðal keppenda ''ver'ða fimmtán rússneskir skákmenn, og er meistarinn Botvinnik þekktastur þeirra. Fá skák- mennirnir rússnesku tíu daga dvalarleyfi í landinu. Naguib, hershöfðingi og forseti, mun vera trúaður maður, ef j dæma má af þessari mynd. Hér sést.hann biðjast fytir, en með j honum á myndinni er Nasser ofursti, sem útnefndur heí'ur verið | varaforseti, ©g margir telja þann mann, er raunverulega 'segi fyrir verkum í Egyptalandi nú. Eitt í dag, annað á morgun. Einkaskeyti frá AP. — Bonn í gær. Sambandsþingið virðist segja eitt í dag og annað á morgun. í gær felldi það að greiða Frökkum endurreisnarfé, sem þeir veittu V.-Þýzkalandi eftir stríðið, en í dag var tillaga um sama efni samþykkt. Játuðu margir þingmenn að þeir hefðu ekki vitað, um hvað þeir hefðu verið að greiða atkvæði. ára afmæli ppseyja. Washington. — Á morgun, 4. júlí, halda Filippseyingar upp á sjálfstæði sitt í sjöunda sinn. Filippseyingar urðu sjálf- stætt ríki þann 4. júlí Í946 í samrœmi við lög, sem samþykkt höfðu veri'ð af þingi Bandaríkj- anna, og þann dag viðurkenndi Truman forseti sjálfstæði eyja- skeggja.__________ Þrír menn eru í kjöri við fosetakosningarnar á Filipps- eyjum, þ. á m. Quirion, fráfar- andi forseti. Á árinu sem leið fluttu ís- lenzku flugfélögin, Flugfélag Islands og Loftleiðir, samtals 37803 farþega. Er þetta um 4 þúsund færri farþegar en árið á undan, sem mun stafa eingöngu af því að Loftleiðir lögðu niður innan- ¦ landsfiug sitt og seldu flugvéí- ar sínar úr landi. Flogið 1,6 millj. km. . Aftur á móti var flogin ,flug- ' lengd töluvert lengri sl. ár en., árið á undan. Árið , sem leið. flugu íslenzkar. flugvélar sam-. tals 1,607,249 km., sem er 230 ' þús. km. lengri. leið en árið: áður. Stafar sú aukning af þvi að - Loftleiðum bættist mi'ii- landaflugvélin Hekla á árinu, er notuð var mikið í langflug. , Einkaflug hefur staðið í stað að mestu á árinu, en kennslu-' flug hefur aftur á móti aukizt töluyert. ; 74 sjúklingar fluttir. Þá hefur Björn Pálsson flogið vél sinni á árinu sem leið 63,000 km., og flugtíminn varð nær 400 klst. í þessu flugi hefiir Björn flutt 74 sjúklinga og 120 aðra farþega. . 12 flugvélar lenda daglega í Eeykjávík. Framangreindar upplýsingar hefur Vísir fengið hjá Gunnari Sigurðssyni fulltrúa flugvalla- stjóra ríkisins. Skýrði hann blaðinu ennfremur frá því að lendingar á Reykjavíkurflug- velli hefðu verið 4298 á árinu sem leið, eða nærri 12 á hverj- um degi. Af þessu voru 281 lendingar millilandaflugvéla. Á Keflavíkurflugvelli voru 1658 lendingar á árinu og þar af 1488 í millilandaflugi. Flugfarþegar 88 þús. Að og frá Reykjavíkurflug- velli voru nær 37,000 farþegar fluttir, nærri 1300 lestir a£ farangri og vörum og röskar 80 lestir af pósti. Um Keflavíkurflugvöll voru fluttir nær 51 þúsund farþegar, röskar 1500 lestir af vörum, og 311 lestir af pósti. Ágústmánuðurinn er mesti fíugmánuöuiiim bæði rvað iendingar flugvéla og farþega-: flutninga snertir og samanlagt. fóru 14,000 farþegar um Kefla- víkur- og Reykjavíkurflugvöií þann mánuð einann. . íslendingar eiga 45 flugvélar. Sigurður Jónsson forstjóri Loftferðareftirlitsins hefur gefið Vísir upplýshigar um flugvela- ..ost landsmanna, en hann vai 45 flugvélar í síðustu árslok: Þar af yoru 11 svifflugur bg 34 ^élflugur. Hefur flugvelunur.i Frh. a 8. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.