Vísir - 29.07.1953, Síða 8
Þeir sem gerast kaupeadur VÍSIS eftir
10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
VISIR
VÍSIR er ódýrasta blaðað og þó það fjöl-
breyttasta. — Hringið í sima 1660 og gerist
áskrifendur.
Miðvikudaghm 29. júlí 1953.
Kommúnistar við sama heygarðsliornið:
Saka hermenn Sþ. þegar um 80
brot á reglum um lok bardaga.
Lögðu J»ó ekki
fram neinar sann-
anir á þessu.
Rhee heldaa*
ræðo. — Dnlles fer
til Kóreu.
Einkaskeyti frá AP.
Tokyo í morgun.
Syngman Rhee forseti Suð-
nr-Kóreu flutti útvarpsræðu í
nótt, og gerði grein fyrir af-
stöðu sinni og stjórnar sinnar
til vopnahléssamninganna.
Hann kvaðst ekki hafa séð
sér annað fært en verða við
óskum Eisenhowers um að
gera ekkert, til að hindra fram-
kvæmd vopnahlésins, en hann
hefði gert það í þeirri von, að
á fyrirhugaðri stjórnmála-
ráðstefnu yrði unnt að koma
því til leiðar, að fjandmenn
irnir færu úr Kóreu með
allan herafla, en ef það tæk-
ist ekki myndu Suður-Kór-
ea og Bandaríkin halda á-
fram baráttu sinni fyrir
sameiningu landsins.
Rhee þakkaði öllum, sem
veitt hafa Suður-Kóreu stuðn-
ing. — Ræða hans vekur mikla
athygli, enda er hún flutt í sama
mund og Dulles tilkynnir 1
Washington, að hann ætli flug-
leiðis til Seoul næstkomandi
sunnudag — og tveir öldunga-
deildarþingmenn úr hvorum
flokki með honum — og verði
rætt við Syngman Rhee og
stjórn hans um eftirfarandi:
1. Stefnu Bandaríkjamanna
og Suður-Kóreumanna á
fyrirhugaðri stjórnmála-
ráðstefnu.
2. Efnahagslega aðstoð
Bandaríkjamanna við S.-
Kóreu.
3. Öryggissáttmála tveggja
ofannefndra ríkja.
Rhee sagði í ræðu sinni í nótt,
að hann hefði vissu fyrir því,
að öryggissáttmálinn yrði stað-
festur á þjóðþingi Bandaríkj-
anna.
Ásakanir eru
strax byrjaðar.
Eftirlitsnefndin með fram-
kvæmd vopnahlésins kom sam-
an á fund í Panmunjom í morg-
un og stóð hann 1 klst. og 20
mínútur. Kommúnistar sökuðu
hermenn SÞ. um brot á regl-
unum um stöðvun vopnavið-
skipta. Liðsforingjar SÞ., sem
sæti eiga í nefndinni, segja að
engar sannanir hafi verið lagð-
ar fram fyrir þessum staðhæf-
ingum, en að sjálfsögðu yrði
rannsókn látin fram fara.
800 MIG-vélum grandað.
í tilkynningu yfirstjórnar
flughers Bandaríkjanna í Japan
segir, að í Kóreustyrjöldinni
hafi um 800 MIG-15 orustu-
flugvélar verið skotnar niður
fyrir kommúnistum, en þetta
eru sem kunnugt er þrýstilofts-
flugvélar af rússneskri gerð.
Bandaríkjamenn misstu hins
vegar aðeins 58 Sabre þrýsti-
lofts-orustuflugvélar, og misstu
kommúnistar þannig um 14
MIG-flugvélar móti liverri
einni Sabreflugvél.
Dulles staðfesti í gær, að
Bandaríkin hefði fallist á það
með Syngman Rhee, að Banda-
ríkjafulltrúarnir hættu þátt-
töku í stjórnmálaráðstefnunni
íyrirhuguðu, ef augljóst væri
orðið, að kommúnistar notuðu
ráðstefnuna til áróðurs og blekk
ingastarfsemi.
Dulles sagði, er hann svaraði
fyrirspurn eins blaðamannsins,
að hann væri þeirrar skoðunar,
að nægilegt atkvæðamagn
myndi fást í Öryggisráðinu til
þess að fella tillögu, ef fram
kæmi, um að hið Icommúnist-
iska Kína fengi sæti á vett /angi
Sameinuðu þjóðanna.
Notkuii vikurs til einangrunar
fer jafnt og þétt í vöxL
Hásin, mmii Sameinadir verklakair
reisa á Keflavíkurflugvelli, erii
einangruð aneð vikri.
Þessi mynd er að vísu tekin í Danmörku — á baðströnd — en
hún hefði víst alveg eins getað verið tekin hér suður í Naut-
hólsvík, því að þar hefur verið niannmargt að undanförnu.
K.R. hefir fengið 70 stig
á Meistaramótinu.
Akranesbátar með
reytingsveiði í nétt.
Akranesbátar fengu reytings-
veiði í nótt, að 'því er fréttarit-
ari Vísis á Akranesi tjáði blað-
inu í morgun.
Fengu flestir bátarnir 30—70
tunnur og voru að veiðum á
Jökuldjúpi. I>ar var stafalogn
'Og hagstætt veður.
Drangajökull lá við bryggju
■á Akranesi í morgun og var að
’lesta freðfisk, sem fara á til
Rússlands og Póllands.
I gær fór fram annar hluti
Meistaramóts Reykjavíkur og
standa þá leikar svo, að K.R.
hefur flest stig.
Hafði K.R. fengið 70 st., Ár-
mann 59, Í.R. 45 og UMFR 2
stig.
Urslit í einstökum greinum
urðu þessi:
460 m: 1. Guðm. Lárus-
son, (Á) 51,4. 2. Þórir Þorsteins
son(Á) 51,5. 3. Ingi Þorsteins-
son (KR) 51,7. 4. Hreiðar Jóns-
son '52,1.
1500 m: 1. Sig. Guðnason
(ÍR) 4 mín. 3,0 sek. 2. Kristján
Jóhannss. (ÍR) 4 m. 4,4 sek. 3.
Svavar Markússon (KR) 4 mín.
10,4 sek. 4. Eiríkur Haraldsson
(Á) 4 mín. 32,4 sek.
110 m grindahlaup: 1. Ingi
Þorsteinsson (KR) 15,7 sek. 2.
Pétur Rögnvaldsson (KR) 16,4
sek. . Rúnar Bjarnason (ÍR)
17,00 sek. 4. Valdimar Örnólfs-
son (ÍR) 21,5 sek.
Stangarstökk: 1. Torfi Bryn-
geirsson(KR) 4,00 m. 2. Bjarni
Linnet (KR) 3.50 m. 3. Baldvin
Árnason (ÍR) 3,00 m. 4. Daníel
Haldórsson (ÍR) 2,70 m.
Sleggjukast: 1. Þórður B.
Sigurðsson (KR) 48,02, sem er'
nýtt íslandsmet. 2. Páll Guð-
^mundsson (KR) 46,92. 3. Sig-
! urjón Ingasson (Á) 44,92. 4.
Vilhj. Guðmundss. (KR) 39,50.
j Þrístökk: 1. Kári Sólmundar-
son (KR) 13,03. 2. Torfi Bryn-
i geirsson (KR) 13,02. 3. Daníel
: Halldórsson (ÍR) 12,82. 4.
Helgi Björnsson (KR) 12,82.
100 m: 1. Guðmundur Lárus-
son (Á) 11,4 sek. 2, Þórir Þor-
steinsson (Á) 11,7 sek. 3. Vil-
hjálmur Ólafsson (ÍR) 11,8 sek.
4. Guðm. Guðjónsson (KR) 11,9
sek.
Kringlukast: 1. Hallgr. Jóns-'
son (Á) 44,50. 2. Fr. Guðmunds
son (KR) 43,22. 3. Þorsteinn
Alfreðsson (Á) 39,23. 4. Guðm. ‘
Hermannsson (KR) 39,18. |
Annað kvöld fer fram síðasti
hluti mótsins. I
Vikufélagið h.f. steypir nú
plötur og hoisteina ur um
3000 Iestum vikurs árlega.
Notkun á vikurplötum tii ein-
angrunar er stöðugt vaxandi.
k
Hefur Vísir átt stutt viðtal
við Jón Loftsson, framkvæmd-
arstjóra Vikurfélagsins h.f., og
.spurt hann um vikurvinnsluna
í sumar o. fl.
„Vikurfélagið h.f.“, sagði
Jón Loftsson, „hefur í vor og
súmar, eins og undangengin
ár, starfrækt vikurnámurnar
við rætur Snæfellsjökuls, en
þær eru rúma 6. km. norður
og upp af Ai-narstapa. Við
notum leysingarvatnið á vorin
og sumrin til þess að fleyta
vikrinum niður á láglendið. Er
honum fleytt um lækjarfar-
vegi og rennur á kafla. Á leið-
inni er vikurinn malaður —
hann flýtur gegnum mÖlunar-
valsa, sem hreyfill knýr, ag
fer svo vikurinn í geysi stóra
„trekt“, og er steypt úr henm
á bílana, sem notaðir eru til
þess að aka vikrinum niður að
höfninni. Þar eru svo birgðirn-
ar geymdar, þar til skip kemur
til vikurtöku.
Verktækni svipuð og
á sanddæluskipinu.
{ Útskipun vikursins fer þann-
I ig fram, að vatn er látið fara
’ með hann gegnum gúmmíslöng
jur, en á þilfari er útbúnaður
j til þess að vikurinn renni í
■ lestirnar, en vatnið útbyrðis af
þilfari. Er svo vikurinn fluttur
til Reykjavíkur.
Einnig vikur úr
Þjórsárdal og Flóa.
Við notum einnig vikur eða
vikursalla til blöndunar, eftir
því, sem reynslan hefur kennt
okkur. Við sækjum nokkuð af
sallavikri í Þjórsárdal og dálítið
að Ragnheiðarstöðum í Flóa,
en þeim vikri mun Þjórsá hafa
skolað þangað einhvern tíma í
fyrndinni.
um. Og það, sem seinast er að
frétta af aukinni vikurnotkun,
er það, að „blokkirnar“, sem
Sameinaðir verktakar hafa tek-
ið að sér að byggja í Keflavík
fyrir Bandaríkjaherinn, eru
einangruð með vikurplötum,
útveggir að innan og millivegg-
ir einnig hlaðnir úr þeim. Hol-
steinninn er úr 3 gerðum og út-
veggir hlaðnir úr þeim. Er-
lendis eru holsteinar notaðir í
loft og fáum við brátt tækifæri
til að framleiða þá.
25,000 kvaðratmetrar.
Hver plata er Y\ úr kvaðrat-
metra og eru þá 100,000 plötur
25,000 kvaðratmetrar. — Þetta
er afg'reitt til Sameinaðra
verktaka á þessu sumri.
Vikurinn ekki fluttur ’
út sem stendur.
Vikurinn er ekki útflutnings-
vara sem steiidur, vegna þess
að skilyrðin eru ekki hentug
til þess, að flytja hann út með
hagnaði. En nokkrir skipsfarm-
ar fóru fyrir nokkrum árum og
reyndist vikurinn hið bezta.
Gæðin eru fyrsta flokks, en
aðrar ástæður valda útflutn-
ingurinn hefur lengið niðri
undangengin ár. —
Innanlands hefur notkun vik-
urs til einangrunar farið sívax-
andi ár frá ári. — Eg vil að
síðustu taka fram, að eg tel
Sameinaða verktaka eiga allan
heiður skilið fyrir, að nota ís-
lenzkt byggingarenfi sem allra
mest. Það eru 5 þriggja hæða
blokkir, sem í sumar verða ein-
angraðar með vikri á Kefla-
víkurflugvelli“.
Hið berzt einangumarefni
— aukin notkun.
Vikurinn er hið bezta ein-
angrunarefni, eins og reynslan
hefur sannað og æ fleiri hafa
sannfærst um. Við framleiðum
holsteina og plötur til einangr-
unar úr vikrinum úr um það
bil 3000 smálestum árlega.
100,000 plötur
til Keflavíkur.
Um allt land eru nú hús, sem
einangruð eru með vikurplöt-
j Adenauer kanslari hefur
j stungið upp á, að A.-bandalags-
ríkin geri griðajáttmála við
Ráðstjórnarríkin þegar samtök-
in eru komin á traustan grund-
v-öll og sameinað Þýzkaland
1 komið í þau.
Tafi var vart
lif faugað.
Uppskurður var gerður á
Taft öldungadeUdarþingmanni
fyrir nokkru og hefur honum
vart verið líf hugað undangeng
in dægur.
Fregnir í morgun hermdu, að
líðan hans væri eitttvað betri.
Læknar voru í óvissu um mein
það, er þjáði Taft, er uppskurð-
urinn var gerður.
Dýrar reykingar.
Canberra (AP). — Óttast er,
að deila um reykingaleyfi verka
manna kunni að valda vinnu-
deilum á næstunni.
Það kom nýlega fyrir í Bris-
bane, að 600 hafnarverkamenn
voru sendir heim, þar sem þeir
tóku sér of langar reykinga-
hvíldir, sem orðnar eru hefð.
Vilja verkamenn ekki sleppa
hvíldum þessum, er þeir nefna
„smokos“, og heimta meiri tíma
til þeirra.
Norskt herskip
hér í höfmnni.
Norskur tundurspillir, KNM
„Narvik“, er væntanlegur hing-
að í dag.
Herskip þetta hefur verið á
tveggja mánaða ferðalagi í
æfingaskyni, en mn borð eru
m. a. nemendur af sjóliðsfor-
ingjaskólanum norska.
Skipherra á „Narvik“ er C.
O. Herlofsen, en hann hefur
verið sæmdur ýmsum heiðurs-
merkjum Norðmanna, m. a.
Krigskorset með tveim sverð-
um, St. Ólafsorðunni með eik-
argrein fyrir vasklega frammi-
stöðu í styrjöldinni og Krigs-
medaljen með stjörnu.