Vísir - 07.08.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 07.08.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir VÍSIR er ódýrasta blaðið og þé það f|ol- 1®. Ivers mánaðar fá blaðið ókeypis til V MV jHL breyttasta. — Hríngið í síma 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1666. WAÐlAi or áskrifendur. Föstudaginn 7. ágúst 1953. Hér sjást örfáar af þeim rúmlega 3600 gæsum, sem Scott og félögum hans tókst að safna í einn hóp og merktu síðan á 12 rfandum. Fremst eru ungar en fullorðnari gæsir fjær ljósmynd- aranum. Myndina tók dr. Sladeh. Virma vrð skip HaNgríms- Hér er ekki alltaf góðæri. Það er kunnara en frá 'þurfi að segja, að öetta sum- ar verður eitt hið bezta fyrir landbúnaðinn víðast um landið, sem menn muna. Oft hafa hér verið harðæri, þótt landsmenn hafi yfirleitt ekki 'þurft að kvarta síðustu árin En þeir eru áreiðanlega margir, er geta rifjað sitt af hverju upp frá árinu 1918, þegar þeir lesa það, sem sagt er frá í dálkinum „Einu sinni var á 7. síðu blaðsins um árferði það sumar. „Einu sinni var . . . bregður jafnan upp mynd af Iiðnum tímum, er allir hafa gaman af að lesa og kynnast. Það verður alls 870 fermetrar. Vinna hófst fyrir rúmum mánuði við byggingu skips Hallgrímskirkju í Skólavörðu- holti. Eru það undirstöður þess, sem nú verða reistar, en fjár- íestingarleyfi hefir ekki fengizt fyrir meiru, né heldur er fé íyrir hendi til þess að halda á- fram að steypa skipið, sem hag- kvæmast hefði verið að gera í einum áfanga. Það verk, sem nú er hafið, hefir Stoð h.f. tekið að sér, en yerkið var boðið út í byrjun júnímánaðar. Mun því verða lokið í haust. Skilar verkinu vel áfram. Var fyrst hafizt handa um áð ryðja ofan af grunnin- úm mold og lauslegu grjóti, éins og hægt var með ýtum, og þar næst byrjað að sprengja fyrir súlum undir útveggi. Veggundirstöðurnar verða yæntanlega steyptar í septem- ber næstkomandi. Þess er vitanlega engin von, að Hallgrímssöfnuður geti af eigin ramleik haldið áfram ýerkinu, enda er hér um annað og meira að ræða en safnað- arkirkju. Hér er um þjóðar- kirkju að ræða og minnismerki um sálmaskáldið og trúarhetj- una Hallgrím Pétursson, og má að sjálfsögðu vænta þess, að bær og ríki stuðli að því, að kirkjan komist upp, eins fljótt tíg efni og aðstæður leyfa. Reykjavíkurbær leggur á þessu ári' tíl 1 niillj. kr. til kirkju- hygginga í bænum. en á þessu ári rennur ekkert til Hallgríms- kirkju, því að styðja þarf aðrar kirkjubyggingar en* ágæt sam- vinna mun um, að sú aðstoð sé veitt hverju sinni. þar sem hennar er mest þörf. Eden bnðið iil Isrikklands Aþena (AP). — Stjórn Grkk lands hefur boðið Eden utan-1 íikisráðherra í heimsókn bráð- Jega. Hefur orðið að samkomulagi, að hann komi til landsins i iok þessa mánaíar, ef heilsa l’ans leyfir. Skipið er 870 fermetrar. Mörgum mun það fagnaðar- efni, að það verk sem að ofan greinir, er hafið, — að hreyfing er kpmin á það aftur, að koma kirkjunni upp, því að það boðar væntanlega, að hér eftir verði unnt að stefna að markinu án bess að allt stöðvist um langan töma. Skipið er 870 fermetrar, lengd 42.50 metrar, en breidd 20.50 metrar. Áætlaður kostnaður er 375,- 100 krónur við það verk, sem unnið er í sumar. Teikningar að Hallgríms- kirkju gerði Guðjón heitinn Samúelsson húsameistari ríkis- ins. Það tekur óhjákvæmilega langan tíma, að koma upp þess- ari miklu og veglegu kirkju, en það sem mestu máli skiptir er, að samhugur og skilningur vei’ði ríkjandi í kirkjubygg- ingarmálinu. Þá mun markinu verða náð fyrr en síðar. Stærsta oliuskip- inu rennt á sjó. Hamborg (AP). — Fyrir! nokkruni dögum var hleypt hér af stokkunum stærsta olíuskipi, sem smíðað hefur verið. Er það 45,000 lestir á stærð og eign gríska auðkýfingsms Onassis, sem á skip af öllum stærðum og gerðum. Skipið getur flutt 60 milljónir lítra af olíum og benzíni, er 775 fet á lengd, 95 á breidd og ristir 37 fet. Hraðinn verður 16 hnútar. Skip þetta, sem var nefnt Tina Onassis eftir konu eigand- ans, verður fullgert í október, og er stærsta skip, sem Þjóð- verjar hafa smíðað, síðan Europa og Bremen voru smíðuð. Aðeins fimm kaupför eru stærri, „drottningarnar“, Uni- ted States, Liberté og II de France. Þessi mynd var tekin uppi við Hofsjökul sl. föstudag og sýnir, frá vinstri: Smith, flugliðsforingja, Peter Scott, fuglafræðing Brian Holt, ræðismann, og Brynjólf Þorvaldsson, flugmann. Myndina tók dr. Sladen, einn af förunautum Scotts. Víðtæk verkföd í Frakk- tandi frá mi&nætti. Samgöngur allar mjög erfiðar, en Laniel ákveðinn. Steindór — Vtsir: Næsta ferð um Alftanes. Veðurhorfur eru mjög ó- tryggar og sennilegast, að rign- ing verði á sunnuadginn, að því er Veðurstofan telur. Er því ógerningur að segja! með vissu um það, hvort Bif- reiðast. Steindórs og Vísir efna1 til ferðar um nágrenni Reykja- | víkur á sunnudaginn, en ákveð- ið hefirrverið að fara m. a. um Álftanes, Hafnarfjörð og stað- næmast í Vífilsstaðhrauni, þar sem menn drekka kaffisopann. En verði rigning á sunnudag, fellur ferðin niður. Endanleg ákvörðun um þetta verður tekin á sunnudagsmorg- unn, og ættu menn að hafa sam- band við skrifstofu blaðsins — sími 1660 — kl. 10—12 að morgninum. Þrisvar vegið í sama knérunn. Kalkútta (AP). — Þrívegis hafa orðið flóð á sama svæðinu í Bihar-héraði í NA.-Indlandi.1 I í vor og sumar. Hefur vöxtur alltaf hlaupið í sömu ána, Kosi-á, vegna rign- I inga í Himalajafjöllum, og má heita, að flóðin hafi gereytt um 2500 ferkm. lands. Frjósemi er mikil á svæði því, sem fljótið rennur um, og hafa hundruð þúsunda hrakizt frá heimilum sínum. Gert' er ráð fyrir, að tveir þriðju hlutar allrar upp- skeru hafi eyðilagzt og á þiðja hundrað manns hafa beðið bana. Elzta borgin 400 ára. B. Aires (AP). — Elzta borg Argentínu élt 400 ára afmæli sitt hátíðlegt í sl. mánuði. Heitir borg þessi Santiago del Estero, og var stofnuð árið 1553 af Francisco de Aguirre, er lagði landið undir Spán um það leyti. „Sá stóri“ fékkst - í Alaska. Seattle (AP). — Veiðst hef- ur í Alaska lax, sem vó 51% enskt pund. Veiddist fiskurinn í svonefnd um „laxaderby", sem haldið er árlega í landinu. Veiðimaður- inn fékk bifreið í verðlaun. Einkaskeyti frá A.P. London, i morgun. Frá þvi á miðnætti síðast- liðnu hefir allt logað í verk- föllum í Frakklandi. Sumar stéttir hafa boðað sól- arhrings verkföll aðrar tveggja sólarhringa til mótmæla gegn stefnu stjórnarinnar í málum launastéttanna. — Póst- og samgönguekrfið er lamað. — Stjórnin hefir boðað víðtækar varúðarráðstafanir. Verkföll þessi byrjuðu meðal póst- og símamanna í Bordeaux, og virðist tilefnið hafa verið ótti manna við afleiðingar efna- hags- og sparnaðarstefnu stjórnarinnar fyrir launastétt- irnar. Að þessu sinni var kommúnistum ekki gefið að sök að hafa átt upptökin. Brátt breiddust verkföllin út.til ann- ara borga og víða, í Paris og fleiri borgum fengu menn ekki póstinn sinn í gær og símasam- band var ekkert eða örðugt. Af verkfalli járnbrautarstarfs- manna á langlinum leiddi sam- gönguörðugleika. Víðtækari verkföll stundvíslega á miðnætti sl. Nákvæmlega á miðnætti síð- astliðriu bættust ýmsar stéttir í hóp verkfallsmanna, m. a. inn- an flutningakerfisins.Víða stöðv uðust samgöngutæki á slaginu kl. 12 og fólk var í mestu vand- ræðum að komast heim til sín. — Starfsmenn í mörgum raf- orkuverum og gasstöðvum boð- uðu tveggja sólarhririga verk- fall og er hætt við, að- af þvi leiði örðugleika og óþægindi fyrir allan almenning í borg- unum. Stjófnin hefir nú skÍDað síma- mönnum að starfa. Ennfremur verða raforkustöðvar hafðar í gangi. Sfiórnin ákveðin. Engin vínna — ekkert kaup. Ríkisstjórnin hefir haldið fund um máíið og var grrpið til ýmissa .varúÖarráðstafana t. d. varðanái samgö-ngurnar. Reymt verður að halda uppi samgöng- um á langlínum af ríkisins hálfu. — Laniel fórsætisráð- herra hefir ávarpað þjóðina í útvarpi. Ræddi hann nokkuð stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum, en hún kæmi eðlilega óþægilega við marga, en við því væri ekk- ert hægt að gera. Meinin yrðu ekki læknuð nema með sterk- um meðulum. Ríkið yrði að spara og þjóðin að starfa. La- niel beindi orðum sínum sér- staklega til starfsmanna ríkis- ins. Embættismenn og aðrir starfsmenn þess opinbera yrðu að gera sér ljóst, hverjar skyld- ur hvíldu á þeim. Hvatti hann menn til þess að hverfa aftur til vinnu og mættu allir, sem eru starfsmenn ríkisins eða rík- isfyrirtækja gera sér ljóst, að engum yrði greitt kaup fyrir að vera í verkfalli. 55.000 fórust í 213 loftárásum. Hamborg (AP). — í fyrradag var lokið einskonar minningar- viku hér í borg. Minntust menn þessa dagana 55,000 manns, er fórust í alls 213 loftárásum sem gerðar voru á borgina. Voru fánar hvar- vetna í hálfa stöng og guðs- þjónustur sungnar í öllum kirkjum. Milli 24. júlí og . á- gúst 1943 vörpuðu 1000 flug- vélar Breta niður 7200 lestum af sprengjum og varð mann- tjónið þá mest. . Heftfur engan meístara en svartan. i ! Lonáon (AP). — S.-Afríku- 1 maðurinn Jake Tuli varð sam- I veldismeistari í fluguvigt í lok ■ s.l. mánaðar. j En síðan hann kom heim, hai-mar hann næstum, að h.arm j skyldi hafa sigrað, því að Mal- ans-menn hamast gegn honum, , og vilja svifta hann titlinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.