Vísir - 07.08.1953, Blaðsíða 7
Föstudaginn 7. ágúst 1953.
TfSIB
£>
WflftWWWWJWfllWVlWWWVVWtf'iVVVtftft.WfUWA
Hne^kMi
7
eftir EMMJLE ZOEA
VVUWVVWVWUWWVUWUWWWWVnfuVVWMVVWUVVVti
Hann var ekkill og bjó með systur sinni, tuttugu og þriggja ára
gamalli stúlku. Daginn sem de Cazalis kom hneykslissögunum
á stað kallaði Marteliy Maríus inn á skrifstofuna sína.
— Jæja, vinur minn, sagði hann. — Þetta er raunalegur at-
burður. Bróðir yðar er glataður maður. Við erum ekki svo
máttugir að við getum bjargað honum undan afleiðingunum af
flónsku hans.
Martelly var í frjálslynda flokknum, og hafði þótt mikið að
honum kveða þar, vegna þess að hann hafði sýnt að hann hafði
skapríki sem var sjaldgæft, jafnvel á suðrænan mælikvarða.
Hann hafði lent í árekstri við de Cazaiis svo að hann þekkti
manninn. En hann var vammlaus heiðursmaður og auðugur,
svo að ekki var hægt að gera honum bölvun. Frjálslyndi hans
var göfugt. Hann sá sóma sinn í því að neyta aldrei aflsmunar.
Hann réð Maríusi til að stilla sig og bíða átekta. En iofaði að
hjálpa honum eftir megni þegar í harðbakka slæi.
Maríus, sem brann af óþolinmæði, var að hugsa um að fá sig
iausan frá vinnunni um tíma. En einn morguninn kom Fine
hiaupandi til hans, útgrátin.
— Þeir hafa tekið herra Pihlippe fastan! kveinaði hún. —
Þeir fundu hann með ungu stúlkunni á búgarði í Trois-bon
Dieus, mílufjórðung frá Aix.
Maríus ætlaði að hlaupa burt til að fá staðefestingu á þessari
írétt, en þá brosti Fine gegnum tárin og sagði:
— Að minnsta kosti er unga stúlkan ekki lengur með honum!
V. VEGUR SYNDARINNAR.
Blanche og Philippe fóru úr húsi Ayasses garðyrkjumanns
eftir að dimmt var orðið, klukkan hálfátta. Þau höfðu séð lög-
reglumenn á þjóðveginum um daginn. Þeim var sagt að þau
mættu búast við að verða handtekin um kvöldið, og af hræðslu
við það yfirgáfu þau þennan fyrsta griðastað sinn. Philippe fór
í bóndaúlpu, og Blanche fekk léðan sirskjól hjá konu bóndans.
Þetta var rauðrósóttur kjóll og hún fekk 'Sér ljósrauða svuntu.
Hún setti á sig gulköflótt slifsi og barðastóran stráhatt ofan
á húfuna. Victör, fimmtán ára drengur garðyrkjumannsins, fylgdi
þeim af stað áleiðis til Aix.
Kvöldið var hlýtt, aðeins kaldur andvari öðru hverju. Heitan
og sterkan ilm lagði upp frá jörðinni og hann mettaði svala
goluna, sem lagði frá Miðjarðarhafinu. í vestri var kvöidroðinn
enn yfir ásunum. En annars staðar varð dimmblár himininn
æ fölari og stjömurnar komu fram smátt og smátt eins og blakt-
andi ljós frá fjarlægum bæ.
Strokuhjúin gengu hratt, álút og án þess að mæia orð. Þau
vildu komast sem fyrst upp í fjallaauðnina. Það kom fyrir rneðan
þau voru enn í útjaðri Marseilles að þau mættu vegfarendum,
sem störðu á þau með törtryggni. Svo breiddist opið landið út
framundan þeim og þau sáu ekki annað en alvarlega grafkyrra
smala mitt í fjárhópunum sínum.
Og þau héldu flóttanum áfram þessa molluheitu og þögulu
nótt. Vindurinn andvarpaði í trjánum og steinvölur ultu undir
fótunum á þeim og marraði í. Sofandi umhverfið titraði og
teygði úr sér í ömurlegu, einhæfu myrkrinu. Blanche þrýsti
sér kvíðin upp að Philippe og hafði sig alla við ti3 að dragast
flcki aftur úr. Stundum andvarpaði hún þungt við tilhugsunina
um friðsamlegu næturnar í barnæsku sinni.
Svo tók fjallið við og djúpu gjárnar sem þau urðu að fara
yfir. Kringum Marseilles eru vegirnir sléttir og þægilégir. En
þegar dregur inn í landið verða fyrir þessir íjallgarðar, sem
hluta miðbik Provences sundur í þrönga og. hrjóstruga dali.
Órækiaðar heiðar og naktir fjallakambar þar sem ékkert vex
nema timían og lavendel á stangli, blasir við hinum flýjandi.
Vegurinn liðaðist í kröppum og bröttum beygjum yfir gil og
upp brekkur. Víðá höfðu stór björg hrunið niður á vegirrn.
Undjr dimmum hiíiininum var landið líkast grjóthaíi, sem hefir
stirðnað um aldur; og ævi í stórviðri.
Viétor, 'seni fór á undan, blístfaði lágt þjóðvísu írá Provence
og hoppaði stein af steini, léttur eins og geit. Hann hafoi farið
um þessa grjóteyðimörk síðan hann var barn og þekkti hverja
nybbu. Blanche og Philippe þvældust á eftir honum með mestu
erfiðismunum. Ungi maðurinn bar konuna sína að hálfu leyti
og hún var orðin fótsár á grjótinu. Hún kvartaði ekki og þegar
Philippe horfði snyrjcndi á hana brosti hún bara angurblítt til
hans.
'•au voru nýlega komin fram hjá Septemes þegar uppgefin
unga stúlkan datt. Tunglið var komið á loft og í skini þess sá
Pihlippe, að andlit hennar var mjög folt og laugað tárum. Hann
laut niður að henni kvíðandi.
— Þú grætur, sagði hann. — Þér ííður illa, vesglings ekku
vinurinn minn. Æ, eg er hrakmenni aS baka þér þetta.
— Þetta máttu ekki segja, Philippe, svaraði hún. —• Eg græi
af því að mér líður svo illa. Eg get varla borið fæturna, skilurðu.
Við hefðmn heldur. átt að krjúpa á kné fyrir frænda mínum og
biðja hann vægðar.
Hún tók á öllum þeim kröftum sem hún átti og stóð upp og
þau stauluðust áfram yfir þessar hræðilegu torfærur. Þetta var
enginn gamanflótti elskandi oflátunga. Það var ömurlegur flótti,
fullur kvíða og þjáninga, flótti tveggja skjálfandi og þögulla
syndara.
Loksins voru þau komin framhjá Gardanne og nú stauluðust
þau áfram vondan veg nærri því fimm tíma. Þau afréðu að
beygja niður á aðalveginn til Aix, og þar var öllu greiðfærara,
þó að moldrykið hálfblindaði þau.
Þau voru nú komin upp á Arc-ásinn og þar skildi Victor við
þau. Blance hafði gengið þrjár mílur á tæpum sex tímum.
Hún settist á steinbekk við bæjarhliðið og sagðist ekki komast
lengra. Philippe, sem var hræddur um að þau yrðu tekin, fór
til að reyna að ná í vagn. Hann hitti konu með kerru, sem ætlaði
til Lambesc, og hún sansaðist á að Blance og Philippe fengi
að sitja á kerrunni.
Blanche var svo uppgefin að hún sofnaði strax, og hún vakn-
aði ekki fyrr en þau komu að bæjarhliðinu í Lambese. Hún
hafði róazt við svefninn. Fannst hún vera orðin óþreytt og
fær í allt. Philippe borgaði konunni fyrir aksturinn. Nú fór
að birta af degi, hressandi björt afturelding tendraði nýja von
hjá þeim. Allur ömurleiki næturinnar var, horfinn.. Flóttahjónin
höfðu gleymt fjöllunum í Septemes núna, ér þau gengu hlið
við hlið í daggyotu grasinu, ölvuð af ást og æskuþrótti.
Þau hittu ekki de Girouse heima, en hann höfðu þau ætlað
að biðja um gistingu. í staðinn fóru þau á greiðasölustað og þar
lifðu þau loksins dag í kyrrð og friði. Gestgjafinn sem hélt að
þau væri systkini ætlaði að láta búa upp tvö herbergi handa
þeim. Blanche brosti. Og nú hafði hún djörfung til að segja:
— Eitt herbergi nægir. Þetta er maðurinn minn.
Daginn eftir fór Philippe heim til de Girouse og nú var hann
kominn heim. Hann sagði honum alla söguna og bað hann ráða.
— Hvað er að heyra þetta. Þetta er mjög alvarlegt mál, sagði
gamli aðalsmaðurinn. — Þér hafið hagað yður eins og asni.
Hefði þetta gerst fyrir hundrað árum þá hefði de Cazalis látið
hengja yður fyrir að dirfast að snerta við frænku hans. í dag
getur hann ekki meira en látið varpa yður í fangelsi. Og þér
getið bölvað yður upp á að hann lætur það ekki undir höfuð
leggjast.
— Hvað á eg að gera?
-— Hvað þér eigið að gera? Sendið stúlkuna heim til frænda
hennar og reynið að forða yður yfir landamærin hið fyrsta.
— Þér skiljið að eg mundi aldrei fást til að gera það.
— Þá verðið þér að bíða rólegur eftir að þér verðið handtek-
inn. Annað ráð get eg ekki gefið yður.
De Girouse talaði vinsamlega en í fullri hreinskilni og
beztu meiningu. Philippe kom mjög óvart að fá svona kaldar
móttökur, en þegar hann bjóst til að fara kallaði de Girouse til
hans, tók í hönd honum og sagði, ekki beiskjulaust:
— Það er skylda mín að sjá um að þér verðið tekinn fastur.
Eg telst til aðalsstéttarinnar, og þér hafið móðgað hana. En
hlustið þér nú á mig: Fyrir handan Lamesc á eg lítið hús, sem
BR9DGE
♦ G, 10, 7, 4
¥ 5
♦ K, 9, 6, 5
♦ Á, D, 4, 3
N.
Útspil:
A K.
♦ 3„
S.
♦ Á, 6
¥ Á, 8, 7, 6
♦ D, 10, 8, 7, 4
♦ K, 7
Austur byrjar á 1 ¥. Suður
segir 2 ♦ og Vestur 2 ♦. N.
4 ♦. Suður 5 ♦ og Norður þá
6 ♦, sem Austur tvöfaldar.
Vestur lætur út A K. og Aust-
ur lætur ♦ 3. Hvernig væri
réttast hjá Suður að spila spil-
ið? Svar í laugardagsblaðinu.
Símanúmer vor eru:
82550
(5 línur).
Beint samband eftir skrif-
stofutíma:
82551 skrifstofan
82552 bifreiðaverkstæðið
82553 verzlunin
82554 húsvörður
82555 forstjóri
RÆSIR H.f.
Á kvöldvöknnni.
Banki einn í Bandaríkjunum
er farinn að notast við sjón-
varp til þess að auðvelda starf-
semi sína. Þegar viðskiptamað-
ur afhendir úttektareyðublað,
skýrir gjaldkerinn frá reikn-
ingsnúmeri hans í síma. Eftir
andartak birtist á sýningar-
tjaldi hjá honum nafn reikn-
ingseigandans, inneign hans og
undirskrift.
•
Maður nokkur spurði franska
skopleikarann Fernandel, hve
gamall hann væri, og fór loks
„í taugarnar“ á honum, svo að
leikarinn svaraði:
„Eg skal segja yður það. Fyr-
ir nákvæmlega 50 árum datt
móðir mín og fótbrotnaði, en
faðir minn týndi gullúrinu sínu
og húsið þeirra brann. Þetta
var fagran dag í apríl. Eg veit
ekki, hvernig þetta gerðist, en
fimm árum síðar fæddist ég.“
©
I dýragarði Lundunaborgar
er hlébarði, 'ér heitir Prins. Er
hann svo gæfur, áð hann etur
mat, sem börn rétta honum inn
um grindurnar á gáfíji.
• .
Maður nokkur kom inn til
fuglasala til þess,: að;, kaupa
páfagauk. Var honum sýndur
mjög fallegur fugl, og það lát-
ið fylgja með, að þegar fuglinn
stæði á vinstra fæti, færi hann
með Ijóð eftir góðskáld eitt,
en stæði hann á hægri fæti,
blístraði hann lag.
„Og hvað gerir hann, þegar
hann stendur á báðum fótum?“
spurði maðurinn.
„Þá held ég kjafti,“ svaraði
páfagaukurinn.
úm áimi
Grasleysið.
Frá Sauðárkróki var það ný-
lega sagt, að þar hefðu í sumar
fengizt einir 6 hestburðir af
töðu af túni, sem í venjulegu
árfeði fást 60 hestar af, og 10
hestburðir af öðru, sem venju-
lega íást 120 hestb. áf.
Veðrið.
Menn búast við breytingu á
tíðarfarinu nú um tunglkom-
uan, rigningum og óþurrkatíð.
í morgun var aftur orðið með
kaldasta móti. Mestur hiti á
landinu hér í bænum, 11 st., 9.5
á ísafirði, 11 á Akureyri, 6.5 á
Grímsstöðum, 7.2 á Seyðisfirði
og 8.7 í Vestmannaeyjum.
. ViHemoos
(sena. nú heitir Selfoss)' er nú
væntanlegur hingað á hverri
stundu.
SKIPA1ITG6RÐ
RIKTSINS
Vetsmannaeyjaferð ’
r/Esja"
fer héðan föstudaginn 14. þ.m.
kl. 10 að kvöldi með fólk í
skemmtiferð til Vestmannaeyja,
ðg liggur skipið þar við bryggju
fram á sunnnudagslcvöld, en
verður komið aftur til Reykja-
víkur kl. 6—7 á mánudags-
morgun. Geta farþegamir búið
um borð í skipinu í Eyjum og
féngið þar fæði, enda ganga
þeir fyrir, sem kaupa far á þanrt
hátt. Mun útgerðin á ýmsan
hátt greiða fyrir því, að fólk
geti notið dvalarinnar í Eyjum
og vísast til þess, að fyrri sams,
konar ferðir hafa orðið sér-
staklega vinsælar.
NorðurlandaferS r
RLs. Helda \ I
Hugmynd var að láta m.s.
Heklu fara til Spánar eða Norð-
urlanda um næstu mánaða-
mót, en þar sem komið hefur
í ljós, að meiri áhugi er íyrir
Norðurlandaferð, hefur hún
verið afráðin. Mun skipið fara
héðan sunnudaginn 23. þ.m. og
koma aftur að kvöldi 10. sept-
ember. Leið skipsins verður
um Bergen, Harðangursfjörð,.
Osló, Gautaborg, Kaupmanna-
höfn og Þórshöfn, og verð-
; ur við:;i.öðu á hverjum stað
| hagað eftir því, sem ætla má, að
iiestir farþegar óski. Nánari
Upplýsingar um ferðatilhögun
og fgr.gjöld verða veittar í:
I sfcrifstöfil 'jýorafj j og. 'Ferðaskfif-
j stofu ríkisins, sem sjá mun unt
| afgreiðslu farmiða.