Vísir - 29.08.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 29.08.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Laugardaginn 29. ágúst 1953. 195. tbi. Gerss3ma -lelf við Engbnd. London (AP). — Bretar tveir ætla sér að gera tilraun til að finna fjársjóð, sem glataðist fyrir 7 öldum. Þeir ætla ekki til annarra landa eða heimsálfa, eins og oft- ast er um slíka leit, heldur ætla þeir að leita í Wash-flóa, en þar týndist margt dýrgripa Jóhanns landlausa, er klyfjahestar hans sukku í kviksyndi. Meðal ann- ars týndust þar 143 gullbikarar, auk fjölmargra annarra gripa, sem konmigur hafði safnað, því að hann var maður ágjarn með afbrigðum. Þjóðverjar táka kvikmyndir hér. Koininn er til landsins þýzk- ur maður á vegum kvikmynda- félagsins Roto-Film í Hamborg. Kvikmyndafélag þetta hyggst taka hér á landi fjórar stuttar kvikmyndir, er lýsi landi og þjóð, en þó frábrugðnar venju- legum fræðslumyndum, því að í þær verðttr fléttaður sögu- þráður. Mun fulltrúi félagsins, sem hér er staddur, ferðast um landið næstu mánuði ti; þess að undirbúa þessar kvikmvnd- ir, en kvikmyndatakan á að Jaid fram næsta sumar. Myndirnar f jórar, sem ákveð- ið er að taka, verða 15—20 mínútna myndir, en einnig er ráðgert að taka auk þeirra eir.a stóra kvikmynd. Fulltrúi kvikmyndafélagsms, sem hér dvelur, heitir Bodo Ul- rich, og hefur hann einnig ver- ið í Færeyjum og undirbúið sams konar kvikmyndatöku þar. 11 þjóðir keppa á vatnskíðum. New York. (A.P.). — Banda- ríkjamenn gera sér góðar von- ir um að vinna heimsmeistara- tig í vatnaskíða-keppni. Fer keppnin-fram í Toronto í Kanada í næsta mánuði, í sambandi við sögulega sýningu, sem þar verður haldin. Kepp- endur eru frá 11 þjóðum beggja vegna Atlantshafs, auk Ástral- íu. — Myndin að ofan er af einum hinna nýju skála varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Húsin eru byggð með tilliti til bess að auðveldlega megi breyta þeim í íbúðir fyrir íslendinga, þegar þeirra er ekki lengur þörf fyrir varnarliðið. AIIs eru níu hús í smiðum af þessari gerð og er hegar lokið við tvö þeirra. Jafn- framt verða reistir tveir matsalir, er hvor um sig getur rúmað 500 manns í einu. Myndarleg íveruhús tekin í notkun á Keflavíkurvelli. Nútíma ta&kni beitt víl verktft, sem unni5 er af ísienzkum verkfræðingnm eg byggmgamönmtm. Tvær nýjar herskálabygging | ferðum, sem að nokkru leyti eru Skotar fieimta togveiðar bannaðær á Moray-firði. Ríkisstfórniii íelnr sig ekki geta það, frekai* en að íslendingait xnegí loka Faxaflóa. ar hafa nú verið teknar í notk un á Keflavíkurflugvelli og eru þetta fyrstu húsin, sem reist eru af þessari gerð á íslandi. Sjö hús til viðbótar eru enn í smíðum og munu senn verða tilbúin til notkunar. Herskálabyggingarnar eru hin traustustu hús og mun vand aðri að frágangi en venjulegt er um byggingar þessarar teg- undar. Til dæmis eru skálar þessir gerðir úr járnbentri steinsteypu og er það óvenju- legt um herskála annars staðar. Byggingarnar eru þar að auki sérstaklega styrktar með það , , . . - . , , „ , . v . , , I í hmum nyreistu skalum varn- fynr augum að þær þoh nokk- arliðsins. f stað þykkra járn. . , , , , i bentra slemsteypulofta eru vænta her a landi. , . loftin í husum þessum ekm Það var ósk varnarmálanefnd , nema fimm centimetra þykk. ar, þegar leyfi var veitt til að Aðalstyrkleika sinn fá lot’tm frábrugðnar íslenzkum venj- um. Var það til dæmis nokkur nýjung, að steypumótin sjálf voru ekki smíðuð úr borðum, eins og venjulegt er hér á landi, heldur voru þau sett saman úr stórum, vatnsþéttum krossviðs- plötum, sem smurt var á jarð- olíu til að hindra að steypan festist við mótin. Þegar steypan í mótunum hafði þornað voru plöturnar felldar af veggjunum og voru þeir þá nægilega slótt- ir til þess að ekki þurfti að pússa þá frekar. Það vakti og nokkra athyglí, hvernig gengið var f rá loftunum reisa húsin, að þau uppíy.ltu allar þær kröfur, sem gerðar eru til bygginga af svipuðu tagi á íslandi. íslenzkum byggingamönnum gafst hér tækifæri til að kynn- ast bandarískum byggingarað- Alalfimdur Prestaféiags Suður- Aðaífundur Prestafélags Suðurlands verður haldinn á Seífossi nú um helgina. f sambandi við fundinn verða messur á morgun kl. 2 e. h. í eftirtöldum kirkjum: í Gaul- verjabæjarkirkju: Síra Gunn- ar Árnason og sr. Garðar Þor- steinsson. Stokkseyrarkirkju: Síra Þorsteinn Björnsson og sr. Kristján Bjarnason. Eyrar- L'akkaldrkju: Síra Björn Jóns- son og sr. Gísli Brynjólfsson. í Laugardælakirkju: Síra Sig- urður Haukdal og sr. Jón Þor- varðsson, og í Villingaholts- mundsson og sr. Sveinn Ög- mundsson. Á sunnudagskvöldið kl. 9.30 verða kvöldbænir fyrir almenn- ing í hinni rísandi Selfosskirkju. Á mánudaginn fara fram morgunbænir og venjuleg aðal- fundarstörf. Síðan verður rætt um starfshætti kirkjunnar, og er það aðalmál fundarins. Fram sögumenn verða þeir sr. Óskar J. Þorláksson og sr. Sigurður Pálsson. Því næst flytur síra Jón Auðuns dómprófastur er- indi, og um kvöldið ávarpar biskup prestana í Laugardæla- kirkju, og lýkur síðan fundin- með því að steyptir eru um 30 centim. þykkir bitar þvert yfir húsið. Undir þessa báta er síð- an steýptur biti enda á milli í húsinu og hvílir hann á steypt- um súlum, sem settir hafa verið með u. þ. b. fjögurra metra millibili eftir húsunum endi- löngum. Súlur þessar og styrkt- arbitinn, sem á þeim hvílir, hverfa að mestu inn í veggi meðfram göngum á öllum hæð- (Fram a 8. síðu) lutramiei jr ® Nýlega urðu harðar deilur í neðri málstofu brezka þingsins í sambandi við umræður um togveiðar erlendra skipa á Mor- ay-firði í Skotlandi. Er frá þessu skýrt í tímarit- inu „The Fishing News“ 1. þ. m. Einn þingmanna, Sir Robert Boothby frá Aberdeenshire East-kjördæmi, skýrði m. a. frá því, að í fyrra hafi um 30 belg- isk togveiðiskip veitt a. m. k. 200 sinnum á Moray-firði, sam timis því, sem yfir 20 brezkir skipstjórar hafi verið dregnir fyrir lög og dóm fyrir sama verknað. Þetta sé óhæfa, sem binda verði endi á hið allra fyrsta, þolinmæði skozkra þing manna sé nú þrotin með öllu. í umræðum var vikið að for- dæmi Norðmanna, sem hefðu lokað sinni landhelgi og hlot- ið stuðning Haag-dómstólsins, og nú hefðu íslendingar gert slíkt hið sama, fært út land- helgi sína og lokað Faxaflóa. Þetta gætu þessar þjóðir gert, hvers vegna gæti brezka stjórn in ekki gripið til sinna ráða til ,þess að friða hrygningarstöðv- arnar á Morayfirði. Um þetta urðu harðar deilur, og varð Antony Nutting, að- stoðarutanríkisráðherra, fyrir svörum. Nutting sagði m. a., að sú væri skoðun brezku stjórn- arinnar, að ólögmætt væri að loka Morayfirði, sem væri 72 sjómílur á breidd, með einhliða yfirlýsingu brezku stjórnarinn- ar. Bretar héldu því fram, að yfirlýsing íslendinga um að Faxaflói sé friðaður fyrir tog- voí^tirn. hafi pVH virS rök styðjast, en sá flói væri um 60 sjómílna breiður. Hvernig ætti stjórnin þá að geta rök- stutt lokun Moray-fjarðar, sem er meira að segja 12 sjómílum breiðari? Sir David Robertson, þing- maður frá Caithness og Sund- erland, lýsti yfir því, að hann væri eindreginn stuðningsmað- ur stjórnarinnar, en nú væri þolinmæði hans þrotin, og hann krafðist þess, að gerðar yrðu ráðstafanir til lokunar Moray- firði þegar í stað. Má af þessu sjá, að ekki eru allir á einu máli í brezka þing- inu um vílikun landhelginnar, hvorki hinnar íslenzku né hinn- ar brezku. Betri er hálfur skaii en allur. Skipsskuft bjargaft Tokyo (AP). — Skutur amerísks skips, er strandaði við Pusan fyrir sjö vikum, hefur verið dreginn til hafn- ar hér í landi. Skipið Cornhusker Marincr strandaði í slæmu veðri rétt fyrir utan höfnina, og gerðu menn sér vonir um, að unnt mundi að draga það á flot, en síðan gekk klettur upp í gegnum botn þess, og varð þetta þá vonlaust. Var því það ráð tekið að skera skipið í tvennt með logsuðutækjum, og á að smíða nýjan fram- bluta á Hað hér. Dvaldist hér í 7 vikur við rannsóknir á bleikju. Próf. Frfðiid vi5 Edinborgarháskóla fer heiin í dag ti! þess a5 vinna úr rannsóknunum. kirkju: Si'. Guðmundur Guð-I um þar með altarísgöngu. Londpn. (A.P.). — Fram- leiðsla á olíu náði nýju hámarki á fyrri hluta þessa árs, þar sem skýrslur ná til. Alls nam framleiðslan 332 millj, smál., og' haf'ði aukizt um 20 millj. lesta frá sama tíma á sl. ári. Bandaríkjamenn fram- leiða meira en helminginn eða 171 millj. smál., samanborið við 161 millj. smál. í fyrra. Undanfarnar 7 vikur hefur dvalizt hér G. J. Friend, pró- fessor í dýrafræði við Edin- borgarháskóla. Prófessor Friend var sendur hingað á vegum skólans, til þess að rannsaka lifnaðarhætti bleikjunnar, einkum með tilliii til sníkjudýra, sem á fiskinum lifa. Hefur prófessorinn notið aðstoðar og fyrirgreiðslu Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra í þessum efnuni. Vísir átti stutt viðtal við próf. Friénd í gær, en hann er nú á fiferum, fer utan með Gull- fossi í dag. Fór hann víða um land, veiddi m. a. í Þingvalla- vatni, Meoalfellsvatni og Mý- vatni, ásamt dr. Swan frá Ed- inborgarháskóla. Próf. Friend hefur hagað rannsóknum. sínum á bleikju- hreistri og sníkjudýrum, sem á því lifa, með þeim hætti, að í apríl, maí og júní athugaði hann skozku bleikjuna, sem þar nefnist „charr“, en undanfarn- ar 7 vikur hefur hann verið hér við sams konar rannsóknir, eins og fyrr segir, Próf. Friend skýrði tíðinda- manni Vísis frá því, að héðan færi hann með mikið af sýnis- hornum af bleikjuhreistri og sníkjudýrum, sem hann myndi síðan vinna úr, er heim kemur. Býst hann við að geta birt nið- urstöður sínar eftir 1—2 ár. Hann sagði, að dvöl sín hér hefði verið hin ánægjulegasta, og sérstaklega kvaðst hann vilja mega þakka alla þá v.insemd, er hann hafði notið hér, bæði | veiðimálaskrifstofunnar, en | ékki sízt alls almennings, sem ■ hann hefði haft skipti við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.