Vísir - 29.08.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 29.08.1953, Blaðsíða 5
Laugardaginn 29. ágúst 1953. ▼ ISIR ÍLam § a t>'<ú a% s-s-á-g a ^ ií 11 Eftir Inacia dá Saude iVlatas, Talnabandið siitna. Höfundurinn er 23ja ára gamall Portúgalsmaður og er þessi saga hin fyrsta, sem birzt hefur á prenti frá hans hendi. Sendi hann hana í alþjóðasamkeppni um beztu smásöguna, sem fram fór nýlega, og var getið loflega. Hér birtizt sagan eftir þýzkri þýðingu. Orð dómarans hljómuðu enn í eyrum mínum, en eg legg ekki trúnað á þau! Eg get og vil ekki trúa því, að eg jé vitskertur. Sé það satt, hvernig gat eg þá farið að eins og eg gerði? Og gæti eg þá yfirleítt verið með hugleiðingar varð- andi úrskurð dómarans? Eg harma, að eg hefi ekki næga menntun til þess að svara þessari spurningu af eigin rammleik: „Veit hinn vitskerti, að hann er vitskertur?'* Enda þótt svarið við henni — hvort sem það er já eða nei — geti á engan hátt breytt að- stöðu minni, mundi eg hafa mikla ánægju af að vita, að dómarinn hafi á röngu að standa. Eg — vitskertur? Hvers vegna? Af því að eg hefi orðið manni að bana? Við þær kiing- umstæður, sem eg framdi glæp- inn, hefði hver maður farið að eins og eg, hvort sem hann væn vitskertur eða ekki. Er það þess vegna ekki ta’s- vert djarflega mælt, að halda því fram, að eg sé ekki með fullu viti? Jafnvel þótt menn taki það með í athuganir sínar. að eg hefi ýmugust á þrumu- veðrum og mikla ást á dimmum og hljóðum stöðum. Eg er sann- færður um, að sú fuli/rðing, að eg sé vitskertur, sé mjög ýkt. Auk þess hafa allar kringu.u- stæður stuðlað að glæpr.um >g því getur enginn maður i móti mælt. ★ Eg var sá, sem var minna sekur af okkur. Hvars vegna þurfti maðurinn þá endilega að fara að gorta af péfiingunimn, sem hann bar á sér? Hvers vegna þurfti hann að klappa á brjóstvasa sinn og segja, að hann hefði þar auð fjár? Þrátt fyrir rökkrið, sem gtrði honum að vísu ekki óltleift að sjá heimili sitt,- nefhann átt að sjá, að eg er sterklega vax- inn, og hann hefði einnig. átt að gera sér grein íynr því, að við vorum einir í vtikngahusi mínu þetta kvöld. Hann var heimskur — og óheppnin elti hann. Hamvdrakk sig fullan vegna heimsku sinn- ar. Og fullyrðing mín að ó- heppnin hafi elt hann fær stað- ist að því leyti að járnbrautar- lestinni seinkaði. Ef það hefði ekki komið fyrir, hefði tiann heldur ekki farið með síð'asta áætlunarbílnum, og væri þar afleiðandi enn í fikllu 'fjöfi og glaður og reifur. En hvað sem því líður, ber eg ekki ábyrgð á óheppni hans. Og það er jafn ríti3 mín sök að hann hellti í sig tveim- ur flöskum af víni með hrærðu eggjunum og kjötréttinum, sem eg færði honum. ★ Hugmyndin um að drepa hann, skaut fyrst upp í huga mér þegar hann vatt sér í öll- um fötum upp í rúmið. Hvernig er eiginlega hægt að búast við því að maður, sem fullyrðir sjálfur að han:i beri á sér stórar fúlgur fjár, leiíi gistingar í hvaða veitingahúsi sem er. Það er augljóst mál að það eru örlögin sjálf, sem bentu mér á peningana hans um leið og þau hvísluðu að mér: Þetta er þín eign! Að hika er sama og tapa. Þú ert hugleysmgi ef þú grípur ekki tækifænð. í fyrstunni hugsaði eg sem svo að einhver kynni að hafa séð til hans þegar harm kom til mín. En við nánar’ yfir- vegun taldi eg líkurnar fyrir því sáralitlar. Eða hvert myndi vera á ferðinni um tvö leytið að nóttu í þvílíku veöri og náttmyrkri? Tvívegis komst eg' að her- bergisdyrunum hans. — Hann hafði ekki einu sinni læst peim! En í bæði skiptin sneri eg aftur án þess að hafa m erekki til þess að fara lengra. En í þriðja skiptið leit eg inn. And- litið vissi niður og hann hraut. Eg laut niður að brjósti hans, þar sem hann hafði sagt mér að .veskið væri með óli'im pen- ingunum. Mér fannst som fjár- sjóðurinn lýsti, að g'uilið sprytti upp úr vasa hans og snerist í djöfullegri hringiðu og sundur lausri fyrir ásjónu mínum. Eg var sem lamaður og sá ekkert. Eg læddist á 'lánum í áttina til hans, eg heyrði hjartað í mér slá og svitinn spratt út á andlitinu. Eg staldraði við urn stund hjá rúmstokknum. Svo — það skeði án þess að eg gerði mér grein fyrir því — þreif eg koddann sem dottið hafði á gólfið um leið og drykkju- rúturinn skreið upp í fletið og dembdi honum yfir andlitið á honum. Hann brölti og barðist Um og reyndi að Iosna, en eq hélt þeim mun fastara og vatt mér upp í rúmið til þess að leggjast ofan á hann. Þannig átti eg hægara um vik með að haida honum niðri. Næstu mínúturnar á eftir fann 'eg hvernig titringu, fór um líkama hans, en síðan smá- fjaraði hann út og hann hætt; að hreyfa sig. Góða stund leið áður en eg tók koddann frá andlitinu. Eg i'ór varlega í. sakirnar og vonaði .háift í hvor.u að maðurinn rrst upp og.réðist á mig. . -; • (þáði'öíkij ogiég- virtj hann betur fyrir mér. Það vottaði fyrir þjáningu á nrukk- óttu gulu andlitinu hans. Lann var dauður. ★ Þótt undarlegt megi virðast fann eg hvorki til samvizku- bits né hræðslu. Eg hneppti jakkanum hans frá, sem rnjög hafði krumpast í átökunum og tók seðlabunkann úr vasa hans. Það var þykk seðlafúlga, en eg gaf mér ekki tínra til að telja þá. Eg hélt áfram að tæma vasa þess dauða, sem starði á mig brostnum augun- um. I vösunum fann eg ekk- ert sem skipti máli, aðeins nokkra samanvöðlaða bréfmiða, blýantsstúf, snærisspotta og litla léreftstusku. Meðan á leitinni stóð, sá eg fáeinar litlar óhreinar kúlur, er mér virtust vera perlur af talnabandi, velta úr vösum hans og út í rúrnið. Eg tíndi þær allar upp og stakk þeim aftur í vasa hins dauða, ásamt hinu dótinu sem eg hafði fund- ið í vösunum. Svo tók eg líkið upp. Það var orðið bjart af degi. Þrátt fyrir viðbjóðinn, sem eg hafði á líkinu, tók eg það samt á bakið og dröslaði þvi niður stigann og .út að sorphaugnum að húsabaki. Þar hafði eg dag- inn áður grafið dálitla gryfju í því augnamiði að grafa þar mesta ruslið. Eg lét líkið varlega í gryfj- una og mokaði síðan yfir með skóflunni. Nokkrar mínútur stóð eg í sömu sporum og dáðist að því hvað eg hafði gert þetta vel. En fyrst og fremst undraðist eg hvað auðvelt það gat verið að fremja glæp. Endur fyrir löngu, eg man ekki lengur í hvaða sambandi það var, hafði eg heyrt getið um „fullkominn glæp“. Á þessu augnabliki var eg sannfærður um, að eg hafði íramið slíkan „fullkominn glæp“. Svo sneri eg til herbergisins aftur og bjó um rúmið. Eg tók burtu allt það, sem á einhvern hátt minnti á tilveru mannsins á heimili mínui Eg opnaði tösk- una, sem hann hafði meðferðis, en í henni var ekkert sem máli skipti, aðeins nærfatnaður og nokkur taréf með fræi. Eitt þeirra hafði verið opnað og síð- an vafið utan um það dagblað. Mér varð litið á áletrunina á þessum frðepókkum og mynd- irnar sein þeir voru skreyttir með. Mér fundust þær afkára- legar og Ijótar, bara gul blöö á löngum stilk. Eg las nöfnin sem letrúö voru undir myndunum. en gleymdi þeim öllum jafnharð- an nema einu sérstáklega Íöiigu orði, sem eg vissi þó elcki géi .lá hvað þýddi. Eg var sanníærðut um að þetta hlyti að hafa verið ;blómaræktarmaður, en braut heilann síðan ékki um það frek- ar og loltaði töskunni. Ennþá var kuldagjóstur úti. Eg fór í yfirhöfnina mína og lagði af stað með töskuna. Leiðin niður að ánni var ekki löng og eg fleygði töskunni í hana. Það orsakaðdst enginn hávaði af því, taskan flaut spöl niður ána en sökk svo. Um morguninn taldi eg pen- ingana. Það var ekki um nemar háar fjárhæðir að ræða, rétt með naumindum að það nægði til þess að greiða húsið — petta sem er þarna hinumegin við hæðina, en eg var lengi búinn að hafa augastað á því. Allan þenna tíma var eg fullkomlega rólegur og mér fannst eg hafa unnið starf mitt vel og skipulega, og eg gat ekki ímyndað mér að það væri nokkur leið að rekja sporin til mín. Væri hugsanlegt að nokk- ur brjálaður maður hagaði sér eins og eg hafði gert? Nei, það er fullkomlega útilokað að eg væri vitskertur. Það er röng ályktun um mig, dómarinn fer villur vegar. r Svo gónir fahgavörðurinn á mig —- í augum hans er hvorki meðaumkvun né ótta að sjá. — Er það hugsanlegt ef eg sá vitfirtur? ★ Dagar liðu án þess að neitt bæri til tíðinda, er dregið fengi úr léttlyndi mínu og jafnaðar- geði. Aðrir ferðalangar gistu og dvöldu í gistihúsi mínu og allt benti til þess að kvöldmáltíðin vetrarkvöldið góða væri að fullu og öllu gleymd. En dag nokkurn kom rnaður með þykkt, svart yfirskegg i gistihúsið og spurði eftir mér. Mér sýndist hann vera skugga- legur. Hann dró ljósmynd upp úr vasa sínum og spurði mig hvort eg kannaðist nokkuð við andlitið. Eg er hárviss um að eg lit- verptist ekki, hjartslátturinn örvaðist ekki og að enga svip- breytingu var að sjá á andliti mínu. Eg svaraði ákveðið neit- andi. Þetta var lögreglumaður, en það vissi eg ekki fyrr en seinna. Við röbbuðum góða stund saman og hann lézt trúa öllu sem eg sagði. Að því búnu fór hann aftur en svipaðist samt gaumgæfilega um áður og með- al annars leit hann út í garðinn. Frá þessari stund var ekki laust við að eg fyndi til ein- hverrar duldrar óttakenndar, og það hefur víst verið þess vegna að eg kynokaði mér við að fara út í garðinn. Þó gat eg ekki gert mér beinlínis grein fyrir ástæðunni. Eg negldi garðhliðið meira að segja aftur. ★ Enn liðu tveir mánuðir. Þá var það að gestir, sem hjá mér voru staddir og sátu að snæð- ingi út á svölum, sögðu mér þær fréttir að taska hefði fund- izt í ánni með fötum og ein- hverju fleira dóti. Eg skipti mér ekki frekar af þessu og talið barst að öðru. Framhald á 7. síðu. lens GuðbjömssM fimmtugur. Á morgun, 30. ágúst verður Jens Guðbjörnsson . forstjóri Islenzkra getrauna, fimmtugur. Það er að sjálfsögðu aðeins á- fangi á miðri starfsæfi, en þó þykir hæfa að staldrað sé við. Jens hefur komið svo mjög við sögu íslenzkra íþróttamála um þrjá áratugi, að segja má að hann sé flestum kunnur og raunar jafnframt flestum kunnugur. Jens hefur unnið þessum málefnum mikið og á mörgum vettvangi, en þó hyg'g eg að starf hans sem formaðui Glúnufélagsins Ármanns, meira en aldarf jórðung vegi þar þyngst, enda mun vandfundið það félag, er einn maður hefur unnið jafn mörgum jafn mikið, og má segja að Jens hafi borið það félag á örmum sér ahar, þann tíma. Er mér ekki grun- laust um að félagið megi kenna sér flest grá hár í höfði hans. Hitt er þó sannfæring mín að það hvarfli ekki að Jens að sjá eftir þeim árum af æfi hans scm Ármann hefur gleypt og á eftir að ásælast. Enda munu fá ánægjuefni jafn drjúg og þau geta séð gróandann i hverju spori sem á förnum vegi. Eg tel ekki ástæðu til að staldra lengi við að sinni. — Leiðin liggur svo langt áfram og svo mörg og heillandi verk- efni eru framundan. Jens hefur varla tíma- til að staldra við en þó verður hann að una því að taka, ásamt hinni ágætu konu sinni, Þorveigu Axíjörð, við kveðjum og þökkum sam- ferðamannanna á þessum tima- mótum. Starfa Jens sem bókbindara og sem forustumanns í samtók- um þeirrar stéttar sinnar er hér lítiö getið, enda aðrir til þess hæfari en sá er þetta ritar. Afköst ó'g starfsgleði Jens hafa sjálfsagt ein.nig markað sín spor á þeini vettvangi ekki síður éti þeirn, sem okkur íþróttáiéíog- um ■ hans er hugfölgnari. En þettá er éngiri' minningagrem og' upptalningar því óþarfar. — Vér óskum Jens Guðbjörnssýni allra heilla á ókomnum dögum. B. M. Tvær sttíikur éskast að Reykjalundi. —Upplýsjngar..i,síma .{$.50,,pg á^taðpum hjá yfirhjúkrúr.áfkóhunrti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.