Vísir - 29.08.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1953, Blaðsíða 4
D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. BeSgíumenn svertkfja í lélög sín. Samningar um viðskipti. Flest síldarleysisárin var það venjan, að gerðir voru samningar við aðrar þjóðir um það, að þær keyptu af okkur svo og svo mikið af síldariýsi og mjöli, eða, til vara, að þær keyptu -tiltekinn hundraðshluta af þeirri framleiðslu, sem fyrir hendi væri hverju sinni — í samræmi við aflann, sem bærist á iand. Því miður fór þó jafnan svo, að ekki var hægt að uppfylla gerða samninga, af því að aflinn varð svo að segja enginn eða: aðeins lítið •.brot þess, sem við hafði verið búizt. Á þessu vori hafði þó ekki verið gerður neinn samningur um sölu á síldar- afurðum, Öðrum en saltsíld, og virðist nú allt benda til þess, að •ekki verði hægt að standa við þá samninga nema að nokkru leyti. Við munum hafa samið um sölu á yfir tveim hundruðum þúsunda tunna, en veiðarnar hafa brugðizt svo á undanförnum "vikum, að menn munu nú vera nokkurn veginn úrkula vonar um það, að síldveiðarnar verði svo miklar úr þessu, að við getum látið það síldarmagn, sem við höfum skuldbundið okkur til að afhenda. En undanfarið hefur verið um það rætt, að togararnir þyrftu að veiða upp í samninga þá, sem gerðir hafa verið við Rússa, «n þeir fjalla meða1 r ^ars um það, að við eigum að láta þá fá ákveðið magn af kaiic, sem nemur um 16,000 smálestum upp úr skipi. Er hér um rnikið magn að ræða, og sennilega mesta magn, sem samið liefur verið um í einu lagi, en þó fylgir sá .böggull skammrifi, að engin hreyfing er enn í þá átt að hefja -veiðar fyrir þenna markað, og allt í óvissu um þær. Vísir liefur lítillega drepið á það, sem veldur því, að ekki .'hefur enn verið hafizt handa í þessu efni. Frystihúsin hafa til þessa greitt 65 aura fyrir kílóið af karfa, sem þau hafa keypt, -vilja ekki greiða hærra verð nú, enda þótt togaraeigendur telja, að þeim beri nauðsyn til að fá hærra verð. Benda þeir á tvennt í því sambandi. Annars vegar, að ódýrara sé fyrir frystihúsin að ganga frá og búa um þann karfa, sem ætlaðúr er fyrir markaðinn rússneska, og hinsvegar að nú verði æ erfiðara að .afla karfans, þai- sem hann hafi gengið mjög til þurrðar á undanförnum árum, því að svo mikið kapp hafi verið lagt á að veiða hann. Verður ekki annað séð af því, sem fram hefur komið um þetta efni að undanförnu, en að ekkert muni verða af veiðum þessum, og mun þá að sjálfsögðu falla niður drjúgur hluti þess innflutnings, sem íslendingar höfðu gert ráð fyrir til mótvægis við útflutning karfans. Verður ekki annað sagt, en að það sé harla lítil ábyrgðartilfinning, sem ræður gerðum frystihúsa- cigenda, ef þannig á að fara. Frystihúsaeigendur verða að hafa það hugfast, að þegar um þetta mál er a& ræða, eru þeir ekki hinir einu, sem það snertir, hvort staðið verður við samninga eða ekki. Við höfum gert víðtæka samninga, og þess vegna hafa þeir áhrif á afkomu og líf manna um land allt. Ef við stöndum ekki við skuldbindingar okkar, getur það komið fyrir — sem allir vona þó, að ekki -verði — að endalok verði á viðskiptunum, þegar samningarnir verða um garð gengnir. Hér er því ekki um neitt einkamál að ræða, heldur mál allrar þjóðarínnar, og það er ekki hægt að afgreiða sem neina smámuni. Hér er meira í húfi. (verólák afstaða fifreta iil ibflökkuxaaaxiiia ©g Hallveigarstaiir. Jafnréttisbarátta kvenna hefur nú staðið áratugum saman, og finnst mörgum þeirra, að lítt gangi. Hafa konur þó lyft Grettistökum á ýmsum sviðurn, og þarf ekki annaö en að nefna Landsspítalann, en vitanlega hefðu þær ekki verið færar um neitt slikt, ef þær hefðu ekki haft áhrií.í þjóðfélaginu. Nú er raálum svo komið, að konur gera í’áð fyrir, að þær geti hafizt handa um að koma upp Hallveigarstöðum áður en mjög langt líður, og verður sú bygging einskonar miðstöð fyrii samkvæmíslíf kvenna hér í bæ, og verður þar í senn gert ráð fyrir, að konur geti leitað athvarfs, þegar þær koma til bæjarins, ug þar verði einnig veitingasalir og annað, sem nauðsynlegt er í því sambandi. Það kann vel að vera, að sumar þeirra kvenna, sem fremst standa í fylkingu samtaka þeirra, líti svo á, að Vísir sé ekki meðal þeirra málgagna, sem þær geti vænzt stuðnings af. í>ó er það svo, að Vísir er fús og reiðubúinn til að styðja hvert það málefni, sem til framfára horfir, og þess vegna er hann einnig fylgjandi því, að konur geti látið til sin taka i þjóð- félagihú. Af þeim sökum óskar blaðið þess, að framkvæmdir kvenna í sambandi við Hallveigarstaði .gangi vel og giftusam- lega, og að starf þeirra í þeim húsakynnum, sem þær fá þar verði öllum til blessunar — bæði konum og körlum. „Ólíkt liöfumst við að,“ e) orðtak, sem oft er notað, o; geta Belgíumenn til dæmis sag það, 'þegar gerður er saman- burður á nýlendustjórn þeirr: og Breta. Eins og allir vita hafa Belg- íumenn ráðið stóru landsvæð í Mið-Afríku um margra ára- tuga skeið — Kongó-nýJend unni. Hún er raunar þekktus’ fyrir það, að til skamms tíma fengu Bandaríkjamenn þaðan allt það úraníum, sem þar var að fá, og var þá ekki vitað til þess, að það væri eins útbreitt og það hefir reynzt síðan. En það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Belgískir landnemar í Kongó vinna nú ötullega að þvi að fá svertingja, frumbyggja lands- ins, til þess að ganga í félag, sem þeir stofnuðu á sínum tíma, og átti þá einungis að vera fyrir hvíta menn. Hét fé- lagið áður „Félag landnema11, og aðeins nafnið táknaði, að þar væri ekki svertingjum ætlaður samastaður. í vor var nafni þess breytt, og heitir það nú „Félag landnema og miðstétta í Kongó“. Hefir annað aðalblað landsins látið í Ijós gleði sína yfir því, að nafninu skuli hafa verið breytt, og segir m. a.: Vilja auka veg svertingja. „Það sýnir einmitt það, sem hefir alltaf verið hlutverk fé- laga landnemanna. Þau eru fyrst og fremst hreyfing mið- stéttanna, og þau. ætlast til þess, að þar verði rúm fyrir menn áf öllum kynþáttum, og hvaða trú sem þeir játa.“ Hinir hvítu landnemar hafa einnig látið þá skoðun í ljós, að þeir vilji á allan hátt auka veg og virðingu svertingjanna, sem gerzt hafa bændur og ,veita þeim alla aðstoð til þess að komast sem bezt af. Það, sem hér er um að ræða, er mjög mik- ilvæg breyting á þróun í félags- málum. og samskiptum kyn- þáttanna í Kongó. Við landamæri Rhodesíu. Blöðin skýra einnig . frá þyí, að flestir landnemanna sé.u þessu hlynntir og það sé.aðeins tiltölulega fámennur hópur gamalla landnema, sem óttist að svertingjarnir verði of mik- illa réttinda aðnjótandi. En jþeir menn eru, í fniklum minni ihluta. í K.ongó, gj; enginn greinar- munur gerðu); á hvítum mönn- um og svörtum, eins og í ný- lendum Breta eða Suður- Afriku, þar sem di\ JVIalan.ræil' . ur lögum og lofurn. Múnurhw.’ á aðbúð svertingja í Kongó op annars staðar sést til dæmis ; járnbrautarstoðinni í Sakania, sem er á landamærum Kongós og Rhodesíu. í hinum rhode- iska hluta stöðvarinnar verður svartur þjónn hvíts manns að ganga um aðrar dyr en hús- bóndi hans. Hann kemur einn- ig til stöðvarinnar 1 „sérstök- um“ vagni — komi hann frá Rhodesíu, og eru slíkir vagnar ætlaðir svörtum mönnum. Sækja samkomu- hús hvítra. í Kongó getur svertingi far- ið í annars flokks vagn með hvítum mönnum, ef hann er aðeins sómasamlega til fara. Ef hann er í óhreinum vinnuföt- um, er til þess ætlast, að hann sé í öðrum klefa. En sannleik- urinn er sá, að sögn ferða- manna í Kongó, að svertingjar þar ferðast einungis vel klædd- ir í járnbrautarlestunum, ef þeir eiga þess nokkurn kost, og geta þá setið á milli hvítra manna, ef þeir óska þess. í Elizaþethville, annari stærstu borg nýlendunnar, eru svertingjar hvattir til að ganga í félög þau, sem að ofan getur, og sækja samkomustaði hvítra manna, þar sem þeir hafa fulla lagalega heimild til að koma. Kaþólska kirkjan hefir átt drjúgan þátt í því, hvernig mál- um þessum er nú komið í ný- lendunni, því að hún heldur því ósveigjanlega fram, að allir menn sé guðs börn, hver sem litarháttur þeirra kann að vera. Ósannindum hnekkt. Kommúnistablaðið Þjóðvilj- inn fullyrðir í Bæjarpósti sín- um í gær, að Reykvíkingar fái eltki annað en rusl í fiskbúðum bæjarins þessa dagana. Út af óvenju rætnislegum þvættingi í þessum dálki Þjóð- viljaris um fisksölúna í bænum, hefur Vísi verið á það bent, að undanfarna 18 daga eða svo hafa flestar ef ekki allar fisk- búðir bæjarins haft á boðstól- um glænýjan fisk daglega. Að- alJega hefur þetta verið smá- lúða og' kol'í. Hins vegar Íiefur’ vérið iítið uni nýjan þorslc, éíi allt af eitthvað af ýsu. ' Þetta er sánnleikurinn í þeááú máli, sem húsmæður geta vafa- laust staðfest af reynslu undan- farinna daga. Hitt er svo anviað mál, að Þjóðviljinn kærir sig ekki um að hafa það, sem rétt er í þessu efni sem öðru. Laugardaginn 29. ágúst 1933. Enn geysist „Gói“ frain á rit- völlinn, og liér hreyfir hann máli, sem full ástæða er til að komi fram, en Vísir er sekur í þessu efni, ekki síður en önnur blöð, eins og fram kemur i svo- hljóðandi bréfi „Góa“. Mál og vog. „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að við íslendingar not- umst við metrakerfið, eins og raunar flestar Evrópuþjóðir (að Bretum undanskildum). Við not- um til dæmis ævinlega kíló, eða grömm, metra og sentimetra, lítra, desílítra, o. s. frv. Hins veg- ar nolast hinar enskumælandi þjóðir við allt annáð kerfi i þess- um efnum sem okluir þykir erf- itt að lienda reiður á. En það kemur oft fram í dagblöðum bæj- arins, Vísi líka, að notazt er við hið „engilsaxneska kerfi“, þeg- ar birtar eru þýddar greinar úr ensku. Það lýtir mjög góðar grein ar og fróðlegar, sem þýddar eru úr ensku, að talað er um ýmsar einingar, þyngdar- eða lengdar- einingar, sem allur almenningur skilur ekki, og langskólagengið fólk kannske heldur ekki. Þetta er óþarfi. Til dæmis er ástæðulaust að skýra frá því, að flugvél hafi flog ið í 35.000 feta hæð. Það er ofur einfalt að breyta þessu og segja 10 þúsund metra hæð, eða því sem næst. Þá eru margir litlu nær þó að sagt sé, að einhver flug- vél fljúgi með 315 milna liraða á klukkustund. Galdurinn er ekki annar en sá að margfaldá míl- urnar með 1.6. Þá er óljóst við livað er átt, ef sagt er að maður sé 6 fet og 1 þumlungur á hæð. Eg veit ekki, hvað það er í senti- metrum, og býst ekki við, að al- menningur viti það lteldur. Svolítið meiri vinna. Það þarf að vísu svolítið meiri vinnu við þýðingarnar, þegar breytt er engilsaxnesku rnáli yfir í metrakerfi. Við vitum til dæin- is eklti við ltvað er átt, þegar sagt er, að smjörskammtur sé svo og svo margar únsur, við viljum fá að vita, live mörg grömm. Þá er óþarfi að nota enskar inílnr um fjarlægðir, eða ensk pund um þyngd. Við vitmn öll, að eitt kiló er þúsund grömm, og þess vegna er sjálfsagt að nota þessa þyngd- areiningu. Jafnfráleitt er að nota Falirenheit hitastig í greinum, en það kemur þó sjaldnar fyrir. Það ef'u nefnilega ekki allir sem vita, að vatn sýður við 212 gráð- ur á þeim máeti, og að líkamshiti nianns er um 98 stig á sama mæli. Þetta siðasta ér nú kannske hár- togiui hjá mér. En ég nefni þáð samt. Islenzk blöð eru fyrir ís- lenzka lesendur, og þess vegna má ekki nota orð eða hugtök, sem við skiljum ekki. — Þökk fyrir hirtinguna. Gói“. Við þÖkkum „óóa“ bréfið, og föllunist á, að hámi liafi lög' að maéla. Gáta dagsins. Nr. 499: Hvað er það, sem eg sé og þú sér, kóngurinn sjaldan. en Guð aldrei? Svar við gátu nr. 498: Stafur á bók.--

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.