Vísir - 05.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 05.09.1953, Blaðsíða 4
▼ ISIB ■ Laugardaginn 5. september 1953. i.: ! WÍSIWL DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. ; j j;. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (finam línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Vilja þeir Vestmannaeyjaástand? Iforustugrein Vísis í gær var drepið nokkuð á bréf það, sem stjórn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja skrifaði bæjarstjórn- inni í Vestmannaeyjum fyrir eigi löngu. Hafðd blað Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum birt bréf þetta á sínum tíma, til þess að sýna eyjaskeggjum fram á hversu komið væri fjármálum bæjarfélagsins undir stjórn „vinstri-samsteypunnar“, en ástandið í þeim efnum er orðið svo bágborið, að jafnvel stuðn- ingsmenn ráðamanna bæjarins geta ekki lengur orða bundizt og verkamenn víta þá, er þeir studdu á sínum tíma til að ná meirihlutanum. Svo vill til, að kommúnistar í bæjarstjórn Reykjavíkur hafa nú I vikunni talað mikið um sparnaðarviðleitni þá, sem þeir þykjast vera gæddir, annars vegar, en hinsvegar hafa þeir hamazt gegn útgjaldahækkunum, sem þeir kenna Sjálf- stæðismönnum, er fara með stjórn bæjarfélagsins. Virðast þeir alls ekki gera sér grein fyrir því, að það er hægt að rifja upp feril þeirra í bæjarstjórninni, og þar með er hægt að bregða upp nokkuð amiari mynd en þeirri, sem bæjarfulltrúar þeirra reyna nú að skapa, þar sem kosningar eru skammt undan. Og þar sem það er auk þc-ss hægur vandi að minna dálítið á það, hvernig þeim ferst stjórnin úr hendi, þar sem þeir hafa völdin, er ekki úr vegi að gera það lítillega. Af því, sem Vísir hefur sagt undanfarið, ætti það að vera ljóst, hvernig komið er í Vestmannaeyjum. Þar taka stjórn- endurnir í Verkalýðsfélaginu beinlínis fram, að ekki mundi þar vera björgulega um að litast, ef einkafyrirtækin hegðuðu sér eins gagnvart verkamönnum og bærinn leyfir sér að gera undir stjórn kommúnista og félaga þeirra. Er ekki ósenni- legt, að þá væri að kalla neyðarástand í bænum. En kommún- istar þykjast vitanlega stjórna þarna af mikilli röggsemi. Það mætti líka breyta þessu dæmi lítið eitt og segja — hvað fyndist mönnum um það, ef þeir verkamenn, sem starf- andi eru hjá Reykjavíkurbæ, fengju ekki nema hluta launa sinna greiddan? Varla mundi það þykja til fyrirmyndar, og þó hefur Reykjavík margfalt stærri og kostnaðarmeiri mann- virki á prjónunum en Vestmannaeyjar, því að þar má heita að ekkert sé gert undir stjórn kommúnista og félaga þeirra. Kommúnistar hafa einnig verið einráðir austur í Neskaup- stað í Norðfirði, og mönnum er vafalaust í fersku minni, hvernig þar hefur gengið. Togaraútgerðin gekk ekki betur en svo, að skipverjar neituðu að fara á sjó, nema þeir fengju laun sín greidd eftir hverja veiðiför. Þar hefur sá háttur vafalaust verið hafður á, að menn hafa aðeins fengið smágreiðslur öðru hverju — eins og í Vestmannaeyj um. Auk þess er Neskaupstaður stórskuldugur, svo að fáir bæir á landinu munu vera eins illa stæðir, þótt víða sé þröngt í búi, þar sem kommúnistar hafa haft hönd í bagga við stjórnina. En þarna telja kommúnistar al-lt í bezta lagi, og til mikillar fyrirmyndar fyrir aðra bæi. Það er þó engin ástæða til þess að ætla, að kommúnistum Ttér mundi takast betur en á þeim stöðum, sem nefndir hafa verið, þótt svo ólíklega færi, að þeir kæmust hér til einhveri’a valda. Þeir hafa ævinlega verið manna duglegastir við að gera allskonar fránjiunalegar kröfur, og hefur þá ekki borið á sparn- aðarviðleitni, sem þeir þykjast berjast fyrir. Kannske það sé þessi sama sparnaðarviðleitni, sem hefur ráðið því hvernig kaupgreiðslum hefur verið.hagað í Vestmannaeyjum og Nes- kaupstað. Áhugamál bama og ungllnga: Kúreka- og lndíanasögur vinsæl- astar hjá þýzkum börnum. Foreldrai* mega helzt ekkí vita ii 3ii frístundarathafnir. „Aðeins 45,000 Russar." ▼jjóðviljinn skýrði frá því í ,gær athugasemdálaust að sjálfsögðu — að nú sé „aðeins 45,000 sovéthermenn í 'Austurríki í stað 55,000 í fyrra“. Þegar þess er gætt, að Rússar ráða tæpum þriðjungi Austurríkis, þá kemur í Ijós að um það bil 3 rússneskir hermenn koma á hvern ferkílómetra lands, sem þeir ráða. Ef Rússar hafa álíka mikinn styrk í hverju landi, sem þeir ráða austan járntjalds, munu þeir hafa á aðra milljón manna tl þess að halda þjóðunum þar í skefjum. Það er ekki undarlegt, þótt Þjóðviljanum þyki rétt að tala um, að Rússar hafi nú AÐEINS 45,000. manns í Austurríki. Þeim finnst það vitanlega rnikil tilhliðrunarsemi, að dregið skuli úr íjölda hermanna þar, og er þó ekki alveg víst, að rétt sé frá skýrt e:'a blaðið, sem Þjóðviljinn vitnar í — og tekur fram að sé borgarablað — hafi réttar upplýsingar um þetta. Það getur líka átt sér stáð, að jJéttá sé á'rángurinn af „þjÓðareiningu gegn her í landi“, því að vitanlega eru slík samtök starfandi hvarvetna þar sem erlendur hermðaur sést og kommúnistar eru nærstaddir. ' ' ' . Nýlega hefur þýzkur barna- skólakeimari gefið út pésa um áhugamál barna og unglinga á aldrinum 9—16 ára. Höfundurinn hefur leitazt við afla sér sem nákvæmastra upplýsinga um þetta, fyrst og fremst með því að spyrja börn- in sjálf. Höfundurinn kvaðst hafa komizt að þeirri niðurstöðu að vinsælasta lestrarefni barnanna séu kúreka- og indíánasögur, þar næst ferðabækur og í þriðja lagi myndablöð. Af 200 börn- um 9—16 ára sem spurð voru hvernig þau verðu frístundum sínum, voru 50 talsins sem kváðust eyða þeim til íþrótta- íðkana, 44 kváðust fara í alls- konar leiki, 44 gerðu ekkert sérstakt eða ákveðið i frístund- um sínum, 24 höfðu aðalyndi sitt af hjólreiðum, 21 las, en 10 þeirra reikuðu um göturnar. Af 130 börnum og unglingum sem spurðir voru að því hvort þau eyddu frístundum sínum með nokkurri leynd og hvort allir mættu ekki vita hvað þau hefðust að, svöruðu 92 þeirra í fullri hreinskilni að þau kærðu sig ekki um að foreldrar eða aðrir aðstandendur fylgdust með því hvað þau hefðust að. Af kvikmyndum eru það kúreka- og glæpamyndir sem eru vinsælastar. Helmingur allra barna sem spurð voru að því hvort örugg- lega mætti treysta þeim, svör- uðu játandi, hinn helmingurinn ýmist neitandi, eða gátu þess að þeim væri ekki alltaf að treysta. væri ekki alltaf að treysta. Þegar börnin voru spurð að því hvort þau leituðu ráða hjá föður sínum þegar áhyggjur eða vandræði steðjuðu að, kváðust aðeins 37 af 167 að- spurðum gera það. Miklu al- gengara virtist það vera að Svampgiímmí börnin leituðu til móðurinnar í vandræðum. sínum. Níu hundruð nemendur í iðnskóla nokkrum voru spurð að því hvaðan þau hefðu kyn- lífsfræðslu sína. Aðeins 21 þeirra hafði notið fræðslu for- eldranna í þessum efnum, en 827 höfðu alla sína fræðslu af félögum sínum. Aðrar niðurstöður hins þýzka kennara voru nokkuð eftir þessu, en það sem honum fannst varhugaverðast í sambandi við niðurstöður sínar var það hve sambándið milli foreldra og barna var yfirleitt lítið og tak- markað. Foreldrar vita yfirleitt lítið um börn sín, en reyna hinsvegar að ala þau upp eftir sömu refilum og áðferðum og þeir sjálfir höfðu verið aldir upp við. Það virðist einnig áberandi hvað foreldrnir reyndu að koma ábyrgðinni á uppeldi barnanna yfir á kenn- arana og sóknarprestinn. Tvær ráðstefnur F.A.O. Framh. af 2. síðu. smiðjunnar aðallega fólgin í gerð bílasæta og baka svo og riimdýna, en ýmsir fleiri mögu- leikar eru framundan, þegar fyrirtækinu vex fiskur um hi’ýgg. Þess má geta.að fram- leidd hafa verið nokkur þúsund a£ gúmmíhúðuðum vinnuvetl- ingum, og er það gert á þann hátt, að venjulegum tauvetl- ingum er dyfið hiður í gúmmí- blöndunina, og verða vétling- arnir þá vatnsheldir og mjög sterkir. Á sama hátt mætti hugsa sér framleiðslu sjóklæðn- aðar og annarra hlífðarfata. Einnig eru þarna framleiddar „massifar“ gúmmíplötur i þykktum frá 5—35’mm. Loks eru möguleikar til þess að framleiða barnatúttur og margs konar leikföng svo sern svamp- bolta og flejra, og þegar,.er byrj- uð framleiðpla •'!á,;;|^tórum gúmmíblöðrum ,báÍlomim“ er virfast mjög eftirsóttir og vin- sælir meðal yngstu kynslóðar- iririar., i Innan skamms verða haldnir tveir fundir á vegum Landbún- aðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), þar sem ræddar verða nýungar og framfarir í sambandi við smíði fiskveiðibáta. Fyrri fundurinn verður hald- inn í París dagana 12.—16. okt- óber n. k., en sá síðari í Miami í Florida dagana 16.—20. nóv- ember n. k. Til funda þessara mun koma fjöldi skipasmiða og vélfræð- inga frá flestum eða öllum þátttökuríkjum Matvæla- og landbúnaðarstofriunarinnar, enda leggur stofnunin áhérzlu á, að þátttakan véfði sem alli’á mest, og að sem flest einkafyf- irtæki sendi fulltrúa á annan hvorn fundinn, en dagskrá þeirra er sú sama. Þátttaka í fundinum óskast tilkynnt utanríkisráðuneytinu og mun það gefa nánari upp- lýsingar þessu viðvíkjandi ef þess verður óskað. (Tilk. frá utanríkisráðuneytinu). Vonir Quirinos. mun minni. Manila (AP). — Hér er gert ráð fyrir, a5 vonlaust sé að El- pidio Quirino forseti verði end- urkjörinn í nóvember. Verða aðeins tveir frambjóð endur í kjöri, Ramon Magsay- say, fyrrum hermálaráðherra, auk Quirinos. Þriðji flokkur- inn hefur hætt við framboð og heitið á stuðningsmenn sína — er áður voru í flokki Quirinos, að styðja Magsayay. Undir núverandi stjórn hef- fíing þróást mjög’ 'í land- inu. og margir telja víst, að Magsaysay verði kjörinn, en hann ér ungur maður og dug- andi. (Hri Á síðasta bæjarstjórnarfundi koni frarn tillaga um það, aÖ láta fram fara athugun á því, hvort mikil brögð væri að því að ibúð- arhúsnæði stæði ónotað hér í bænum. Virðist vci’a 'fúll. ástæða til, éins og nú horfir í luisnaeSis- málunum, að gefð sé gangskör áð þvi að húsnæði sé ekki látið standa ónotað. Nokkur brögð munu vera að þvi, að húsa- eða ' íbúðareig'endur láti íbúðir standa auðar mánuðum saman, vegna þess að þeir cru að reyna að selja. Sumir húseig'cndur munu jáín- vel halda því fram, að það borgi sig' betur að leigja ekki íbúSir, sem á að selja, því með því móti fáist liærra verð. Húsaleigan skipt ir þá minnstu máli. Athugun nauðsynleg. Mér finnst sjálfsagt að láta slíka athugun fara fram, því að eðlilegt er að fylgzt sé með þvi, þegar skortur er á húsnæði, og það mjög átakanlegur, hvort i- búðir standi auðar og þá grennsl- ast eftir, hvernig á því standi. Það er auðvitað, að varlega verð- ur að fara að því að svipta menn umráðarétti yfir eignum sínum, en ef gerð væri gangskör að því að safna skýrslum og fylgjast með því, hverjir eiga ónotað íbúðar- liúsnæði, myndi það geta orðið til þess, að sumar, að minnsta kosti, létu það af liendi til rá'S- stöfunar fyrir húsnæðislaust fólk, ef trygging væri í hoði. Lítið framboð enn. Þótt allmikið hafi verið byggt og heilt hverfi, eins og smáíbúða- hverfið, sé rísið af grunni, virð- ist framboð á húsnæði litið sem ekkert aukast, enda er það mála sannast, að byggingar einstak- linga leysa ekki húsnæðisvand- ræðin, eins og þau eru nú orðin. Það þarf meira til. Allur fjöld- inn getur ekki i'áðist í smáíbúða- byggingu, jafnvel þótt lieppileg og ódýr lán fáist. Fyrir ahnenn- ing vei'ður að byggja, ef sama ástand á ekki að haldast í hús- næðismálunum um alla eiíífð. Auðvitað hefur það milda þýð- ingu að greiða fyrir efnaminna fólki til þess að það geti komið sér upp þaki yfir höfuðið, en sú leið ein nægir ekki. Margir um boðið. Nokkuð má dæma húsnæðisekl- una eftir tilboðunum, sem ber- ast, þegar auglýst er liúsnæði til leigú. Einn íbúðareigandi sagði mér, að hann liefði fengið 60 til- boð í hveggja lierbergja ibúð, sem liann hefði auglýst og tók það hann langan tima að vinna úr þeim. En auðvitað gat aðeins ein fjölskylda fengið ibúðina. — Og þó er það kahnske verst, í sambandi við liúsnæðisvandi'æð- in, að af þeim stafai’, að margir freistast til að taka óhóflega leigu fyi’ir húsnæði og margur leigj- andinn í’eisir sér hurðarás xjm öxl. — kr. — DollaraskorturinR. Framhald af 1. síðu, kosti manna þrengt enn meii’a en áður. Breytingarnar á gjald- miðlinum bættu kjör þeirra, er mikil laun hafa, en rýrðu hinna lægst launuðu. Raunveruleg laun hátekju manna jukust að verðgildi um 29%, en Iægstu laun rým uðu liins vegar að verðgildi um 80%. Er svo 'til' ætlazt, að þetta hvetji verkámenn til þess að afkasta sem mest, til þéss að vinna skerðinguná upp með því rnóti. i . u ..!■ o.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.