Vísir - 05.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 05.09.1953, Blaðsíða 5
Ttsia..r r ■ IJ_I 1 ^ Si '/* Ú Si § l<!obert StanáiJi. Tíger á lerii um nótt. ■ Laugárdáginn '5, séptember 1953 Sir Humphrey Gallstone, sem kallaður var Dadales af virtum sínum, sat í garðstólnum sínum og dró ýsur mjúklega í svefni. Lafði Gallstone sat í garðstól við hliðina á honum, í garðin- um við gistihúsið Sjávarborg og hnippti óþyrmilega i bónda sinn. „Þú ættir að láta sótarann athuga þig,“ hvíslaði hún hvasslega. „Þá kæmu ekki þessi hryllilegu óhljóð úr kokinu á þér.“ • „Það er ólukkans karrýið“, sagði bóndi hennar og setti sig þegar í varnarstöðu. „Eg verð að finna að því við hann Pastorelli“. Pastorelli var gestgjafinn í Sjávarborg, fransk-ítalskur að ætt. Hann hafði komið efnum sínum á fastan grundvöll með því að bera gestum sínum karrý-rétti á hverjum degi við hádegisverðinn. Hann hafði verið gestgjafi í 40 ár og gestir hans voru allskonar eftirlauna- menn frá hershöfðingjum og niður á við. Gestir hans höfðu þjónað brezka ríkinu í heitum og óhollum löndum og þoldu nú ekki lengur loftsla'g Bret- lands að veturlagi. Brezka stjórnin er vanþakklát gömlum starfsmönnum og hafði fólk þetta litlu úr að spila. En í gistingu og fæði hjá Pastorelli komust þeir af með lítið því að vistin þar var mjög ódýr. Sjávarborgarnafnið var nokkurskonar öfugmæli. Þó var til munnmælasaga um það, að gestur hefði einu sinni farið upp á þakið og hefði þar, með sterkan kíki til hjálpar, rétt getað grillt í Miðjarðavhafið. En það var fyrir 1911, áður. cn Hótel Magnifico var reist rétt fyrir framan Sjávarborg. Og ekki var nokkur leið að færa sönnur á munnmælasöguna, nema með því að rífa Hótel Magnifico, og mun því ávallt myrkri hulið hvað hæft er í málinu. Þeir sem vildu sjájiaf- ið urðu því að fara með stræt- isvagni 20 mínútna ferð til Cannes. Vinstra megin við lafði Gall- stone sat hr. Pettigrew — gam- all tollheimtumaður frá Vestur- Indíum. Hann stundi og' sagði. „Eg fann vindilstubb í karrý- inu mínu í dag. Og stundum hef eg fundið flöskulok í sós- unni“. „Eg vona að þér rennið þeim ekki niður?“ sagði lafði Gall- stone umhyggjusamlega. Petti- grew var piparsveinn og slíkir voru fávitar í hennar augum. „Eg hef oft hugsað um það hvað hann Pastorelli léti í karrýsósuna“, sagði frú Bigg- leswade mæðulega. „Sérstak- lega núna eftir stríðið. Kjöt kostar nú hér í Frakklandi of fjár. Eg skil ekki að hann hafi haft kindakjöt í karrýið í dag þó að það héti „lambakjöt í karrý““. „Meiri stuggur stendur mér af kjötsnúðunum", sagði Bigg'- leswade ofursti þungbúinn. „Mig óar við að hugsa um hvað í þeim er“. „Skörin færist þó upp í bekk- inn ef hellt er úr öskubökk- um í matinn“, sagði Gallstone hershöfðingi. „Eg held eg tali yfir hausamótunum á Pastor- elli.“ „Blessaður talaðu þá ind- versku“, sagði lafði Gallstone. „Annars verðum við að fara héðan. En hvergi er gis^ting og fæði ódýrara.“ Nú var snögglega hlé á sam- talinu, því að piltur var á ferð- inni með blöð og' póst og Bigg- leswade ofursti tók fegins hendi við Times frá Lundúnum og settist við lestur. Eftir stundarkorn lagði hann frá sér blaðið, tók af sér g'?-- augun 'og þurrkaði af sér í- myndað tár og sagði síðan með jarðarfarar raust: „Jæja, nú er aumingja karl- inn hann Nobby Clark dáinn. Hann varð bara 76 ára“. „Úr hverju dó hann?“ spui’ði hershöfðinginn. „Eftir stutta legu, stendur hér. Það getur þýtt hvað :scm er. Mér geðjaðist alltaf vel af Nobby — þrátt fyrir allt“, „Þrátt fyrir hvað, sérstak- lega?“ spurði lafði Gallstone áfjáð. „Þú hefur líklega heyrt hvað kom fyrir í Kittapore árið ’96!“ Dolly man það, er það ekki, góða?“ sagði ofurstinn og vék málinu til konu sinnar. „Árið ’96“, sagði lafði'Gall- stone reist, eins og hún v Idi bjóða byrgin hverjum þeim, sem bæri brigður á orð hennar „var eg skólatelpa í Lausanne". „Ætli þú hafir ekki heldur verið í kvennaskóla.“ sagði hershöfðinginn og lét alla hátt- vísi eiga sig. „Við giftumst þó árið ’98 og þá varst þú —“ „Segðu okkur frá Nobby Clark, Georg“, sagði kona hans og sendi bónda sínum reiði- legt augnaráð. „Eg veit ekki hvort það er rétt. Hann getur ekki lengur lýst málinu frá sinni hlið. Og slúðusögur eru alltaf nógar“. „Mér geðjaðist alltaf að hon- um“, sagði lafði Gallstone. „Og eg er viss um það hefur ekki getað verið neitt hræðilegt sem um hann var sagt. Eða var það?“ „Það er eins og á það er litið. Eg hef álitið að þetta væri mest Wainwright gamla að kenna — hann var ofursti þá — og hann hafði kvænst stúlku, sem var 20 árum yngri en hann. Auk þess átti hún alls ekki að vera þarna“. „Vera hvar?“ sagði lafði Gallstone. „Æ, það er líkl. skaðlaust að segja frá því. Wainwright var drepinn 1914 og hún giftist skönunu síðar auðugum Amer- íkumanni — hún er sama sem dauð. Þau búa einhverstaðar úti á heimsenda —■ í Boston eða þar nálægt. „Eftir því sem eg hef heyrt gerðist sagan við tígrisdýra- veiðar, sem furstinn í Kitta- pore stofnaði til. Það var á jólum árið ’96, eða kannske ’97? Var það ekki Daddles?“ „Það held eg, Georg“, sagði hershöfðinginn með dómara- svip. „Þú hefur aldrei á þetta minnst,“ sagði frúin og var heldur grunur í rödd hennar. „Hversvegna?“ „Kæra Júlía. Eg hef aldrei j álitið það hjúskaparskyldu mína að segja þér állar hneyksl- issögur um starfsbræður mína. Og auk þess“ — sagði hers- höfðinginn og vék sér að Bigg- leswade — „finnst mér það illa tilfundið að taka til að segja hneykslissögur um Nobby, þeg- ar hann er varla kaldur í gröf sinni“. „Jú, jú, láttu söguna koma Georg“, sagði lafði Gallstone hvergi smeyk. Þegar Biggleswade fékk þessa uppörfun lét hann ekki á sér standa. „En mundu það“, sagði hann. „Eg álít að þetta hafi verið furstanum að kenna, hvað sem fyrir kom þessa nótt. Hann var svo sem nógu góður náungi — en næturverðirnir hljóta að hafa sofið, annars hefði engum dottið í hug að villast á Nobby og tígrísdýri. Hann var ekki tiger líkur, hann Nobby. En margir, sem þarna voru viðstaddir, héldu því fram að tiger hefði verið á ferli. Og Wainwright gamli fullyrti að svo hefði verið. En eg býst við að hann hafi verið tilneyddur, eins og á stóð. Held- urðu það ekki?“ „Eg veit ekki hvernig á stóð, Georg, svo að eg get ekkert um þetta dæmt,“ sagði lafði Gallstone. „En það verð eg að segja“, mælti hún ennfremur og blés fyrirlitlega, „að eg skil ekki hversvegna Daddles hefur á þessa nótt minnst, þó að við höfum ótal sinnum hitt Nobby og marg sinnis talað um hann.“ „Eg hef sagt allt, sem eg ætla úm það að segja“, sagði bóndi hennar, ,,þú getur skemmt þér við að róta upp i fimmtugum slúðursögum, en eg fer nú og fæ mér te. Eg heyri hringla í bollunum.“ — » 1 Nú þusti allur gestaskarinú til hressinganna og sagan gleýmdist um hríð. Síðan fór hershöfðinginn til Cannes, að því er hann sagði til þess að kaupa sér skóreimar. En í raun- inni fór hann til að spila fjár- hættuspil og tapaði þar tii— finnanlegri upphæð. Þegar hann kom aftur var kona hans að tala við Bigg- leswade. „Eg var að segja henni Júlíu frá dansleiknum þetta kveld í Kittapore“, sagði hann. „Þar var mikið veitt af kampavíni, Kittapore vissi ekki aura sinna tal. En svo virðist sem Nobby hafi dansað hvern dans við Kitty Wainwright og veslings Wainwright beit í skegg sér og varð að láta sem ekkert væri. Kitty hefði átt að kunna sig svo, að dansa við hina karl- mennina líka, því að þarna voru aðeins fáar konur. Finnst þér það ekki, Júlía?“ „Eg var þar ekki, eg veit ekkert hvernig á stóð, segðu meira, Georg.“ „Já, þú varst í skóla, var ekki svo? Jæja, Wainwright varð að láta þetta gott heita, en hefur líklega hugsað sér sem ofursti að gefa undirmanni sínum ofanígjöf daginn eftir. Um miðnætti var hætt að dansa. Konur fóru í tjöld sín, en karlmennirnir fengu sér glas af viskýi. Kitty Wain- wright svaf í tjaldi, að sögn af því, að Wainwright hryti svo mikið. Enginn tók eftir því fyrr en síðar, að Nobby tók ekki þátt í drykkjunni. En hann var Cambridgemaður“. „Hver var Cambridgemað- ur?“ spurði Dolly Biggleswade, sem kominn var í hópinn. „Hann Nobby,“ sagði bóndi hennar. „Eruð þið enn að tala um þessa gömlu slúðursögu? Og hvað kemur það sögunni við hvort Nobby hafði verið við nám i Cambridge?“ spurði Dolly. „Jú, það kemur einmitt sög- unni við, því að Cambridge- menn nota peysur, sem eru gul- ar með svörtum röndum. Og tígrisdýr eru gul með svörtum rákum.“ „Það er Ijótt af þér Georg að vera að róta upp í þessari sögu. nú þegar Nobby er nýdáinn. Eg trúi ekki einu orði af henni,“ Þannig hófst sagan: Eg. þurfti að fara í ferðalag. Aúð- vitað í óstjórnlegum flýtj. Einn, tveir, þrír og ferðataskan er full. Eg er ekki lengi að átta mig á hlutunum og eg hefi sér- staka æfingu í því að taka allt með mér í ferðalög’ sem ég þarf ekki á að halda, en skilja hitt eftir. Annars myndi maður ‘iíka eyðileggja fýidr két á- nægjuna af því að skilja eftir í hótelherberginu sínu handa næsta gesti, tannbursta, sápu, vasaklút, flibbahnappa, greiðu og að sjálfsögðu peningaveskið sitt. Og svo skrifa eg í einum hvelli stutta orðsendingu til þeirra sem heima sitja, hvers- vegna eg fari, hvert eg fari, hvenær megi væijta mín aftur og að klæðskerinn eigi að koma með reikninginn seinna. Eg þarf hvort eð er á pepingunum að. lialda upp í ferðakostnaðinn. LITLA LAIJGARDAeSSA«Ai\: Farmiði í snmarleyíið. Vel að merkja, ferðapening- ar! Eg kom á síðasta augna- bliki að farmiðasölunni og bað um farmiða fram og aftui’ til Dingskirchen. ' „Fjörutíu og sex krónur og fimmtíu aurar,“ sagði maður inn sem er borgað fyrir að taka við borgun. „Gjörið þér svo vel.“ En eg hefði heldur átt að segja: „Éttu skít“, eða „Farðu norð'ur og niður“, því að auð- vitað hafði eg samkvæmt venju skilið peningana eftir heima. Og það var alveg sama hvað ég grpf ,langt; niður,. í undirheimaf buxnavasa minna, að þar var ekkert að finna að undanskildu einni hárspennu (eg botna ekk- ert í því) og einum eldspýtu- stokki. Það var allt og sumt. Það var ekki um það að vill- ast að eldspýtustokkurinn var verðmætasti hluturinn sem eg bar á mér, nýkeyptur, fullur og' hafði ekki verið kveikt á eirmi eldspýtu. „Mér þykir þetta mjög leitt,“ stundi eg upp við farmiðasal- ann, „eg hefi gleymt pening- unum heima, en lítið þér hérna á þenna eldspýtustokk, hann er alveg nýr og ónotaður, eg skal láta yöur hafa hann sem veð.“ Augriaráðið! spm ma'ðurinn sendi mér var blátt áfram ægi- legt. Það var auðséð að hann var ekki neinn mannþekkjari og gerði engan greinarmun á svindlurum og gagnheiðarleg- um mönnum. Eg horfði hvasst og djarf- mannlega á hann. „Berið þér ekkert traust til samborgara yðar? Hafið-þér með. öllu mist trúná á heiðgrléika og skyldu.- rækni, á dyggð og á guð sjálf- an? Vitjið þér —------“ Á ineðan eg hélt þessa ræðu mína, fullur sannfæringar- krafts, hélt hann eldspýtu- stokknum milli fingrana, opn- aði hann upp á grín og lokaði honum svo aftur. Að því búnm leit hann mjög rannsakandi á mig, en í sama bili rann járn- brautarlestin mín inn á stöðina. Eg sannfærðist um það á þessari stundu að eg hefði átt að. gerast (pré(fik^ri, því, gð ÍEarmiðasalinn ljó.maði ýfir, aílt andlitið. „Þetta er í lagi,“ sagði hann og rétti mér farmiðann. Að sjálfsögðu hélt hann Framhald á 7. síðu„

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.