Vísir - 09.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 09.09.1953, Blaðsíða 4
TlSIB Miðvikudaginn 9. $eptember 1953- wlssst D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Páisson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsscn. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁEAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Konur á landsfundi. [m þessar mundir situr á rökstólum hér í bænum tíunaa landsþing Kvenfélagasambands • íslands, og sækja það nokkrir tugir fulltrúa kvenna úr öllum landsfjórðungum. í sambandi þessu eru nú á þriðja liundrað félaga í mörgum héraðasamböndum um land allt, og eru meðlimir innan vé- banda þess um 12 þúsund. Er það ail há félagatala, þegar at- hugað er, hversu margir meðlimir eru í ýmsum öðrum sam- böndum, sem hafa hærra um starfsemi sína en kvenfélögin, því • að þau vinna þjóðnytjastörf sín í kyrrþei, en ekki með , brauki og bramli, eins og oft vill brenna við, þegar hugsjónum er ekki fyrir að fara. Aðalhlutverk kvenfélaganna er að vinna að bættum hag heimilanna, bæði að því er ýmsa verkkunnáttu snertir, svo og að öðru leyti, sem stuðlar að aukinni menningu, og hefur sam- bandið fyrst og fremst unnið að þessu með þvi að styrkja nám- skeið í fatasaum, matreiðslu og á fleiri sviðum, þar sem það getur látið gott af sér leiða. Má geta þess, að sambandið styrkti á annað hundrað námskeið á síðasta ári og sóttu það næstum því þrjú þúsund konur, svo að þau efu mörg heimilin og ein- staklingarnir, sem notið hafa góðs af þessari ágætu starfsemi. Það væri að bera í bakkafullan lækinn, að fara að þylja hér enn það, sem svo oft er sagt um nauðsynina á því, að konan leysi hlutverk sitt vel af hendi á heimilunum, því að hún hafi þar einhverju mikilvægasta starfi þjóðfélagsins að gegna. Þó verður ekki komizt hjá því að drepa á það atriði sem önnur, þegar rætt er um starfsemi samtaka kvenna. Konan er uppal- andi og mótandi þjóðarinnar, því að hún er móðir hennar, og þess vegna er það mikilvægt, hvernig hún innir hlutverk sitt af höndum. Kvenfélögin vinna að því, að húsmóðirin standi sem bezt í stöðu sinni, því að það eru slíkar konur, sem æskan á að taka sér til fyrirmyndar, en ekki þær, er einungis hugsa um að vera tízkubrúður, og halda að lifið sé ekki til annars en að leika sér og drepa tímann með því, sem fánýtt er. Að sjólfsögðu láta ltvenfélögin sig miklu skipta margt annað en það, sem beinlínis lýtur að húsmóðurstörfunum. í rauninni mega þau ekki láta sér neitt mannlegt óviðkomandi, því að allt Bnertir þjóðlífið og athafnir þess konuna að meira eða minna leyti. Öllum stendur mikill stuggur af drykkjuskap æskumanna, og er það ekki að ástæðulausu, og konur geta ekki látið það mál afskiptalaust til lengdar, því að víðast eru þær samvizka heimilanna. Landsfundurinn mun einnig hafa það mál á dag- skrá að þessu sinni, og vísar væntanlega veginn til einhverrar lausnar, sem allir góðir menn geta stutt. Fá vantlamál eru eins alvarleg í dag, og ekkert mun krefjast eins bráðrar og heilladrjúgrar lausnar. En ef ekkert verður gert til þess að sporna við drykkjuskap æskulýðsins, sem nú er að vaxa úr grasi, þá virðist ekki annað framundan, en að áfengisbölið verði enn alvarlegra hér á landi áður en langt líður en það er í dag, því að alltaf munu fleiri ,,nýliðar“ læra drykkjusiðina. Konurnar hafa sýnt við ótal tækifæri, að þær hafa það bolmagn og siðferðisþrek, sem þarf til að lyfta Grett- istökuf. Þess vegna geta þær látið mikið gott af sér leiða á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. íteímsókn að Bessastsli/a. [enn eru ýmsu vanir af íslendingum, þegar þeir hafa hellt • í sig nokkru af „stríðsöli“. Menn gerast þá oft uppivöðslu- samir, svo að friðsömu fólki er varla óhætt í grennd við þá, er þeir fara hamförum, en hingað' til hefur þó forsetinn og Vjú- staður hans fengið áð vera í friði fyrir slíkum skríl, þött ný ,öld sé kannske að renna upp að þessu leyti, samanber atvik þau, sem gerðust að Bessastöðum aðfaranótt sunnudagsins. Að sjálfsögðu hefði samstundis átt að tilkynna um heim- ■ sókn þessa að forsetabústaðnum, svo að hægt væri að hafa hendur í hári rudda þeirra, er þarna voru að verki, og ein- kennilegt athugaleysi er það, að ekki skyldi þegar athugað skrásetningarmerki bifreiðar þeirrar, er kom þar. Enn má spyrja, hvort það hafi ekki verið skylda þ.eirra manna á bif- reiðastöð hér í bæ, er bílþjófarnir höfðu tal af, að tilkynna lögreglunni, að drukknir menn væru þar með bifreið. Hefði alls þessa verið gætt, hefðu mennirhir sennilega náðzt tafar- laUSt . - ■: * ■■» ' :>i-> Annars' virðist ástæða til þess éftir það,, ^em r$ú hpíur , geiiy.t, að vörður sé hafður á Bessastöðum, svo að siöleysingjum haldist ekki uppi að þjóna skrílslund sinni þar. [Margt er shxitjó Westminster Abbey er víða að hruni komin. Westminster Abbey, hin fræga krýningarkirkja Breta, þykir nú orðin svo úr sér geng- in a£ ágangi veðra og vinda um sjö aldir, að brýna nauðsyn ber til að hefjast þegar handa um viðgerðir á henni, ef koma á í veg fyrir, að hún hrynji eða skemmist svo, að ekki verði unnt að gera við hana. Kirkjan var reist um mið- bik þrettándu aldar, og hefur því staðið um sjö aldir. Ekki er þó talið, að kuldi, hiti, régn og vindar hafi megnað að spilla meginþáttum þessarar miklu byggingar. En sótið og efna- fræðilegar verkanir reyks-, gass- og benzín-eims hafa tært steininn svo mjög, að múrtind- ar og brjóstvarnir og höggnar steinmyridir í. bogagöngum og á veggjum eru íai'nar að molna. Nokkur hluti brjóstvarnanna hefir þegar hrunið, en hrunið inn á við, sem betur fer. Ásigkomulagið cr mjög lélegt. Adam Fox, erkidjákni kirkj- unnar, lét svo um mælt nýlega, að sumir hlutar byggingarinn- ar væru svo illa farnir, að hefjast verði handa þegar í stað um viðgerðir, ef ekki eigi að loka þeim. Flestir Bretar munu líta svo á, að vegna þess að byggingin var notuð við hina miklu krýn- ingarviðhöfn, hljóti hún að vera í ágætu ásigkomulagi, en þetta er alrangt, að sögn dr. Fox. Westminster Abbey heyrir beint undir brézku krúnuna og því ekki í lögsögu biskupakirkj- unnar. En þó það myndi raska öllum stjórnarathöfnum Breta, ef kirkjan væri ekki notuð við hin hátíðlegu tækifæri, fær hún ekkert fé frá ríkinu til viðhalds. Verðbólgan kcmur við sögu. Það er eins um Westminster Abbey og aðrar stórkirkjur Bretlands, að í sögu þeirra hafa skipzt á skin og skúrir. Hún hefir hafizt úr örbirgð til auð- legar og aftur sokkið ofan í fá- tækt, eins og hún var á miðöld- um, en verið háð góðgerðastarf- semi almennings og fórnarlund. Verðbólgan, sem spyr ekki um ei'fðavenjur og forna siði hefir valdið því, að 20 þúsund punda framlag árléga, sem kirkjunni var tryggt árið 1869, hrekkur nú varla til reksturs kirkjunnar. Talið er að kirkjan þurfi nú um eina milljón punda (46 millj. kr.) til viðgerðar, en þar hafa Bretar sjálfir lagt fram um þriðjung í heimalandinu. En þegar Montgomerv marskálk- ur kom heim frá Kanada ný- lega tilkynnti hann að ónafn- greindur Kanadamaður hafi heitið 100.000 dollara framlagi til viðreisnarstarfsins. Hinir þykku múrar kirkj- unnar eru þaktir óhreinindum og liturinn ógeðslegur, en yfir- borð þeirra er að flagna, segir dr. Fox, líkast því, sem værí þeir haldnir einhverjum ægileg- um sjúkdómi, en svo er í raun og veru. Einkum eru þeir hlut- ar kirkjunnar, sem hæstir eru, illa farnir. Viðgerðina verða að annast kunnáttumenn, og allt að gera í höndunum. Hún stendur um aldur og ævi. Westminster Abbey er lokuð almenningi nú, nema boga- göngin, en verið er að taka burtu pallanna og sætin, sem sérstaklega var komið fyrir vegna krýningarinnar. Flestir Bretar munu líta svo á, að óhugsandi sé með öllu, að kirkjan standi ekki þarna um aldur og ævi, svo nátengd sem hún er sögu Englands. Kap- ellur hennar og súlnagöng hafa verið öpin forfeðrum þeirra og verða opin börnum þeirra og barnabörnum, sem þangað geta sótt vitneskjuna um mikilleik föðurlands þeirra, en þar geta þau bezt skynjað sögu þjóðar sinnar og það, sem gerir Eng- lendinginn svo enskan. En ef ekkert verður að gert eru horf- ur á, að kynslóð sú, sem nú er uppi, verði hin síðasta sem lit- ið getur hina frægu kirkju, áð- urn'hún verður rústir einar. Miðvikudaginn 2. þ. m. and- aðist að heimili sinu hinn kunni merkismaður Eggert Magnús- son,. gullsmiður, að Tjaldanesi í Dölum ves.tur, 87 ára að aldri. Fullyrða má, að Eggeit væri af traustum stofnum kominn; sonur heiðurshjónanna Magn- úsar fræðimanns og hrepps- stjóra Jónssonar í Tjaldanesi Ormssonar frá Kleifum í Gils- firði, og Ólafar Guðlaugsdóttur Sigurðssonar prests að Rauða- mel á Snæfellsnesi. Eggert heitinn var lands- kunnur maður, og því ekki þörf að fjölyrða um hann. Gu-llsmíðar og* dýa-alækning- ar stundaði;hann árum' sariian, osr þótti taka öðrum fram í þeim efnum. Þá gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum fyrir hérað sitt, svo sem hreppsnefndar- og’ sólcnarnefndarstörfum um margra ára skeið. Eggert var traustur og áhu.gasamur sjálf- stæðismaður, og er því nú skarð fyrir skildi, vegna fráfalls hans. Dóttir hans, Hildur í Tjalda- nesi, frændur, vinir og sam- ferðamenn, kveðja hann nú með trega í hinzta sinn og þakka heiðursmanninum samstarf og samfylgd liðinna ára, sem margir munu minnast með vel- vilja, samúð og þakklæti. Kæri < frændi, • sjálfur hefur ■þú' réist' ■ i þér11:' óbí’Otgj'arn&if bautastein með hinni fögru og fáguðu framkomu þinni, og Fólk, scm garða hefur i ná- grenni bæjarins, er nú fai’ið að taka upp úr þeim og virðist kar- töfluuppskeran ætla að vcrða nieð bezta móti. Hef ég þegar lieyrt marga segja úm garða sina, að upþskeran sé betri nú en um ‘ mörg undanfarin ár. Kunningi minn, Ágúst Fr. Guðmundsson skósmiður, hringdi til mín í gær og sagði mér frá því, að liann liefði fengið 2,2 kg. undan einu grasi. Það er góð uppskera. Ef gert er ráð fyrir venjulegri út- sæðiskartöflu um 60 grömm, hef- ur nþpskeran verið 37-föld og mýridi það vera mikil uppskera, ef allur garðurinn væri eins. Garð ur Ágústs er í Kririglumýri. Erfitt um gcymslu. En verði kartöfluuppskeran víða góð, er hætt við að erfitt verði um geymslu, einkum þegar bann hefur verið lagt við þvi að flytja kartöflur til geymslu i Jarðhúsunum af liættu við út- breiðslu kartöfluveikinnar, er hnúðonnurinn orsakar. En þessi varúðarráðstöfun þarf væntan- lega ekki að vera lengi i gildi, og öllum mun þó þykja liún sjálf- sögð, þar sem um er að gera að stemma stigu við útbreiðslu þessa liættulcga vágests. Þó mun engin hætta að nota sýktar kartöflur til neyzlu, því að hnúðormurinn mun ekki hættulegur mönnum. Vaxandi garðrækt. Það ánægjulegt til þess að vita, live garðræktin hefur farið í vöxt hjá bæjarbúum, enda ekki litill sparnaður fyrir heimilin að eiga garðholu, þar sem liægt er að rækta kartöflur og annað græn- meti til heimilis. Margir munu lika svo vel settir, að þeir þurfa ekki að kaupa eina kartöflu allan veturinn og er það vel. Bæjar- yfirvöldin hafa líka sýnt mikinn skilning á óskum íbúanna að eiga. sér garð, og látið aukið landrými undir matjurtagarða, og að öðru íeyti búið i haginn fyrir almenn- ing. Hugljúf kvikmynd. Um þessar mundir sýnir Nýja Bió frábæra kvikmynd, sem óliæit er að mæla með. Eg man ekki, að eg hafi í annan tíma verið jafn ánægður, er eg kom út úr kvik- myndahúsi og er eg hafði séð mynd þessa. Myndin er trúarlegs eðlis, en sett á svið á einhvern svo skemmtilegan og hlýlegan liátt, að liún skipar sérstöðu með- al kvilunynda. Reyndar er mýnd- in verðlaunamynd, því að hún hcfur lilolið Osear verðlaunin, scm eru alltaf trygging fyrir á- gæti myndai’. Myndin hefur ver- ið nefnd „Leiðin til jötunnar“, cn gæti alveg eins verið nefnd „Hug- r.aklcar nunnur“ eða jafnvel „Kát- ar nunnur". Efni myndarinnar cr erfitt a ðrekja i stuttu máli, en vilji merin njóta ánségjulegrar kvöldstundar ræð eg þeim til að sjá myndina. — kr. eins og hin fornu Hávamál segja: Deyr fé, deyja frændr, de.yr sjálfr et sama. En orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðap of getr. jf* Guð ■ blessi heimkomu þína tiT ^só'lárlandanna, kæri’ ifrændi: niinn. Árni Ketilbjarnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.