Vísir - 09.09.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 09.09.1953, Blaðsíða 7
TlSIS f Miðvikudágiiin 9. september 1953. WWU^ftíWVWWWWWWUWltfWUW^%/WWWyÚV'AiWWWWV UneifkMi í 34 Marseilies vitir EMILE ZOJLÆ ?UUVVI«VUVJVWVVUVft(WUVVUWJVUWWWWVSflíWV' FUWUWWÍ sagt henni frá þessum gamla presti. Iienni fannst liún þekkja bæði hann og alúð hans og fórnfýsi, án þess að hafa séð hann. Hver veit nema hann gæti gefið henni einhver góð ráð? Hún hitti hann heima hjá systur hans, gömlu, lúnu konunni. Nú sagði hún honum frá öUum' sínum raunum og skýrði honum með fáum orðum frá erindi sínu til Marseille. Presturinn hlust- aði og það var auðséð að hann komst við. — Það er forsjónin sem hefur sent yður hingað, sagði hann. — Þegar svona stendur á held eg að eg geti forsvarað að segja frá leyndarmáli, sem mér hefur verið trúað fyrir. Ungfrú Blanche er ekki að heiman og ekki í ferðalagi. Frændi hennar vildi koma henni eitthvað á burt héðan. En eins og á stóð gat hann ekki haft hana með sér til Parísar. Þess vegna leigði hann lítið hús handa henni í Saint-Henri. Og þar er hún ásamt kennslukonu sinni. Herra de Cazalis, sem sýnir mér þann heið- ur að vera velviljaður mér þessa stundina, hefur skipað mér að heimsækja hana svo oft sem eg á hægt með. Hann hefur líka falið mér öll völd yfir henni. Langar yður til þess að eg fari með yður og hitti aumingja barnið? Eg' þykist mega segja að yður muni finnast hún mikið breytt og- óhugnanlega mædd. Fine tók boðinu með fögnuði. Þegar Blanche sá blómastúlk- una fölnaði hún og fór að gráta. Gráturinn var stríður og beizk- ur. Hún var með bláar rákir undir augunum, varirnar voru lit- lausar og kinnarnar gular eins og vax. Það var auðséð að hjarta hennar og samvizka höfðu gex-t uppreisn. Að þau höfðu hi’ópað og þetta hrbp hafði eytt öllu hiki hjá henni. Fine sagði henni nærfærnisiega frá hversvegna hún væri þarna komin. Hún reyndi blítt og innilega að gera Blanche skiljanlegt, að hún væri sú eina sem gæti — ef til vill — bjargað Philippe frá auðmýkingunni. Blanche stóð upp og sagði með óstyrkri rödd: — Eg er reiðu- búin. Þá mátt skipa mér fyrir verkum! — Það er ágætt, flýtti Fine sér að svara. — Þér verðið að hjálpa mér við þetta. Eg er viss um að það er á yðar valdi að fá frest .... ef þér reynið það. Chastanier ábóti tók fram í: — En ungfrú Blanche má ekki fara ein til Aix. Eg vei-ð að fylgja henni. Eg þekki herra de Cazalis. Ef hann frétti af þessu ferðalagi — og það gerir hann óhjákvæmilega — mundi hann bera á mig hræðilegar sakir. En það skiptir engu máli. Eg skal bera ábyrgðina á þessu, því að eg er sannfærður um að eg er að gera skyldu mína! Eftir að Fine hafði fengið samþykki þeirra beggja rak hún svo mikið á eftir þeim að þau gátu lítinn undirbúning haft undir fei-ðina. Hún varð þeim samferða inn í Marseille, ýtti þeim inn í póstvagninn og fór með þeim til Aix. Daginn eftir vax-ð Blanche að fara til dómarans, sem hafði kveðið upp dóminn yfir Philippe. Þegar Fine hafði lokið sögu sinni kyssti Maríus hana fast á báðar kinnarnar. Og þá roðnaði þessi unga hispurslaus telpa eins og rós. XIX. ERESTUK. Fine fór á gistihúsið til Blanche og Chastaniers ábóta snemma morguninn eftir. Hana langaði til að verða þeim samfei-ða heim að húsdyrum hjá dómaranum til að heyra úrslitin sem allra fyrst. Maríus sem fann að ungfrú de Cazalis mundi þykja ó- þægilegt að hann væri nærri, ráfaði um torgið eins og sál í hreinsunareldi. Hann þoi'ði ekki annað en vera í fjarska er hann fylgdist með ferð stúlknanna Qg prestsins. Þegar þessir þrír um- sækjendur réttlætisins komu að húsdyrunmn varð Fine eftir fyrir utan. Hún benti Maríusi að koma til sín. Og svo biðu þau, — án þess að segja nokkurt orð. Ólgandi af eftirvæntingu. Þegar dómarinn sá Blanche sárvorkenndi hann henni. Honum varð allt í einu ljóst að það var hún, sem hafði orðið verst úti í þessu óheillamáli. Aumiixgja barnið gat ekki komið upp nokki-u orði. Undir eins og hún reyndi að segja eitthvað fór hún að hágráta. Og öll framkoma hénpar vaf sárari bæn um miskunn ep nokkurt oi'ð hennar hefði getað verið. Það lenti því á Chast- anier ábóta að skýra frá hvers vegna þau væru þarna komin og hvað ei'indið væri. — Herra minn, sagði hann við dómarann. — Við komum ■ hingað sem betlarar. Ungfrú de Cazalis er gei;samlega lömuð eftir þessa ógæfu sem hún hefur ox-ðið fyrir. Hún biður yður um miskunn — u.m að henni verði hlíft við fi-ekari auðmýkingu. amieurop xg.mds (.jout je'Bgajuigp ixcj girf giijsp s.toaxj ug; — hrærður. — Við biðjum yður að afstýra í-éttarmorði — ef mögulegt er. Philippe Cayol hefur verið dæmdur til að standa í gapastokki. En 'sú refsing lendir ékki á honum einum! Það er .fléirá érí éitt fórnarlamb sem verður hlekkjað við þann gapastokk: vesalings, grátandi bam, sem nú kemur til að grátbæna yður um miskunn. Þ'ér skiljið þetta, er ekki svo? Óp og foi-mælingar skrílsins bitna á ungfrú de Cazalis. Skríllinn treður hana niður í skítinn. Nafn hennar verður bitbein haturs og foi-mæliriga lægstu stéttanna. Dómarinn virtist hafa komist við. Hann sat þegjandi um stund. Svo var eins og honum dytti allt í einu eitthvað í hug og hann spurði: — Er það herra de Cazalis, sem hefur sent ykkur hingað? Veit hann um þetta spor sem þið eruð að stíga? — Nei, svaraði presturinn virðulega. — Hann veit ekki að við erum hérna. Margir eru svo haldnir af áhugamálum sínum og ástríðum að þeir finna ekki að þeir berast sjálfir með þeiri-a. straum, út af þrönga veginum og missa alla dómgreind. Það er hugsanlegt að við breytum þveröfugt við það sem herra de Caz- alis vill, þegar við komum hingað til yðar og biðjum yður um að breyta úrskurði yðar. En manngæzka og réttlæti er hærra sett en mannlegar girndir og völd. Þess vegna er eg ekkert hræddur núna, er eg fer út fyrir svið míns heilaga embættis með því að biðja yður um að vera góður maður og réttlátur. — Eg held að þér hafið rétt fyrir yður, herra ábóti, svaraði dómarinn. — Eg skil hvað hefur knúð yður hingað, og eins og þér munuð sjá, hafa orð yðar haft djúp áhrif á mig. En vandinn er sá að eg get ekki afstýrt refsingunni. Það er ekki á mínu valdi að milda dóm, sem kviðdómur hefur kveðið upp. Blanche spennti greipar: — Herra dómari, sagði hún kjökrandi. — Eg veit ekki hvað þér hafið vald til að gera fyrir mig, en eg bið yður af öllu hjarta Þýzkir og tékkneskir máliiingarpenslar nýkomnir. Regnboginn Laugaveg 62. — Sími 3858. 9 Plast-gólfdúkur ínjög sterkur, hentugur á stiga, ganga, eldhús, skrifstofur og verzlanir, i mörgum litum fyrirliggjandi. Regnboginn, Laugaveg 62. — Sími 3858. A IkvHMwöIkitmiti Bófi æddi inn í di-ykkjustofu í Kanada, veifaði byssunni, skaut á báða bóga og hrópaði; „Hypjið ykkur út, allir helv. halanegi-arnir“. Allir flýðu sem fætur toguðu .nema Englendingur einn. Hann stóð við skenkinn og drakk úr glasi sínu, hinn rólegasti. ,,Nú, nú,“ sagði bófinn í hót- unarrómi og veifaði byssunni. „Þeir voru nokkuð margir,“ sagði Englendingurinn. „Fannst yður það ekki?“ • Lítil bláéyg .stúlka hélt á nokkrum fíflum í annari hendi og leiddi með hinni dreng, sem Var á stærð við hana' sjálfa. Það var nokkur umferð og þau báðu mann, sem var á gangi' að fylgja sér yfir götuha. „Þetta er vinur minn,“ s.agði litia. telp- an og brbsti. „Hvað er þetta,“ sagði fylgd- armaðurinn og lézt vera hissa: „Á eg að trúa því að þú svona falleg, lítil stúlka eigir bara einn vin?“ Litla stúlkan varð dálítið hugsandi yfir þessu og sagði svo: „Það var nú bara fyrsti skóladágúfinn minn í dag.“ • „Hafið þér fengist mikið við fílaveiðar?“ spurði nýkominh maður félaga sinn í frumskóg- um Afríku. ,,Nei,“ svaraði hinn. „Eigin- lega fór eg hingað til þess að safna fiðrildum, en svo týndi eg gleraugunum mínum.“ Cinu Mmi Fyrirspurn. Eftirfarndi fyrirspurn frá verzlunarmanni birtist í Vísi fyrir 35 árum: „Hvenær verður farið að framfylgja lögum þeim, er samþykkt voi-u á síðasta rétta þingi um að loka búðum kl. 7 að kvöldi? — í miðbænum virðist svo sem því sé í flestum búðum framfylgt, en í upp-. bænum alls ekki.“ Vegarbót á Laugaveginum. Og svo er hér frétt úf sama blaði um viðgérðir á Lauga- veginum: „Vegarbót er verið að gera innarlega á Laugaveg- inum, og verður henni haldið áfram inn undir nýja Hafnar- fjarðarveginn. Hún er í því fólgin, að vegurinn er lagður smáhnullungum, sem grjót- mulningi er stráð yfir, og hon- um síðan þjappað niður með nýja götuvaltaranurn, sem landssjóður fékk frá Vestur- heimi í sumar. Vegur þessi verð ur bæði betri og traustari en aðrir akvegir hér á landi.“ f»jjaíi er til margra hluía ^ityísantt. Borðdúkar úr þjáli (plastik) eru vel feunnir hér nú orðið. Þeir eru einkar þokkalegir og spara mikinn þvott á hvítum borðdúkum. Til eru þær hús-i mæður, sem nota slíka dúka eingöngu á matborðið og sleppa því alveg að hafa venjulegan matardúk undir. — Glugga- tjöld í baðherbergi og eldhúsi er líka hentugt að hafa úr þjáli, það er svo auðgert að strjúka af því rykið. Nú hefur það verið tekið upp' sumstaðar, helzt í Ameríku, að gera hlífar úr þjáli fyrir hús- gögnin, svo sem hægindastóla og sófa. Þetta eru nokkurskonar. j ytri flíkur á húsgögnin, sem eru sniðnar eftir stólum og sófum, saumaðar saman, og dregnay yfir húsgögnin. Helzt er þetta notað hjá barnafólki, því að vitanlegt er, áð fingurnir litlií eru óft óhreinir, svo er líkaí skriðið upp í hægindastóla ogj sófa með skó á fótum, sem eru kannske ekki alveg hreinir. i Svona þjálhlífar eða yfir-« hafnir á húsgögnin eru kannska ekki til prýði, en hentugt má þetta þykja og auðvelt er að strjúka af þessu alla bletti ogj óhreinindi. Sumar konur færa’ húsgögnin í þetta er þær fara burt til sumarvistar í sveitinnú Þeim finnst það þægilegra ea að leita uppi gömul lök eða sængurver til þess að verja hús- gögnin ryki meðan þær eru að heiman. Og svona hlífar getur hver kona saumað sjálf, geti hún eitthvað saumað á annað borð. Og ætíð mundi það hentugt að binda svona hlífar á stóla þá sem börnin nota við borð, a. nu. k. ef þeir eru með þokkalegu húsgagnaáklæði. Spell unnin í nýbyggingu. Um helgina var framið iíin- brot í stórhýsi SÍS, sem það hefur í smíðum inni á Kirkju- sandi og er fyrirhugað sem mat vælageymsla. Ekki varð séð að neinu hafi verið stolið, sem nokkru nam, en þeim mun meiri spell unnin. Höfðu verið brotnir upp verk- færakistur í húsinu og sömu- leiðis var náð í málningu og henni atað víðs vegar um veggi, borð og gólf. Ýms fleiri skemmd arverk höfðu verið unnin. — f gærmorgun var lögreglan búin að handsama stráklinga á aldr- inum 12-—13 ára, sem taldir voru eiga. sök á innbi-otinu og spellvirkjunum. í fyrrakvöld var brotizt inn i Hattataúðina „Huld“ í Kirkju- stræti 4 og stoljð þaðan 50 kr. í peningum og nokkrum litlum skrautmunum.iEkki varð séð að öðru hafi véfið stolið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.