Vísir - 16.09.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 16.09.1953, Blaðsíða 2
I VÍSIB Miðvikudaginn 16. september 1953 ftfinrBÍshlað atmennings. Miðvikudagui', 16. sept. — 259. dagur ársins. Flóð í Reykjavík verður næst kl. 23.55. Ljósatími bifreiða og annarra ökuækja er frá kl. 20,50—5.20. Næturlæknir er í Slysavarnastofunni. — Sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. — Sími 1911. Lögregluvarðstofan hefir síma 1166. Slökkvistöðin hefir síma 1100. Rafmagnstakmörkun verður í Reykjavík á morgun, fimmtudag í 1. hverfi kl. 10.45 —12.30. K. F. U. M. Biblíulestrarefni: I. Tím. 4, Æska og elli. Útvarpið í kvöld: 20.30 Útvarpssagan: „Flóðið mikla“ eftir Louis Bromfield; XXIII (Loftur Guðmundsson rithöfundur). 21.00 Kórsöngur: Karlakórinn „Finlandia11 syng- ur (plötur). 21.20 Samtalsþátt- ur: Jón Þórarinsson ræðir við áttræðan nótnasafnara og fræðaþul, Þorstein Konráðsson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. 21.45 Tónleikar (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dans- og dægurlög (plötur) til kl. 22.30. Nýir kaupendur. Þeir, sem ætla að gerast á- skrifendur Vísis, þurfa ekki annað en að síma til afgreiðsl- tunar — sími 1660 — eða tala ■við útburðarbörnin og tilkynna nafn og heimUisfang. — Vísir er ódýrasta dagblaðið. Náttúrugripasafnið er opið suxmudaga kl. 13.30—15.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum &lð 11.00—15.00. WWWI HwAAqáta Ht. 2012 1 J 4 3 Á 1 t. f 9 8 «1 »o »1 n. 13 N ■ lb 17 ■ Lárétt: 1 Hress, 3 óvenjulegt bæjarnafn, 5 á reikningum, 6 fangamark, 7 á 'fæti, 8 innsigli, 10 forréttindastétt, 12 himin- tungl, 14 forfaðir, 15 frost- skemmd, 17 atvo., 18 útlendur. Lóðrétt: 1 Hróps, 2 sviptur, 3 skipa, 4 úrgangurinn, 6 keyra, 9 kirkjufélag, 11 mjög, 13 tíndi, 16 fangamark. Lausn á krossgátu nr. 2011: Lárétt: 1 Góa, 3 AGE, 5 AP, 6 BT, 7 hal, 8 la, 10 koss, 12 Inn, 14 TTT, 15 dós, 17 ÓÓ, 18 Jcannað. Lóðrétt: 1 Galli, 2 óp, 3 at- lot, 4 eldstó, 6 bak, 9 anda, 11 filóð, 13 nón, 16 SN, , ■vwyw www wvwv BÆJAR- ww*ws frntti F*BYoaiN«u«sJ' wvvuv WWW f íAWUVWWVV UWWW . WWWWVWw «pwaw^vwíw^w^wpvWrwWw/vwvv%<vw/WiVwvwXrfV'Wawvwrw*w." WWVVWAfti*ii% ÍWwvwwvwv wvwrvvvwvw /uvwyvwwv "^wvvvvvvwpvvwvvvvwwrfvvvwrvvvvvwffjvvwvvvw^wvw A^AAiWlAVl.VWWWMWAWVVV^'VVWWJVW^ - WVWW Læknablaðið, 10. tölublað, 37. árg'angus er. komið út og flytur, að þessu sinni erindi eftir Pétur Jakobs- son um greiningu krabbameins í leghálsi. Erindi þetta var flutt á fundi Læknafélags Reykjavíkur í maí síðastliðnum. Þjóðleikhúsið sýnir gamanleikinn „Koss í kaupbæti“ í kvöld, og er það fyrsta sýningin á þessu hausti. Þetta er talið ljómandi skemmtilegt leikrit af þeim, sem séð hafa, og einl-cum mun leikur Herdísar Þorvaldsdóttur hafa vakið mikla athygli. Prentun nýju símaskrárinnar er nú haf- in. Hefir ritstjóm skrárinnar því auglýst, að ekki sé unnt að taka við fleiri breytingum í skrána. Sýning Flugmálafélagsins á Reykjavíkurflugvelli ér opin kl. 5—11 síðdegis. Ekið er inn „Suðurpólamegin“. Á barnaleikvelli við Sólvallagötu hefir það oft borið við, að drengir hafa verið á reiðhjóli innan um minni börn, sem leika sér í rólum og á annan hátt. Af þessu getur skiljanlega verið nokkur hætta, en hins vegar getur konan, sem annast eftirlit á vellinum, ekki haft hemil á þessu, því að hún hefir í mörg horn að líta. Verð- ur hún engan veginn sökuð um þetta, en Vísi hefir verið bent á að koma þessu á framfæri við hlutaðeigandi, að þeir brýni fyrir börnum, að vera ekki á reiðhjóli þarna á vellinum. Menntamálaráðuneytið hefir lagt til, að Guðmundi Pálssyni verði veittur styrkur, s. kr. 3500, er sænska ríkis- stjórnin veitir íslendingi til há- skólanáms í Svíþjóð á vetri komandi. Guðmundur nemur eðlisfræði við Kgl. Tekniska Högskolan í Stokkhólmi. Málfundafélagi Óðinn. Skrifstofa félagsins er opin á föstudagskvöldum frá kl. 8— 10, sími 7103. Stjórn Óðins er þá til viðtals við félagsmenn, og gjaldkeri tekur við ársgjöldum félaga. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss er á Akranesi, fer þaðan til Hafnar- fjarðar. Dettifoss fór frá Rvík í fyrradag til Hamborgar og Leningrad. Goðafoss er í Rvík. Gullfoss fór frá Leith í gær til Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá New Yorlc 10. þ. m. til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Antwerpen í gærkvöld til Rotterdam, Hamborgar og Gautaborgar. Selfoss er í Rvík. Tröllafoss er í New York. Ríkisskip: Hekla er í Rvík. Esja er á Vestfjörðum á suður- leið. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er á Húnaflóa á vesturleið. Þyrill er í Hvalfirði. Skaftfellingur fór frá Reykja- vík í gærkvöld til Vestmanna- eyja. Skip SÍS: Hvassafell fer frá Keflavík í dag áleiðis til Ólafs- fjarðar, lestar síld. Arnarfell fór frá Kotka 14. þ. m. áleiðis til Reyðarfjarðar. Jökulfell fór frá Gdynia í gær áleiðis til Hamborgar, væntanlegt þang- að í kvöld. Dísarfell losar tunn- ur í Reykjavík. Bláfell fór frá Kotka 11. þ. m. áleiðis til fs- lands. Tveir togarar lönduðu í Þýzkalandi í gær og- í fyrradag, og erú það fyrstu fisksölurnar héðan á þessu ári. Jón forseti seldi í Cuxhaven á mánudaginn 246 tonn fyrir 122.500 mörk eða 474 þús. ísl. kr. Eru þetta mjög góðar sölur, og mun hærri en fyrstu ísfisk- sölurnar voru í fyrra. Tveir aðrir togarar héðan munu sélja í Þýzkalandi í þessari viku, þeir B.uiad >lnV '‘.mqeqpieyj; So qnp eru nú margir togarar á fisk- veiðum fyrir Þýzkalandsmark- að, eins og getið var í Vísi í gær. Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Saumanámskeið félagsins byrja mánudaginn 21. sept. í Borgartúni 7, kl. 8 e. h. Nánari Úppl. í síma 1810 og 5236. Stjörnubíó sýnir þessi kvöldin kvikm. Nautabaninn. Þar er sýnt raun- verulegt nautaat. Myndin er tekin í Mexico og leikin af mexikönskum leikui-um, en Columbia lét gera myndina. Herbergi óskast Einhleypur maður í fastri atvinnu óskar eftir herbergi, helzt í vesturbænum. Uppl. í sima 3651. Pappírspokagerðin h.f. Vftastíff 3. dlltk.pappirspok*!$ Til sölu nýr amerískur sWagger, nr. 18. Drapplitur, vatteraður. Uppl. í síma 3334 eftir kl. 6 í kvöld og næstu kvöld. — M&s'bergi Úsiit&si fyrir reglusaman háskóla- stúdent, sem næst háskólan- um. Upplýsingar í síma 6319. Umg hjfón óska eftir stórri stofu með aðgangi að eldunarplássi. — Húshjálp kemur til greina. (2—3 þúsúnd fyrirfram- greiðsla). Sími 3817. BlóSmör, lifrarpylsa, soém svso. syi&d/vsxm Bersstaðastræti 37. símar 4240, 6723. Bræðraborgarstíg 5, sími 81240. Diikakjöt, nýtt, léttsaltað. Kjötbúðin Borg Laugaveg 78, sími 1636. Heitur blóðmör og Sifrarpylsa daglega. Kjöt & fiskur (Horni Baldursgötu og Þórs- götu). Sími 3828, 4764. Ný siátrað cfilkakj’öt og grænmeti. Matardeildin Hafnarstræti 5, sími 1211. Nýr silungur alian daginn. Kjotverzlanir Hjaita Lýðssonar h.f. Grettisgötu 64, sími 2667. Hofsvallagötu 16, sími 2373. Létt saitað dilkakjöt Kjöt og Grænmeti Snorrabraut 56, sími 2853, 80253. Nesveg 33, sími 82653. Nýtt og saltað folalda- i kjöt. Vínrabarbari. Tómas Jónsson Laugaveg 2, sími 1112. Laugaveg 32, sími 2112. Nýtt dilkakjöt og aUskonar grænmeti Kjötbúð SólvaUa Sólvallagötu 9, sími 4879. ir Reykvíkingar og aðrir sem vilja láta fjármörk sín koma í Markaskrá Árnessýslu, sem á að fara að prenta, komi þeim til Jóhanns Kristjánssonar, Mávahlíð 12 fyrir októberlok. Böðvar Magnússoti Ráðskona óskast á gott sveitaheimili strax eða fyrsta október. — Má hafa með bam. Upplýs- íngar í síma 5258. Klaufhamrar Ýmsar stærðir, fyrirliggjandi. SKlPAUltitRÐ ! R! KÍSINS Aðvörun Vörur, sem sendast áttu með Skjaldbreið héðan hinn 14. þ.m. til Hólmavíkur, Blönduóss og Skagastrandar, komust ekki með skipinu vegna rúmleysis. Vörurnar verða sendar héðan í kvöld með m.b. Þorsteini, og eru v.qrjusendendur vipsamlega beðnir áð athuga þetta vegna vátryggingar varanna. JL eikmir* JTijssr’ntgrajöiu 5 Gerum við rit- og reikni- vélar. Sækjum, sendum. Fljót og góð afgreiðsla. ATHUGIÐ: Opnum og gerum við peningaskápa og aðrar læsingar. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.