Vísir - 16.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 16.09.1953, Blaðsíða 5
Miðvikudaginh 16. september 1953 . a”W-'1 jg jj| ""'iii 'hmhi—mii'" i ■m •Í'.-V Svisslendin^ar' háfa boðið iitanr'ífeisráðherrúm stórveldanna fjögurra að koma saman til viðræðna í smábænum Lugano í S.-Sviss, og er myndin þaðan, en felldar eru inn í hana myndir ráð- herranna (frá v.): Bidault, DuIIes, Eden og Molotov. ff' Bjarghring kastaS77 tð stjórnarinnar í Iran. En Mossadegh er enn vinsæll, og óvissa um framtíðina. Viðræður hafa verið tíðar að undanförnu inilli Loy Hender- sons sendiherra Bándaríkjanna í Teheran og Fazlollah Zahedis, hins nýja forsætisráðherra Irans. í sendiherraskrifstofu Banda- ríkjanna þar hafa snöggklæddir menn haft nóg að starfa og „legió“ skeyta farið milli Te- heran og Washington. Árangurinn hefur orðið sá, að valdhafarnir í Washington hlupu uppi undir bagga með hinni nýju ríkisstjórn Irans, sem tók við tómum ríkiskassa, er Mossadegh hafði verið hrundið af veldisstóli sínum. Svo bágur er fjárhagur ríkisins og efnahagsástandið hörmulegt, eftir 28 mánaða stjórn Mossa- deghs, að landið þarf 200 millj. dollara á næstu tveim árum. — Er enginn vafi talinn á, að Bandaríkin láti í té þá aðstoð, sem þarf, til þess að koma efnahag landsins á traustan grundvöll, ef áfram horfir svo, að keisaranum og Zahedis tak- ist að halda völdunum. 5 millj. dollara skulda- aukning á mánuði. Á valdatíma Mossadeghs komust ríkisskuldirnar upp i 544 rnillj. dollara og skulda- aukningin nam 5 millj. dollur- um mánaðarlega. Allt var í kalda koli og ríkisstekjurnar höfðu farið hraðminnkandi, enda voru það olíulindirnar, sem færðu Iran aðaltekjurnar, en öll áform Mossadeghs um olíusölu höfðu farið út um þúfur. Naíst samkomulag í olíudeil- unni getur allt farið vel, — en hún er mál, sem íranskir stjórnmálaménn, sem nú fara með völd, þora varla að nefna enn sem komið er. Keisarinn hefur ekki þorað annað en fara vaiiega í sakirnar og kveðið svo að orði, að í því máli hefði engin stefnubreyting orðið. Áður en Bandaríkjastjórn „kastaði björgunarhring“ til Zahedistjórnarinnar ræddi hún málið við brezku stjórnina. Sir Roger Makin sendiherra Breta skildi vel nauðsyn þess, að halda Iran í flokki andkommúnistisku ríkjanna, og lýsti sig því sam- þykkan því f. h. brezku stjórn- arinnar, að aðstoð væri veitt — en ekki í svo stórum stíl, að hin nýja stjórn teldi sig getað frestað lengi að ræða samkomu- lag um olíudeiluna. Mossaclegh vinsæll ehn. En hversu mikill tími er til stefnu? Þannig spurði fyrir skemmstu James Bell, frétta- ritari Time í Teheran. Hann segir, að vinsældir Mossadeghs hafi brá'tt farið að koma i ljós, er byltingarólguna tók að lægja. Hann sagðist ekki hafa rætt við nei'nn, utan ríkisstjórnar og hirðar, sem hallmælti. gamla manninum, sem enn eigi gif- urlegum 1 vinsældum að;; fa.^nbr; sem heiðarlegúrýhúg^aítkúf i einlægúr ættjarðarvinur. Irani, vinveittur Vésturveldun- um, sem gagnrýndi Mossadegh oft, sagði við Bell: „Ýmsir vondir menn höfðu slæm áhrif á Mossadegh svo að hann fór skakkar leiðir, en berið þá sam- an við suma þá, sem fengið hafa sæti í stjórn Zahedis, — og þá kemur í ljós, að þeir voru ekki sem verstir.“ Ýmsir helztu stuðningsmenn Mossadeghs hafa flúið til fjalla og' Tudeh-kommúnistarnir hafa skriðið inn í greni sín. Zahedi hefir upprætt öngþveiti, en á eftir að koma á öryggi. Um framtíðina hefir keisarinn látið beztar vonir í ljós. Og um sjálf- an sig sagði hann, að í flug- vélinni á leið frá Rómaborg til Teheran, hefði sér fundist að hann væri .orðinn „að öðru leyti nýr maður“. Um það ber mönnum saman, að keisarinn eigi líka vinsæld- um að fagna, ekki sízt vegna þeirrar stefnu hans, að skipta jarðeignum krúnunnar milli bænda. ___________ Söfnun RKÍ vegna Grikkja. Skrifstofu Rauða Krossins í Reykjavík hafa nú borist rúm- lega 32 þús. krónur auk all- margra fatagjafa, sem ekki liafa verið metnar í peningum. Af þessari uþphæð nemur framlag frá Rauða kross deild- um úti um land kr. 10.625.00. Frá Akranesdeild kr. 4.580. Frá Sauðárkróksdeild kr. 1.455. Frá Vestmannaeyjadeild kr. 4.590. Samkvæmt lauslegu yfirliti mun nú vera eftir hjá deildun- um u. þ. b. 8 þús. krónur, sem ekki hefir verið skilað. Fyrir helgina bárust skrif- stofunni í Reykjavík m. a. gjafa kr. 850.00 frá starfsfóiki Bún- aðarbankans, frá starfsfólki Landsbankans 500 kr. Enhfremur hefir Sölusam- band ísl. fiskframleiðenda gefið til söfnunarinnar 10 smálestir af saltfiski, sem 'jafngiídir 40 þús. krónum. Farmur þessi verður sendur með fyrsta fisk- flutningaskipi, sem fer beina leið til Grikklands, og mun ræð- ismaður Islands þar sjá um dreifingu fisksins til jarð- skj álftasvæðanna. Söfnuninni lýkur þriðjudag- inn 15. þ. m. og er fólk, sem hefur hugsað sér að láta eitt- hvað af hendi rakna, beðið um að koma því fyrir þann tíma. Skrifstofan í Thoi-valdsens- stræti 6, er opin frá 10—12 og 1—5. Manntjón og meiðsli af völdum eldingar. * Ovenjufegur atburður í Vogum fyrir nær 90 árum. Nýstárlegt stafrófskver. Nýlega er komið á bóka- markað stafrófskver, eða vinnubók í stöfum fyrir byrj- endur, eftir Valdimar Ossurar- son. Kver þetta er með nokkuð nýstárlegu sniði, en í því eru, auk bláðanna, sem stafir og inyndir eru prentaðar á, gegn- sæ blöð, sem ætluð eru til þess að láta barnið teikna í gegn myndir, stafi, orð og annað efni kversins. Stafrófskverið er ætlað ó- læsum börnum fyrsta kennslu- mánuðina eða lengur. Þá eru í því vísur, saga og þula, sem ætluð eru til utanbókarnáms, ef svo sýnist. Sýnist kver þetta vel til þess fallið að kenna yngstu börnunum að lesa og draga til stafs, en myndirnar í kverinu munu þeim þykja skemmtilegar og hvetjandi til þess að reyna sjálf að teikna þær í sambandi við lesturinn. Björt og rúmgóð stofa óskast nú þegar. — Mætti vera í úthverfunum. Reglusemi og góðri um- gengni heitið. Tilboð merkt: „Björt og rúmgóð — 379“ sendist Vísi. Þann 16. marz 1865 lagði Jó- hannes Ólsen í Reykjavík, við níunda mann, í hvössu austan veðri og ískyggilegu útliti á áttrónu skipi áleiðis suður í yoga. Erindið var að flytja mó og fleira sem Jóhannes þurfti með handa útveg' sínum, er hann ætlaði að hafa þar syðra yfir vertíðina. Nokkrir fleiri áttu þar og flutning á, og lögðu þeir til menn að sínum hluta. Þó að veðrið herti til muna, er á daginn leið, svo að lá við roki, náðu þeir félagar samt lendingu heilu og höldnu í Vogum. Morguninn eftir lögðu þeir árla af stað og ætluðu til Reykjavíkur aftur. Var veður- útlit jafnvel enn iskyggilegra en daginn áður, en þó eigi mjög hvasst fram yfir dægramótin. Lóftið var svo gruggað og dimmt yfir, að skipverjar, sem héldu inn með landinu til þess að eiga hægra með að ná landi ef hann gengi til eða hvessti, fengu naumlega grillt landið. Svona héldu þeir nú fram hjá Brunnstaðahverfi og inn Gengið heim að húsinu. Vörin, þar sem þeir lentu, var nálægt í vestur frá bænum, en svo er þar húsaskipan heima hjá Jóni hreppstjóra, að ný- smíðað stofnhús úr timbri er þar vestast húsa. Það var reist sumarið áður, en austur úr því lá timburskúr eða göng til bæj- arhúsanna. Voru tvö standþil á þeim húsum fram á hlaðið og vissu nálega í útnorður eins og norðurgafl timburhússins. Milli þess og bæjarhúsanna var eldhúsið, torfhlaðið, norðan- vert við timburgöngin, en inn í þau mátti og ganga af hlaðinu, og svo þaðan hvort heldur vildi til timburstofu eða baðstofu. Þeir Jóhannes gengu nú beint heim sjávargötuna og nánm staðar þarna fyrir norðan timb- urhússgaflinn, en færðust held- ur undan að fara úr skinnklæð- um og setjast inn, af því þeir vonuðu að bráðlega myndi rofa til eftir élið og þeim verða fært- að leggja af stað aftur. Jón Er- lendsson kvaðst þá að minnstá kosti mundu sækja þeim með Vatnslevsuströnd; hvessti brennivín til hressingar, sneeri hann þá heldur og dró upp enn meiri sorta. Vindur vár þá aust- anstæður. Jóhannesi þótti, er hér var komið, ráð að taka land og biðdoka heldur við og sjá hvernig réðist. Reru þeir upp í Auðna-varir og settu upp skip- ið í rykk, því nægur mannsöfn- uður var þar fyrir. Var klukkan þá nálega 8 að morgni. Jón hreppstjóri Erlendsson á Auðnum bauð þá skipverjum heim til þess áð þiggja hress- ingu, og varð það úr, þó að Jó- hannes ráðgerði að leggja af stað stráx og upp rofaði eftir éi það sem að gekk. að svo búnu frá þeim og inn í geymsluhús nokkru nær sjón- um. í þenna mund var loftsort- inn hvað rnestur og élið sem dimmast. Eldingii slær niður. Og nú er þeir stóðu þarna rétt hver hjá öðrum, laust. skyndilega niður eldingu og varpaði þeim öllum til jarðar, níu saman, og mistu þeir með- vitund. Segir ekki af þeim fyrr en sá fyrsti, Þórður Torfason frá Vig- fúsarkoti, raknaði úr rotinu, spratt á fætur og svipaðist um. Sá hann félaga sína alla liggj- andi í einni kös, sem liðnir væru. Þreif Þórður fyrst til for- mannsins, Jóhannesar Olsen, tók hann í fang sér sem fis væri og bar hann upp í rúm inni i bæ. Sagði Þórður sjálfur síðar svo frá að honum hafi fundizt hann verða ofsterkur á þéirri stund er hann raknaði til með- vitundar og sá félaga sína alla ______i við hlið sér. Tveir voru 'þegar dauðir. Jóhannes lá fulla klukku- stund í rotinu og raknaði eigi við fyrr en um dagmál. Hann var skemmdur af bruna elding- arinnar bæði á vinstra auga og annarri hendi. Tveir háseta hans höfðu kastazt langa leið' og ofan á unglingspilt, Jóhann Árnason frá Melstað, er staðið hafði drjúgan spöl frá þeim við norðaústurhorn húss-ins. Lágu þeir þar í kös og fullorðnu mennirnir báðir lostnir til , svo að með hvorugum Framhald á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.