Vísir - 17.09.1953, Síða 1

Vísir - 17.09.1953, Síða 1
/ VI 1» v 4 S. árg. wimmmm Fimmtudaginn 17. september 1953 211. tbf. Saltað í 161,738 tn. norðanlands og í 32,973 af Faxasíld. * Agæt «ldveiði 200 mílui* an.stur Frá Vestinannaej)niii: hai'i. í síðastliðinni viku var salt- i að í 3171 tunnu norðanlands, og nemur heildarsöltunin áj Norðanlandssíld þá 161.738 tunnum. Frá því reknetaveiðin hófst í Faxaflóa hefur auk þess ver- ið saltað í 32.972 tunnur hér sunnanlands. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir fékk hjá Fiskifélaginu í morgun, hefur eitthvað lítils liáttar bætzt í söltun frá því um helgi, þar eð margir batar hafa saltað um borð, Vitað er um allmarga báta austur í iiafi, sem fengið hafa góða veiði. Fréttaritari Vísis á Eskifirði símaði í morgun, að bátarnir yrðu að sækja um 200 sjómíl- ur austur í haf, en þar hefur líka verið ágæt veiði að und- anförnu. Þó hefur veiðin verið dálítið misjöfn frá degi til dags. Annan daginn hafa netin ef til vill verið full af síld, en hinn daginn hálftóm: Bátarnir salta allir síldina um borð og kom Víðir frá Eskifirði þangað með 450 tunnur í gær og til Reyð- arfjarðar kom Snæfugl með 26Ö tunnur. Tíðarfar er einmuna gott eystra og afla smábátar vel á fjörðunum, eða allt frá 2—3 skippundum í róðri, og er hvarvetna unnið i frystihús- unum. Á Eskifirði hafa bátar reyht fyrir sér með rækjuveið- ar. Mau-Mau-menn gefast upp. London (AP). — Yfir 20 Mau-Maumenn gáfust upp fyr- ir lögreglu og herliði í Kenya í gær — af frjálsum vilja. Fyrst komu fimm — og veif- uðu trjágreinum yfir höfði sér, en Erskine hershöfðingi hafði boðað, að allir, sem þannig færu að og legðu niður vopn, skyldu sleppa við hegningu. Þessir 5 skýrðu svo frá öðrum, sem vildu gefast upp. 2 meim grunaðir um ölvun við akstur. Grunur féll á tvo menn um Ölvun við akstur í fyrrinótt. í öðru tilfellinu var hringt lögregluvarðstofuna frá Tívoíi og skýrt frá því, að 'ölvaður Íbifreiðíjrstjóri myndi vera þann veginn-að leggja af stað þaðan. Lögreglan fór á staðinn og er hún kom suður að Tívoli fann hún bílinn þar mannl'aus an, bíldyrnar opnar og kveikju lykilinn í lásnum. Var helzt gert ráð fyrir, að bílstjórinn hafi séð þann kost vænztan að hverfa út í myrkrið og láta það gleypa sig. Lögreglan tók bíl hans í vörzlu sína. í hinu tilfellinu féll grunur á ákveðinn. mann, sém var. að aka bíl sínum og talinn var undir áhrifum áfengis. Tók lög reglan hann í vörzlu sína. Didi og Dadi ger&u byhmgu. Yngsta lýðveldi heims- ins er Maldiye-eyjarnar á Indlandshafi. Þar Var stofnað lýðveldi í janúar sl., og var höfðingi eyjarskeggja — Amim Didi — kjörinn for- seti. Fyrir nokkrum dögtun var gerð bylting þar á eyjun- um — óblóðug að vísu — og var forsetinn settur af í skyndingu. Þeir, sem það gerðu, voru varaforsetinn, Ibrahim Mohamed Didi, og pólitískur æsingamaður, Ib- rahim Ali Dadi. Orsök bylt- ingarinnar var ódugur for- setans við að sjá eyjar- skeggjum fyrir matvælum. Miklir skógareldar geisa um þessar mundir í Quebec-fylki í Kanada. Togaraútgerð og mjólkurmál að ríða bæjarstjórnarnieirililutanum að fullu. Brexkur far- þegabíli nær 228 km. hraða. Nýtt hraðamet 1 bifreið- akstri var sett nýlega á salt- sléttunum við Salt Lake City, Utah. Var brezkri bifreið af Nash-Healy gerð ekið með 228 km. hraða á klst., sem er met fyrir farþegabifreið- ar af venjulegum (standard) gerðum. Fyrra hraðamet var sett í Jaguarbifreið, en met hennar var 226 km. á klst. Sundrung upp komin bæði í sam- steypn flokkanna og flokkunum sjálfum. Mikil uppskera í Kanada. Ottawa. — Á þessu ári munu kanadiskir bændur fá aðra mestu uppskeru, sem um getur af hveiti, byggi og rúgi. Á síðasta ári nam hveitiupp- skeran 688 millj. skeppa, en verður á 7. hundrað í ár — en meðaltal síðutsu tíu ára hefir verið 423 millj. skeppa. Und- anfarin þrjú ár hefir uppsker- an verið yfir. 500 millj. skeppa. Þokur valda bílslysum. Þokur orsökuðu um daginu þrjú rnikil bílslys í Bretlandi og biðu 15 manns bana í þeim. Eitt slysið var þannig, að langferðabíll með 41 manns innanborðs lenti í gljúfri í N.- Englandi, og biðu 6 manns bana, en 24 slösuðust mikið. Hinn frægi brezki flugmaður Neville Duke, hefuí af sumum verið kallaður „Kóngur loftsins”. Nýlega setti hann heimsmet í enskri Hawker Hunter þrýstiloftsflugvél, og sést kona hans vera að óska honum til hamingju með sigurinn. Síldarsöhuniii tryggð áfram. Tryggt má nú heita, að grund söltun á Suðvesturlandi í haust. söltun á Suðvesturandi í haust. Undanfarið hefur verið unn- ið að því af Verðlagsráði LÍÚ og Síldarútvegsnefnd að skapa viðunandi verð og starfsgrund- völl miðað við að verð á fersk- síld sé kr. 1.44 pr. kg. eða 160 kr. miðað við uppsaltaða tunnu Með milligöngu Ólafs Thors, sjávarútvegsmálaráðherra, h*f ur nú ríkisstjórnin gert ráð- stafanir til þess að ganga frá þessum málum. Rússar hafa nú ákveðið að taka 40 prósent milli síld með nokkurri verðlækk- un, en slíkt er mjög þýðingar- mikið vegna þess hve sunnan- landssíldin hefur reynzt smá. Nefnd útgerðarmanna og síld- arsaltenda hefur lýst ánægju sinni yfir góðri fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar og Lands- bankans við lausn málsins. Öllum þorra Vestmannaey inga þykis súrt í broti að sjá sina eigin togara bundna við bryggju í allt sumar, en að- komutogara landa á sama tíma í stórum stíl í Eyjum. Hafa báðir Vestmannaeyja- togararnir legið bundnir við bryggjur frá því um miðjan júnímánuð í sumar og sam- kvæmt upplýsingum iia bæjar- stjórnarmeirihlutanum þai á staðnum hefur ' taprekstur þeirra numið um tvær milljónir króna það sem af er þessu ári. Hefur óánægja almennings i Eyjum stöðugt farið vaxandi út af þessum vanrekstri togar- anna, finnst það enda bæjar- smán að sjá þessi öflugu at- vinnutæki bundin við bryggjur og. aðgerðarlaus á sama tíma sem togarar frá öðrum kaup- stöðum og landshlutum Jiaga óhemju björg í bú og glæða. athafnalíf hvers staðar. Ólgan út af þessu hefur orðið til þess að s.l. föstudag sprakk sj álfur Bæj arstj órnarmeirihlut- inn á málinu og er nú allt í óvissu hvað gert verður í þvi. Um helgina lönduðu tveir aðkomutogarar karfa í Eyjum. Voru það Austfirðingur með nokkuð á 4. hundrað lestir og Ingólfur Arnarson með eitt- hvað minni afla. Þriðji togar- inn er væntanlegur til Eyja með karfa á næstunni. En í Vestmannaeyjum er allra hluta vegna óvenju góðar aðstæður til löndunar fisks. Undanfarna daga hafa rek- netabátar frá Vestmannaeyjum Helga Benediktssonar. Þykir mjólkin nær óhæf til neyzlu og mun á næsta bæjárstjórnar- fundi verða borin fram tillaga um það að bærinn taki í eigin hendur mjólkursölu fyrir Mjólkursamsöluna í Reykja- vík. Jafnvel í þessu máli hefúr orðið klofningur í herbúðum bæjarstjórnarmeirihlutans, því áð sundrung er komin upp í herbúðum Framsóknarmanna^ sem að meirihlutanum stendur., Hefur stjórn Framsóknarfélags ins í Eyjum stöðvað útkomu flokksblaðsins undir ritstjórn Helga Benediktssonar og lagt bann við því að hann gæfi það út í nafni flokksins eftirleiðis. Hefur því verið fleygt, manna á meðal, að ráðinn muni verða nýr ritstjóri að blaðinu. Fram- angreind óánægja meðal flokks bræðranna innbyrðis mun sprottin af óvenju illkvitnis- legum skrifum Helga Benedikts sonar út af mjólkurmálunum. . í gær vildi slys til í Eyjum er maður féll af bílpalli. Sá slasaði, Eiríkur Sigurðsson, var fluttur á sjúkrahús til athug- unar og aðgerðar, en lækna® töldu meiðsli hans ekki alvar- legs eðlis. j I „SkipaskttrÍHium' Hornafirii miðar veL Sanddæluskipið Sansu hefir sem kunnugt er unnið að þva að undanförnu að grafa 609 aflað með ágætum vel. Hefur | metra skipaskurð í Hornafirði. og er verkið vel á veg komið. Það hófst hinn 17. ágúst og allt þetta samanlagt orðið tii þess að óvenju fjörugt atvinnu- líf hefur verið í Vestmanna- eyjum síðustu vikurnar, þann- ig að með eindæmum má telja um þetta leyti árs. Er jafnan unnið langt fram á kvöld eins og þegar mest er að gera á vertíðinni. Auk togaramálsins er annað umdeilt mál í Vestmannaeyj- um, en það er mjólkursalan þar í kaupstaðnum, sem verið hefur nú um alllangt skeið í höndum hefur gengið vel. Upphaflega var gert ráð fyrir, að verkið mundi taka 4—6 vikur, og má fullyrða, að það taki eklci lengri tíma, og því gæti jafnvel orðið lokið upp úr mánaðamótunurm Komið hefir til tals að nota uppgröftinn r 'veg út í ey, þar sem olíufélögin hafa olíugeyma sína, en þetta yrði um 300 metra vegur. Þessu máli er haldið vakandi, en engar á- kvarðanir hafa verið teknar. 1 ar. Basel (AP). — Við rætur Mischaubeltinds í Ölpum hafa fundizi tvö lík — af karli og konu. Vo .-u líkin ósködduð að heita má. Þau reyndust af þýzkri konu og leiðsögumanni, sem hröpuðu í jökulsprungu fyrir réttum 16 árum, og hefir kuld inn að sjálfsögðu varið þau rotnun að mestu. Lítill síldarafli hér. Frá fréttaritara Vísis. •’ Akranesi í morgun. Afli reknetabáta er mjög mis jafn. Sumir hafa fengið liti'S sem ekkert seinustu daga. Þó fréttist í morgun, að Svg- rún hefði fengið 120 tn. í nótt, en flest lítið, og sumir ekkert. Smástreymt er og vona rr.enn, að afli glæðist aftur með ,'ræklc andi straum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.