Vísir - 17.09.1953, Page 8
Þeir lem gerast kaajpeodur VfSJS efiior
10. hvers mánaðar fá blaðiS ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1600.
VIBIR
Fimmtudaginn 17. september 1953
VfSIR er ódýrasta blaðið og þó J»a3 £j«l-
breyttasta. — Hringið i sima 1660 og gertet
áskrifendur.
Heknilislausír drykkjumenn so&
úti eia í skúmaskotuiu.
Aðbnð þeirra engu Ibetri en nti-
gangshros«a, segir formaðnr
Áfengisvarnanefndar Rvikur.
„Við ísiendingar höfum sett
okkur sérstök lög um dýra-
verndun, þar sem refsingar og
sektir liggja við illri meðferð
dýranna, en á hinn bóginn höf-
am við látið það viðgangast, að
drykkhneigðir, ólánssamir þjóð
íélagsborgarar, sem hvergi
ðiga höfði sínu að að halla, verði
að hýrast í skúmaskotum eða á
víðavangi, eða í fangahúsi“.
Á þessa leið fórust Oscari
Clausen, formanni Áfengis-
varnanefndar Reykjavíkur orð,
er Vísir átti við hann stutt við-
ial í morgun, en tilefni þess var
bréf, sem Áfengisvarnanefndin
xitaði bæjaryfirvöldunum í
sumar, þar sem skorað var á
jþau að koma á fót næturhæli
iyrir drykkjumenn.
Mál þetta er nú í athugun
bjá borgarlækni og lögreglu-
ítjóra, en Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri hefur tekið vel í
að finna lausn á þessu vanda-
máli.
í fyrrnefndu bréfi er farið
xram á, að komið verði á fót
næturhæli (Asyl) fyrir drykkju
menn, sem hvergi eiga inni,
heldur liggja undir beru lofti
á sumrum en í alls konar
skúmaskotum á vetrum. Þetta
fólk á oftast nær ekki heima í
fangageymslu lögreglunnar
undir lögreglustöðinni, með því
•að hún er einkum til þess ætl-
uð að geyma drukkna menn,
sem ekki geta verið á almanna
færi sökum uppivöðslusemi eða
eru háskalegir sér og öðrum.
í hinu fyrirhugaða nætur-
iiæli er gert ráð fyrir, að hinir
ólánssömu mexm geti fengið
búsnæði yfir nóttina, fengið
bar þrifabað og auk þess heitt
kaffi eða te og brauð, annað-
hvort ókeypis eða við vægu
•verði.
án hefur fjallað um áfengis-
varnamál og er þessu manna
kunnugastur, bendir á, að fyrir
hafi komið, að drykkjumenn
hafi orðið úti í bænum eða
næsta nágrenni hans hin síðari
ár, einmitt vegna þess, að þeir
áttu sér engan sama stað, eins
og gert er ráð fyrir í fyrrnefndu
bréfi áfengisvarnanefndar.
Friðsamir menn, en umkomu
lausir, sem drykkjufýsnin hef-
ur leikið gi'átt, eiga nú engan
samastað, og sýnist sjáfsagt, að
þjóðfélagið láti málið til sín
taka. Að ýmsu leyti eru þeir
verr settir en útigangshross,
segir Oscar Clausen, en eitt-
hvað verður að gera í máJinu,
og þess vegna var fyrrnefnt
bréf skrifað.
Orykkjumenn hafa
urðið úti. ^
Oscar Clausen, sem um mörg
Undanfarið hefur staðið yfir hin árlega flugsýning í Farn-
borough í Englandi. — Þessi mynd er þaðan og sýnir De
Havilland 110, sem var sérstaklega smíðuð fyrir brezka flug-
herinn. Er myndin tekin aftan við vélina.
Hagstæður vöntskipta-
jöfnuður.
Vöruskiptajöfnuður í ágúst
varð hagstæður um 12 millj.
og 325 þús. kr.
Hinsvegar var óhagstæður
viðskiptajöfnuður á tímabilinu
frá ársbyrjun til ágústloka
217.6 millj. kr., en á sama tíma
í fyrra 252 millj. kr. og var því
34.4 millj. kr. lægri en þá.
Útflutningurinn í ágúst nam
75.3 millj. kr. það af er þessu
ári, en innflutningurinn 63.0
millj. kr., mism. 12.3 millj. —
Til samanburðar má geta þess,
að útflutningurinn í ágúst í
fyrra nam 60.1 millj., og inn-
flutningurinn 60.3, mismunur
—í—211 þúsund.
Ef teknir eru mánuðirnir
jan.—ágúst nam útflutningur-
inn í ár 385.6 millj. kr., en inn-
flutningurinn 603.2, og fyrra á
sama tíma : útfl. 348.8 og
innfl. 600.8 millj. kr.
Frá árinu 1946 hefir iðnað-
arframleiðsla Breta aukizt yfir
20%.
F ramhaldsskólakennarar ræJa
áhuga- og hagsmunamái sín.
í ráfti aft stofna sérstakan utanfararsjóé
kennara.
Þing Landssambands fram- , erindi um kennslumál og stöðu
haldsskóla kennara verður sett: kennara í Bandaríkjunum.
n. k. föstudagsmorgun kl. 10 í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Innan vébanda sambandsins
eru kennarar hinna ýrnsu fram-
haldsskóla, aðallega unglinga-,
gagnfræða- og héraðsskóla, sem
eru langfjölmennastir. Ér talið
að nú séu starfandi hér 25 ung-
lirLgaskólar, 6 miðskólar, 8 hér-
aðsgagnfræðaskólar, 15 gagn-
fræðaskólar, 12 húsmæðraskól-
ar og 16 iðnskólar. Flestir iðn-
skólanna em þó enn í deigl-
unni og í-aunverulega aðeins
Iðnskólinn í Reykjavík sem
búinn er að fá fast form. Auk
þessa eru svo ýmsir sérskólar
svo sem Verzlunarskólinn,
Kennaraskólihn o. fl. Hús-
mæðraskólakennarar hafa til
þessa staðið utan samtakanna
en munu nú bætast í hópinn.
Landssamband framhalds-
skólakennara var stofnað 17.
Hverfur til eig-
HHiuHins síns.
I'rii NeLean (Vnd
Sviss.
London (AP). — Brezk kona,
frú McLean, hvarf í gær frá
heimili sínu í Genf, ásamt
þremur börnum sínum.
Maður hennar, sem var
starfsmaður í brezka utanríkis-
ráðuneytinu, hvarf með dul-
arfullum hætti vorið 1951, og
samstarfsmaður hans að nafni
Burgess. Var talið, að þeir
hefðu flúið austur fyrir járn-
tjald.
Frú McLean tjáði móður
,sinni, að hún ætlaði í heimsókn
til vina í Montreux, sem er í
Hálendisieiftaiigw
vísindamanna
gekk aft óskiim.
Leiðangur vísindamanna
þeirra, sem fór inn á hálendi
íslands í s. 1. viku, kom til
Reykjavíkur í fyrrakvöld.
Höfuðtilgangur fararinnar
var, svo sem Vísir hefur áður
skýrt frá, segulmælingar,
þyngdarmælingar og jarðhita-
rannsóknir (í Vonarskarði).
Voru það þeir próf. Trausti
Einarsson, Þorbjörn Sigurgeirs-
son og Baldur Líndál sem önn,-
uðust þessar rannsóknir.
I för með þeim voru m a.
tveir Frakkar sem voru að at-
huga aðstæður og undirbúa
leiðangur franskra vísinda-
manna inn á hálendið að
sumri. Kynntust þeir hálend-
inu ágætlega í för þessari og
aðstæðum öllum og íétu vel
yfir.
Vísir átti í morgun tal viðl
próf. Trausta Einarsson og
sagði hann, að ferðin hafi í
öllu gengið að óskum. Farið var
norður Kjöl, en siðan sveitir
til Bárðardals að haldið var
suður á Sprengisand. Farið var
til Gæsavatna, í Vonarskarð,
Illugaver yfir KöldukvísL og
Tugná og síðan sem- leið lá
hingað til Reykjavíkur. Veður
fengu þeir ágætt, nema dags-
stund í Vonarskarði s. l. láug-
ardag, en þá gerði allmikla
rigningu. Annars var veður-
blíða mikil og stundum hitar
eins og þeir verða mestir. á
sumardegi.
Allar mælingar. athuganir. og
rannsóknir fóru fram ■ sam-
kvæmt áætlun. og fyllilega það.
Um árangur þessara rannsókna
verður þó ekkert fullyrt að svm
stöddu.
Guðmundur Jónasson var
bílstjóri í leiðangrinum.
júní 1948 og er því aðeins 5. ,, ,
ára gamalt. Stefna og starf þess! f^kurra tuga kdometra Jjar
er aðallega tvíþætt. í fyrsta
72 mál tekin á dagskrá
allsherjarþings Sþ.
Hollendingar vii|a láia
endurskoða sáiimálann.
Einkaskeyti frá AP.
N. York í morgun.
Almennar umræður hef jast á
allsherjarþingi Sameinuðu þjóð
anna í dag og er John Foster
Dulles fyrstur á mælendaskrá.
Segja fréttaritarar, að hann
muni koma víða við.
Dagskrárnefnd þingsins sam
þykkti í gær, að taka 72 mál á
dagskrá ,en ályktun nefndar-
innar um þetta verður að leggj
ast fyrir allsherjarþingið til
samþykktar. Meðal þessara
mála eru Kórea og Marokkó.
Rússar og fylgifiskar þeirra
andmæltu nokkrum tillögum,
en fengu engu um þokað í
nefndinni, og var einnig sam-
-þykkt að taka þær á dagskrá.
Ein þeirra er frá Hollending-
um komin um skipun nefndar,
er fjalli um endurskoðun á sátt
mála Sameinuðu þjóðanna. —
Gladwyn Jebb, fulltrúi Breta,
kvaðst ekki skilja andspyrnu
Rússa, því að ekki ætti að saka
þótt þessi mál væri athuguð.
Rússar lýstu sig einnig andvíga
tillögu frá Hammarskjöld fi'am
kvæmdastj. SÞ. varðandi þýzka
ítalska og japanska fanga, sem
talið er, að Rússar hafi ekki
skilað.
Fulltrúi Suður-Afríku vé-
fengir rétt Sameinuðu þjóðanna
til þess að ræða framkomna ril-
lögu varðandi indverska þjóð-
ernisminnihlutann í S.-Afriku
og Frakkar munu véfengja —
að líkindum — rétt SÞ. til þess
að fjalla um Marokkómálið.
lagi að gæta hagsmuna fram-
haldsskólakennara um laun og
starfskjÖr og í öðru lagi að
stuðla að bættri menntun kenn-
ara og betri starfsskilyrðum,
svo að framhaldsmenntun ung-
linga þróist jafnan eðlilega í
sem beztu samræmi við þarfir
þjóðfélagsins.
Mörg mál bíða þingsins sem
varða stéttina og starfsskilyrði
hennar. Meðal annars verður
þar lögð fram tillaga um utan-
fararsjóð fyrir framhaldsskóla-
kennara. Meginrökin fyrir því
að þessi tillaga kemur fram eru
fólgin í því, að kennararnir
hafa rétt til eins árs orlofs eftir
.10 ára störf, og er það orlof
fyrst og fremst miðað við það.
að kennararnir fari utan til
frekari menntunar og til þess
að kynna sér stefnur og strauma
í kennslumálum annarra þjóða.
Reynslan hefur hinsvegar orðið
sú, að sárafáir kennarar hafa
getað siglt, og orsökin jafnan
verið fjárskortur. Með framan-
greindri sjóðsstofnun verður
reynt að bæta úr þessu að
nokkru og létta undir með
kennurunum með greiðslu far-
areyris.
Á þinginu mun Guðmundur
Þorláksson magister m. a. flytja | mílur.
lægð, enr sagði ekki írá nöfn-
um þessara vina eða heimilis-
fangi. Þegar konan kom ekki
aftur með börnin, gerði móðir-
in lögreglunni aðvart. Brezkir
lögregluforingjar, sem hafa
haft til meðferðar mál McLeans
og Burgess, komu í gær til
Sviss, og starfa með lögregl-
unni þar. Lögregla nágranna-
landanna hefur verið beðin að
grennslast eftir ferðum frú
McLean.
Seinustu fregnir herma, að
bifreið frú McLeans hafi fund-
izt á bifreiðaverkstæði í Laus-
anne, 23 km. frá Montreux, en
enn er allt á huldu um hvar frú
in er og börn hennar.
teknir í iandhelgi.
Varðskipið Þór tók tvo belg-
iska togara í landhelgi við Ing-
ólfshöfða í gær.
Kom varðskipið með togarana
til Vestmannaeyja, þar sem mál
þeirra mun hafa verið tekið
fyrir í morgun.
Annar togarinn var að veið-
um 1,6 sjómílur innan fiskveiði
takmarkanna, og hinn 0,8 sjó-
Einstæður tón-
listarviðburður,
Þýzki ljóðalagasöngvarÍBum
Dietrich Fischer-Dieskau hélt
söngskemmtun á vegum Tón-
listarfélagsins í Austurbæjar-
bíói í gærkveldi.
Hljómleika hans má telja
frábæi'a og allt að því ein-
stæðan listáviðburð hér í bæn-
um. Rödd söngvaríuis er í senn
mikil og mjúk og blæbrigðarík
svo af ber, og túlkun á verk-
efninu að sama skapi g'óð. A
hljómleikaskránni var aðeins
eitt verk, „Vetrarferðin" eftir
Schubert og voru söngvarinn og
undirleikari hans, Árni Krist-
jánsson píanóleikari, ákaffc
hylltir í lok hljómleikanna. Var
söngvarinn meira að segja
hylltur með ferföidu húrra-
hrópi og' er það næsta fátítt að
menn láti slíka hrifningu í ljós
á hljómleikum.
Dietrich Ficher-Dieskatt
efnir til annaiTar söngskemmt-
unar á vegum Tónlistarfélags-
ins og syngur þá eingöngu lög
þýzkra tónsnillinga við ljóð
eftir Goethe. en tónskáldin eru
Beethoven, Schubert og Hugo
Wolf.
f Kóreu féllu alls 749 brezkir
hermenn, 2556 særðust, 209
týndust og eru taldir af og 937
voru teknir til fanga.