Vísir - 21.09.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 21.09.1953, Blaðsíða 1
€3. árg. -! ;í$FÍ Mánudaginn 21. september 1953. 214. tbl. ......t. Rússneskur f hig- maður bi&ur umhæti. Það hefur enn komið fyr- ir, að rússneskri orustuflu- vél' af gerðinni MIG-15 hef- ur verið lent utan yfirráða- svæðis Rússa, af því að flug- maðurinn þoldi ekki Iengur við undir stjórn þeirra. — í morgun var slíkri flugvél lent á f lugvelli einum nálægt Seoul, og óskaði flugmaður- inn eftir því að fá hæli sem póiitískur flóttamaður. Mun hann líklega fá þá 100,000 dollara þóknun, sem boðið var í sumar hverjum flug- manni, er lenti MIG-15 utan yfirráðasvæðis Bússa. Æflar að syrida yf ir 4 siiitd. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Ameríska sundkonan Flor- encc Chadwik synti í gær yfir Njörvasund. Eins og menn muna synti hún nýlega suður yfir Ermarsund, en er hún kom til Englands, til- kynnti hún að hún ætlaði að synda yfir 4 helztu sund Ev- rópu. Á eftir Njörvasundi kem- ur Messinasund og loks Hellu- sund í Tyrklandi. Sundkonan var rúma 5 klst. á leiðinni — bætti metið um 1 klst. Rigningar og flóð á N.-ítalíu. Miklar úrkomur voru á N.- ítalíu um helgina. Hljóp vöxtur mikill í ár og flæddu þar víða yfir bakka sína. Nokkurt manntjóh hefur orðið. Menn óttast mjög skriðu- hlaup í fjallahéruðunum. ?:?: ~'XP;: .Wjv::. í gærmorgun var búið að koma fjólmörgum flugvélum af ýmsum gerðum og stærðum fyrir á þeirri flugbraut Reykjavíkur- flugvallar, sem stefnir á Miklatorg, og gafst almenningi kóstur á að skoða þær. Voru þar rennifluga og sviffluga, auk margra lííilla einkaflugvéla, farþegaflugvéla og 2ja björgunarflugvéla frá Keflavík. (Ljósm.: Þórður B. Hafliðason). Kaldbakur fékk rúm 90 þús. mörk. Akureyrartogarinn Kaldbak- ur seldi afla sinn i Þýzkalandi í fyrradag. Skipið seldi í Cuxhaven, og fékk 90.267 mörk fyrir 238 lestir. -— Bjarni riddári mun landa í Bremerhaven í dag, og Jón Þorláksson í sömu höfn á morgun. Skúli Magnússon er væhtanlegur hingað af veiðum í dag, en fer síðan til Þýzka- lands, og mun selja þar á mánu- daginn kemur. Neptunus mun einnig selja í Þýzkalandi f næstu viku. Hátíðahöldin á flugdaginn. tókust afbragðs vel. Fjall að klofna af jar5skjáiftum. Eeináskeyti frá AP. — London í morgun. Um 40 km. norður af Papos á Kýpur er f jall eitt, sem marg- ar sprungur hafa myndazt í af völdum landskjálftanna að und anförnu. Sprungurnar breikka við hvern kipp og fólk í grenndinni orðið skelkað. Hefur það ósk- að eftir að verða flutt burtu. — I dalnum næst f jallinu búa menn nú hvarvetna í tjöldum af ótta við frekari jarðhrær^ ingar. Margtr háttsettir Egyptar handteknir í gmr. Höfðu haft á prjónunum áform um að gera byltingu. Einkaskeyti frá AP. —, London í morgun. j Komizt hefur upp um ný bylt ingaráform í Egyptalandi, að sögn stjórnarvalda þar. Á miðnætti síðastliðnu birti útvarpið í Kairo aukatilkynn- ingu, sem vakti fádæma athygli. Var hún þess efnis, að hand- teknir hefði verið margir kunn- ir stjórnmálaleiðtogar — þeirra meðal fyrrverandi forsætisráð- herra — og var jafnframt gefið í skyn, að pessir menn yrðu leiddir fyrir Byltingarráðið, sem hefur vald til þess að dæma rnenn til lífláts fyrir þjóðhættu lega starfsemi. Tekið er fram, að í flokki Loftfeí&ír f óru í tjörninð eftir fráEiæra f rammí- stöSu. A hinni fjölsóttu skemmtun í Tivoli í gærkvöldi, sem haldin var í framhaldi af flugdegin- um, áttu aflraunamenn Flugfé- lags íslands og Loftleiða að tak- ast á í reiptogi. Þegar stundin rann upp, var aðeins sveit Loftleiða mætt til leiks, og var því illt í efni. En Flugbjörgunarsveitin er til margra hluta nauðsynleg, og bjargaði nú þessu atriði skemmtiskrárinnar. Tókst sveit in á við Loftleiðamenn, og fékk að lokum frægan,, sigur, — dró Loftleiðamenn ofan í Tivo.U- tjörnina, við gífurleg fagnaðar- læti mannf jöldans. Hins vegar er skylt að geta þess, að til þess að rýrð fatli ekki á aflraunamenn Loftleiða, að grunur, órökstuddur að vííu, leikur á, að fleiri hafi kippt í spottann með Flugbjörgunar- sveitinni, en strangar leikreglur munu heimila, en allt um það yar þetta góð skemmtun. þessara manna séu tveir fyrr- verandi forsætisráðherrar, fyrr verandi ráðunautur Farouks konungs, en hinn f jórði sé frændi Farouks, auk þess 10 aðrir, þeirra meðal fyrrverandi ráðherrar o. fl. Tilkynningin var birt að af- loknum fundi Byltingarráðsins. en hann stóð 5 klst. — Kunn- ugt er, að þrír hinna handteknu voru útskurðaðið í stofufang- elsi, þ. e., þeim var skipað að hverfa til heimila sinna, en bann lagt við, að þær færu að heiman, og eftirlit haft með, að banninu verði hlýtt. í þess- um flokki er annar hinna fyrrv. forsætisráðherra, trúnaðarmað- ur Farouks og frændi. Búið að salta um 40.000 tn. Faxasíldar. Búið er nú að salta í um 40 þúsund tunnur af Faxasíld og hafa bæzt við um 8 þúsund tn. í vikunni sem leið. Skýrslur voru ekki komnar í mogrun um söltun bátanna í síðustu viku er veiðar stunda austur í hafi, en fregnir hafa borizt af'því, aS veiði sé ennþá góð hjá þeim, og salta þeir all- ir um borð. Aftur" a móti er allri veiði lokið á Hunajloa og bættust þar aðeins.við 30'—40 tunnur í síðustu viku. Flugdasurinn bar vott um sóknarhtuj og bjartsýni íslenzkra flúgáhugamanna. QekMt í S.-Áfríku. Til nokkurra óeirða kom í gær í bæ nokkrum í Suður- Afríku. Blökkumenn kveiktu í sölu- búðum Indverja og gerðu árásir á þá. Orsökin var sú, að Ind- verji hafði orðið blökkudreng að bana í bifreiðarslysi. — Lög- regla var kvödd á vettvang. — FlugdagurrHn, sein oröið hafði að fresta vegna veðurs, var loks lialdinn í gær, og var mikill mannfjöldi samankom- inn suður á flugvelli um 2- leytið, er dagskráin hófst. Meðal gesta voru forseta- hjónin, en klukkan rúmlega tvö setti Agnar Kofoed-Han- sen f lugvallastjóri þessa f lug- hátíð með snjallri ræðu, þar sem hann gat þess, að hún væri að þessu sinni helguð 50 ára afmæli vélflugsins, en það var í desember 1903, að þeir Wright-bræður flugu fyrstir manna vélknúnu far- artæki. Þá rakti flugvalla- stjóri stuttlega sögu flugsins, en síðan hófsfr dagskráin, er var fjölbreytt og skemmti- leg. _________ Björn Jónsson yfirflug- umferðarstjóri tók sér stöðu á þaki f lugturnsins og f ór þar með hlutverk þulsins. Lýsti han njafnharðan því, sem fram fór, skýrði frá ýmsum tæknilegum atriðum, gerð flugvéla o. s. frv., og var það allt til fróðleiks og skemmt- unar. Listflug og fleiri atriði. Fyrst flugu yfir allmargar íslenzkar flugvélar, fyrst Douglas-Dakota-vél frá FÍ, síðan Catalina-bátur, en síð- an hver af annarri smærri flugur af ýmsum gerðum, svo sem Piper Cub, björgunar- flugvél Björns Pálssonar, Tiger Moth o. s. frv., og þótti þetta allt tilkomumikið og skemmtilegt. Síðan rak hvert atriðið annað, enda þótt nokkra skúr gerði meðan á þessu stóð. Magnús Guð- branússon sýndi listflug í svifflugu, fór bakfallslykkju Blökkumaður, sem var að kveikja í húsi indversks manns, var skotinn til bana- (svonefnt Iooping) og ýmis- legt fieira, og undruðust menn leikni hans. Siguíður Jónssorí, sem er elztur í flug- mannafaginu hérlendis, sýndi listflug á vélflugu, og keppni fór fram í svonefndri mark- lendingu, en það táknar, að; vélflugu er lent á tilteknum stað á flugbrautinni án að- stoðar hreyfilsins. Þá flaug Douglasvél yfir á einum hreyfli til þess að sýna ör- yggi þesa farkosts. Hinir góðkunnu félagar, Baldur og Konni, fluttu síð- an gamanþátt, sem var í því fólginn, að þeir fóru upp í flugvél, og mun Konni hafa tekið að sér stjórn vélarinn- ar. — Var samtali þeirra „„feðga" jafnharðan útvarp- að úr vélinni og með gjallar* hornum yfir mannf jöldan, og- höfðu menn gaman af. Björn Pálsson sýndi, hve lítið svæði þarf til þess að lendo eða taka sig upp. — Flaug hann lítilli, danskri flugvél, sem hann á sjálfur. Flugvél þessi lendir með eða. undir 50 km hraða á klst.,, og þarf eki nema örfáa tugi metra til þes að lenda og taka ti gupp. Rétt eftir klukkan fjögur þutu fjórar þrýstiloftsflug- vélar frá Keflavíkurflugvelli hvað eftir annað yfir völlinn í skipulegri fylkingu. Var gnýrinn feiknlegur, en lítið sem ekkert heyrðist til þeirra, fyrr en þær voru yfir mannfjöldanum, svo mikill var hraðinn. Síðan kom bandarísk björgunarflugvél af Grum- man Albatros-gerð yfir völl- inn og var varpað úr henni birgðum í fallhlífum. Sýndu flugmenirnir furðulega ná- kvæmni í þesu, og féllu pok- arnir niður með örfárra Frh. a 8. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.