Vísir - 23.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 23.09.1953, Blaðsíða 4
TlSIR Miðvikudaginn 23. september 1953. D AGBL AÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Litlar samkomulagshorfur. Hin margvíslegu vandamál heimsins hafa nú um hríð verið rædd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Aukaþing sam- takanna kom saman í síðasta mánuði, til þess að ræða Kóreu- málin, vopnahléð, stjórnmálaráðstefnuna, sem halda á í sam- bandi við það og önnur atriði, sem aðkallandi urðu, þegar •vopnaviðskiptum var hætt. Það er því miður staðreynd, að árangurinn af því þinghaldi var næsta lítill, og gerðu raunar margir ráð fyrir því, enda þótt allir vonuðu, að betur færi. j Síðan hefur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komið sam- an til fundaff og verður ekki annað séð af því, sem þar hefur gerzt, þótt skammt sé liðið á þingtímann, en þar ætli að verða álíka mikill árangur og á aukaþinginu, og er þó sennilega rétt- ara að tala um álíka lítinn árangur. Stórþjóðirnar eru á önd- verðum meiði, og eru litlar líkur til þess, að þær breyti snögg- lega um afstöðu til helztu deilumála. Meðan engin breyting verður að því leyti, er ekki kyrrðar að vænta í heiminum, og hann getur ekki snúið sér óskiptur að nauðsynlegri viðreisn. Það síðasta, sem gerzt hefur í þessu máli er það, að Vis- Mnsky, varautanríkis a h. Rússa og aðalfulltrúi þeirra á þin’gi Sameinuðu þjóðanna, hefur haldið einskonar stefnuræðu sjórn- ar sinnar fyrir þetta þing. Var að sjálfsögðu beðið eftir ræðu ihans með mikilli eftirvæntingu, en þingfulltrúar urðu fyrir talsverðum vonbrigðum af henni. Vishinsky bar að vísu fram tillögur, svo sem um vissa afvopnun allra ríkja, bann við jkjarnorkuvopnum og þar fram eftir götunum, en slíkar að- gerðir eru að sjálfsögðu mikilvæg atriði, ef hægt á að vera að tryggja friðinn. En tillögur þessar hafa áður komið fram hjá Rússum. Þeir haía áður lagt til, að þjóðirnar minnkuðu heri sína og víg- búnað um þriðjung, og líta slíkar tillögur vel út á pappírnum. lEn lýðræðisþjóðirnar benda á, að herafli Rússa sé svo mikiil. að lítt sæi á honum, þótt hann minnkaði um þriðjung, en van- máttúr flestra annarra þjóða yrði tiltölulega enn meiri en nú «eftir slíka afvopnun. Rússar hafa einnig stungið upp á banni við notkun kjarnorkuvopna, en lýðræðisþjóðirnar telja, að hafa verði eftirlit með því að slíku banni sé framfylgt. Meðan 'Rússland er lokað land, og yfirleitt öll lönd, sem eru undir stjórn þeirra, beint eða óbeint, en engin leið að fylgjast með þvi, ;að þeir breyti í samræmi við kenningar sínar um afvopnunar- mál og tillögu á því sviði. Er þess vegna greinilegt, hvernig slík „afvopnun“ yrði í framkvæmd. Undirslaða þess, að lýðræðisþjóðirnar geti treyst kommún- dstum, er að þeir taki upp lífsvenjubreytingu, veiti til dæmis þegnum sínum og þrælum nokkurt frelsi og sýni í verki, að þeir vilji halda frumstæðustu mannréttindi í heiðri. Þeir verða •einnig að sýna, að þeir virði ekki einungis rétt hins'sférka, éins -og þeir hafa ævinlega gert hingað til, því að þá er engum •óhætt fyrir óprúttní þeirra. En það er vafasamt, hvort nú- verandi valdamenn í hopi kommúnista mundu lengi fá að halda „stólum“ sínum, ef þeir gæfu þegnum sínum lausan tauminn. Það eru því litlar líkur til þess, að friður eða ör- yggi spretti af þeim fyrir þeirra tilstilli. Grýla cg veruleiki. Tjjóðviljinn segir í gær, að Sjálfstæðisblöðin hér í bænum sé ■* - að hræða borgarbúa með þeirri grýlu, að allt muni fara'í kaldakol, ef Sjálfstæðisflokkurinn haldi ekki meiri hluta sínum hér við næstu bæjarstjórnarkosningar. Vita þó þeir, sem lesið hafa, að hér héfur einungis verið bent á það, hvernig stjórnin hefur farið kommúnistum og samstarfsflokkum þeirra úr hendi í Vestmannaeyjum á undanförnum árum. Blöðih hafa sagt frá árangrinum síðustú daga, en hann er í stúttu máli sá, aö bæjarstjórnarmeirihlutinn — vinstri flokkarnir —’ hafa í raun- inni gefizt upp við að leysa vandamálin og hafa lagt árar í bát. Auðvitað halda kommúnistar því fram, að allt sé í bezta gengi I þeim bæjarfélögum, þar sem þeir hafa hönd í bagga að einhverju leyti. Samkvæmt því ætti Neskaupstaður að vera sannkallað gósenland, og ekkert því til fyrirstöðu að birta þaðan nokkrar upplýsingar, svo að það liggi fyrir, svart á Portland hér á landi notað sem rök við nafnbreytingu. Borgin Portland í Oregonfylki í USA telur nafnið of algengt. Portlandið okkar (Dyrhóla- ey) er komið í „heimspressuna“ vegna nafnabreytingar, sem nú er ofarlega á baugi £ Portland í Oregon, Bandaríkjunum. Svo er mál með vexti, að bandaríska póstþjónustan hefur í sínum leiðarvísi skráð 16 staði þar í landi, sem heita Portland. Hefur þetta valdið talsverðum erfiðleikum við dreifingu pósts, og bréf hafa verið send frá einu Portlandinu til annars. Fyrir skömmu síðan var sagt frá því í New York Times, að í Portland í Oregon- fylki hafi verið sett á laggirnar nefnd, sem berst fyrir því að nafni staðarins verði breytt í Multnomah. Hyggst nefndin fá því framgengt, að bæjarbúar fái að kjósa á milli nafnanna, fari svo að aukakosningar verðí haldnar í haust. Ástæðan fyrir því að nefndin hefur þetta nafn í huga, er sú, að áiúð 1805 komu tveir land- könnuðir, Meriweather Lewis og William Clarke upp eftir á þeirri, sem nú gengur undir nafninu Willamette. Þar rák- ust þeir á Indíánaþjóðflokk samnefndri ánni, sem þá hét Multnomah. — Á leiðinni til sjávar skráðu þeir nafniö „Mulnomah" í dagbækur sín- ar, sennilega vegna þess að þeir voru ekki nægilega kunnir tungu Indíána. Er þeii- komu á sömu slóðir ári seinna notuðu þeir nafnið í núverandi mynd. „Nefndin til að breyta nafn- inu á borginni okkar í Mult- nomah“ hefur barizt af eldmóði fyrir því að nafnabreytingin nái fram að ganga, og aðal- rökin eru eins og áður er sagt það, hve margar borgir og þorp ganga undir nafninu Portland. Óteljandi staðir — borgir, þorp og smápláss — um gervöll Bandaríkin ganga undir þessu nafni, þótt þá sé ekki alla að finna í leiðarvísi póststjórn- arinnar. Auk þess er gríðar- hátt fjall í Idaho sem nefnist Portland. Nafnið finnst einnig í Nýju Suður Wales í Ástralíu, x Doi-set í Englandi og á Jamai- ca. Nafnig Portland má einnig finna um allan heim, segir New York Times og bendir á, að Poi'tlandshöfði sé á Tasmaniu og á íslandi. Þá er til Portland- skurður milli Alaska og Kan- ada. Auðséð er að nefndinni góðu finnst mikils um vert að nafna- bx'eytingin nái fram að ganga, úr því að Portlandið okkar er jafnvel notað í baráttunni, þótt reyndar sé nú ekki mikil hætta á því, að pósturinn þeirra í Oregon verði sendir þangað. hvítu, m þar sé blómlegt atvinnulíf og þar fram eftir götun- Hér með er þess vegna skorað á Þjóðviljann að upplýsa sitt af hverju um Neskaupstað undir stjórn kommúnista — til dæmis eignir bæjhr|hs og skuldir, .útsvarsstiga og þar fram eftir götunum. Eri þaé er skilyrði, að blaðið s'egi satt og rétt frá. M.s. Dronning Alexandrine fer frá Kaupmannahöfn 26. sept., til Færeyja og Reykja- víkur. Flutningur óskast til- kynntur skrifstofu Sameinaða í Kaupmannahöfn sem fyrst. Skipið fer frá Reykjavík 3. október til Færeyja og Kaup- mannahafnar. Farþegar sæki farseðla í dag og á morgun. Tilkynningar um flutning ósk- ast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen •<'.i*ií.ndur Péturssion - Mannúðlegum aðferðum sé beitt í meðferð dýra. Útdi'áitur úr lögum og reglum um þessi efni. Blaðinu hefur borizt ágrip af lögum og reglum um meðferð dýra. Er það Dýraverndunarfélag íslands sem séð hefur um út- gáfu bæklingsins. Lög og réglur um meðferð dýra hefur hvergi verið að finna á prenti í einni heild fyrr en nú. Hefur stjórn félagsins því talið rétt að láta sérprenta ágrip af þeim. Fer hér á eftir útdráttur úr þeim 12 greinum sém í bækl- ingnum eru, en þær fjalla um skotvopni, svo og hunda og ketti, en sauðfé og geitfé með skoti, eða rota með helgrímu. Alifugla skal hálshöggva með beittri öxi, eða þar til gerðri vél. Þegar lömb ei-u flutt á bílum skal skipta farrýminu í stíur með hæfilega sterkum milli- gerðum. Hver stía má ekki véra stærri en svo, að hún taki fimm lömb að haustlagi, og skal gólfið þakið torfi. — Vagn- hross : sem notuð eru stöðugt aflífun húsdýra, slátrun búpen-^ dag éftií’ dag skal eigi nota ings og um íugiaveiðar, svo og um meðferð á sauðfé og hross- um að'ýmsu leyti. Enga skepnu má deyða með hálsskurði, mænustungu né hjartastungu, og þá er sauðfé, geitfé og stórgripum er slátrað, skal engin skepna horfa á slátrun annarrar og þær skepn- ur sem þll slátrunar ex:u leiddar, sjá ekki þær', sem slátrað hefur lengur en 10 stundir á dag. Þau má alls ekki nota á helgidög- um. — f 9. grein segir að eigi megi slá hross með járnkeyrum eða öðru slíku, og aldrei má slá þau í höfuð eða fætur, né undir nára, og ekki hnýta skepnum í tagl þeirra. Skýla skal þeim bi'úkunarhrossum með ábreiðu, sem þurfa að standa úti í kulda og úrkomu. Bergmál hefst á þvi i dag að leiðrétta villur, er slæddust inn i töfluna, sem birtist með bréfi Arnfinns Jónssonar skólástjóra í |ær. í A-stofu á miðvikudöguxa cru .9 ára börh frá kl. 8—11.10, en ekki til 10.20 eins og var í töflunni. Bóklegat' kennsiustund- ir 9 ára barna eru 19 á viku, en 7 ára barna 17. Hin villan var í B-stofu, en þá hefjast kennslu- stundir 9 ára barna kl. 1.50 og standa frarn til kl. 5. Siðast i Bergmáli féll niður að taka fram að kennsla 7 ára barna liefst kl. 12.15 í B-stofu og stendur til 2.30. Flöskirinjólk fékkst ekki. í gær var það húsbóndi en ekki liúsmóðir, sem hringdi til mín og bað inig um að birta stutta fyrir- spurn fyrir sig. Þessi maður hafði reynt að fá flöskumjóllc i nokkr- um verzlunum fyrir hádegi sl. sunnudag, en ekki tekizt. Hann játaði að vísu, að hann hefði verið á seinni skipunum, þvi hann var á ferð milli kl. 11.30— 12. Hann taldi það þó ekki eiga að koma að sök, þar sem þessi nauðsynjavara ætli að vera til alveg fram að lokun xnjólkurbúð- anna. Mjólk var til í lausu máli, en livergi á flöskum. Þetta kom fyrir tvo sunnudaga í röð. Hvort sem stúlkurnar i búðunum eiga sökina, af því þær biðji um ot litla mjólk eða aðrir, þá ætti þetta ekki að koma fyrir. Fyrii - spurnin er því þessi: Er ekki sjálfsagt að mjólk, bæði i flösfc- um og lausu máli, sé til í hverri mjólkurbúð fram að lokun, þeg- ar vitað er, að nægileg mjólk er fyrir liendi ? I’.S. við listskoðun. Þá hcfir mér borizl bréf frá manni, sein fór og skoðaði list- sýninguna í Handiðaskólanum og skrifar þessa eftirskrift, eftir þá heimsókn: „P.S.: Það er ekki oft, að ég liafi hérlendis fundið andrúms- loft erlendrar hámenningar. En þetta kom fyrir mig í gær, þegar ég gekk um liinar vistlegu kennslu •stofur Handíáa- og myndlista- skólans á Grundarstíg 2A. Af smekkvísi og næmleik hafa starfs rnenn skólans þar komið fyrir ná- lega 200 úrvalsmyndum eftir marga heimskunna listamenn síðustu fjögurra alda. — Flestar þessara mynda teljast til hinna grafisku listgreina, tréristur, málmstungur og steinprent. All- ar myndirnar eru svonefnd orig- inal-þrykk, þ. é., þær eru þrykkt- ar á frnmtöflu listamannsins. Verðmætari með hverju ári. Af sumum þeirra hafa aðeins verið þrykkt mjög fá eintök, 20, 30, 100, eins og tekið er fram i hinni vönduðu sýningarskrá. Að öðrum hafa verið gerð nokkru fleiri eintök. Myndir þessar eru því mjög mikils virði og vex verð- mæti þeirra með hverju ári, sem líður. Auk grafisku myndanna eru þgrna fagrar vatnslitamyndir og teikningar eftir viðurkennda lista menn. Alla,r myijdirnar eru til sölu og þegar í gær var búið að •selja nokkrar þeirra. Vonandi eru hér svo margir unnendur góðrar listar, að allar myndirnar seljist, svo að eigi þurfi að senda ]>essi menningarverðmæti aftur úr landi. Sýningin er skólanum tii hins mesta sóma.“ Bergmál þakkar bréfið. — kr. vpi'jð. Síöilgripi skal deýðá xrteð ’ Brbt'éééri þessúm regíum varða sektum frá 10 til 1000 kr. Mál, er rísa út af brotum á þessum reglum, skal fara. með, serii ■ | 1 - * ' J J >, • \J. J ’ • f JJ i : ópirtber lögreglumál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.