Vísir - 23.09.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 23.09.1953, Blaðsíða 8
Þ-eúr tem gerast kaupendur VlSIS eftir 10. Itvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. WI VÍSIK er ódýrasta blaðiö og J>ó það fjel- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerlst áskrifendur. Miðvikudaginn 23. september 1953. Fíl krefst rannsóknar á pn um sölu óiögtega innfluttra vara. Telnr aft héi* séu á niai’kaðnuni ymsar vörur, srni flulfar haítl verið iun á ólöglegan hátt. í blaðinu „íslenzkui- iðnað- ur“, málgagni Félags íslenzkra iðnrekenda, er þess getið, að grunur leiki á, að hér sé á mark aðnum ýmsar vörur, sem ekki eru fluítar inn á löglegan hátt, og sleppa þannig undan toll- greiðslum. Hefur félagið skrifað fjár- málaráðuneytinu og farið þess á leit, að ákveðnar ráðstafar.ir verði nú þegar gerðar til upp- lýsingar á þessu máli og vægð- arlaust bundinn endi á allt mis- ferli, sem koma kann í ljós við þá athugun. í bréfi FÍI til fjármálaráðu- neytisins er m. a. bent á, að á markaðnum virðist vera ólög- lega innflutt amerískt tyggi- gummi, súkkulaðiduft, brjósta- haldarar og ýmsar fatnaðar- vörur. Segir í bréfinu, að í flestum verzlunum, sem selja sælgæti í Reykjavík, og víða úti á landi, sé til sölu amerískt tyggigummi, sem eigi er leyf ður innflutning- ur á. Þá segir enn fremur, að í ýmsum verzlunum hér í bæn- um fáist átsúkkulaði með ýms- um erlendum merkjum, þétt engin innflutningsleyfi haf i verið gefin fyrir þeim vörum. Súkkulaðiduft. Skömmu fyrir síðustu áramót kærði FÍl til sakadómara fyrir hönd sukkulaðiframleiðenda í félaginu sölu á vöru, sem aug- lýst var sem súkkulaðiduft, en tollafgreitt væntanlega sém kakó. Fulltrúi sakadómara, er rannsakaði málið, mun hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að sala þessarar vöru væri ólög- mæt. Féllst FÍI á að afturkalla kæru sína, gegn því að sala um- ræddrar vöru væri þegar stöðv- uð. Þennan innflutning höfðu tveir eða fleiri innflytjendur annazt og virðist þetta benda til þess að tolleftirlitið sé eigi algjörlega fullnægjandi. Jírjóstahaldarar. Þá segir enn fremur í bréf- inuinu, að 28. og 30. október sl. hal'i félagið ritað tollstjóra og fulltrúa hans um innflutning á brjóstahöldurum frá USA, en um málalok sé félaginu ekki kunnugt. Hins vegar séu brjósta I haldarar þessir enn auglýstir í I hverjum mánuði í blöðum og ! útvarpi. Þá er getið bréfs, sem félagið hafi ritað viðskiptamálaráðu- neytinu 9. desember, þar sem tilefnið er m. a. kvartanir ýmsra fataframleiðenda um, að fluttar séu inn á ,,bátalista“ vörur frá USA, sem bundnar voru við I clearingsvæðið, eða voru háðar leyfum. Viðskiptamálaráðuneyt ið mun hafa sent bréfið til full- trúa tollstjóra í tollgæzlumál- um, en tekið er fram, að félag- inu hafi ekki borizt nejn vitneskja um athugun eða nið- urstöðu hennar. Ensk fataframleiðsla. I bréfi iðnrekenda til fjár- málaráðuneytinu er einnig get- ið um orðróm um misferli, er enskt fataframleiðslufyrirtæki muni hafa með höndum á Keflavíkurflugvelli, og þess krafizt að fyrir slíkt verði tek- ið með öllu, ef rétt reynist, og enn fremur lagfært það, sem koma kann í ljós að ábótavant sé í tollgæzlu á Keflavíkurflu"- velli. Loks segir í bréfinu, að í verzlunum hér í bænum muni allvíða eða hafa verið til sölu náttföt og ýmis konar bómull- arnærfatnaður frá USA. Prjón- aður bómullarnærfatnaður var á óskilorðsbundnum frílista frá ölum löndum utan dollarasvæð- isins. Víða mikil kjörsókn í Danmörku í gær. Alli ab 90% kjósenda neyttu atkvæðis- réttar síns. Kjörsókn í dönsku kosning- uinum í gær var öllu betri en ®r gengið var til kosninga í apríl sl. Upp undir 90% kjós- enda neyttu atkvæðisréttar síns. Veður var hagstætt um allt Handið. Kosnir voru í Danmörku 175 þingmenn, þar af 40 uppbótar- þingmenn, en auk þess kjósa Færeyingar tvo þingmenn og Grænlendingar tvo. Verða því þingmenn alls 179. Kjósendur voru um 2.7 millj. og hafði fjölgað um 120 þús. frá í vor, vegna rýmkaðs kosningaréttar. Hafa nú kosningarrétt, samkv. nýju stjórnarskránni allir þeir, sem náð hafa 23ja ára aldri. í hinni nýju stjórnarskrá er einn ig ákveðið, sem kunnugt er, að elzta dótttir konungs er viður- kennd sem ríkisarfi Danmerk- ur. _ Fregnir frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi hermdu, að áhugi fyrir kosningum hefði verið mikill, jafnt meðal gamalla bænda á Jótlandi sem ungu kjósendanna í bæjunum, eins og það var orðað í einni fregn. Fyrir utan skrifstofur blað- anna í borgum Danmerkur var þröng fnanna fram eftir nóttu, en þar voru kosningaúrslit til- kynnt jafnharðan og þau bár ust, svo sem venja er. Úrslit þingkosninganna urðu sem hér segir: Jafnaðarmenn 895.038 atkv og 74 kjörna (71). Vinstri- flokkurinn 499.975 og 42 (39), íhaldsflokkurinn 365.270 og 30 (31), Radikali flokkurinn 168.794 og 14 (13), Kommún istar 93.706 og 8 (8), Retsfor bundet 75.201 6 (10). Óhóðir fl. (Knud Kristensen 58.528 og engan kjörinn (þetta er nýr flokkur og Þýzki flokkurinn 9.734 og 1 (1). Grafík-sýningin „Frá Diirer til Picasso“, sem opin er í húsa- kynnum Handíða- og myndlistaskólans á Grundarstíg 2 dag- lega, vekur mikla athygli, enda um mörg fágæt listav'erk að ræða. Rétt er að vekja athygli á, að hér er um myndir að ræða, sem handþrykktar eru af 'listamönnunum sjálfum, en ekki endurprentanir. Er vitað um liverja mynd, hve mörg eintök eru til af henni, en það er misjafnt. Myndirnar eru alls 198 eftir 56 listamenn, m. a. Albrecht Diirer, Rembrandt, Matisse og Picasso. Aðsókn að sýningunni er góð, og hafa 6 myndir selzt. Sýningin, sem er á öllum þrem hæðum skólahússins, er opin daglega frá kl. 1—11. — Myndin að ofan er eftir Toulouse- Lautrec, og nefriist Jane Avrií. Yatnsflóð á Háteigsvegi. Brunaliani á inóímii Löngulilíðar og Hátcigsvegar brotinn í nÓH. Kristilegt stúdentamót í VindáshHð í Kjós. Kristilegt stúdentafélag hyggst efna til móts í skála K.F.U.K. í Vindáshlíð í Kjós dagana 2.-4. október n. k. Mót þetta, sem verður opið öllum stúdentum og nemend- um í flestum bekkjum mennta- skólans, miðar einkum að því að efla og glæða áhuga manna fyrir kristilegum málefnum, en slík mót þykja vel fallin til hugleiðingar og umræðna um. þessi efni. Á mótinu mun sr. Magnús Runólfsson flytja erindi um Kristilegt stúdentafélag og markmið þess, sr. Jóhann Hlíð- ar mun annast biblíulestur, Benedikt Jasonarson trúboði flytur kristniboðserindi, Guð- mundur Óli Ólafsson cand. theol. talar um Rosenius, sænska- vakningaprédikara á öldinni sem leið, Gunnar Sigur- jónsson cand. theol. mun ílytja hugleiðingu, en loks verður samtalstími, spurningar og svör. Sams konar mót hefir áður verið haldið í Vindáshlíð, og var þátttaka þá allgóð. Vindás- hlíð er vistlegur sumardvalar- skáli K.F.U.K., og er þar rúm fyrir um 70 dvalargesti. Þeir stúdentar eða mennta- skólanemar, sem hyggjast taka þátt í móti þessu, sendi bréf þar um í pósthólf 651, Reykja- vík. f morgun urðu vegfarendur varir við mikið vatnsflóð á gatnamótum Háteigsvegar og Lönguhlíðar, og rann flaumur niður Háteigsveg. Hafði verið ekið á vatnskrana þar á götunni og hann brotinn, svo að vatnið flóði út á götuna. Ekki er vitað með hvaða hætti þetta hefur atvikazt, en sá sem árekstrinum olli hefur orðið að aka upp á steinsteyptan pall, sem gerður hefur verið um- hverfis vatnshanann, til þess að skemma hann. Vat Vatnsveit- unni gert aðvart um skemmd- irnar og sendi hún menn á stað- inn til þess að gera við skemmd jrnar og stöðva vatnsflóðið. Meint ölvun við akstur. Lögreglan tók fastan bíl- ^tjóra, er hún taldi hafa.ekið bifreið undir áhrifum áfengis. Umferðarslys. Tvö umferðarslys urðu hér í bænum síðdegis í gær, en hvor- ugt þeirra alvarlegs eðlis. Hið f.yrra skeði á gatnamót- um Kalkofnsvegar og Hverfis- götu. Þar varð 14 ára piltur, Tómas Waage, Skipasundi 35, fyrir biíTeið og mun hafa togn- að á vinstra hné. Hitt umferðarslysið varð um hálfsjö-leytið á gatnamótum Miklubrautar og Rauðarárstígs, ■er bifhjól og bifreið rákust sam an. Maðurinn á bifhjólinu kast- aðist í götuna og kvartaði und- an verk fýrir bringsmölum. — Bráðabirgðaathugun fór fram á honum í Landspítalanum í gær- kvöldi, en þar sem ekki var fyllilega ljóst, hvort hann hefði brákazt eða ekki, var hann beð- inn að koma aftur til nánari rannsóknar. Sofnaði úti á götu. í gærkvöldi fannst maður liggjandi úti á götu í Borgar- túni. Þegar lögreglan kom á vettvang var maðurinn sofandi og ölvaður mjög, en annað virt- ist ekki að honum. Verðfiiækkten á ostl ©g skyri. Ostar og skyr hækka lítillega i verði, samkvæmt tilkynningu framleiðsluráðs landbúnaðar- ins. Hvert kíló af osti (40%) kostar nú 24.80 í stað 24.10 áð- ur. Skyrið kostar nú kr. 5.85 kílóið, en áður kr. 5.70. Hins vegar verður mjólkur- og smjörverð óbreytt, með því að niðurgreiðslur úr ríkissjóði hafa aukizt. Haldin liefir verið í Englandi ráðstefna til að hindra augir slys í landinu, en slík slys eru um 200,000 árlega. ..... ------ Ofsarok og rigningar hafa haldið miklu tjóni í Chile, og orðið 20 manns að fcana. Skipuð sendinefnd ísi&nds á þingi Sþ. Ríkisstjórnin hefur skipað eftirtalda menn í sendinefnd á allsherjaþing Sameinuðu þjóðanna, sem nú er haidið í New York: Thor Thors, sendiherra, formann, Vilhjálm Þór, forstjóra, Jóhann Hafstein, alþm. Þeir Vilhjálmur Þór og Jóhann Hafstein fljúga vest- ur um haf í nótt. (Frá utan- ríkisráðuneytinu.) Gó5vi6ri um land ailt. Hægviðri var um land allt í morgun og átt norðaustlæg. Léttskýjað suiinanlands, en dálítil rigning á Austurlandi. — Norðanlands er skýjað. — Frost var ekki á neinum veðurathug- anastaða í nótt. Kl. 9 var hiíi yfirleitt 5—10 stig. — Veður- horfur: Faxaflói: Norðan gola og léttskýjað, en sunnan og suð vestan gola og skýjað í nótt. Bretar smíða kafbéta. London (AP). — Brezka stjórnin heíir ákveðið að láta smíða nokkra nýja kafbáta. Undanfarin ár hafa Bretar átt 53 kafbáta, en að auki lán- að öðrum þjóðum 4, en verður nú skilað aftur. Bandaríkin eiga um 300 kafbáta, og Rússar um 370. Við Amsterdam er verið að reisa nýtt borgarhverfi fyrir 25,000 manns, þar sem engir bílar fá að koma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.