Vísir - 28.09.1953, Síða 5

Vísir - 28.09.1953, Síða 5
Mánudaginn 28. septernber 1953 ▼ f SIR TH. SMITH : XXIV UýœÍaAafoarim. Um langan aldur, eða öllu heldur frá upphafi, hafa Islending- ar haft orð á sér fyrir skáldskap og bókmenntaiðkun, sögur og kvæði hafa verið þeirra „langra kvelda jólaeldur“. Menning íslendinga og sú frægð, sem þeir njóta meðal siðmenntaðra þjóða, byggist fyrst og fremst á orðsins Iist, á þeirri staðreynd, að hér býr þjóð, sem á sínar íslendingasögur og sín fornkyæði, mælir enn í dag á hina klassísku tungu Ara og Snorra. ísland er enn land skálda og rithöfunda, þótt með öðrum hætti sé enn til forna. Enn lifir með þjóðinni ást á kvæðum, — menn kunna enn að meta orðsins list. En menning þjóðarinnar felst ekki aðeins í sögum og kvæð- um nafntogaðra manna. Hún birtist einnig í sögum og kvæðum hinna mörgu nafnlausu. Hún birtist meðal annars í aragrúa iausavisna og rímna, sem bera þess gleggstan vott, að orðsins list var ekki einskorðuð við einstaka nafngreinda snillinga, held- ur og við hinn nafnlausa almúga. Margir hafa haldið því fram, — og því miður með nokkrum rétti, — að æskan í dag sé ekki eins ljóðelsk og hér tíðkaðist áður fyrr. Víst er um það, hinir yngstu samborgarar okkar kunna ekki eins mikið af kvæðum og foreldrar þeirra, afar og ömmur, og er illt til þess að vita. Þá er það ekki eins í tízku, að haldið sé til haga vísum og kvæðum, sem áður voru hús- gangar, e. t. v. hvergi til á prenti, en höfðu lifað á vörum al- mennings mann fram af manni. Þó vill svo vel til, að til eru á þessu landi menn, sem haí'a i gert sér ljóst, að mikil menningarverðmæti eru fólgin í kvæðum og vísum, sem ekki mega falla í gleymsku, — og að hin sér- stæða menning okkar yrði fátækari við það. Einn þessara manna,, sem í meira en hálfa öld hefur skráð eða látið slcrá vísur og kvæði, sem annar myndu hafa týnzt, er Einar Þórðarson, frá Skeljabrekku á Njarðargötu 7 hér í bæ, sem ugglaust er með fróðustu mönnum á landinu í þessum efnum, en við hann verður spjallað í Samborgaraþættinum í dag. þess að sinna hugðarefni sínu, en af þvi verður nánar vikið síðar í þessum þætti. Við hvað voruð þér fyrst hjá Olíuverzluninni? Fyrstu fjórtán árin vann eg við benzínafgreiðslu við geym- inn við Ti-yggvagötu. Þá var aðeins einn á vakt, enda allt í smærra stíl, bílarnir færri og minna að gera. Nú eru jafnan tveir eða þrír á vakt. En síðan gerðist eg innheimtumaður hjá fyrirtækinu, og því starfi hefi eg gegnt til þessa. Það er orðið hálf-lýjandi fyrir mig, — göt- urhar í Reykjavík eru harðar 1 mig’. Fólkið, sem vex upp í dag, | er eins og úr öðrúm heinii, mið- \ að við það sem var-’ í æsku ; minni. 1 Þér hafið gaman af ljóðum, hefi eg heyrt. Eftir fáar mínútur er mér ljóst, að þessi setning mín er svo heimskuleg og’ út í hött, að slíkt nær engu tali, því að eg skil, að Einar Þórðarson er hafsjór af fróðleik um vísur og kvæði, og meðan hann er að né í sitthvað til að sýna mér, finn eg átakanlega, hve kunnátta mín i þessum efnum er bág- borin. En eg lít í kringum mig á meðan og sé á veggjum í vist- legri stofu Einars forkunnar fagra handavinnu, sem birtist í flosuðum og útsaumuðum veggmyndum, sem gerðar eru af fágætri listfengi og' smekk- vísi. Hér hefir ltona Einars, Ragnheiður Jónasdóttir frá Björk í Grímsnesi, sem látin er fyrir nokkrum árum, verið að undir fæti, enda er eg enginn i verki. Þarná Einar Þórðarson segist vera sveitamaöur, þó að hann hafi verið búsettur hér í meira en aldarfjórðung. Hugur hans er enn óundínn fögrum byggðum Borgarf jarðar, en þar leit hann dagsins Ijós, hinn 16. dag marz- viánaðar árið 1877, að Innri- Skeljabrekku í Andakílshreppi. Oftast er hann nefndur Einar frá Skeljabrekku, og undir þvi nafni lcannast fjölmargir bóka- vinir og menntamenn við hann. Foreldrar hans voru Þóröur Bergþórsson og Guðrún Guð- mundsdóttir, bœði úr Borgar- firði, en faöir hans ag föður- bróðir, sem Jóhann hét, bjuggu félagsbúi að Skelja- brekku. Þegar Einar kovist á þann aldur, að hann skyldí nema bókleg frœði, voru engin myndarleg skólahús til í sveit- inni, heldur voru það farkenn- arar, sem sáu börnuni fyrtr frœðslu. Oft var stíítt milli bceja, og fóru börnin þangað sem far- kennarinn hélt til hverju sinni, eða, ef langt var milli bœja, dvöldu börnin á bœnum þar sem 'kennarinn dvaldi. Með þessum hœtti lœröi Einar lestur, skrift og reikning, að ógleymdri lcrist- indómsfræðslu, sem þá var meg- inuppistaðan í barnafrœðslunni. Þar lœrði hann Helgakver, en síðar fermdist hann hjá síra Arnóri ÞorláJcssyni á Hvanneyri. Einar þórðarson var orðinn roskinn maður, eða að minnsta kosti fulltiða, allt eftir því hvernig á það er litið, er hann fluttist til Reykjavíkur. en hann var þá á 50. árinu. áriö 1926. ■Maruar hiuv hi ji, Tiann fluttist úr sveit sihni til þá erfitt um allan búskap, allt hjakkaði i sama farinu, eins og hann segir sjálfur. Þar i sveit- inni byggðist búskapurinn helzt á mjólkurframleiðslu. Danskur maður, Grönfelt að nafni, rak mjólkurbú á Beygalda í Borgar- hreppi í Mýrasýslu, en að Hvita flútti Einar mjólkina, og hafði til þess vinnumann og tvo hesta. Svo brann mjólkufbú Grönfelts, en bœndur fengu ekki eyri fyrir mjólk sína, eftir veturinn. Þetta var mikið áfall. Þá var það, að nœr ógerlegt var að fá kvenfólk til starfa í sveitinni, og ef húsmóðir fatlaðist, var öll afkoma í voða, enginn til þess að sinna verkum hennar, — allar vildu stúlkurnar til Reykja- víkur. „Á því hefur víst engin breyting orðiö,“ segir Einar. Einar átti enga vinnu vísa, þegar hingað kom. Hinsvegar var fátt í heimili, aðeins þau hjónin og 7 ára dóttir þeirra. En þau voru ekki félaus mcð öllu, og Einar festi það í ný- byggðu húsi við Njarðargötu, sein hann á enn þann dag i dag. Fyrstu tvö árin, sem hann bjó hér únglingur lengur. En ínargiv halda, að innheimtustarfið sé fjarska vanþaklilátt og leiðin- legt. Það getur vel verið, en það er eftir því hvernig maður er skapi farinn og fer að hlut- unum. Flestir, sem eg heim- sæki með reikninga eru oi’ðnir góðir kunningjar míhir. Sum- um fannst gaman að sjá sveita- karl koma með reikninga, og flestir hafa , verið alúðlegir. Einn var dálítið skritimi. Reikningar til hans voru heftir saman, og þetta fór í taugarnar á honum, Hann byrjaði því alltaf á því að rífa þá sundui’ og rausa um, að allt væri þetta eins hjá Olíuverzluninni. „Eini maðurinn, sem talandi er við hjá ylckur, er hann Guð- mundur Kristinh,“ var hann vanur að segja. Einu sinni, þegar hann var að rausa og rífa sundur reikningana, sagði eg: „Það er margur skemmtilegri, sem eg kem til en þér eruð“. í Síðan var hann alla tíð fjarska alúðlegur. Er ekki erfitt að eiga við suma? Ónei, það finnst mér ekki. Að vísu þarf maður oft að koma oftar en einu siimi til fólks með reikning, en það stafar þá af því, að menn hafa ekki pen- ingana við hendina, eða þá eru ekki heima o. s. frv. En eg heú ekkert haft af leiðindafólki að segja, og mér hefir fallið vel við flesta eða alla gjaldkera, sem eg hefi heimsótt. Eg tala lítið við þá, sem mér er ekki um, en aðra spjalla eg oí't við. Það er kannske af því, að eg er Bessastöðum, Helgafelli í eru myndir af Skógafossi, Ilelgafellssveit, Heimakletti og víðar, en rétt fyrir ofan mig er listilega gerð mynd af hundi, sem horfir á manh góðlátum og glaðværum augum, rétt eins og hann væri lifandi en ekki flosaður undir gleri í ramma. En nú kemur Einar með bækur margar og sýnir mér nokkuð af því, sem hann hefir fengizt við í tóm- stundum sínum. Jú, það fer sannarlega ekki hjá því, að þessi maður hefir yndi af ljóð- um. Og enn finn eg, hve kjána- lega eg hefi komizt að orði. bœnum, átti hann eina kú, se?Ji hami haföi í Briems- fjósi við Njarðargötu, og hlöðu á lóðinni, sem hann fyllti af heyi ofan úr sveit. Nú hefur hann þar geymslu, en Briems- fjós er horfið. n , En hinn 1. maí árið 1929 tek- ur hann að vinna hjá Olíu- verzlun Islands, og þar hefir hann. verið stárfandi fram á na dag. Nú kveðst hann á ' að , sefjast, í helgan stein um mánaðamótm,/ og þá mun liöfua&taðpniiuu'gefast enn betri tíml til Sextíu bækur skrifaðar. í stuttu máli hefir Einar Þórðarson fengizt við þetta: Hann hefir ýmist skrifað sjálf- ur, fengið aðra til að skrásetja eða látið senda sér vísur og kvæði hvaðanæva að af land- inu. Þær eru nú orðnar sextíu, bækurnar hans • þéttskrifaðar vísum. Með þessu móti hefir hann varðveitt frá gl'eymsku ógrynni kvæða, og haldið þann- ig til haga miklum menningar- verðmætum. Þetta safn hans rennur til Landsbókasafnsins eftir hans dag, og verður þar örugglega geymt. En Einar er hógvær maður og yfirlætis- laus, og hann flílcar því lítt, að hann er, ósennilega fróður um þessa hlúti. Hann segir mér frá þessu ósköp blátt áfram, en þó eins og sá, sem veit hvað hann syngur, enda minnið með olík- indum og greindin skörp's „Sumir koma til mín og skrifa hjá mér,“ segir hann. „Margt af þessu er óprentað. orðinn gamall og hefi frá ýmsu ; Hér er til dæmis Æviferilsríma að segja, að fólk vill rabba við, Sigurðar Helgasonar frá Jörva. Bjarni Ásgeirsson sá hana einu sinni 'hjá' mér. og hann. sagðist helzt viljá vera' hjá mér í viku til þess að skoða þeSsa- hluti, enda hefir hann miklar mætur á skáldskap. — Bezti liðsmaður minn við kvæðasöfnunina hefir Stefán Vagnsson á Hjalta- stöðum verið. Hann skrifar skínandi hönd, og er sjálfur vel skáldmæltur. Þá kom Sveinn í Elivogum til mín. Haim var harðgreindur maður og hag- orður vel. Hann skrifaði hjá mér margar vísur, sem hvergi eru til prentaðar,“ Hvað eru höfundamir margir? „Eg hefi látið skrásetja nöfn þeirra höfunda, sem kunnir eru, en þau eru um eða yfir 1000, hvaðanæva að af landinu. Ann- ars var Gísli Ólafsson á Eiríks- stöðum einu sinni hjá mér í sex mánuði. Haim skrifaði fyrir mig fimm bækur. Þá hefir Jón- as Jónasson frá Hofdölum skrifað tvær bækur. Þeir eru orðnir margir, sem hafa komið til mín og gluggað í þetta, auk Bjai'na ■ Ásgeirssonar, t. d. Jón Pálmason Alþingisforseti og <ir. Broddi Jóhannesson. Eg er nú búinn að safna vísum í meira en fimmtíu ár, svo að það er eðlilegt, að þær séu orðnar nokkuð margai'. Þær skipta mörgu.m þúsundum.“ Kunnið þér ekki feikn af kvæðum? „Ójú, þau eru nokku'ð mörg, býst eg við. Og margt af því er nokkuð langt. T. d. kann eg enn alla Hjálmarskviðu“, eftir Sig- urð Bjarnason frá Bergsstöðum á Vatnsnesi, en í henni eru um 300 vísur. Þá kann eg Rímu af Gunnari á Hlíðarenda, sem segir frá því er, þau hittust, Hallgevður og hann á Þingvöll- um, en hún er eftir Sigurð Breiðfjörð. Seinustu vísuna kunna fjarska margir, en þeii- eru.færri, sem vita. hvaðan jiún er, en hún er svona: Einar Þórðarson cr hafsjór af fróðleik, Það er vandi að velja sér víf í standi þrifa. En ólánsfjand’ ef illa fer í því bandi að lifa. : En annars þekki eg aðe.ini: einn mann, sem vissi, hvaða þessi vísa er. Svona er það. Þá kann eg Harðar rímu Hólm- verjakappa, Kjartans rímu Ól- afs?onar og sitthvað fleira, en það yrði of langt, ef eg ætti að fara með það núna. — Enn er mér ekki farið að förlast svo að eg geti ekki lært vísu ef eg heyri hana einu sinni.“ ■ „Hefi setið um hagyrðinga.“ „Eg hefi alla tíð haft mætur á hagyrðingum, bókstaflega setið um þá, Eg naut þess, er Indriði á Fjalli kom tií min, og eitt sinn 'bar svo við, að þeir hittust heinia hjá mér, hann og Guðmundur Geirdal frá ísafirði. Þeir voru hálfan daginn hjá mér, og það var ánægjulegt. Þá hitti eg Símon Dalaskáld í æsku. Þetta liefir verið mitt ævistarf, miklu fremur en innheimtan eða taúskapurinn. gg eg trúi ekki öðru en að mér hafi tekizt að varðveita eitt og annað. sem annars hefði týnzt. Að minnsta kosti hefir Firsnur. Sigmunds- Bon, bókavörður l^tið syo ún» mælt.“ |l|í \a;. '\ Þegar her' er komið sögu* Frh. a 8. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.