Vísir - 30.11.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 30.11.1953, Blaðsíða 8
Ééir lem gerast kaupendur VÍSIS eítir 10. hveri mánaðar fá blaðið ókeypts tU mánaðamóta. — Sími 1660. VI8IR. Mánudaginn 30. nóvember 1953. VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjól- breyttasta. — HringiS í síma 1660 og geriit áskrifendur. Demókratar herða sóknina gegn repubtikönum og McCarthy-isma. Heita á Eisenhower að afneita Mc- Carthy. llait(laríkÍ33 ná ekki seiiu marki ella. Einkaskeyti frá AP. — N. York í morgun. Truman fyrrverandi forseti Bandaríkjanna réðst livasslega á McCarthyismann í útvarps- ræðu frá Chicago á laugardags- kvöld. Nú hefur annar leiðtogi demokrata, Mitchell, formaður miðstpjórnar flokksins, lagzt á sömu sveif í ræðu, sem hann flutti í gær, og skorað á Eisen- hower að hafna McCarthyism- anum, þar sem ella muni litið svo á, að stefna hans hefði sam- þykki forsetans og flokksstjórn arinnar. Forsetinn væri einnig þjóðarleiðtogi, og yrði því að taka af skarið, því að komin væri til sögunnar ofsóknaralda, til þess að stimpla alla síjórn- arandstæðinga landráðamenn og svikara. Meðal samstarfs- þjóða Bandaríkjamanna hefði þetta haft ill áhrif og menn óttuðust, að einangrunarsinnar myndu marka stjórnarstefnuna framvegis, ef ekki væri tekið í taumana. Lært af kommúnistum. Truman fyrrverandi forseti var enn skeleggari í sinni ræðu og kvað hafa verið teknar upp sömu bardagaaðferðir og komm únistar og fasistar hafa notað, til þess að bæla niður allt frjáls ræði með ofsóknum og harð- ræði, svo að enginn dirfðist að mæla þeim gegn. Sagði Truman, að Banda- xikin myndu aldrei ná því báleita marki, að koma á J friði og öryggi, cf þau glöt- uðu trausti samstarfsþjóða sinna með því að Játa það viðgangast, að haldið væri uppteknum hætti um of- f sóknir í garð andstæðinga sinna, — og skipti þá engu máli hversu voldug Bandaríkin yrðu hern- aðarlega. Með sama áframhaldi mjmdi síga áfram á ógæfuhiið. Hefur gagnsókn. Demokratar eru nú á flokks- fundi í Chicago. Þar flutti Tru- man ræðu sína og hóf þar með öfluga gagnsókn gegn Brb.wn- ell dómsmálaráðherra, Mc- Carthy og fleiri repuþlikön- um, en kosningastyrjöld, sem standa á til næsta hausts, hófst með ásökunum Brownells út af Harry Dexter White-málinu og mun verða, að flestra ætlan, hin harðasta í sögu Bandaríkj- anna. Allsherjarþing Sþ. ræðfe Þannig verður skáli Ferðafé- lagsins í Þórsmörk útlits. rr Muslca sacra" í Dóm- kirkjunni í kvold. í kvöld verða þriðju tónleib- arnir í flokknum „Musica sacra“ í Dómkirkjunni. Þá leikur Páll Kr. Pálssn orgelverk eftir ensk og frónsk tónskáld, en Guðmundur Jóns- son óperusöngvari syngur ís- lenzk lög. íslenzku lögin eru þessi: „Gakk inn í herrans helgidóm“, eftir ísólf Pálsson, „Ég kveiki á kertum mínum“, eftir síra Jón Þorvarðsson, „Með gleðiraust og helgum hljóm“, eftir Pál Kr. Pálsson, og tvö lög eftir Victor Urbanc- ic. Fæst laganna hafa heyrzt áður hér á landi, og er hér um nýlundu að ræða. Tónleikarnir hefjast kl. 9 síðdegis, og er aðgangur ókeypis. New York (AP). — Alls- herjai'þing Sþ. ræðir í dag skýrsluna um hryðjuverk kommúnista í Kóreu, sem bitn- uðu á yfir 27.000 manns. Skýrslan hermir, að þau hafi bitnað á 11.000 stríðsföngum og yfir 16 þúsund borgurum. Margir, sem ekki er vitað um, , hafa og vafalaust sætt illri j meðferð. — Skýrslan greinir frá löngum göngum fanga, hvernig þeir voru lamdir til bana, brenndir inni o. s. frv. — Cabot Lodge, fulltrúi Banda- ríkjanna, verður framsögu- maður. Verði ekki sérstök umræða, en það virðdst ekki hafa byr meiri hluta fulltrúanna, mun þinginu ljúka 8. des. eins og gert hefur verið ráð fyrir. Sneru baki við kommúnistujn. Panmunjom. (AP) —- Suður- Kóreumaður að nafni Cho, sneri nýlega baki við kommún- istum, og kona hans. Þau höfðu ! verið talin meðal þeirra borg- aralegra fanga sem vildu vera hjá kommúnistum. Lýstu þau yfir því við yfirheyrslu, en svo snerist þeim hugur eftir 8 daga. Hjón þessi eiga tvö ung böm, son 2ja ára, og litla dóttur, sem fædd var í fangabúðunum. Kornhruni í Kanada. Picturebuíte, Alberta (AP). •— Eldur kom h5r upp í járn- brautaryÖgnum og kornhlöðum og eyði'lögðúsí 214.000 skeppur af korni, og er áætlað verð þeirra um 1 millj. dollara. Barnamoróingar fá ííflátsdóm. Kansas City (AP). — Sak- sóknari ríkisins hefur krafizt líflátsdóms yfir barnaræningjun um Carl Austin Hall og Mrs. Bonnie Brown Heady. Konan ginnti 6 ára dreng, Bobby Greenleese, úr skóla, en Austin drap drenginn eftir að hafa komist yfir lausnarféð. Enginn vafi er talinn á, að þau verði dæmd til lífsláts, þar sem þau hafa játað á sig sakir. Munu þau að líkindum verði tekin af lífi í gasklefa. Sprenging varð í rannsókn- arstofu vopnaverksmiðju í Eng landi í gær og biðu 3 menn bana en 3 meiddust. Danir vilja ekki bandarískar land- búnaðarafurðir. Khöfn (AP). — Danska rík- isstjórnin hefur hafnað boði um að kaupa bandarískar landbún- j, aðarafurðir fyrir danskan gjaldeyri. Stóð Dönum til boða að kaupa hveiti, ómalað korn, soya baunir, soyabaunaolíu, grasfræ, nautakjöt, mjólkurafurðir og hunang fyrir samtals 8 millj. dollara. — Danir höfðu áður mótmælt opinberlega afurða- sölum af þessu tagi. — Danir segjast ekki þurfa afurðanna og auk þess gætu þær skaðað út- flutningsverzlun Dana, ep aðal- útfiutningur Dana er landbún- i aðai’afurðir. Danir vilja líka breyttan afgreiðslutíma sölubúða. Það er víðar en hér á íslandi að menn eru með áform á prjón unum um breyttan afgreiðslu- tíma sölubúða. Danir ætla nú að taka þau mál uup til gagngerðrar athug- unar. — og geta má þess, að Lis Groes, viðskiptamálaráð- herra Dana, ætlar að beita sér fyrir þessu máli. Er frá þessu skýrt í bréfi, sem Neytendasamtökunum hér hef- ir borizt frá hliðstæðum sam- tökum í Danmörku. Gela má þess, að afgreiðslutími sölubúða í Danmörku er mikhtm mun hagstæðari neytendúm almenn en hér hefur tíðkazt, en samt telja Danir ástæðu til að koma enn betur til móts við óskir al- mfennings í þessum efnum. Vísir átti tal við Svein Ás- geirssn hagfræðing, formann Neytendasamtakanna hér, og innti hann fregna af starfsem- inni. Sagði hann að skoðana- könnun stæði enn yfir meðal húsmæðra um breyttan af- greiðslutíma sölubúða, en vænt- aiilega fæst af henni bending um, hveraig heppilegast muni að haga þessum málum. Þetta er ein af myndum Haye-W. Hansens á sýniagunni í Þjóðminjasafninu. Er það teikning af steinaldargröf við Bögebacka Þýzki málarinn Haye-W. Hansen opnaði sýningu á lista- verkum sínum í Þjóðminja- safnsbyggingunni s. I. föstudag kl. 5 síðdegis. Meðal viðstaddra var utan- ríkisráðherra, fulltrúar nokk- urra erlendra ríkja o. fl. Við þetta tækifæri færði málarinn íslenzka ríkinu 20 myndir af íslenzkum býlum og þjóðbúningum að gjöf eftir sinn dag. Þessa gjöf kvaðst málar- inn færa ríkinu í þakklætisskyni fyrir gestrisni þá, er hann hefði notið hérlendis. Matthías Þórðarsn fyrrv. þjóðminjavörður flutti erindi yið opnun sýningarinnar og ræddi þar m. a. um samstarf safna og listamanna. Sýningin verður opin daglega kl. 1—7 til 7. des. n. k. Bílslys á Sigtiíni. 4 ára drengur bein- brotnar — Alimikil öivun um helgina. Síðdegis í gær varð 4ra ára drengur fyrir bifreið á Sigtúni ; og var fluttur í Landspítalann vegna meiðsla. Drengurinn heitir Heimir Hjörleifssn, Sigtúni 31. Árekst- urinn varð á móts við Sigtún 25. Kvartaði drengurinn yfir að sig kenndi til í baki og hand- legg. Mun hann hafa olboga- brotnað. Allmikið var um ölvun um helgina og voru 2 menn teknir fyrir ölvun við akstur. — Nokkrir bílaárekstrar urðu. Bifreið var ekið út af Miklu- braut í nótt og lenti hún í skurði. Bifreiðarstjórinn kvað hálku um að kenna. Ekkert var óeðlilegt við bifreiðarstjórann. Þorvaidiir Skóíðison opnar sýningu. í gær opnaði Þorvaldur Skútason sýningu í Lisívina- salnum við FreyjugötU. Þorvaldur, sem ekki hefur haft sjálfstæða sýningu síðan 149, sýnir 'að þessu sinni 25 myndir, 15 olíumálverk og 10 gouache-myndir. Allmargir voru viðstaddir opnunina, og þegar í gær seldust 5 myndir. j Sýningin verður opin kl. j 2—10 .næstu tíu daga. í Svíþjóð. Ifiandknattleiksmótid. KR og Valur keppa un meistaratitilinn. í kvöld fara fram úrslita- jleikir í handknattliciksmeist'-, aramótinu og eru það K.R. og Valur sem heyja einvígi um meistaratitilinn. í gær fóru fram þrír leikir i mótinu og gerðu Fram og K. R. jafntefli, 12:12, Ármarrn vann Þrótt, 16:11 og Valur vann Viking, 13:9. 1 Stig félaganna standa því þannig að K.R. og Valur eru jöfn með 9 stig hvort, Víkingur hefur 6 stig, Fram 5, en Ármann Í.R. og Þróttur sín 2 stigin hvert. í kvöld keppa því K.R. og Valur um sigurinn, Fram og Víkingur um 3. og 4. sætið og Ármann og Í.R. um 5. sætið. Leggja út á Kyrrahaf. Elisabet drottning og ber- toginn, maður hennar, sátu boð í forsetahöllinni í Panama í ■ gærkveldi. ■ Mikið var um dýrðir í Pa- nama meðan dvalist var þar. Þau hjónin óku yfir eiðið, með- an verið var að koma Gothie og beitiskipinu Sheffield um skipastigana í skurðinum. Næsti áfangi er Fijieyjar á Kyrrahafi og hefur þar verið unnið mánuðum saman að nna- irbúningi komu drottningar. Sambandsflokkur Súdans sterkastur. London (AP). — Það er vit- að um þíngkosningarnar í Sud- an, að þjóðernissinnar, sem vilja samband við Egyptaland, hafa fengið 42 þingsæti. Kunn- ugt er um 90 þingsæti af 97. Uma, sjálfstæðisflokkur, sem vill óháð, sjálfstætt Sudan, hef- ur fengið 21 sæti, lýðveldis- scialistiskur flokkur 6, en hann vill einnig sjálfstæði, Óháðir 13, Suðurhéraðaflokkurinn 6, aðrir 2. Brezkir og egypzkir hermenn höfðu fyrirskipanir um að halda kyrru fýrir í herbúðum, (þar til kosningaúrslitin va:ru kunn orðin.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.