Vísir - 30.11.1953, Blaðsíða 1
43. árg.
Mánudaginn 30. nóvember 1953.
274. tbl.
Ur Sm\
P
útivist á víöavangi
ÚriS týndist í smaSamennskte 1906, en
fannst 1949 @g hefur gengið síðai&.
Nokkru eftir aldamótin síð-
usíu týndi unglingspiltur norð-
ur í Langadal í Húnavatnssýslu
úrinu sínu í smalamennsku, en
fyrir 4 árum fannst úrið aftur
á grjótmel uppi í fjalli og síð-
an hefur úrið gengið viðstöðu-
laust.
Það mun hafa verið árið 1902
að Jósafat Líndal, þá bóndi að
Holtastöðum í Langadai, kom
úr Reykjavík og færði þá Jó-
natan syni sínum svissneskt úr
(frá G. T. Revue verksmiðj-
unum) að gjöf.
Jónatan átti úrið þá í nokk-
ur ár og reyndist það hið bezta
í hvívetna, en árið 1906 var
Jónatan í smalamennsku i f jall-
inu fyrir ofan bæinn. Muadi
hann þegar hann leit síðast á
úrið, en þegar hann ætlaði að
líta á það næst, var það horf-
ið. Var þá"gerð mikil og ilar-
leg leit að úrinu en án árang-
urs.
.': Fjörtíu og þremur árum
seinna eða árið 1949 var mað-
ur að smalamennsku á svipuð-
um slóðum í Holtastaðalandi
og Jónatan var forðum þegar
hann týndi úrinu. Á grýttu
melholti uppi í fjallinu sér
smalinn glytta í eitthvað og sá
að það myndi vera úr. Úrið var
í hlífðarkassa eins og þá var
títt til sveita, en bæði úrið og
kassinn einn ryðklumpur og
virtist. ekki vera til nokkurs
nýtt. Datt smalanum helzt í
hug að fleygja úrinu þar sem
það var komið, 'en hélt kannske
að krakkar myndu hafa gaman
af því og tók það þess vegna
með sér heim.
Kannaðist Jónatan bóndi þá
strax við gripinn, .hreinsaði
hann ryðið af úrinu og dró það
upp til gamans. En úrið tók þá
að ganga án þess nokkrum
dytti slíkt í hug, og hefur geng-
ið linnulaust og án minnstu
viðgerðar þau fjögur ár frá þvi
úrið fannst.
Sigurður Tómasson úrsmiður
hefur skoðað úrið og gangverk
þess og telur hann undravert
hve úrverkið hefur haldizt ó-
skemmt allan þennan tíma.
rtanu
Brezkir læknar bentu nýlega
á þá hættu, er íbúum f jölmargra
borga stafar af reykþoku, er
oft grúfir sig yfir borgiruar
dpgum saman. Leggja þeir til,
að útbúnar verði gasgrímur fyr
ir menn. Tízkuverzlanir ruku
þegar upp til handa og fóta Og
bjóða konum nú grímur af því
fagi, sem.myndin sýnir.
Þrjár afiasöhir
í Þýzkalamfi.
Þrír íslenzkir togarar selja
ísfiskafla í Þýzkalandi fyrri
hluta þessarar viku.
Egill rauði selur í dag og
Kaldbakur og Harðbakur' á
morgun og miðvikudag. —
Hvort fleiri sölur verða þar
síðar í vikunni er enn ekki
kunnugt, en ekkert liggur fyr-
ir um sölur í Bretlandi í vik-
unni.
Lcgandi olía tmm
iHtigoKíi.
Slökkviliðið var þrívegis
kvatt á vettvang um helgina, en
í engu tUfelIanna var um veru-
legan eldsvoða að ræða.
í gærmorgun var slökkviliðið
beðið um aðstoð að Selásbletti
23 , en þar hafði kviknað út
frá olíukatli í viðbyggingu
hússins. Flaut olíu um gólfið og
varð af allmikill eldur á tíma,
en eigandanum tókst að kæfa
hann áður en slökkviliðið kom
á staðinh. Skemmdir urðu
furðulega, litlar nema helzt af
reyk, sem lagði um húsið.
í gærkveldi varð skamm-
hlaup út frá einangrunarleiðslu
að útvarpstæki í kjallara húss-
ins nr. 38 við Klapparstíg. —
Loks var slökkviliðið kvatt að
Mávahlíð 12 klukkan 1 í nótt,
vegna íkviknunar út frá olíu-
kyndingu. Búið var að slökkva
þegar slökkviliðið kom á vett-
vang. Á hvorugúm framan-
greindra staða var um skemmd
ir að ræða.
Þ. 1. des. 1Ö7Ö var kwelict á
Reykjaiitesvita í fyrsta 'suP]L
kosixstaður vai* áætlaður 2© þús. kr.
eu ffór !.ö |íús. íram lir áœllun.
Churchill 79
ára í dag.
London (AP). — Sir
Wínston ChurchiII forstætis-
ráðherra Bretlands er 79 ára í
dag.
Hann hefur fjölskylduboð
inni síðdegis í nr. 10 Downing
Street pg móttöku á eftir.;:— I
morgun. var hann í forsæti á
stjórnarfundi, og það verður
hann líka^ í fyrramálið, en ann-
að kvöld leggur hann af stað
til Bermuda ásamt Eden. Há-
loftsflugvélin Canopus, sém
J flutti drottninguna og niann
hennar um Nýfundnaland til
Jamaica, flytur þá þangað. .
Ríkistekjur Svia námu mill-
jarði s. kr. í júlí—ágúst —
fyrstu mánuðum yfirstandandi
fjárhagsárs.
íæmefegyr afti h|á
Fimm bátar hafa róið frá
Sandgerði undanfarna daga og
aflað sæmilega, þrátt fyrir ótíð.
Fréttaritari Vísis i Sand-
gerði skýrði blaðinu frá því í
morgun, að aflr þessara báta
hefði verið 5-r-S lestir í róðri,
og er það talið sæmilegt. Bát-
ar eru allir á linu og róa
skammt, eða þrjá stundax-
fjórðunga \mdan eða svo. ..
Lokað á hádegi
á morgun.
Ölí almenn afgreiðsla, þ. e.
í verzlunum, skrifstofum,
bönkum og öðrum fyrirtækj-
,um, hættir á morgun kl. 12 á
hádegi í tilefni fullveldisaf-
mælisins.
Á sama tíma er rakarastof-
um bæjarins lokað og skósmíða
vinnustofum. Afgreiðsla olíu-
félaganna í sambandi við elds-
neytisflutninga í hús verður þó
allan daginn. Einnig er, sam-
kvæmt samningum, unmð í
verksmiðjum og iðnaðarfyrir-
tækjum allan daginn á morgun.
Frá Fandit og
kommúnisminn.
New York (AP). — Mme
Pandií, forseti allsjierjarþings-
ins sagði nýlega, að vestrænu
þjóðiraar gætu sjálfum sér um
kennt, hve mikilli útbreiðslu
kommúnisminn hefði náð í
Asíu.
Asiuþjóðirnar hafi verið
komnar á það stig, að þær hefðu
fagnað hverjum sem væri, er
þær töldu mundu hjálpa sér til
að losna úr viðjum nýlendu-
kúgunar. Þetta hefðu vestrænu
þjóðirnar átt að sjá og skilja
fyrr.
¦ 'Adenauer kanslari og stjórn-
arfulltrúi Frakka halda áfram
viðræ'ðum íBonn um Saarmál-.
i3. ' :-¦ '' /"' '
Siglingar við ísland hafa
löngum verið hættulegar að
vetrarlagi og eru sjóslys síðustu
vikna ný og hörmuleg sönnun
þess.
En þótt „sjórinn æði við ís-
land", eru hætturnar þó engan
veginn eins válegar og þær vo.ru
fyrir rúmlega hálfri öld, því þá
máttí segja að vitalaust væri á
íslandsströndum.
Vitamál komu fyrst til opin-
berrar umræðu á Alþingi árið
1874 og var þá vakið máls á
því að koma á vitaskatti, til
þess að afla fjár til vitabygg-
inga. Þessi tillaga féll af tveim
ástæðum. í fyrsta lagi vegna
þess, að ekki var talið fært að
krefja skip um vitagjald, méð-
an enginn viti væri til. I öðru
lagi var Grímur Thomsen, á-
hrifamesti maður þingsins"; á
móti málinu, þar eð hann taidi,
að Dönum bæri að sjá um vita-
byggingar á íslandi, þar eð' hér'
væri um sameiginlegt hags-
munamál þjóðanna að ræða.
Kóngur beðinn
aðstoðar.
Var þá það ráð tekið að biðja
kóng um aðstoð í vitamálinu.
Kóngur svaraði vitanlega ekki
slíkri málaleitan sjálfur, en
danska flotamálaráðuneytið
fjallaði um hana vel og vand-
legt, en hægt og bítandi í tvö
ár, og komst löks að þeirri
spaklegu niðurstöðu, að þetta
mál gæti ekki talizt hagsmuna-
mál allra þegna Danakonungs
og bæri því að hafna beiðninni.
Þá taldi flotamálaráðuneytið
litla þörf fyrir vita á Reykja-
nesskaga, en þar var nýja vit-
anum hugaður staður, og or-
sakir vo.ru þessar: Alls kæmu
aðeins 70 skip að Reykjanes-
skaga á ári. Skip þessi væru
flest á ferð, meðan nótt væri
björt eða á tímabilinu frá 15.
marz til 1. des. Ella sigldu skip
aldrei á þessum slóðum. Eigí
að síður vildi ráðuneytið mæia
með því, að íslendingar férigjúi
12.000 kr. styrk úr ríkissjóðn-
um danska til þess að koma
upp vita á Reykjanesskaga, en.
íslendingar skyldu leggja fram,
i 4.000 kr. úr landssjóði. „Fylla"
skyldi aðstoða við flutninga.
Framlag frá
báðum.
Þótt allt væri sparað vi9
byggingu vitans, og vitavarðar-
bústaður mjög lélegur, fór
kostnaður 10.000 kr. fram úr
áætlun. En 1. desember .1878.
gat yfirvérkfræðingurinn Al-
exander Rothe látið kveikja á
vitanum og eru því 75 ár á
morgun, síðan fyrsti viti á ís-
landi lýsti sjómönnum á'hættú-
legri leið.
Síðan hefur mikið áunnizt. Þ.
1. des. 1888 voru vitarnir orðnir
þrír, 1. des. 1898 var talan kom-
in upp í fimm, 1. des. 1908 var
talan nærri fjórföld eða 18, og.
1. des. 1918 var sú tala nærri
þrefölduð eða komin í 47. 1..
des. 1928 voru þeir orðnir 90,
1938 111 og 1. des. 1944 var
tala þeirra 135, en síðan hefur
þeim fjölgað enn.
iórdaníustjörn fær
lán hjá Bretmm.
London (AP). — Brezka
stjórnin hefur áveðið að veitar.
Jördaniustjórn lán að upphæo'
2.350.000 stpd. (yfir 100 millj.
kr.). — Talið er, að Brétar
hugleiði frekari fjárhagsaðstoð'-
við Jordaniu.
3 »11 • ^ •
niilljonir
í verkfalli.
London (AP). — Hinn 2. des.
hefst sólarhrings mótmæla-
verkfall 3.000.000 vél- og
skipasmiða í Bretlándi, vegna
þess að þeir hafa ekki fengið
framgengt kröfum . um 15</é
kauphækkim.
Kaniiiskí blað 100 ára.
Sarnia, Ontario (AP). —
The Samia Canadian Observer
hélt 16. nóv. upp á aldarafmæli
sitt og 60 ára afmæli sem dag-
blað. Afmælisblaðið var i 8
heftaim, samtals 120 bls- v
Hver er þessi kona þarna á;
myndinni? Nafn manns henn-
ar hefur verið nefnt í heims-
fréítunum nær daglega undan-
farin tvö ár, og er deilt ákaft
um örlög hans. Já, þett^ er
eiginkona Mossadeks hins pers-
neska, sem nú er fyrir herrétti,.
og ákærandi hins opinbera vill
&S 'ver.Si- Kflátinn.