Vísir - 10.12.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 10.12.1953, Blaðsíða 8
í»eir iem gerast kaupeadur VÍSÍS eftir 19. hvers mánaðar fá blaðið ókeypij tí.1 mánaðamóta. — Sími 1550. v: & VISIR VÍSIR er ódýrasta blaðíð og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1650 ®g geritt áskrifendur. Finvmtudagimi 10. desember 1953 Vetrarhjálpin i Rvik er tekin til starfa. Stefán A. Pálsson forstöðumaður hennar, - almenn fjársöfnun 16.-18. |j. m. Vetrarhjálpin hefur nú hafið starfsemi sína, og í næstu viku verður almenn fjársöfnun í bænum svo sem venja er til. Stefán A. Pálsson mun veita Vetrarhjálpinni forstöðu, en hann er þaulkunnugur þeim málum, enda starfað að þeim um mörg undanfarin ár. Enda þótt atvinna hafi verið hér mik- il undanfarið, er hér engu að síð ar hópur fólks, sem er hjáipai þurfi, ekki sízt gamalmenni og iasburða fólk. Má í því sam- bandi geta þess, að í fyrra var úthlutað til 845 fjölskyidna, eða milli 3 og 4 þúsund ein- staklinga. Dagana 16.—18. þ. m. munu skátar fara um bæinn og safna til Vetrarhjálparinnar, og er i ekki að efa, að bæjarbúar muni taka þeim vel nú, ekki síður en áður. í stjórn Vetrarhjálparinnar eru sr. Jón Thorarensen, Mrgn- ús V. Jóhannesson framfærslu- fulltrúi og Jón Sigurðsson borg arlæknir. Skrifstofa Vetrar- hjálparinnar er í Thorvaldsens- stræti 6, húsnæði Rauða kross- tns, opin kl. 10—12 og 2—6, sími 80875. Nú styttist óðum til jóla, og ættu menn að snúa sér til skrifstofunnar sem fyrst með framlög sín. Samvinna kommúnisfö og ÞjóÖvarnar vfð kosningar á Alþfngi. Mannréttindadagur Sþ er í dag. Á Alþingi í gær var kjörið í ýmsar nefndir og ráð, en þessi eru helzt: í menntamálaráð voru kjörn- ir af lista lýðræðisflokkanna þeir Valtýr Stefánsson ritstj., Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstj., Pálmi Hannesson rektor, Hauk- ur Snorrason ritstjóri, og af hálfu kommúnista Einar K. Laxness. Var Einar kjörinn með atkv. kommúnista og Þjóð- varnar, en þeir Gylfi og Hanni- bal skiluðu auðu. í útvarpsráð voru kjörnir þessir menn af hálfu lýðræðisflokkanna: Próf. Magnús Jónsson, Sig. Bjarna- son ritstjóri, Þórarinn Þórar- insson ritstj., Rannveig Þor- steinsd. fyrrv. alþm. og Björn Th. Björnsson listfr. af hálfu kommúnista. í landskjörstjórn voru þessir kjörnir: Jón Ás- björnsson hæstarétardómari, Einar B. Guðmundsson hrl., Sigtryggur Klemenzson skrif- stofustjóri, Vilhjálmur Jónsson lögfræðingur og Vilmundur Jónsson landlæknir. í dag, 10. desember, er mann- jL-éttindadagur Sameinuðu þjóð- anna, og er hans minnzt í öll- am löndum þessara alþjóða- samtaka. Manm-éttindayfirlýsing S.Þ. var samþykkt á allsherjarþing- inu í París hinn 10. des. 1948, en þá hafði verið unnið að samningu hennar í hálft þriðja ár. Yfirlýsingin er í 30 greinum, en í henni er kveðið á um réttindi manna, vernd þeirra i gegn hvers kyns ofsóknum eða ofbeldi. Misjafnlega hefur gengið að halda hinar ýmsu greinir yfir- iýsingarinnar, t. d. eru ekki reglubundnar og leynilegar kosningar í mörgum ríkjum S. Þ., en yfirlýsingin er þó fögur tjáning um mannhelgi og frið- samleg samskipti manna. í tilefni dagsins hefur STEF sent frá sér þriðju ársúthlutun til íslenzkra höfunda og rétt- liafa, og hefur Jón Leis tónskáld birt greinargerð í þessu sam- foandi, en þar segir frá hug- Hafskip veria fyrlr töfum. Sr. Halldór Jón&son fyrrverandi prestur andaðist s.l. nótt af völdum hjartabil- unar. Síra Halldór á Reynivöll- um eins og hann jafnan var kallaður, var hinn merkasti maður, og kunnur um land allt fyrir sönglagasmíðar, tónmennt aráhuga og áhuga fyrir ýmsum velferðarmálum lands og þjóð- ar. Halldór varð áttræður s.L laugardag og var afmælisins minnzt í blöðum og útvarpi. 160 dráttarbátamenn gerðu skyndiverkfall í gær í South- ampton vegna ágreinings um störf í nýjum dráttarbátum. Afleiðing verkfalls þessa var, að hafskipið Queen Elisabeth, sem var 1 þann veginn að leggja af stað vestur yfir haf, komst ekki úr höfn. 1000 farþegar voru komnir út í skipið. Hafskipið United States var sent til Plymounth, en menn þar eru ekki vanir afgreiðslu svo stórra skipa, og liðu 5 klst. frá því skipið kom og þar til fyrstu farþegar stigu á land. Búizt var við bráðabirgða- samkomulagi í dag um lausn verkfallsins í Southampton. Franih. af 1. síSu. yggi. En ef Frakkland gerðist aðili að Evrópuher myndi það verða herveldi á borð við smá- ríki, þar sem það réði ekki leng ur yfir. sinum eigin her. Frakkland, segir Pravda, er enn stórveldi, og fer mörgum orðum um, að ekki hafi dregið' úr áliti og veldi Frakka, eins og margir hafa haldið fram. SVR ætta að starfrækja sérstaka úthverfaleið. Leiðin yrði milli Kleppsbolts og Skjóla og án viðkomu i miðbænmn. Vishinsky: Kjarnorkutillögur Rússa eina lausnin. Vafalaust hefur Vishinsky verið búinn að fá sínar fyrir- skipanir .frá Moskvu í gær- kvöldi, því að hann sagði í ræðu, að engin trygging væri fyrir því, að kjarnorkan yrði notuð eingöngu við friðsamleg verkefni, nema tillögur Rússa ,væru samþykktar, en við frétta menn sagði hann síðar, að hann hefði ekki haft tillögur Eisen- howers í huga, er hann sagði þetta. — Áður hafði Vishinsky sagt, að hann mundi athuga gaumgæfilega tillögur Eisen- howers, en sú athugun hefur gengið fljótt fyrir sig, þar sem Moskvuútvarpið þegar í gær- kvöldi kallaði þær „Baruch- tillögurnar uppsoðnar“. Vetrarkjálp Hafnar- fjarðar hefst handa. Vetrarhjálpin í Hafnarfirði er tekin til starfa. Á síðastliðnu ári safnaðist meðal bæjarbúa til starfsem- innar 25 þúsund krónur, auk fatnaðar, en framlag bæjar- sjóðs var þá 15 þúsund krónur, Alls var úthlutað í 146 staði, þar af til 22 sjúklinga í sjúkra- húsum. Eins og að undanförnu munu skátar heimsækja bæjai'búa um næstu helgi, og væníir for- stöðunefnd Vetrarhjáíparinn- ar þess, að þeim verði hvar- vetna vel tekið, og sem flestir láti eitthvað af hendi rakná. Frú Violet Attlee var sektuð um 1 stpd. nýlega. Hún hafði numið staðar í bifreið sinni og slökkt ljósin, á stað. þar sem slíkt gat talist hættulegt um- ferðinni. í ráði rami vera strax og vagnakostur Strætisvagna Reykjavíkur leyfir að taka upp nýja ieið milli úthverfanna hér i í bænum. I viðtali sem Vísir átti við forstjóra Strætisvagnanna, Ei- j rík Ásgeirsson, í morgun, tjáði hann blaðinu að þessi nýja leið hafi lengi verið á döfinni,, en ekki tekizt enn sem komið er að taka hana upp sökum. vagnaskorts. Er ekki ólíklegt, að á þessu verði breyting,! þannig að unnt verði að auka vagnakostinn áður langir tím- ar líða, og þá má einnig vænta þess að hin nýja leið verði starfrækt. Leið sú, sem Eiríkur sagði að fyrirhugað væri að taka upp, yrði frá Kleppsholtinu um Vogana, smáíbúða- og Bústaða- vegshverfið, Hlíðarnar, Melana og Skjólin. Síðan verði ekið sömu leið til baka. Forstjórinn sagði að vitað væri um allmargt fólk, sem þyrfti að komast niilli hinna einstöku hverfa án viðstöðu í jniðbænum og ætti þangað því ekkert erindi. Þess vegna væri vagninn á hinni fyrirhuguöu úthverfaleið heldur alls ekki ætlað að koma þar við. Ekki kvað forstjórinn neitt á- kveðið um það hvenær leið þessi verður tekin upp í leiða- kerfi Strætisvagnanna, en það yrði gert svo fljótt sem kostur væri á og vagnakostur leyfði Holiendingum ifla vii belgiska mynt. Aukið vegaviðhaid — dýrari bílar. St.hólmi. — Skattar og tollar á bifreiðum og benzíni hækka e. t. v. til niikilla muna í Sví- þjóð frá 1. jan. 1955. Er þetta tillaga eins af sér- fræðingum stjórnarinnar, sem vill að hvort tveggja hækki um 28%. Orsökin er aukin við- haldskostnaður vega, sem er á- ætlaður 18 milljarðar ísl. kr. árin 1955—59. Haag (AP). — Hollenzkir kaupsýslumenn hafa skorað á stjórnina að fá stjórn Belgíu til að innkalla nýja 50 centíma mynt, sem gefim var út á árinu. Þessi belgiska mj-nt er nákvæmlega jafn- stór og þung og hollenzka 25 centa myntin, en er marg- falt verðminni. Belgir nota 50 centima peninga í hol- lenzka sjálfsala, sem gerðir eru fyrir 25 hoíl. cent, og ef t. d. er keyptur pakki aí sígarettum fást til baka 15 cent, sem eru verðmeiri en 50 centimurnar belgísku, sem notaðar hafa verið. Paris (AP). — Ashraf, prinsessa frá Iran, systir Irans- keisara, hefur kært tvo menn fyrir lögreglunni. Kveðst hún hafa falið þeim að selja skart- gripi og loðkápur, er hana vantaði peninga, og sviku þeir hana um greiðslu á 30 millj. franka eða 1,4 millj, kr. Kr. 11.000 mmningargjöf tH Dvalarbennilis aldraða sjómanna. Byggingarnefnd Dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna hefur borizt kr. 11.000 að gjöf til minningar um Ágúst heitinn Guðmundsson rafstöðvarstjóra í Reykjavík, sem andaðist 27. desember í fyrra. Gjöfinni fylgdi eftirfarandi j bréf frá ekkju Ágústar heitins, j frá Sigríði Pálsdóttur, í tilefni ! af því að hinn látni hefði orðið ! 64 ára í dag: ,,Eg hef í dag afhent formanni sjómannadagsráðs minningar- sjóð um manninn minn sál., Ágúst Guðmundsson yfirvél- stjóra, og óskað þess, að sjóðn- um verði varið til Dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna, ög að eitt herbergi í stofnuninni verði kennt við nafn hans. Jafnframt leyfi ég mér hér með að færa öllum samstarfs- mönnum og vinum Ágústs heit- ins, sem lagt hafa fram mest a£ Lýsi og mjöl h.f. prófar vélar til soð- kjarnavinnslu — hefur vinnslu bráðlega. IViiðar að ftKlikomnari nýtingu á sjávarfangi. Eins og mörgum mun kunn- hendi margskonar leiðbeining-! ugt hefur fyrirtækið Lýsi og mjöl h.f. í Hafnarfirði unnið að undirbúningi soðkjarnavinnslu, ■ veitt aðstoð við undirbúning að arstarf. Þannig hafi einni verk- j smiðju hér sunnanlands verið Er þessum undirbúningi nú svo langt komið að því er blað- ið hefur fregnað, að óðum líður að því að vinnslan hefjist. Frá því hefur nýlega verið sagt hér í blaðinu, að sérfræð- ingar rannsóknarstofu Fiskifé- lags íslands hafi í hinu nýja húsnæði við Skúlagötu innt af soðkjarnavinnslu, og er þar að sjálfsögðu átt við Lýsi og mjöl,1 sem er eina fyrirtækið hér á landi, sem hefur slíkan undh'- búning með höndum. Til soðkjarnavinnslunnar hefur verið reist viðbygging. Var reist s. 1. sumar. Vélar til soðkjarnavinnslunnar eru smíð- aðar í Atlasverksmiðjunum í Kaupmannahöfn gagngert fyrir Lýsi og mjöl. Er fyrir nokkru búið að koma þeim fyrir og stendur prófun þeirra yfir og gengur hún að sögn mjög að óskum. Lýsi og mjöl er fyrsta fiski- mjöls og síldarverksmiðjan hér á landi, sem tekui sér soð- kjamavinnslu fyrir hendur, og er hér náð merkum áfanga á þeirri braut, að hagnýta allt efni sem til fellur við fisk- vinnsluna. fénu, mínar alúðarfvllstu þakk- ir“.. Reykjavík 10/12 1953 Sigríður Pálsdóttir (sign). Til viðbótar fylgibréfinu varð andi gjöfina, skal það tekið fram, að börn hins látna hafa áskilið sér rétt til að útbúa hið væntanlega herbergi í Dvalar- heimilinu, er ber nafn Ágústs heit. Guðmundssonar rafstöðv- arstjóra, ýmsum munum, þeg- ar þar að kemur. Þá óska geí- endur þess, að herbergið verði við hliðina á herbergi til minn- ingar um Hafliða heit. Jóns- son, er var 1. vélstjóri á m.s. Goðafossi, en þeir voru kunn- ingjar miklir og áttu báðir lengi ,sæti í stjórn Vélstjórafélagi ís lands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.