Vísir - 21.12.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 21.12.1953, Blaðsíða 4
VÍSIR Mánudaginn 21. desember '4953 Afbröt og sakamál fyrri alda. Þrjái* njjar Dranpnisbækiir. DraupnLsútgáfan hefxu- sent á markaðinn bókina „Drekk- ingarhjdur og Brimarhólmur", eftir Gils Guðmundsson alþm. Höfundur kveðst hafa valið nafnið á bókinni með tilliti til þeirra viðurlaga sem sett voru við afbrot hér á lándi á fyrri öldum, en uppistaðan í bókinni eru saka- og afbrotamál frá þeim tímum. Nánar tiltekið eru í bókinni tíu dómsmálaþæt.tir frá 17., 18. og 19. öld og eiga þeir allir sammerkt um það, áð þeir fjalla um mál, sem komið hafa til kasta dómstólanna. Við samn- ingu þeirra er stuðst við heim- ildir úr fornum skjölum, Al- þingisbókum og dómabókum. Lengsti þátturinn í bókinni er um Bræðratunguhjón og' Árna Magnússon, og mun mörgum leika forvitni á að kynnast samskiptum þeirra nokkuð, ekki sízt þeir sem fengið hafa ,,forsmekkinn“ -af máli þessu úr fslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness. Aðrir þættir í ritinu heita Víðar er djöfull- inn en í Aðalvík, Yfirvöld og tilberar, Hvarf Snorra Fló- ventssonar, Vatnsblandað messuvín, Bréfið til Soffíu „í rauða pilsinu“, Tvíkvænis- maður, Pilturinn frá Eyvakoti, Örlög Guðmundar kíkis, ‘og Höggstokkur, gálgi og drekk- ingarhylur. í þessum þáttum eru dregn- ar upp margskonar myndir úr daglegu lífi og hugsanagangi fyrri alda, m. a. úr galdratrú, myndir af deilum og bæjarkrit, af flökkufólki, þjófum, og loks eru þarna dregnar upp myndir af störfum Alþingis á ofan verðri 17. öld. Höfundur bókarinnar, Gils Guðmundsson, er löngu þjóð- kunnur fyrir fræðistörf sín og skemmtilegar þjóðlifslýsingar og er óþarft að kynna hann nánar. Auk „Drekkingarhyls og Brimarhólms“ hefur Draupnis- útgáfan gefið nýlega út tvær skáldsögur. Önnur þeirra heit- ir Sumardansinn eftir Per Olof Ekström í þýðingu Einars Braga Sigurðssonar, og er það 27. bókin í flokki Draupnissagna. Hlaut hún verðlaun í norrænni skáldsagnakeppni og eínróma lof gagnrýnenda. Hún- hefur einnig verið kvikmynduð. Hin bókin er unglingabók „Ævintýrahafið“ eftir Enid Blyton og • hefur Sigríður Thorlacius íslenzkað hana. í»etta er fjórða ævintýrabókin eftir sama höfund og hafa hin- ar fyrri náð miklum vinsældum hér á landi. Að sjálfsögðu er bókin ævintýraleg og spenn- andi og heillar ungu lesend- urna. Hún er skreytt myndum. Gísii Einarsson héraðsdómslögmaður Laugavegi 20 B. Sími 82631. Apótek Austurkæjar hefur opið til kl. 10 að kvöldi, alla virka daga, nema laugardaga, en bá er lokað 7. — Sími 82270. Sólvallag. 74 — Barmahlíð 6 Sími 3237. Hreinsum og pressum fatnað á 2 dögum. Trichorhreiivsun. Almanjiatryggingar i Reykjavik Vitjiö bóta fyrir jó Þeir sem eiga ósóttar fjölskyldurbætur eða lífeyri skuli áminntir um að vitja inneigna sinna fyrir jói. Afgreiðslan i er opin kl. 9—4 daglega, nema á aðfangadag kl. 9—12. MiUi jóla og nýárs verða engar bætur greiddar. S/s'siiB’avatniay Meybþa.víkwt,a’ WVArtArtiVVVUVVUWWV ■NV.iV-.VI (Sfizt aD auglfsa í Vísi Að undanförau hefur flutzt til landsins mikiö af allskonar eriendum fatnaði. Vér viljum í Jjví sambandi beina beirri vinsamlegu ósk tii kaupenda fatnaoarvara, að áður en þeir festa kaup á erlendum varaiiigi sltkrar tegundar, kynni þeir sér gaumgæfilega, hvort inn- lendar framieiðsluvörur standist ekki fvllilega samanburð við erlendan vaming. Þegar þér veljið sslenzku vöruna stuðlið faér um leið að bættum Jjjóðarhag. Sjóklaeðagerð íslands h.f. ✓ Vinnufatagerð Islands h.f. Verksmlðjan Fram hif. Sýning í vinnustofu minni Fiókagötu 17 opin daglega frá kl. 10-22 JÓN ÆNGSIÆEUTJS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.