Vísir - 12.01.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 12.01.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 12. janúar 1954 VlSIR T ■W.'WW^VWVWJWWWW'AVWWWW^VAVWWV' C. B. líetland. Engill eða glæfrakvendi ? 42 yfir að ráða fullkomnasta upplýsinganeti, sem þekkist hér á vesturströndinni. Það er ekki hægt að kaupa skó hér í borg- inni, án þess að hann hafi orðið þess ásksmja, áður en klukku- stund er liðin.“ „Þá fæ eg ekki annað séð,“ hélt Anneke áfram sakleysis- lega, „en að það teljist til heiðvirðra viðskiptaaðferða að kom- ast að því, hvað kaupsýslumenn ætlast fyrir.“ „Þér eruð furðu slyng, ungfrú Viliard, og kunnið að koma fyrir yður orði,“ mælti Doré. „En ef þér komizt ekki að því, sem keppinauturinn hefir í hyggju, áður en hann kemst að þvj, sem þér ætlið að gera, þá hljótið þér óhjákyæmilega skell.ý „Það má segja, að þessi H. Wattles hafi ekkí gef't neitt 'Jjótt eða óheiðarlegt?" Pioche tók til máls, og var ekki gott að skilja, hvað honum fannst í raun og veru. „Góða mín,“ mælti hann vinsamlega. „Ralston mun vera þeirrar skoðunar, að hver sem ha.fi betur gagnvart honum, hafi gert sig sekan um ámælisvert athæfi, siðleysi, svik, íkveikju, þjófnað eða rán.....En það er ekki rétt, Ralston?“ Allir við borðið fóru að skellihlæja, og Ralston hló jafnvel allra manna innílegast. „í málum af þessu tagi,“ sagði hann síðan, „veltur mest á því, hver það er, sem verður fyrir skakkafalli. En mig lang- ar umfram allt til að finna lekann. Og það veit trúa mín, að eg mun ekki verða lengi að setja undir haim.“ Juan hvíslaði í eyra Anneke. „Eg hafði ekki hugmynd um, að þú hefðir áhuga fyrir slíku bralli,“ sagði hann, og brá fyrir nokkrum votti háðs í rödd hans, „Eg hefi aðeins áhuga fyrir hinni siðferðilegu afstöðu máls- ins,“ svaraði hún og horfðist í augu við hann hin rólegasta. „En engin siðalögmál virðast hafa verið brotin." Pioche beindi umræðunum nú með leikni inn á aðrar brautir, og fekk Camillu Urso til þess að tala um tónlist, um sigra henn- ar á því sviði og listamenn þá, sem hún hafði komizt i kynni við á ferli sínum. Hún var mjög athygliverð kona, en hugsaði fyrst og fremst um sjálfa sig, eins og miklir listamenn virðast gera, og hún var uppspretta af sekmmtilegum sögum um kynni sín af frægum mönnum. Pioche reis úr sæti sínu, þegar menn höfðu neytt síðasta rétt- arins, er fram var borinn. „Okkur á að veitast sú mikla ánægja og heiður að fá að hlýða á fiðluleik frú Urso. Hún var sjálf svo náðug að stinga upp á því. Eigum við að ganga til setustofunnar, þar sem undirleik- ari frúarinnar bíður okkar einmitt nú?“ Camilla Urso var ekki nízk á list sína, þvi að hún lék mikið og glaðlega fyrir þenna litla gestahóp. Að leik hennar loknum töluðu gestirnir enn saman nokkra stund, en þá var kominn tími til að kveðja og halda heimleiðis. Gestimir kvöddu húsráð- anda og innbyrðis, og brátt gengu Anneke og Juan hægt heim að húsi hennar. Hún var þögul og róleg, reiðubúin til að bregða á orðaleik við hann, ef hann hæfi máls á H. Wattles, eða svara honum fullum hálsi, ef það væri nauðsynlegra, af því að hann legði til atlögu. Juan átti leikinn. Hann afréð að leggja til atlögu. „Þú varðist vel í kvöld,“ tók hann til máls. „Eg þurfti ekki að verjast og gerði það heldur ekki,“ svaraði Anneke einungis. „Samt var það svo, að þú varst að verja hendur þínar — gagnvart mér. Enginn annar vissi, að þama var um eigin vörn þína að ræða, svo að eg hlýt að hafa verið dómarinn.“ Það var satt. Hann var glöggskyggn. Hún hafði verið að verja gerðir sínar gagnvart honum, og gagnvart honum einum. Hún hafði verið að berjasi í rir því að öðlast skilning hans — hún haíði barizt fyrir-þv:,-eA hann sýknaði hana af olium ákærum um undirferli og svik við vini hennar. en hún náiði ekki flutt ■ V’arnarræðu sína jóéjjífe annara. HenrJ fahnst það; mikilvægt, að hann sýknaði Hána. „Og hver er niðurstaða þín?“ spurði hún. „Kviðdómc-ndur eru enn að bera saman ráð sín. Þeir óska 'eftir frekari sonnun.ura. Langar þig til að vita'. iivernig- þeir deila innbyrðis uin málsatriðin?“ „Það gæti verið f,róðiegt.‘‘ sagði húh, „J'æja, en hafðu bað. i imga, að bú óskar eftir að heyva þetta," mælti hann. „Þet a irðast vera staðreyndir þær, sem fyrir hendi eru: Ung '■ >na ítemur sér á framfæri við San Fi’ancisco- borgara með því að birrast skyndilega á Montgomery-síræti. Hún vekur mikið iuppnám, er hún gengur um götuna með um- sjárkonu sinni. AUir spyrja. hver hún muni vera, og hvaðán hún sé upp runniu Hver ungur maður mundi vera fús til'áð fórna hægra hahdlegg, sínum fyrir að fá að kynnast henni. En það er eklti hægt að komast í námunda við hana. Hér er um rómantískt leyndarmál að ræða. Sjálfur P. T. Barnum, sirkus- konungurinn, sem kunni auglýsingalistina öllum mönnum betur, hefði ekki getað gert þetta betur!“ „Getur þú tilgreint nokkra unga konu, sem mundi ekki langa til að sýna sig, svo að öðrum falli hún vel í geð, eða til að láta menn dá fegurð sína? Annað hvort óafvitandi eða af ásettu ráði?“ „Hin umrædda, unga kona gerði þetta i alveg sérstökum og útreiknuðum tilgangi. Hún var frökk og djörf. En hún er mjög gætin, að því er mannorð hennar snertir. Hún fer varlega. Hún hefir sýnt varning þann, sem hún hefir á boðstólum, en engum kaupanda er leyft að koma í námunda við hana. Hún veit vel, hvað hún er að gera með þessu móti? Næst gerist það — og er mér ekki alveg ljóst, hvaða ráðum hún hefir beitt til þess — kemur hún því svo fyrir, að hún verður skjólstæðingur Ral- stons og Francois Pioches. Svo að segja á augabragði hefir hún komizt að brennidepli samkvæmislífsins. Hún kemst í tízku, ef svo má segja, verður eftirsótt. Stúlka þessi — sem getur hvorki treyst á fjölskyldu sína né aðrar stoðir — öðlast aðstöðu í samkvæmislífinu, sem enginn getur breytt. Það er hægt að segja, ef nota á heldur óviðkunnanlegt orðalag, grafið Á kvöSdvökunni. Maurice Chevalier var í heimsókn í Munchen og átti. þar tal við ungan leikara. Hinn ungi maður hafði aldrei til Par- ísar komið og öfundaði mjög hin fræga leikara af því að eiga þar heima. Chevalier leit- á- hann brosandi og sagði: „Þegar menn eru svona ungir eins og þér eruð, er hver borg París.“ • Maður var boðinn í stórt samkvæmi og sátu margir við veizluborðið, sem var kræsing- um hlaðið. Húsfreyjan var orð- lögð fyrir það hversu mikla ánægju hún hafði af því, að sig inn í samkvæmislífið eins og ormur. Hún er vinsæl meðal syngja. Og þegar staðið var ungra og gamalla. Hún leggur sig mjög eftir að komast í kynni við hina eldri og rosknari — með yndislegri framkomu og hlé- drægni — og hún leggur einkum rækt við að kynnast þeim, sem eru efnaðir og áhrifamiklir. Hún er barnaleg, sakleysisleg og hrekklaus, og því fer fjarri, að hún virðist hugsa um kaup- sýslu eða neitt annað, sem fjármuni snertir. Hún veit ekkert um hinn vonda, illa heim, og einkum er hún fáfróð að því er snertir þann hluta heimsins, sem er í tengslum við peninga. Karlmenn eru því ekki hræddir við að tala af hreinskilni í við- urvist hennar. Þeir treysta henni eða öllu heldur skoðun þeirri, sem hún hefir skapað. Svona ljúfur pardísarfugl mundi heldur ekki botna neitt í því, sem þeir ræða sín á milli.“ Hann sneri sér að henni og glotti til hennar eins og smástrákur. „Er þetta sæmileg lýsing á staðreyndunum?“ spurði hann svo. „Já, með nokkrum breytingum og lagfæringum,“ svaraði hún. „En hún er í rauninni undirhyggjumaður, sem hugsar fyrst og fremst um að græða sem mest,“ hélt Juan áfram, „en hún er alls ekki sakleysinginn úr sveitinni, sem hún hefur látizt vera. Hún hefur álltaf augu og eyru opin, og því kemst hún að leyndarmálum. Þau éru mikils virði. Hún er, að vissu leyti, Fárviðri fyrir 90 árum. Fyrslu Ijósmyndatökur hérlcndís. Dagana 21. og 22. september- mánaðar 1865 gerði ofsaveður jafnt í byggð sem á fjöllum og olli víða miklu tjóni. Flóð gerði mikil á Suðuiiandi og tóku víða hey af engjum. f Ölfusi tóku fióð þessi um 100 fjár og þar af átti sóknarpresturinn að Arn- arbæli 70 kindur. Sömu dagana var gaddbylur norðm- á fjöllum. Kaupamenn nokkrir, er þá voru á suðurleið norðan úr Húnaþingi, urðu að láta fyrirberast á hásandi og hrakti þar frá tjaldi þeirra um 100 fjár, er ekkert sást eftir af um morguninn. Á Eyrarbakka höfðu og að sögn tekið út og brotnað mörg róðrarskip og flóðið og brim- rótið brotið varnargarða og gert mikið tjón annað. Fyrstu ljósmyndirnar. . Blaðið Þjóðólfur birti ■ 30. oktober 1865 svohljóðandi klausu: „Á hinum síðustu árum hafa hér verið samtals 3 menn, er hafa lagt fyrir sig að taka ljós- myndir, helzt a£ mönnum og máluðum eður upp dregnum mannamyndum; en engum þeirra heppnaðisi það narai vel, og hafa þeir því orðið að hætta við list þessa. Póstskip- stjórinn,.horra M. Andresen. fór þá að táka hér myndir siðan í vor er leið, þá fáu daga, er hann hefur haft hér viðdvöl í hverri ferð, bæði af lifandi mönnum, og ætlum vér að fáar sem engar þeirra hafi verulega mistekizt, en flestar tekizt vel, af máluðum myndum, og einn- ig bæði af landslaginu hér um- hverfis, er þó hefur fátt sér til fegurðar eða ágætis eins og kunnugt er, og af hinum og þessum húsaflokkum og stærstu köfliun hér í staðnum, þar sem þessu er sérlegast og skipuleg- ast fyrir komið; hafa flestar þær myndirnar þótt takast vel og sumar svo mætavel, að eigi standi þær að baki þeim, er menn fá beztar í útlöndum af þessleiðis myndum. Það má líka sjá á öllu, að herra Andreseh er einkar vandvirkur og vand- látui- við sjálfan sig um það, að láta ekkert sitt eptir liggja til þess, að myndir hans takiat sem bezt. Það«má télja hiéin, að hon- útk : varð fyrifmunað áð taka nxýhdir af ýmsum hinum fögru landslagsköflum á leiðmni til Geysis, milli Mosfellsheiðar ng Haukadals, af Geysi sjálfum, Strokk, Almannagjá og Þing- velli m. fl., þegar hann í ágúst er leið, er hann var hér staddur, tókst kostnaðarsama ferð á henaur þangað austur, en Ijós- myddavélar hans biluðu svo eða brotnuðu, að honum varð för sú til eipskis; þó ætlum vér að hann næði 2 eða 3 myndum áður en þetta vildi til.“ upp frá borðum tók hún þegar til við þá iðju. Gestirnir héld- ust þá ekki lengi við, þeir tínd- ust burt og var för sumra þeirra flótta líkust. En fyrrnefndur gestur sat sem fastast. „Yður þykir gaman að söng?“ ' sagði þá húsbóndinn. „Nei,“ sagi gesturinn stutt- ur í spuna. „En eg fælist hann ekki beinlínis." • Til er í Frakklandi verð- launabikar, sem kallaður er „kurteisisbikarinn“ og var hann nú í ár veittur stjórn- málamanni. Og sá sem hlaut hann var engiim annar en for- setti þjóðarsamkundunnar, hr. Edouard Herriot, sem nafn- kunnur er fyrir prúðmennsku gagnvart andstæðingum engu síður en samherjum. Kona úr hópi blaðamanna, sem fræg er fyrir pistla sína, kom til Her- riots, og spurði hvernig hann færi að því að vera svona kurt- eis við alla. „Það er auðvelt," sagði hann og brosti. „Þó að fólk móðgi mig er mér ómögu- legt að sýna því ókurteisi. Mér er nefnilega ómögulegt að muna á hvern hátt það hefir móðgað mig.“ Mismunandi svipbrigði. — Sástu hvað hún frú Olsen var glöð þegar eg sagði henni að- hún væri alveg eins ungleg og hún dóttir hennar? Nei, eg var alltof önnum kaf- inn við að horfa á svipinn á dótturinni. Cim Aimi HaK Hinn 12 januar 1919 máttí m. a. lesa þetta í bæjarfréttum Vísis: Fuliveldi landsins kostai', eftir ‘því, sem „Frón" segir, tæpar 80 þús. kr. á ári. Af þeirri upphæð verða 50 þús. lagðar á borð með konurigi, 12 þús. kr. til utanríkisstjórnar- ■ innar og viðlíka upphæð til ís- lenzku skrifstofunnar í Khófn. Er þá ekki gert ráð fyrir nein- um sendimönnum í öðrum. löndum en Danmörku. Loftskeytasíöðin getur engin loftskeyti tekið þessa dagana, vegna þess, að verið er að koma fyrir nýjum. rafmagnsgeymi, sem kom írá. Englandi með Borg á dögunum.. Sá, sem fyrir var, var ekki tal-- inn fullgildur, þegar stöðin vai" 1 tekin út. , | j_/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.