Vísir - 14.01.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 14.01.1954, Blaðsíða 1
4 44. árg. Firmiítudágínn 14. janiiar 1954 10. tbU ra n s b f agsneimiii a lanom mi Aldrei fleiiTÍ Esýisyggingar félsgs° en á s.L ári. Samkvæmt upplýsingum írá Fræðslumálaskrifstofunni og í- þróttafulltrúa ríkisins var í s.i. mánuði úthlutað úr Eélagsheim ilissjóði til þeirra félagsheimiia, sem rétt höfðu til styrks eða fjárveitinga úr sjóðnum á jiessu ári og unnt var að veita fé til. Umsækjendur voru 44. Af þeim hlutu 27 félagsheimili styrk. Af þessum félagsheimil- urn voru 10, sem hafnar voru framkvæmdir við á árinu ’53. Hafa aldrei verið fleiri nýbygg- ingar á einu ári. Fjárfesting frá því 1. maí til 1. des. 1953 nam.rúml. 3,5 millj. krnóa. En alls nam heildar- byggingarkostnaður þessara 44 félagsheimila 1. des. s.l. 10 millj. króna. Samkvæmt lögum um félagsheimili ætti heildarstyrk- ur til þeirra að nema 1. des. s.l. rúmlega 4 millj. króna. Upp í þann styrk hafði- fram til síð- ustu úthlutunar verið greiddar til þeirra sömu húsa kr. 2,4 millj. króna, en nú var úthlut- að um 1.1 millj. króna, svo að sjóðurinn á vangreitt nú til að- ila rúml. 500 þús. krónur. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi hefur gefið Vísi, er bygging félagsheimilanna nú komin í ákveðnara form en áð- ur, sérstaklega með tilliti til meiri og betri samvinnu við- komandi aðila, sem félagsheim- ilin byggja, svo sem ungmenna- og íþróttafélaga og hvers konar annarra samtaka ásamt sveita- stjórnum viðkomandi hrepps eða hreppa. Þá skýrði íþróttafulltrúinn blaðinu frá því, að framan- greindir aðilar hefðu í flestum tilfellum létt meira eða minna undir framkvæmdunum með þegnskaparvinnu. En §ú vinna er eins og önnur metin iil íjár með tilliti til stýrkveitinga og þess vegna getur munaðVstór- lega um hana, þar sem mikil þegnskaparvinná er lögð iram. Aftur á móti gætir næsta mik illar bjartsýni í þessum efnum hjá sumum aðilum og húsin verða þeim dýrari en þeir hugðu í fvrstu vegna þess, að þeir slá slöku við þegnskapar- vinnuna eða geta af einhverjum ástæðum ekki sinnt henni. En í sumar sem leið hafa flestir þeirra, sem byggt hafa félagsheimili, lagt óvenju mikla þegnskaparvinnu fram, og það þrátt fyrir fólksfæð og mikla eftirspurn eítir vinnu. Fyrir bragðið llefur bygging sumra þessarajnannvirkja orðið ótrú- lega ódýr. Og sem dæmi um þao gat íþróttafulltrúinn þess, að byggingarlcostnaður félagsheim ila, sem vel væru fokheld orð- in, væri rúmlega 160 krónur á hvern rúmmetra. Og full- byggð félagsheimili hafa kom- izt allt niður í 360 krónur á rúni metra eða allt að því helmingi minna en venjulegur bygginga- kostnaður er. Arangurslausum 14 klst. fundi íauk á miðnætíi síðastliðnu. Sir Edmuntl Hillary, sá er kleif Everesíind ásaint Nepal- manninum Tensing, kom hingað með Guilfaxa í gær. Ilingað er hann kominn á vegum Helgafellsútgáfunnar til fyrMestrarhaids um þetta ein- stæða afrek. Hann er 34 ára að aldri, hár og' grannvaxinn, en án sýndarmennsku. Hann gat þess í gær, að hann myndi innan tíðar fara aftur austur til Himalaya-fjalla og kanna þar ;íleiri fjallstinda. Fundi fulitrúa liernámsstjór- anna í Þýzkalandi láuk skömmu eftir miðnætti s.l., án þess nokk- urt samkomulag næðist um, hvar í Beríín skyldi halda ráð- steí'na utanríkisráðlierra fjór- veldanna. Hefur' frekaii funn- um verið frestað um stumíar- sakir. Það var þó tekið' fram af full- trúum Vesturveldanna eftir fundinn, að þeir litu svo á, að samkomulagsumleitani c h efðu ekki íarið út um þúfur, þótt ekkert hefði verið ákveðið um næsta fund. Það getur ]ió eng- um dulizt, að það er okki giftu- legt, að þrátt fyrir fjóra undir- búningsfundi og tvo þeicra síð- ustu mjög langa, hefur ekkert þokast í áttina til saml'omulags um, hvar ráðstefnan skuli halcl- in. Næstsíðasti fundur stóð 11 klst. og sá í gærkvöldi 14. Stjúpmóðurblám tínd í N.-Noregi um miðjan desember. Ilabbað viH uisgasi tVorðniaiin. seoi hér er stadflur. Fjölmenni við björgun í Ölpunum. Eiunnugt, að 110 hafa farizt. Um 1000 manns vinna nú að björgunarstarfi í þorpinu Blonz í Vorarlberg, sem grófst í fönn að mestu í tveimur snjóflóðum á mánudag s.I. í gær tókst enn að bjarga all- njörgum og höfðu sumir legið í fönn mikið meiddir í tvo sól- arhringa. Þarna hefur 27 manns verið bjargað, af þeim sem sakn að var, en 30 er enn saknað. — í Svisslandi hafa 19 menn far- izt af völdum snjóflóða og 4 í bayersku Ölpunum, eða samtals 110, en þá.eru aðeins taldir þeh% sem vitað er með vissu að far- izt hafa. Það cr víðar en taér í norð- lægum löndum, að tíð er ein- muna blíð, t. d. norðarlega í Norður-Noregi. I gær kom inn í ritstjórnar- skrifstofu Vísis ungur Norð- maður, sem hér er búsettur, Nils-Johan Gröttem að nafni. Hann sýndi okkur þurrkað og pressað stjúpmóðurblóm, sem lesið hafði verið í garðinum heima hjá honum í Harstad í Norður-Noregi hinn 15. des- ember sl. Nú skal þess strax j getið, að Harstad er á 69. gr. I norðurbréiddar, eða 200—300 . km. norðar en Melrakkaslétta. Stjúpmóðurblóm þetta, sem virtist sömu tegundar og þau,1 sem við þekkjum hér heima, hafði Gröttem fengið í bréfi að heiman, og fylgdi það fréttinni, að þar hefði verið einmuna mildur vetur, eða öllu heldur enginn vetur til þessa. Þar voru að sjálfsögðu rauð jól (Norðmenn kalla það svört jól), og tré í görðum vom farin að springa út. Annars er yfirleitt mildur getur við sjávarsíðuna þarna norður frá, en. þó mun algengast, að snjór sé kominn „til frambúðar11 um miðjan desember. Tíðindamann Vísis fýsti að Norðmanni, sem hér dvelur með okkur. Hann hefur nú dval- ið hér um eitt ár eða svo, kvæntur íslenzkri konu. Þau hittust annars á trLÍboðsskóla (biblíuskóla í Ósló), voru gefin saman í hjónaband hér, og var síra Friðrik Friðriksson svara- maður þeirra. Nils-Johan Gröttem er stúd- ent frá menntaskólanum í Har- stad, og hefur síðan fengizt við ýmislegt. Hann hefur verið skrifstofumaður, trúboði og tónlistargagnrýnandi við dag- blað í Harstad. Hann vinnur nú sem birgða- vörður hjá verzluninni Málar- anum hér í bæ, kann ágætlega við sig, en mun þó síðar hverfa aftur til Noregs með konu sinni og væntanlega setjast að ein- hvers staðar í Suður-Noregi, en þaðan eru greiðari samgöngur við ísland, og það er þeim mik- ils vert. Naguib lýsir yfir neyðarástandi. Fregnir frá Egyptalandi árdegis í dag herma, að Nag- uib forseti Egyptalands hafi birt tilskipun um að ákvæði laga um neyðarástand skidi ganga í gildi um land allt. Er hr um að ræða hernaðar- ástand innan vissra tak- markana. Kunnugt er, að þessar ör- yggisráðstafanir hafa verið fyrirskipaðar í sambandi við liandtökur forsprakka Bræðralags Móhammeðs- trúarmanna. Egýpzka stjórnin kom saman til fundar í gærkvöldi, en engin tilkynning var birt að fundinum loknum. Stassen verður hækkaður í tign. Líklegt er talið í Washing- ton, að Ilarold Stassen, sem stjórnar efnahagsaðstoð Banda- ríkjanna við erlend ríki, verði eftirmaður Walter Bedells Smith, sem aðstoðar-utanríkis- ráðherra. Aður hefir verið skýrt frá því, að Bedell Smith vilji losna í vor, en forsetinn sé enn að reyna að fá hann til þess að hætta við að biðjast lausnar. Það var fulltrúi Bandarikja- stjórnar, sem á fundimru í gær lagði til, að hver fulltmanna um sig vísaði málinu til siri’nar ■ríkisstjórnar og bæði um írek- ari fyrirskipánir, þar sem ekk- ert mundi miða með önnin' und- irbúningsatriði, er ná þvrfti samkomulagi um, meðan e.kki næðist neitt samkomulag um fundarstað ráðherranna. Þessi tillaga mætti engri mótspýrnu. Það er nú komið í Ijós, að talsverður ágreiningur var um, hvar undirbúningsfundirnir yrðu haldnir. Rússar vildu, a'5 annarhvor fundur yrði haldinn í Austur-Berlín, en á það vildu hinir ekki fallast. Stungu þá Rússar upp á, að næsti fundar- staður yrði ákveðinn í lok hvers fundar, en það fékk heldur ekki. framgang, og hafa nú verið haldnir 4 fundir, sem fyrr var getið, einn á hverju hernáms- svæði. Erfiðleikar þeir, sem eru á því að ná samkomulagi um und- irbúning a'ð ráðstefnunni sjálfri sanna, að margra áliti í vest- rænu löndunum, að allt sé þetta tengt Kóreumálinu og samvinnu Rússa og kínverskra kommún- ista, og allt dregið á langinn meðan bandamenn slaka eliki til varðandi stríðsfanga og st j ór nmálar áðstef nu. (Framh. á 8. síðu) rjr Próf. ÁsmumSur kjörinn biskup. Prófessor Ásmundur Guð- mundsson var kjörinn biskup yfir fslandi, lögmætri kosningu. vita nánari deili á bessum unga Tvssr Ieppþjóðir Rússa, Pól- verjar og Tékkar, hafa kvartað yfir því, að' rúss- neskar flugvélar, er þeim liafa veri'ð sendar, standi að bakí flugvélum, s-eni kín- verskir kommúistar haía fengið. Ekkert samkomu* lag í gær. Árangurslaus fundur var haldinn með aðilum í vélbáta- deilunni í gærkvöldi. Sáttásemjari boðaði til i’und- arins kl. 5 síðd. í gær, og mun honum ekki hafa lokið fyrr én um kl. 7 í morgun. Ekki er Visi kunnu.gt um, að neitt samko.au- lag hafi náðzt. í gær voru talin atkvæði i biskupskosningunni, sem undan. farið hefur staðið yfir. Af 111 atkvæðisbærum guðfræðingum, skiluðLi 110 atkvæðum sínum. og við talningu reyndist próf. Ásmundur hafa fengið 68%. atkvæða. Próf. Magnús Jóns- son, sem áður hafði lýst yfir því, að hann gæfi ekki kost á sér, hlaut 45. Próf. Sigurbjörn Einarsson hlaut 19, og sr. Sig'- urjón Þ. Árnason hlaut 10% atkv. Aðrir fengu færri atkvæði. Ásmundur biskup er 65 ára að aldri, stúdent árið 1908, cand. theol. árið 1912. ÞjónaðL um skeið í Íslendingabyggðum. í Kanada og á Snæfellsnesi,. skólastjóri Eiðaskóla til ársins 1928, en þá ræðst hann dósent til Háskólans, en prófessor hefur hann verið frá árinu: 1934. Ásmundur biskup er þaul- menntaður guðfræðingur og liggur eftir hann mikill fjöldi ritverka. Kvæntur er biskup Steinunni Magnúsdóttur, Ar.d- róssonar, prófasts að Gilsbakka, ' hinni glæsilegustu konu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.