Vísir - 04.02.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 04.02.1954, Blaðsíða 8
VfSIB er ódýrasta bJaðið og bó það fjöi- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. qm«p /M iiMP f pimwSi WISIIE Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fó blaðið ókeypis ti? mánaðamóta. — Sími 1660. Fimmtudaginn 4. febrúar 1954 Sumarauki á Gullfossi. Fat*|»eguiu ætladui* rneiri fími til landferða en í fvrra. Eimskipafélag íslands efnir' til nýrrar Miðjarðarhafsferðar i næsta mánuði og sendir Gull- foss þangað sem í fyrra, en þá var fyrsta Miðjarðarliafsferðin, sem félagið efndi til, farin þang' oð, og heppnaðist hún með á- .gætum. Eins og þá er unnt að sam- eina það, að ferðin geti orðið öllum þátttakendum til ánægju Og landi og þjóð til gagns, bví að skipið flytur saltfiskfarm íil Ítalíu í ferðinni og vörur heim, og er þó ótalið það gagn og álitsauki, sem er að því, að svo frítt skip sem Gullfoss og vask- ).eg áhöfn þess kynni landið út um heim. E. P. Briem fulltrúi Eimskipa íélagsins og forstöðumaður Orlofs, Ásbj. Magnússon, sem sér um ferðirnar í landi, ræddu við blaðamenn í gær um hina fyrirhuguðu ferð, og þar voru •einnig mættir menn, sem voru fararþátttakendur í fyrra. Viðkomustaðir í hinni fyrir- huguðu ferð verða Algier (Al- geirs-borg), Napoli, Genua, 3>fizza, Barcelona, Cartagena, Cissabon. Eins og menn muna gekkst Karlakór Reykjavíkur fyrir ferðinni í fyrra með Eim- skipafélaginu og Orlof, og varð að sjálfsögðu að taka tillit til þess við alla skipulagningu, að kórinn átti að syngja á ýmsum stöðum, og var það ekki alltaf eins heppilegt og æskilegt hefði verið með tilliti til farþeganna, en nú er hægt að skipuleggja íerðina þannig, að meiri tími en þá verður til athafna á hver j um stað. Farþegar verða 165, en voru 203 í fyrra, svo að rýmra verður á skipinu. Sérstök athygli er vakin á, að í þessari ferð verður hjónum veittur 10% afsláttur. Má ætla, að þessi afsláttur geri mörgum hjónum kleift að fara í svona íerðalag, og er gert ráð fyrir að ferðalagið muni kosta ein hjón rúmlega 14 þús. kr., en hér er um mánaðarferðalag að ræða. Þegar hafa yfir 70 manns pantað far, en fyrirspurnir og pantanir berast daglega, og má vænta þess, að Gullfoss fari fullskipaður í ferðina. Rafstraumw verður kenu ai bana. — Átakanlegt slys varð hér T fyrrakvöld, er kona varð fyrir rafstraumi í rúmi sínu og hlaut hana. Konan, frú Þyri Björnsdóttir, Flókagötu 69, mun hafa verið að svæfa barn, sem húr. átti. Barnið lá í stálrimiarúmi, en á veggnum fyrir ofan hjór.a- cúmið var raflampi. Útbúnaður lampans og raftaug var í óiagi •og mun hafa dottið niður í rúm ið. En við það að taka upp lampann og um leið að koma við rimlarúmið, sem var fast upp við miðstöðvarofn, hefur konan fengið í sig svo sterkan rafstraum, að hún hiauí bana af. Fleira fólk en konan og barn- ið var ekki í íbúðinni, þegar slysið viidi til, en systir hinnar iátnu, sem býr á hæðinni fyrir ofan, heyrði bamið gráta og fór þá niður til þess að athugá hverju þetta sætti. Var frú Þyri þá örend. Nýstárleg barna- skemmtun Víkings. Knattspyrnufélagið Víkingur efnir til barnaskenuntunar með nýstárlegu sniði * Austurbæjar- bíó á sunnudag kl. 1,15. Alls verða þarna 10 skemmti- atriði, og munu börn undir 14 ára aldrei sjá um sex þeirra —• leika á hljóðfæri, píanó og harmoniku, syngja og lesa upp. Auk þess koma þeir fram Sigfús Halldórsson og Baldur Georgs með Konna. Þá koma fram „tveir Jónar“, sem sýna skoptöfra. Á skemmtuninni munu áhorfendur eiga að láta í ljós með iófataki, hvert barn- anna eigi að fá verðlaun fyrir beztu frammistöðu. Aðgöngumiðaverði er mjög í hóf stillt, aðeins 8 kr., og verða miðar seldir í Ritfangaverzlun ísafoldar, Bankastræti, til helg- Menn farast á Fleiri vilja fara en fá. Unnið er að undirbúninsfi að skógræktarför til Noregs * vor. Munu fara héðan um 50 manns og koma álíka margir frá Nor- egi hingað. Vísir hefur spurt skógrækt- arstjóra, Hákon Bjarnason, um þessar fyrirætlanir. Kvaö hann Norðmenn hafa átt frum- kvæði að þvi, að farnar yrðu gagnkvæmar ferðir í vor, svo að fullyrða mætti, að ekki myndi standa á Norðmönnum, en beðið er svars frá þeim, og verða endanlegar áicvarðanir teknar, er það berst. Skógrækt- arstjóri kvað mikinn áhuga ríkjandi fyrir þessum ferðum, bæði vegna skógræktarinnar og tækifærinu sem gefst til kynn- ingar á landi og þjóð. Skógræktarfélögunum hefur verið gefinn kostur á þátttöku og hafa þegar gefið sig fram fleiri en hægt er að taka með. Tvær svona ferðir hafa áður verið farnar, hin síðari í hitt eð fyrra, og mikil ánægja ríkjandi yfir þeim í bæði skiptin, jafnt meðal Norðmanna sem íslendinga. Góður áranpr í frjálsíþrótta- mótí Ármaflns í gærkveídi. iÞáittaka í rrtétinu var ágæt. Frjálsíþróttamót Ármanns, innanhúss, sem var einn liður í afmælishátíðaliöldum félags- ins, var haldið í íþróttahúsi KR í gærkvöldi. Sex vikna trúarleg hátíða- höld standa nú yfir í Allabad í Indlandi og þar um slóðir. Eru þar m. a. forseti lands- ins og forsætisráðherra Ind- lands, en alls eru þarna 4 millj- ónir manna saman komnar. Þarna koma menn saman til þess að lauga sig í hinu helga Gangesfljóti. Var þar þröng svo mikil og troðningur í gær, að um 300 manns létu lífið, en fóik meiddist í hundraða tali. Maðinr fellur s ilöncfis og drukknar. Það slys vildi til á mánudag- inn, að maðúr drukknaði í Blöndu. Var þetta roskinn maður, Halldór Björnsson að nafni, og var hann starfsmaður í vöru- geymsluhúsi Kaupfélags Hún- vetninga. Engir sjónarvottar voru að slysinu, en Halldórs var sakn- að strax þennan sama dag, og var hafinn leit að honum, en lík hans fannst á þriðjudaginn. Er talið líklegt að maðurinn hafi fallið í ána út af bakkanum að norðanverðu, skammt frá Blöndubrú. Sjónvarpsleikkonan Maria Riva (dóttir Marlene Diet- rich) á að leika móti Sir Cedric Hardwicke í „The Burning Glass“, sem leika á í marz n. k. við Broad- way. ísland, Noregur og Dan- mörk voru meðal þeirra, sem ekki vildu fallast á til- lögu Nehrus um að kveðja saman allsherjarþingið 9. febrúar út af Kóreu. — Svíþjóð var með tillögunni. 5300 hafa verib með í tunglferð. Barnaleikrit Þjóðleikhússins, „Ferðin til tunglsins“, hefur orðið framúrskarandi vinsælt hjá börnunum, og raunar ekk- ert síður hjá fullorðnu fólki. Það verð aðgöngumiða, sem ákveðið var að sýningunum á „Ferðinni til tunglsins“, var að sjálfsögðu miðað við það, að gestirnir yrðu svo til eingöngu börn. En nú hefur komið í ljós, að fullorðnir hafa engu síður ánægju af þessari leiksýningu, og hefur því verið ákveðið að selja séi'staka miða fyrir full- orðna fyrir venjulegan aðgangs eyri. Átta sýningar hafa þegar ver- ið á þessu vinsæla barnaleik- riti og hafa um 5300 manns þegar séð það. Ekkert virðist vera að draga úr aðsókn, því að miðar að 9. sýningu, sem er á laugardag, seldust á svipstundu. Leikritið „Piltur og stúlka“ hefur nú verið sýnt 19 sinnum og alltaf fyrir fullu húsi, og upp selt er á næstu tvær sýningar. í janúarmánuði hafði leik- húsið fleiri sýningar en til þessa hafa verið í nokkrum mánuði eða 31 sýningu. Rúmlega 3 8 þúsund gestir komu á þær sýn- ingar. Þátttaka í mótinu var yfir- leitt ágæt, t. d. voru 15 kepp- endur í þrístökkinu. Úrslit í einstökum greinum var sem hér segir: Kúluvarp: 1. Gunnar Huseby KR, 15.30 m. 2. Skúli Thorarensen Umí. Keflav. 13.78 m„ 3. Guðm. Her mannsson, KR 13.73 m. Langstökk án atrennu: 1. Guðjón Ólafsson KR, 3.10 m„ 2. Skúli Thorarensen, Umf. K. 3.07, 3. Daníel Halldórsson, Í.R., ÍR, 3.06 m. Hástökk án atrennu: 1. Guðm. Lárusson, Á, 1.40 m„ 2. Hörður Haraldsson, Á, 1.40 m„ 3. Garðar Arason, Umf. K„ 1.40 m. Kúluvarp drengja: 1. Aðalsteinn Kristinsson, Á, 12.52 m„ 2. Björn Jóhannsson, Umf. K., 11.72 m. Þrístökk án atrennu: 1. Daníel Halldórsson, ÍR, 9.43 m„ 2. Vilhjálmur Ólafsson, ÍR, 9.32 m„ 3. Svavar Helgason, KR, 9.22 m. í tilefni afmælisins hefur Ár- mann haft gluggasýningu þessa dagana í sýningarglugga Mál- arans í Bankastræti. Eru þar birtar ýmsar myndir úr sögu félagsins svo og af verðlauna- gripum, sem Ármann hefur hlot ið á undanförnum árum. Loks er þar útlitsmynd af væntan- legu félagsheimili Ármanns, sem byggt verður við íþrótta- svæði þess og byrjað verður á í vor. Stúika flýr undan maimi, en örmagnast á hlaupunum. í nótt var lögreglunni til- kynnt um það frá húsi einu hér í bænum, að ung stúlka lægi lireyfingarlaus í sundi milli tveggja húsa. : Við athugun kom í ]jós, að V.-Þjóðverjar leggja hönd á plóginn við að koma lagi á heilbrigðismál i S.-Kóreu. Hafa þei sent sveit RK-manna þangað í þeim tiigangi. Myndin er tekin, þegar sveitin. lagði af stað flug- leiðis austur. þarna var um unga stúlku að ræða, sem hafði örmagnazt á hlaupum undan manni, sem hafði elt hana. Var stúlkan á leið heim til sín í nótt, þegar hún varð þess vör, að henni var veitt eftirför af ókunnugum manni. Varð hún hrædd og tók til fótanna,, en örmagnaðist áður en hún. komst heim, enda mun stúlkan líka hafa verið dálítið lasin. — Hún var flutt heim til sín og jafnaði sig þá fljótt. — En mað- urinn, sem veitti stúlkunni eft- irför, var allur á bak og burt, þegar lögreglan kom á stað- inn. Árás í veitingahúsi. í gærkvöldi kom maður nokk ur í lögregluvarðstofuna og | kærði yfir því að rétt áður, er 1 hann var staddur í veitinga- | húsi einu hér í bænum, hafi ; einn gestanna ráðist að sér ó- ; vörum. Maðurinn komst und- an og kærði árásina til lögregl- unnar, Þekkti hann mann og gat sagt lögregluþjónunum til um hann. Þeir fóru á staðinn. og fundu árásarmanninn, sem. var í senn áberandi ölvaður og mjög æstur í skapi. Var hann handtekir.n og settur í fanga- geymslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.