Vísir - 12.02.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 12.02.1954, Blaðsíða 7
VÍSIR Föstudaginn 12. febrúar 1954. % C. B. KelSand. Enffii! eða glæf rakvendi ? 66 „Um gabb gæti verið að ræða, herra Ralston, en hér er þó ekki því til að dreifa. H. Wattles er ekki kona, sem hægt er að leiða hjá sér. Eg býst við, að þér séuð mér sammála að því leyti. Það, sem eg ætla nú einmitt að segja yður, verður að koma af vörum, sem vita hvað þær segja. Þáð er nauðsynlegt, að þér látið þetta ekki eíns og vind um eyrun þjóta. H. Wattles er Hepsiba, herra minn, en þegar hún stóð í ýmsum viðskiptum, sem yður mun mæta vel kunnugt um, framkvæmdi hún ein- ungis fyrirmæli, sem eg hafði gefið henni þar að lútandi.“ Þetta hafði áhrif á hann. í rauninni var hann dolfallinn. Þeg- ar hann leit á svip Anneke, einbeitt og gáfulegt, efaðist hann alls ekki um, að hún segði satt. ,,Þér,“ sagði hann hryssingslega, „þér, sem kona mín og eg höfum haft svo miklar mætur á, sem við höfum reynt að koma áfram og reynzt vel, hafið brugðizt trausti okkar.“ „Eg er á annari skoðun, herra minn,“ svaraði Anneke, og lét engan bilbug á sér finna. „Eg hefi aðeins iagt við híustiraar, og notaði það, sem mér hefir að eyrum borizt í eigin hagsmuna skyni. Eg hefi ekki ljóstað upp leyndarmálum við nokkurn mann.“ Augu hennar voru hörð sem stálið. „Við skulum ekki ræða um siðalögmál eða neitt þvílíkt í þessu sambandi. Er ekki til orðtak, herra Ralston, eða málsháttur, sem er á þá leið, að sá, er ætli að dæma aðra, skuli sjálfur hafa óflekkaðar hendur? Eg ætla ekki að svara ásökunum yðar með einhverjumj klögu- málum. Eg ætla einungis að bera fram eina spurningu: Hefi eg gert nokkum skapaðan hlut sem þér hefðuð ekki gert einnig, ef þér hefðuð haft hina sömu aðstöðu í þessu efni og eg?“ Hún þagnaði, til að gefa honum tóm til að svara, en hann sat hreyfingarlaus, bar ekki við að hreyfa andmælum, lygndi aðeins augunum og beið þannig framhaldsins. „Eg er ekki hingað komin,“ hélt Anneke áfram, er hann þagði, „til þess að ræða um framkomu mína eða viðskiptasið- ferði yðar. Erindi mitt í skrifstofu yðar var að segja yður, að þér hafið látið blekkja yður og vini yðar svo geigvænlega, að ef ekki verður komið í veg fyrir það, mun nafn yðar tákna hið sama og heimskingi um land allt, já, um allar jarðir frá San Francisco til Lundúna.“ „Þér eruð óskammfeilin, ungfrú Villard,“ mælti Ralston reiðilega. „Um hvað émð þér að tala?“ „Eg er að tala um stórkostlegustu blekkingu og svik, sem þessi kynslóð hefur heyrt um getið — demantanámurnar, sem þér og vinir yðar emð reiðubúnir til að fleygja milljónum í.“ „Eg hefi engan tíma til að hlusta á bull og vitleysu,“ mælti Ralston. „Það er alveg ótrúlegt, að eins glöggur maður og fróður um fjármál og þér, að menn, sem em eins séðir og slyngir og Harp- ending, Rothschild, Tiffany og McClellan hershöfðingi skuluð vera einfaldari en fáfróðustu sveitadurgar, sem falla í hendurnar á spilafölsumm. Eg held satt að segja, herra minn, að gljáinn af eðalseinum hafi breytt ykkur öllum í fáráðlinga. Demantar, rúbínar, smaragðar, túrkisar! Hvernig gat það átt sér stað, herra Ralston, að enginn ykkar máttarstoða þjóðfélagsins skyldi koma auga á staðreyndina, sem hefði átt að koma í veg fyrir, að þið gerðuð bæði fé ykkar og mannorð að engu?“ Ralston var ekki alveg eins ákveðinn og áður, því að hann spurði: „Hvaða staðreynd?" spurði hann. „Staðreyndin,1- mselti Anneke, „að það getur ekki átt sér stað, að demantar og smaragðar og rúbínar finnist allir í sömu nám- unni. Það getur elcki átt sér stað, herra Ralston. Það er gegn lögmálum náttúrunnar. Klukkustundarathugun hefði getað sannfært yður um það.“ „En Tiffany------Henry Janin--------“ „Þeir hafa ekki vit á því, sem hér er um að ræða.“ „Góða mín,“ sagði Ralston nú, og var heldur brattari, „þér eruð gengin af vitinu.“ „Það er ekki eg, sem er gengin af vitinu. Einfaldasta athugun hefði leitt í ljós, að Amold og Slack eru glæpamenn — og ekki einu sinni slyngir glæpamenn. Þeir opnuðu bara hlægilega ein- falda gildru og þið þustuð allir í hana. Jafnvel venjulegar var- úðarráðstafanir hefðu flett ofan af þeim gagnvart ykkur — því að eg þurfti ekki annað en að leggja saman tvo og tvo, til að sjá við þeim.“ „Hvað skylduð þér svo sem hafa séð, sem menn eins og Tiff- any og Janin gátu ekki komið auga á?“ spurði hann, og var nú skyndilega farinn að ókyrrast. „Að Amold fór á fund gimsteinasölufélags eins í Limdúnum og keypti þar fyrir þrjátíu þúsund dali verðlausa, óslípaða eðal- steina. Að þegar þið hélduð, að þeir væru úti í auðninni við að vinna við námasvæðið, voru þeir raunverulega á Ieiðinni frá Halifax til Lundúna. Að eftir að þið greidduð þeim hundrað þúsund dali í New York, fóru þeir með það fé til Lundúna og Amsterdam og keyptu þar aðra fúlgu óslípaðra steina, sem þeir komu með vestur um haf, til þess að dreifa þeim í maura- þúfur, þar sem Janin var síðan látinn finna þá. Að ungur mað- ur, Rolf Hood að nafni, sonur manns þess, er átti fyrirtækið, sem seldi þeim steina þessa, var myrtur hér í San Francisco, til þess að tryggt væri, að hann kæmi ekki upp um leyndarmál þeirra og svik. Ef þið hefðu.ð haft hugvit til þess að eyða hundr- að dölum í skeytakostnað, hefðuð þið fengið að vita um þessar staðreyndir. Þið réðust ekki í þetta fyrirtæki eins og kaupsýslu- menn heldur eins og strákkjánar. Og, herra minn, heilræði það, sem eg hefi hugsað mér að gefa yður, er að gera tafarlaust ráð- stafanir til þess að bjarga slitrunum af fjármunum yðar og mannorði — ef einhverju verður bjargað úr því sem komið er.“ Ralston var ekki sannfærður, en honum var samt mjög brugðið. Hann var orðinn fölur og gugginn á vangann, og hann var að byrja að verða ærið skjálfhendur. „í fyrradag," sagði hann þungbúinn, „greiddum við Philip Arnold síðustu greiðsluna, er um hafði verið samið við hann — fjögur hundruð og fimmtíu þúsund dali.“ „Úr því að svo er komið,“ mælti Anneke þurrlega, „ættuð þér að gera ráðstafanir til þess að hafa hendur í hári hans án tafar.“ Ralston sat eins og steingerfingur rét.t sem snöggvast, en svo seildist hann eftir bjöllu á borðinu og hringdi henni. Skrifari kom hlaupándi inn í skrifstofuna. „Thomas,“ tók hann til máls, „náið sambandi við Hai’pending og Colton, Lent og Dodge, og segið þeim að koma hingað sam- stundis. Segið þeim, að þeir verði að hlaupa frá hverju, sem þeir kunna að vera að gera, og hitta mig án tafar.“ Hann hafði risið á fætur, er hann mælti þetta við starfsmann sinn, en svo sneri hann sér að Anneke, og leit á hana kuldaleg- um augum. „Ef það kemur á daginn,“ mælti hann, „að þér hafið verið að gabba mig með þessu, þá skuluð þér biðja Guð að hjálpa yður.“ Anneke gekk til dyra og Hepsiba á hæla henni. Þegar hún var komin fram að dyrunum, leit hún um öxl og svaraði: „Ef þetta reynist sannleikur, herra Ralston, þá skuluð þér flýta yður að biðja forsjónina um að vera yður miskunnsama.“ Það sem eftir var dagsins var Kaliforniubankinn eins og heimkynni æstra og reiðra vespa. Þungbúnir menn töluðu hver í kapp við annan og böðuðu út öllum öngum. Skeyti.voru send um allar jarðir, og áhrifin á bankastarfsemi víða um heim voru meiri en menn áttu að venjast. Eins og á stóð voru menn þó síður að hugsa um fjármuni sína en mannorð — hættuna af að verða gerðir hlægilegir og kallaðir kjánar og fáráðlingar af öll- um almenningi. Janin var einnig kallaður á fundinn, og hann reyndi að þvo hendur sínar eftir beztu getu, en vörnin tókst heldur óhönduglega, þegar það kom á daginn, að hann hafði selt hluti þá, sem hann hafði fengið sem hluta af greiðslu fyrir störf sín, og verðið hafði verið fjörutíu þúsund dollarar. Hann var eini maðurinn, sem flæktur var í málið, sem haft hafði nokkurn hagnað af því, en þá er Arnold ekki meðtalinn. Menn voru yfirleitt ekki almennt búnir að átta sig á fullyrð- ingum Anneke, þegar annari sprengju var varpað, svo að „San Francisco & New York náma- og verzlunarfélagið" og auð- uppspretta þess bókstaflega splundruðust fyrir augum allra manna, og urðu að engu. Til San Francisco barst skýrsla frá aðila, sem hvorki var hægt að rengja né leiða hjá sér. Þrítugur maður, Clarence King að nafni, sem starfaði við jarðfræðilegar rannsóknir á vegum ríkisstjórnarinnar, hafði verið sendur til að framkvæma mæl- ingar og ýmiskonar athuganir á svæði því, þar sem sagt var, að demantar, rúbínar og smaragðar lægju svo að segja í haug- um á berri jörðinni. King var vísindamaður í eðli sínu, og hann hafði ekki áhuga fyrir að komast að öðru en sannleikanum. Hann og förunautar hans fóru meðal annars um Summitsýslu í Mið-Kolorado, þar sem hægt var að safna milljónum í kletta- rifum og mauraþúfum með því einu að beita hnífsblaði. Niður- stöður hans voru opinberar og þær voru sem reiðarslag. Þær voru á þá leið, að King og félagar hans hefðu fundið fjórar tegundir demanta við hlið austurlenzkra rúbína, safíra, smaragða og annarra dýrmætra steina. „Slíkt samsafn dýrra steina,“ sagði hann, „getur ekki komið fyrir í náttúrunni". Stein- arnir fundust, bætti hann við, á stöðum, þar sem náttúran hefði ekki getað komið þeim fyrir eða skilið þá eftir hjálpar- Háteigssöfnuð- ur æfiar að reisa kirkju. Háteigssöfnuður hugsar sér nú alvarlega til hreyfings um kirkjubyggingarmál sín. Eins og kunnugt er nær presta kallið yfir Hlíðarnar og Holtin að Rauðarárstíg og Engihlíð, og á þessu svæði búa um 7000 manns. Þörfin fyrir kirkju er því brýn. Nú hefur söfnuðuv- inn fengið lóð undir væntan- lega kirkju á mótum Nóatúns og Háteigsvegar. Heíur söfnuð- urinn efnt til almennrar söfn- unar til þess að hrinda málinu í framkvæmd og heitir á safn- aðai'fólk og aðra vinveitta mál- inu að veita sér brautargengi. Geta má þess, að söfnuðinum hafa borizt margar góðar gjaf- i ir, en kvenfélag hans hefur safn að yfir 40 þúsund krónum. Ávarpi um þetta mál verður dreift., til safnaðarmeðlima næstu daga, og er þess vænzt, að þeir sýni fullan skilning og velvild. Til bráðabirgða hefur sú lausn fengizt á húsnæðis- hraki safnaðarins, að guðsþjón- ustur og önnur safnaðarstarf- semi fara fram í hátíðasal Sjó- mannaskólans. Á kvöldvokunni. Dóra litla sem alræmd var fyrir óknytti sína og þorpara- strik átti að fara út að leika sér með leiksystrum hennar. Um leið sagði mamma hennar við hana. „Dóra mín, fai'ðu nú út, vertu góða barnið og leiktu þér.“ „Það er ekki hægt að gerá hvorttveggja í einu,“ svaraði telpan. • Þekktur veiðimaður var ný-<- kominn heim úr Suðurlandsför og var að segja vini sínum ferðasöguna. „Hvar þótti þér skemmtix legast að koma?“ spurði vinur- inn. „Til Feneyja.“ „Hvers vegna?“ „Af því að þar gat eg setið allan tímann í hótelherberginu mínu og veitt út um gluggann.15 • Bob Hope lenti einu sinni í samkvæmi með manni sem var með óvenjumikið og langt yfir- vararskegg. Bob horfði á þetta skeggviðundur með mestu að- dáun og þegar maðurinn var farinn sagði Bob: „Tókuð þið eftir manninum. sem var að fara? Það er tví- mælalaust einasti maðurinn í veröldinni sem getur í semi kysst kvenmann og burstað á honum bakið. • Dag nokkurn á valdatíma Mossadeks skeði það í Teheran, að f ranskur sendiráðsmaður þar í borg bað atvinnubílstjóra að aka sér til brezku sendi- ráðsbyggingarinnar, en Sviss • lendingar fara með brezk mál- efni eftir að Persar og Bretar slitu stjórnmálasambandi. Yfir hliðinu, þar sem ekið var inn að sendiráðsbygging- unni blakti svissneski fáninn. við hún, en sumum verður á að víxla svissneska fánamnn við Rauða kross fánann, því sá svissneski er með hvítan kross í rauðum feldi. Og um leið og þeir óku inn um hliðið sagði bílstjórinn, ekki lítið stoltur: „Þarna sjáið þér hvað Mossa- dek getur. Fyrst rak hann. Englendinga úr landi og síðan, breytir hann sendiráðsbústaðn- um í spítala.“ Cim AiHHi tíap..., Eftirfarandi mátti m. g, lesa 1 bæjarfréttum Vísis hinn 12. febrúar 1919: Fossanefndin. Ágreiningur einhver hefir orðið í fossanefndinni um eignarréttinn á vatnsaflinu í landinu. Halda þeir G. Eggerz og Sveinn Ólafsson fram rétti einstaklinganna gegn rétti rík- isins, en hinir nefndarmenn- irnir allir, ásamt próf. Einari Arnórssyni, halda fram rétti rík isins. Sagt er, að nefndin hafi klofnað út af þessu og að minni; hlutinn hafi fengið sér skipað- an aðstoðarmann, Héðin Valdi-- marsson. Willemoes kom hingað í nótt. (Til gam- ans skal þess getið, að þetta skip heitir nú Selfoss).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.