Vísir - 06.03.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 06.03.1954, Blaðsíða 4
VISIB Laugardaginn 6. marz 1954 VXS XR D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Titlögur í handritamálinu. Það hefur verið næsta hljótt um handritamálið að undan- förnu, og hefur sú þögn af íslendinga hálfu orsakazt af því, að þeir hafa beðið átekta, meðan Danir voru að athuga málið gaumgæfilega frá sinni hlið og undirbúa tillögur þær, sem boðað hafði verið, að mundu verða lagðar fram, áður en mjög langt liði. Hafði málið verið rætt fram og aftur með báðum þjóðunum, bæði í blöðum og á mannfundum. svo að það var ljóst, hver sjónarmið voru ríkjandi beggja megin hafs- Sns og næsta skrefið eðlilega, að Danir gerðu heyrin kunnugt, hver væri vilji þeirra, ef þeir vildu ekki, að óbreytt ástand yrði í þessum efnum. Eins og Vísir skýrði frá í gær, hefur það nú gerzt í málinu, að danska blaðið Politiken kveðst hafa komizt á snoðir um tillögur dönsku stjórnarinnar og birti það í gærmorgun tillög- urnar eins og þær eru frá hendi danska stjórnarvalda að því er það segir. Þegar þet+a er ritað, hefur það ekki verið staðfest opinbei'lega, að þetía - :■ þær tillögur, sem danska stjórnin hyggst leggja fram í fyllingu tímans, en meðan frásögn Poli- tikens er ekki borin til baka, má gera ráð fyrir, að þessi se afstaða stjórnar Hedtofts eða mjög svipuð þessu. Það er mergurinn málsins í tillögum þessum, að Danir leggja til að handritin verði einskonar sameiginleg eign sín: og okkur íslendinga, en komið verði upp hér og erlendis rann- sóknarstofnunum, er vinni að vísindalegri rannsókn handrit- anna, þeim verði skipt milli þjóðanna og þar fram eftir götun- um. Með þessu móti viðurkenna Danir að vísu nokkurn eignar- xétt okkar á handritunum, en við verðum á móti — ef við samþykkjum tillögurnar — að viðurkenna hið sama, að Danir sé meðeigendur okkar í handritunum, er við höfum talið okkar einkaeign. | Það er rétt, að við íslendingar gerum eitt upp við okkur strax, og það er að við eigum að hugsa okkur vel um, áður en við tökum endanlega afstöðu til þessarra tillagna Dana, ef rétt er frá skýrt, eða þeirrar lausnar, sem þeir telja heppileg- asta á málinu. Það á ekki að rjúka upp til handa og fóta og gera félagasamþykktir um afstöðuna til málsins, ef til vill án umhugsunar og í æsingi augnabliksins. Þetta mál á fyrst og fremst að koma til kasta fræðimanna okkar, því að það eru þeir, sem bera mest skynbragð á þetta, og vita,, hvað okkur hentar bezt í þessum efni, hverjar eru þarfir þjóðfræðanna. Við. verðum að athuga það, að þegar við föllumst á tillögur Dana, hvort sem er þessar eða aðrar, í handritamálinu. þá tök- um við ákvörðun, sem gildir um aldur og ævi, og erum við þá búnir að falla frá frekara tilkalli til handritanna. Á hinn bóg- inn getum við gert okkur vonir um, að á komandi tímum 1 vaxi skilningur manna í Danmörku fyrir réttlætiskröfum ís- lendinga í málinu, og þá verði betri jarðvegur fyrir þá lausn, sem við teljum liina heppilegustu. En svo gæti lika farið, að afhendingarhreyfingin ætti öruggara uppdráttar síðar en nú. ÖII þessi atriði verður að hafa í huga, þegar tekin er á- kvörðun í málinu, en eins og tillögurnar virðast vera, eru þær varla aðgengilegar. Shell sehir benzín, blandað afni, * ■ r í er eykur notagildi þess. Efnið hindrar skammhíaup í kertum og glóðarkveikju. Hallgrímur F. Hallgrímsson, forstjóri Shell á íslandi h.f., bauð fréttamönnum á sinn fund í gær, og skýrði 'þeim frá því, að framvegis hefðu ben- zínsölur Shellí í Reykjavík og nágrenni til sölu benzín blandað efninu „TRIKRESYLFOSFAT“, og bráðlega í öllum benzínsölu- stöðvum Shell hér á landi. Hér er um að ræða nýja að- ferð til þess að auka notagildi benzíns. Efni þetta eykur þjapp þol benzínsins, en það er mjög mikilvægt með tilliti til hinnar háu þjöppunar nútímahreyfla. (Hafa Shellrfélögin nýlega upp- j götvað nýtt benzín-íblendi, ' sem kemur til með að marka tímamót í benzínframleiðslu. Efni þetta nefnist I. C. A. (Ignition Control Additive) og verður eingöngu notað til íblöndunar í Shell-benzín. —- Hið nýja benzín-íblendi breyt- ir efnasamsetningu úrgangs- efnanna þannig, að það dregur úr leiðsluhæfni þeirra og þau þurfa hærra hitastig til glóð- armyndunar. Árangurinn verð- ur sá, að hreyfillinn gengur mjúkt og þægilega, og bifreið- in ekur lengri vegarlengd á hverjum benzínlítra, þar sem orka nýtist að fullu. Fyrir tæpum sex árum var sérfræðingum Shell-félaganna á sviði benzínframleiðslu falið að leysa vandamál, er ýms flugfélög áttu við að stríða. Var sérfræðingunum falið að vinna bug á eða a. m. k. draga úr skaðlegum áhrifum kolvetn- isútfellinga, er söfnuðust í ein- angrun kveikikerta í flugvéla- hreyflum. Framl. glóðarkerta höfðu árangurslaust reynt að bæta úr þessurn ágalla. Tækist þeim að hindra skammhlaup í kertum, rákust þeir á annað vandamál,, þ. e.. glóðarkveikju, sem orsakast af því, að glóðheit úrgangsefni, er safnast fyrir í brunaholum kveikja í elds- Kalfiverð og svik. T^jóðviljanum og kommúnistum finnast það dapurlegir dagar, i þegar þeir geta ekki borið einhverjum á brýn, að hann hafi framið svik í éinhverri mýnd. Hið síðasta á þessu sviði er það, að ; svikinn hafi yerið grundvöllur samkomulagsins við verkalýðsfélögin frá desember-mánuði 1952, er verð hafi vérið hækkað á kaffi,!’enIsVo sém'Hiönrium er kúhnúgt, hefur pakk- inn hækkað um 85 aura með síðustu sendingu. í Nú hefur 'það gerzt í þessu efni, að verðlag á kaffi á heims- markaðnum hefur hækkað til mikilla muna undanfarið vegna uppskerubrests, og verðum við að sjálfsögðu að súpa af því seyðið eins og aðrir, ef við viljum ekki hætta kaffidrykkju. Þetta er orsökin fyrir því, sem hér hefur verið að gerast og sjá það allir, að ekki getum við haldið niðri verði á innflutturn varningi með því einu að segja, að verðið eigi ekki að hækka. Það megi það ekki. ÞaS er ekki hægt að ætlast til þess, að innflytjendur og kaffibrennslur taki ekkert fyrir ómak sitt eða greiði jafnvel með kaffinu. Varla hefur verið ætlazt til þess af samninga- mönnum verkalýðsfélaganna eða að við héldum heimsverðinú niðri, svo að svikatal kommúnista er ekki annað en 'venjuíegur áróður þeirra. neytisblöndunni, áður en neist- inn frá kveikikertinu nær að gera það. Glóðakveikja veldur höggum í hreyflinum, en það hefur í för með sér orkutap, slæman gang og óþarfa eyðslu lá eldsneyti. Eftir margra mán- aða ýtarlegar rannsóltnir tókst sérfræðingum Shell að leysa þetta vandamál með því að •blanda í benzínið vissu magni af TRIKRESYLFOSFATI, er breytir efnasamsetningu útfell- inganna í kertum og brunaholi. Með því var hindrað að þær leiddu rafmagn og orsökuðú þannig skammhlaup í kertum. Komið var í veg fyrir, að þær yllu íkveikju í eldsneytis- blöndunni með því að hindra glóðarmyndun í þeim. — Sér- fræðingunum var ljóst, að sam- tímis því, sem þeir væru að ráða bót á fyrrgreindum erfið- leikum í flugvélum, voru þeir jafnframt að leysa hliðstæð vandamál í bifreiðum. Voru því hafnar umfangsmiklar til- raunir og hið nýja efni þraut- reynt í bifreiðum við hin erf- iðustu skilyrði. Niðurstaðan varð sú, að vandamál er stafa af glóðarkveikju og skamm- hlaupi í kertum eru úr sögunni. Þetta endurbætta benzín hafa Shellfélögin nú sett á markaðinn í flestum löndum, þar sem þau selja benzín, og hefur það hvarvetna hlotið hinar mestu vinsældir. íslendingar flytja nú inn allt benzín frá Rússlandi og svo kann að verða um ófyrirsjáan- legan tíma. Var þess því ekki að vænta, að hér yrði not af þessari miklu framför í benzín- framleiðslu. Úr þessu rættist þó vegna þess, að Shell-félagið í Eng- landi, sem hefur einkarétt á þessu efni til íblöndunar í ben- zín, hefur góðfúslega samþykkt að heimila h.f. Shell á íslandi afnot af einkaleyfinu og látið því í té birgðir til íblöndunar. Bergmáli hefur borizt stutt bréf frá húsfreyju nokkurri, sem drepur á mál, sem margar Iiús- mæður varðar. En það er ein- mitt um það, hvernig inæður. sem eiga ungbörn, geti komizt burt frá heimilinu kvöld og kvöld, ef þær-langaði að fara t. d. i leik- hús, eða væru boðnar til nágrann ans í kvöldkaffi. Það liefur nefni- jlega verið á því nokkur örðug- leiki fyrir það fólk, sem ekki hefur efni á að liafa húshjálp, eða kannske heldur ekki hús- næði til þess að fá stúlku í vist. jMarfft er stsritiS, Nú er þetta hægt. Bréfið er á þessa leið: „Ung kona kvartaði yfir því nýlega I við mig, að erfitt væri að fá ein- hverja hjálp á kvöldin, ef sig langaði til að skreppa að heiman kvöldstund. Datt mér þá i hug að biðja Vísi fyrir þessar upp- lýsingar, ef þær gætu orðið ein- hverjum að gagni. Eg sagði ungð konunni að nú væri hægt að fá fóstur frá barnaheimilunum, og eru það þessi heimili: Laufás- borg, Barónsborg og Tjarnarborg. Hafa allar meðmæli. Þær stúlkur, sem þaðan koma, hafa allar meðmæli um að þær séu færar til þess starfs, sem þeim er ætlað, og vanar eru þær að umgangast ungbörn. Er auð- vitað sjálfsagt að það fólk, sem tekur að sér þessi störf, að gæta barna á kvöldin, þegar foreldr- arnir eru að heiman, hafi með- mæli frá þeim, sem það hefur unnið fyrir áður. En stúlkurnar frá barnaheimilunum eru valdar og vandaðar, enda myndu þær ekki annars vera látnar vinna þar lengi. Ókunnugt fólk. Margur hefur orðið illa úti á siðari árum fyrir það að taka inn á heimili sitt bláókunnugt fólk til ýmis konar starfa. Eru þess mýmörg dæmi, eins og flestir niunu kannast við. Það er því gott að geta einmitt leitað til slíkra stofnana eins og barna- heimilanna til þess að fá fóstrur kvöld og kvöld, enda þá völ á með mæluin með viðkomandi stúlku. Og væri eiginlega sjálfsagt i mörg um tilfellum að fólk liefði með- mæli einhvers, sem ábyrgist að óliætt sé að taka það á heimilið. — Húsfreyja.“ Bergmál þakkar liúsfreyjunni fyrir þetta góða bréf, og er ekki að efa, að margar konur liafa ekki haft hugboð um að á barna- heimilinunum væri hægt að fá fóstur með litlum fyrirvara. — kr- Hver raeiur á þýzku heimili ? Er þar jafnrétfi eða ræður aflsmumsr ? Undanfarna mánuði hefir mjög verið um það deilt í V.- Þýzkalandi, hver eigi að ihafa völdin á heimilunum, húsbónd- inn eða húsmóðirin. Á sínum tíma voru nefnilega samþykkt lög um það í þing- inu í Bonn, að eiginmaðurinn skyldi hafa úrslitavaldið í ýms- um mikilvægum málum fjöl- skyldunnar, svo sem varðandi búsetu hennar, menntun barn- anna og þess háttar. Þessi lög voru samþykkt snemma á dög- um sambandslýðveldisins, ~en síðan var. þaðj tekið skýft frsim í stjómarskránni, sem sam- þykkt var árið 1949, að karl og og konu skylcju vera jafm’étthá og það tekið’ fram, að hvers- konar lög, 'sérri bfytu'í bága við þetta ákvaéði skyldu ’vera ógild frá 1. apríl 1953. Landsfeðumir í Bonn gerðu sér vonir um að sambandsþing- ið mundi samþykkja ný lög í samræmi við stjórnarskrár- greinina fyrir ofangreindan dag, en svo fór, að menn urðu ekki sammála um „jafnréttið". Kristilegi demókrataflokkurinn áleit, að konan ætti að vera rranninum undirgefin, en ýmsir aðrir flokkáú I íögðú áliéíízití meira eða minna jafnrétti kynjanna. Þegár fjölskyldulögin gengu úr gildi, var oft leitað til dófri- stólanna til að fá úrskurð' um húsbóndaréttinn, óg sýndist þá sitt hverjum, er til þéirra var leitað. Dómari nokkur í Köln kvað til dæmis upp þann úr- skurð, 'að skilin kona ætti ekki heimtingu á framfærslueyri frá manni' síriúm, þar sérii henrii bæri jafn-mikil skyida til áð greiða honum styrk. Kristilegi demókrataflokkur- inn lagði fram frumvarp um að hin úr gildi föllnu lög skyldu í gildi á ný til 31. marz 1955, en einingin varð ekki meiri en svo, að frumvarpið var dregið til baka. Sagði þá eitt gaman- blað í V.-Þýzkalandi, að hjón yrðu að prófa með sér hvort sterkara væri, er óeining kæmi úpþ um eitthvert atriði, og væri ekki víst, að karlmaður- inn bæri alltaf hærra hlut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.