Vísir - 06.03.1954, Blaðsíða 8
VfSIR er ódýrasta blaðið og bó bað fjöl-
breyttasta. — Hringið í síma 1660 og
gerist áskrifcndur.
qnBQpnS qpp qapp
W1SS&
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir
lO. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til
mánaðamóta. — Sími 1660.
Laugardaginn 6. marz 1854
JT
1 fyrra komu 58.400 gestir
í sjomannastofuna í Reykj'avík.
Sjómeim kuima vel að mda vinar
Iiwg og velvlljía stofniinariniiar.
Sjómannastofan hefur nú
■verið opin til starfrækslu í nú-
verandi húsakynnum síðan 22.
amarz 1947.
Árið 1953 hafa alls 58400
•gestir komið í Sjómannastof-
una eða notið aðstoðar hennar
og var mestur hluti gestanna
innlendir sjómenn, einkum
bátasjómenn svo og erlendir
sjómenn, ennfremur verka-
xnenn, útgerðarmenn og fleiri.
Sjómannastofan var opin frá
kl. 6Vz f. h. til 10 e. h. rúm-
helga daga, og á sunnudögum
frá kl. 1—10 e. h.
Öll helztu blöð og tímarit
landsins lágu frammi, svo og
.allmikið af útlendum blöðum.
Pappír og ritföng fengu gestir
eftir þörfum endurgjaldslaust
•og notfærðu 1340 manns sér
það og bréf þeirra send.
Annast var um móttöku 2000
bréfa, póstsendinga og sím-
.skeyti. Var það auglýst í veit-
ingasal og komið til skila.
Sjómenn hafa mikið látið í
Ijós þakklæti fyrir starfsemi
.Sjómannastofunnar og sýnt
sérstakan vinarhug og velvilja
•og kurteislega framkomu, og
þar með stuðlað að því, að Sjó-
mannastofan sé raunverulega
griðastaður þeirra og annað
heimili.
Leitazt hefur verið við að
hafa alla framkomu og þjón-
ustu sem hlýlegasta frá hendi
Ætarfsfólksins og reynt með því
að laða að sjómenn í hlý húsa-
kynni þar, sem ríkir öryggi og
friður.
í stjórnarnefnd Sjómanna-
Ætofunnar eru síra Sigurbjörn
Á. Gíslason, sr. Bjarni Jónsson
vígslubiskup, Þorsteinn Árna-
Lækkuð flug-
fargjöld.
Flugfélag íslands hefur á-
kveðið að lækka fargjöld með
„Gullfaxa“ frá og með 1. apríl
n. k.
Frá þeim tíma lækkar far-
•gjaldið milli Reykjavíkur og
Kaupmannahafnar úr krónum
1659,00 í kr. 1600,00 aðra leið-
ina og úr kr. 2987,00 í kr.
2880,00 sé farseðill keyptur báð
ar leiðir samtímis. Á flugleið-
inni Reykjavík-London lækkar
fargjaldið hins vegar úr kr.
1470,00 í kr. 1442,00 aðra leið-
ina og úr kr. 2646,00 í kr.
2596,00 báðar leiðir.
Wiija draga m kvik-
myndalnnfiatnlngi.
Róm (AP). f-— Borið liefur
verið fram í þinginu frumvarp
viðvíkjandi innflutning kvik-
mynda.
Er farið fram á það í frum-
varpinu, að bannað verði að
Tvær umferðir eft-
ir í Skákþinginu.
Á Skákþinginu í gær var að-
eins þremur skákum lokið í
meistaraflokki, hinar fóru í bið.
Ingvar vann Arinbjörn, Ingi-
mundur vann Margeir og Þórir
vann Anton.
Nú eru aðeins tvær umferðir
eftir og fer sú fyrri þeirra fram
, á morgun. Biðskákir verða tefld
-ar á mánudagskvöld.
son, vélstjórafélagsfulltr., Þor-
varður Björnsson, yfirhafn-
sögumaður, Jónas Jónasson, ^y^ja mn °8 sýna í landinu
skipstjóri, sr. Óskar J. Þor- nema tiltölulega fáar útlend-
láksson og sr. Þorsteinn Björns-
son.
Samið í París um veðurþjón-
ustu á N.-Atlantzhafi.
Fuiltrúar Islauds undirrSfuðu
ekki samningana.
ar kvikmyndir. ítölsk kvik-
myndafélög eiga í miklum fjár-
hagsörðugleikum, og á þetta að
Forsiöðumaður er Axel t>æta aðstöðu þeirra í sam-
Mágnússon. keppninni.
í sl. mánuði var haldin ráð-
stefna í París um veðurþjón-
ustuna og veðurskipin á Norð-
ur-Atlantzhafi, og sátu hana
fulltrúar ýmissa Evrópulanda,
Bandaríkjanna og Kanada, eða
þeirra landa, sem mest eiga
undir þessari þjónustu.
Eins og áður hefir verið get-
ið hér í blaðinu hefir staðaði til,
að Bandaríkjamenn minnkuðu
þátttöku sína í þessari þjón-
ustu, en samkvæmt samningum
þeim, sem gerðir voru í París,
munu Bandaríkin og Kanada
eða Norður-Ameríka, starf-
rækja um helming 21 veður-
skips, sem í ráði er að hafa á-
fram, og er það að sjálfsögðu
myndarlegt framlag, því að
slepptum þeim notum, sem
flugmönnum er að þjónstunni,
Þessir menn hafa komið nokkuð við sögu í Súdan að undan-
förnu. Sá til vinstri er forsætisráðherra landsins, Ismail El-
Azhari, sem er vinsamlegur Bretum, og með honum á myndinni
er landstjórinn brezki, Sir Robert Howe.
Siiðiiiiiesla- og Eyjabátar flestir
með goðan afla í gær.
1 dag eru fáir bátar á sjó, enda
stormur úti fyrir.
Skiðaskóiinn á ísafirði
hefst um miðjan marz.
Skíðaskólinn á ísafirði íiefst
um miðjan þennan mánuð, en
alls hafa rösklega 100 manns
stundað þar nám.
Skíðafélag ísafjarðar hefir
nú um 10 ára skeið rekið skíða-
skóla. Skíðaskólinn hefir verið
til húsa í skíðaskála félagsins,
Skíðheimum, í Seljalandsdal.
Veturinn 1953 hljóp snjóflóð á
skálann og eyddi honum. Nú
hefir félagið vandaðan og stór-
an skála í byggingu, en á með-
an hann er í smíðum, verður
skíðaskólinn til húsa í skóla-
seli gagnfræðaskóla ísafjarðar,
Birkihlíð, sem stendur rétt fyr-
ir neðan mynni Seljalandsdals.
Skólastjóri skíðaskólans frá
upphafi hefir verið Guðmund-
ur Ilallgrímsson frá Grafargili
í Valþjófsdal við Önundarfjörð.
Rúmlega 100 konur og karlár
hafa notið náms í skíðaíþrótt-
um í skóla þessum.
Námsdvölin í ár hefst um
miðjan marz og lýkur á pásk-
um. Skólagjald, auk fæðis-
kostnaðar, mun nema um 400
kr., en þar sem nemendur
verða í mötuneýti og íþrótta-
sjóður greiðir t. d. kaup mat-
sveins eða ráðskonu, er fæðis-
kostnaður eigi hár.
Afli var víða ágætur í ver-
stöðvum á Suðurnesjum og í
Vestmannaeyjum í gær, en treg
ari þó en í fyrradag.
Vestmannaeyjabátar fengu 9
—10 lestir á bát tíl jafnaðar,
en þeir hæstu 14 lestir. í gær
reru þrír bátar, en tveir sneru
aftur til lands, enda stormur á
miðunum.
í Grindavík var einnig treg-
ari afli en undanfarið, en þó
all-sæmilegur, yfirleitt 7—8 1.
á bát. Hæstu línubátar fengu
10 lestir, og fengu þrír bátar
þann afla. Af netjabátum var
Hannes Hafstein hæstur með
6V2 lest. Almennt bjuggust
menn við betri afla á loðnu-
beitu, en bátarnir munu yfir-
leitt hafa róið of djúpt, og urðu
þeir bátar hæstir, sem grynnst
fóru. í dag eru fáir bátar á sjó.
' Keflavíkurbátar öfluðu mjög
sæmilega í gær, flestir fengu
um 10 lestir, og allt upp í 17 V2
| lest. Hilmir frá Keflavík, Björg
vin og Guðmundur Þórðarson
' voru með 15 lestir hvor. í dag
mun um helmingur Kéflavíkur
báta vera á sjó, hinir sneru aft-
ur vegna veðurs.
Sandgerðisbátar, sem á sjó
' voru í gær, Pétur Jónsson og
Mummi, fengu 13 lestir hvor. 1
í dag eru þessir tveir bátar á I
' sjó, svo og vb. Víðir, en þetta j
' eru allt stórir bátar og traustir.'
Fréttamaður Vísis í Sandgerði |
tjáði blaðinu, að í dag væri
vonzkuveður á miðunum.
Hafnarfjörður.
Sumir bátar sneru aftur, en
nokkrir eru á sjó. — Afli var
msjafn í gær, upp í 11 smál.
Handknattleikur:
Seinni hluti meist-
aramótsins hefst
21. þ.m.
Handknattleiksmeistaramót
íslands í öllum öðrum flokkum
en meistaraflokki karla hefst
hér í Reykjavík 21. þ. m.
Svo sem kunnugt er, stendur
meistaraflokkskeppni karla yf-
ir sem stendur, en henni lýkur
að öllu forfallalausu eftir röska
viku, eða sunnudaginn 14. marz.
í seinni hluta mótsins verð-
ur keppt í meistara- og II. fl.
kvenna og í I., II. og III. fl.
karla.
Keppnin fer fram að Háloga-
landi.
hafa Evrópuþjóðirnar hennar
sízt minni almenn not — ef til
vill meiri.
Sú breyting mun verða á, að
Evrópulöndin munu standa
straum af kostnaði við veður-
skipið, sem er milli Reykjaness
og Hvarfs á Grænlandi (66° n.
og 22° v), en það er eitt mikil-
vægasta athuganaskipið, að því
er varðar veðurspár hér. Banda
ríkjamenn báru áður kostnað-
inn af þessu skipi.
Á seinustu árum hafa íslend-
ingar greitt sem svarar til 1000
stpd. árlega til þessa alþjóða-
starfs, en eftir hinum nýja
samningi gæti framlag íslands
orðið 6500 stpd., en fulltrúar
íslands, er fundinn sóttu, munu
ekki hafa haft heimild til þess
að samþykkja slíkar fjárhags-
skuldbindingar fyrir Islands
hönd. Fulltrúar fslands voru
þeir Agnar Kofoed Hansen
flugvallastjóri ríkisins og
Hlynur Sigtryggsson veðurfr.
Spánn mun heldur ekki hafa
undirritað samningana.
SfS framleðir
rafmótora.
Samband ísl. samvinnufélaga
hefur nú hafið framleiðslu á
rafmótorum, en þetta er nýr
þáttur í íslenzkum iðnaði.
Fram til þessa hafa rafmót-
orar verið fluttir hingað frá út-
löndum, um 2000 á ári. Hin
nýja verksmiðja SÍS mun geta
afkastað um 600 mótorum til að
byrja með, en möguleikar eru
á verulegri aukningu. Það er
Jötunn h.f., sem hefur tekið að
sér að smíða rafmótorana í húsa
kynnum sínum við Hringbraut
119. Nauðsyn þótti að ráða hing
að erlendan sérfræðing til þess
að hafa yfirumsjón með fram-
leiðslunni, og var ráðinn hing-
að Joachim Briiss, raffræðingur
frá Berlín.
Verksmiðjan tekur eins ár's
árbyrgð á öllum rafmótorum,
sem hún framleiðir, og felst í
þessu mikið öryggi fyrir kaup-
endur, en fullyrt er, að rafmót-
orar SÍS séu vandaðir mjög.
Lögreglan í New York hefir
fundið allmiklar vopnabirgðir
í húsi einu í Manhattan, m. a.
9 kassa af vopnum, sem ætluð
eru til vamar gegn skriðdrek-
um.
Talið er, að menn nokkkrir
frá Kubu hafi haft vopn þessi
með höndum og hafi átt að
smygla þeim þangað.
Queen Elisabeth, brezlca haf-
skipið mikla, lagði af stað frá
New York í gær, þrátt fyrir
vinnustöðvun, sem stafar af
átökum innbyrðis milli félaga
hafnarverkamanna.
Meðal farþega var Sir Glad-
wyn Jebb, aðalfulltrúi Breta
hjá Sameinuðu þjóðunum, er
nú lætur af því starfi og verð-
ur sendiherra Breta í París.