Vísir - 13.03.1954, Page 1

Vísir - 13.03.1954, Page 1
44. árg. Laugardapina 13. marz 1954. 60. tbl. Olíuskip SÍS hlauí nafni „Litlafell.“ >* fifieimaitöfn fsess ver5ur ?,isaflör5uir.“ Olíuflutningaskip Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem kom til landsins í gær, hefur hlotið nafnið „Litlafell“, en það var afhent S.f.S. skömmu fyrir hádegi í dag. Heimahöfn skips- ins verður ísafjörður. Skipið er keypt í SvíþjóS og hét „Maud Reuter“. —- Var því siglt hingað af sænskri áhöfn og undir sænskum fána, en í morg un var Sambandinu formlega afhent skipið og því gefið ís- lenzkt nafn. Um leið var sænski fáninn dreginn niður, en ís- lenzki fáninn dreginn að hún á skipinu. Skipið er 817 þungalestir, og er ætlað til olíuflutninga með ströndum fram. — Þá má geta þess, að það er mjög hentugt til lýsisflutninga, og hafa nákvæm lega sams konar skip verið tek in á leigu, þegar um útflutn- ing lýsis hefur verið að ræða, og má gera ráð fyrir, að „Litla- fell“ sigli út nokkrar ferðir á ári með lýsi. Skipstjóri á ,,Litlafelli“ er Bernharð Pálsson, sem áður var fyrsti stýrimaður á „Arnar- felli“. Skipið mun sennilega fara til Isafjarðar á næstunni, en þar er heimahöfn þess, eins og áður getur, og hefur sam- bandið nú staðsett skip sín í öllum landsfjórðungunum. Nægt fé téi sittíii nýs Laxfoss fengið. Þannig var umhorfs í Kaupmannahöfn um daginn, er menn risu úr rekkju til vinnu sinnar. Reiðhjólin voru 1 næsta óvenjulegum búningi eftir nóttina. Eldur á Þórsgotu 19 í morgun. Um klukkan 9 í morgun kom upp eldur í húsinu Þórsgata 19, og var mikill reykur og eldur í risi hússins, þegar slökkviliðið kom á staðinn. Hús þetta eru þrjár hæðir og ris, og eru íbúðir niðri á hæð- unum og tókst að verja þær fyrir eldinum, en lítilsháttar skemmdir urðu af vatni í íbúð á efstu hæðinni. Uppi í risinu, þar sem eldurinn kom upp, er engin íbúð, heldur þurkloft og geymslur. Voru þar m. a. gam- all legubekkur, bækur og fleira dót og brann það allt. saman. Hins vegar tókst slökkviliðinu að verjast því að eldurinn kæm ist í súðina, en hún sviðnaði nokkuð. Þá komst dálítill eid- ur í gólfið, en brátt tókst að slökkva hann. Ekki er vitað með hvaða hætti kviknaði þarna í, en geta má þess, að rafmagnsinntakið í húsinu er í kvistherbergi í risinu, þar sem eldurinn var. í gærdag var slökkviliðið tví- vegis kvatt út. í fyrra sinnið um kl. 2 að bragga á Kópavogs- hálsi, en þar var eldur í ýmsu dóti, sem geymt var í bragg- anum. Skemmdir urðu litlar. Hitt skiptið var slökkviliðið kvatt að olíuhreinsunarstöðinni í Sætúni 4. Þar urðu engar skemmdir. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur fengið frá hr. Gísla Jónssyni alþingis- manni, hefur nú borizt hing- að seinasta tilboðið, sem beð- ið var eftir, um smíði skips í stað Laxfoss. Hafa borizt nokkur tilboð. Nýtt hlutafé að upphæð 2 millj. kr., er tryggt og þar að auki loforð um lán til 4 ára, er skipið er fullsmíðað. Fæst það í erlendum banka og nemur 60% af byggingar- kostnaði skipsins. Hluthafafundur verður lialdinn bráðlega og fram- komin tilboð athuguð og á- kvarðanir teknar. Eins og nú standa sakir benda allar líkur til, að ráð- ist verði í smíði nýs skips í stað Laxfoss á þessu ári. fifiandknattleikur: Tvenn jafnteflf í gær. Á handknattleiksmótinu í gær urðu báðir leikirnir jafn- tefli. Leikurinn milli Í.R. og Ár- manns fór þannig að þau settu sín 12 mörkin hvort, en K.R. og Víkingur 21:21. Úrslitaleikirnir verða á morgun og bítast þá Ármann og Fram um sigurinn, en þau eru nú jöfn að stigum. Evrópsáttiifálini staðfestur í Belgíu. Efri deild belgiska þjóðþings- ins hefur staðfest Evrópusátt- málann, sem fulltrúadeildin var búin að staðfesta. I Frumvarpið var afgreitt sem í lög með 125:40 atkvæðum og ! bíða lögin nú undirritunar Baudoin konungs. — Vegna ' skuldbindinga, sem Belgir taka á sig, samkvæmt sáttmálanum, er þörf stjórnlagabreytingar og nýrra þingkosningaa, sem fram eiga að fara í næstu mánuði. Eisenhower Bandaríkjafor- seti hefur lýst ánægju sinni y.f- ir, að hann mundi verða til öryggis friðinum í álfunni. Ekknasjóður íslands. Söfnunardagur verður á morgun við kirkjudyr hvar- vetna. Hugsjónin með stofnun sjóðsins erf_ að bágstaddar ekkjur geti átt’ þar stuðnings von, er sjóðurinn eflist. osningar í Rússlandi á morgun. Malenkov ræðir frið, öryggi og aukin viðskipti. Stefnan þó óbreytt, seg{a brezk blöð. í Ráðstjómarríkjunum fara fram kosningar á morgun til Æðsia ráðsins. — Malenkov forsætisráffiherra flutti loka- kosningaræðuna í gærkvöldi. Hann lýsti yfir því, eins og fyrr Stalin fyrirrennari han*, að öll heimsvandamál mætti leysa með friðsamlegu móti. Ilann kvað allar þjóðir æskja friðar og ráðstjórnin hef'ði frið að markmiði. Ný heimsstyrjöld mundi leiða til hruns menningarinnar og það væri fjarstæða, að þjóðirn- ar yrðu að vígbúast af kappi eða horfast í augu við hættuna á heimsstyrjöld. Fullkomnu ör- yggi væri hægt að ná, ef sam- komulag næðist á grundvelli tillagna ráðstjórnarinnar ör- yggissáttmála fyrir alla Evrópu. Samtímis því, er hún legði fram raunhæfar tillögur í því efni vildi hún auka viðskipti og bæta sambúð landanna í austri og vestri. Fagnaði hann breyttri stefnu Breta, er vildu nú auka slík viðskipti.. í tilefni af ræðu Malenkovs er vakin athygli á því, að með henni sé ætlað að hafa áhrif víðar en í Ráðstjórnarríkjunum. Hún sé stíluð upp á það, að út um álfuna og víðar fari menn að líta æ meira á valdhafana í Kreml sem friðarins menn. f blöðunum er einnig vikið að því, hvað til grundvallar liggi, að þeir vilja meiri við- skipti við þjóðirnar í vestri. Eitt blaðanna bendir á eftir- fárandi: 1) Rússar vilja umfram allt fá afnumið bann við útflutn- ingi hráefna og varnings, sem þeir gætu flutt inn til enihverra hernaðarlegra nota. 2) Þetta virðist sanna, að hömlur í þessum efnum hafi komið ónotalega við Rússa og fylgiþjóðir þeirra. 3) Jafnframt telji Rússar sig geta unnið það á, að til vax- andi ágreinings komi um þessi mál milli Breta og Bandaríkja- manna. í blöðunum er og vikið að því, að Malenkov hafi gengið fram hjá tillögum þeim, sem Eden bar fram fyrir hönd Vestur- veldanna, er hann var að gylla tillögur sínar og Molotovs. 240 dsgblöi Svía hafa saatals 3,5 milij. eintaka upplag. Hafði aukizi um milljón sl. 10 ái*. St.hólmi. — I Svíbjóð eru nú gefin út 240 dagblöð, og var samanlagður eintakafjöldi á síðasta ári 3,5 milljónir á dag. Hafði eintakafjöldinn vaxið um milljón og vel það á siðustu 10 árum, og var það miklu örari fjölgun en áður, því að frá 1912—42 jókst heildarupp- I lagið ekki nema um 700,000 eintök. Hefur endurskoðunar- I skrifstofa blaðanna gert þessar athuganir nýverið. I > | A síðustu þrem árum hefur aukningin hinsvegar verið frekar lítil, eða nam árin 1952 og 1953 aðeins 70,900 á virkum dögum og 58.600 á helgum dögum og meira en 80 af hundr aði kemur á dagblöð stórborg- anna. Meðalupplagið, netto, fyrra hluta síðasta árs var 3,568,600 á virkum dögum og 2,145,100 á sunnudögum. í þessari tölu eru að sjálfsögðu innifaldar tölur blaðanna í þrem stærstu borgunum, Stokkhólmi, Gautaborg og Má]may, en þar voru upplög blaðanna 1,740,300 eintök á virkum dögum og 2,026,700 á sunnudögum. Blöð, sem eru íhaldssöm að því er stjórnmálin snertir, prentuðu færri eintök á hinu athugaða tímabili, svo að hlut- fall þeirra af heildarupplaginu féll úr 27,3 af hundraði í 22,8 Upplag frjálslyndra blaða jókst hinsvegar úr 46 í 49,6 af hundraði, og blöð sósíaldemo- krata hækkuðu einnig, eða úr 15.5 í 16,8 af hundraði. Hlutur kommúnista minnkaði úr 1,6 í 1.5 af hundraði. Margrét Jónaséóttir j prólastsekkja. Frú Margrét Jónasdóttir, prestsekkja frá Stað í Stein- grímsfirði létzt að lieimili sínu Hringbraut 47 hér í bæ í gær. Frú Margrét var fædd að Staðarhrauni 16. desember 1867 og var því komin hátt á níræðisaldur. Hún giftist síra Guðlaugi Guðmundssyni pró- fasti að Staó. Áttu þau mörg börn, þ. á m. Jónas heitinn. skáld, Kristján hæstaréttarlög- mann o. fl. Frú Margrét var einstök gæðakona, virt og metin af þeim sem til hennar þekktu. 0

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.