Vísir - 17.03.1954, Blaðsíða 6

Vísir - 17.03.1954, Blaðsíða 6
VISIR WISIR Ö...13ÍÍ DAGBLAÐ i | j Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. I| | Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. í Skrifstofur: Ingólfsstrœti 3. fPfí Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (finun linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Dulbúnar frelsishetjur. Þjóðviljinn, málgagn hinnar íslenzku deildar alþjóðakommún- ismans, segir frá því á áberandi stað í gær, að fyrirtækið „Andspyrnuhreyfingin" hafi haldið ágætan fund um síðastliðna helgi. Er þar m. a. getið ræðu Þorsteins Valdimarssonar um heimsfriðarhreyfingu þá, er kommúnistar og meðreiðarsveinar þeirra halda uppi, og auk þess minnt á tilveru Gunnars M. Magnúss, sem kommúnistar af gamansemi titluðu „þjóðar- leiðtoga“ einhverntíma fyrir kosningar. Vitaskuld er það tæpast í frásögur færandi, að kommúnistar hói saman einhverju fólki annað slagið, og þaðan af síður virðist ástæða til að halda á lofti þvættingi Gunnars M. Magnúss. En þó er vert að gefa þessu nokkurn gaum, því að það er ekki nóg að afskrifa þess konar fyrirbæri sem markleysu eina og hégóma, heldur verða menn að gera sér það Ijóst og hafa í huga, að enda þótt „andsp. rnumenn" Gunnars M. Magnúss seu al- mennt ekki teknir al.aj.iega, sem betur fer, er þó til fólk, sem enn hefur ekki áttað sig á vinnubrögðum mannanna á Þórs- götu 1 og Skólavörðustíg 19. Um eitt skeið töldu liðsoddar kommúnista vænlegt að tefla Gunnari þessum Magnúss og „andspyrnu“ hans fram í sambandi við kosningar, sem í hönd fóru. Svo kom á daginn, að „anu- spyrnan“ reyndist léttvæg og haldlaus, og að menn hlógu að þjóðarleiðtoganum, ekki sízt eftir þá tilraun hans að hvetja menn í öllum landshlutum að njósna um stjórnmálaskoðanir manna og reyna að innleiða einhvers konar andlegan „terror“ með því móti, ekki sízt í sambandi við hervarnir landsins. Þetta mistókst, og jafnvel forystulið kommúnista sáu, að slíkt láta íslendingar ekki bjóða sér, og varð þjóðarleiðtoginn að biðjast afsökunnar á áberandi stað í málgagni kommúnista á þessu tiltæki sínu, eins og margir muna. Nú þykir hins vegar rétt, að vita, hvort þetta sé ekki farið að fyrnast, — hvort ekki muni vera einhver jarðvegur fyrir „andspyrnu“ Gunnars M. Magnúss. Þetta uppátæki Gunnars er auðvitað af sama toga spunnið og „heimsfriðarhreyfing“ sú, sem Þorsteinn Valdimarsson telur sig umboðsmann fyrir. Forystumenn alþjóðakommúnismans vita sem er, að á Norður- löndum og í lýðfrjálsum löndum yfirleitt, þýðir ekki fyrir kommúnista að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Það er skammaryrði á íslenzku að vera kallaður kommúnisti, og það er auðvitað alveg rétt. Þess í stað þykir sigurstranglegt að látast berjast fyrir ein- hverjum málum, sem ætla má, að nái nokkru fylgi manna, sem ekki gera sér ljóst, hvað undir býr. Til dæmis telja kommún- istar, að þægilegt sé að nudda sér utan í Einar Þveræing, eins og Gunnar M. Magnúss og sálufélagar hans hafa leyft sér að gera, og er það vitanlega í ætt við þann ósóma, að telja Kristin E. Andrésson arftaka Fjölnismanna. Þá er og talið heppilegt að þykjgst berjast fyrir friði og vinsemd þjóða í milli, sbr. „heimsfriðarhreyfinguna“ og friðardúfusóknina, sem þó fór út um þúfur, eins og menn muna. Á sama hátt reyna þessir menn nú að dubba sig upp með ýmsum nöfnum í sambandi við lýð- ræði og. í því sambandi skal einkum reynt að blekkja kvenfólk til fylgis við hinn þokkalega málstað. Þettá er auðvitað skammarlegt,. sannkallað óþokkabragð, en tilgángurinn helgar tækið, þar k stenr kömmúnistaf eru á ferðinni. Þeir æpa upp um lýðræðí hér heima, þó að þeir lof- syngi þau ríki, sem afnumið hafa þetta stjórnarfyrirkomulag. Gunnar M. Magnúss og aðrir kommúnistar látast vera íslenzkari, þjóðlegri en aðrir-menn, enda þótt þeir tilheyri þeim flokki, sem alls staðar hefur lagt til sem reyndust landi sínu ódrengir á örlagastun'du. kommunistar, hvort heldur þeir eru fæddir á íslandi, í Búlgarfu, eða .Noregi, eiga ekkert föðurland í þeim skilningi, sem við þekkjuip það hugtak. Þeir munu ávallt selja land sitt ef nokkurt færi gefst. „Andspyrnuhreyfing“ Gunnars M. Magnúss, og „heimsfriðar- hreyfing" Þorsteins Valdimarssonar éigá sér' áhnártégÉm upp- runa, sem á ekkert skylt við íslenzka þjóðerniskennd eða þann frið, sem við öll óskum af einlægni að megi haldast. ★★ VIÐSJA VISIS: í Irlandij Seinasta kosningastríöið, sem De Valera heyir. Nýjar kosningar Eamon de Valera forsætis- ráðherra írlands (Eire) til- kynnti fyrir skemmstu, að hann hefði lagt til við Sean T. O’Kelly forfseta, að rjúfa Aingið (Dail Eireann) hinn 24. apr.”. De Valera. Nýjar þingkosningar eiga fram að fara 131 maí og er framboðsfrestur útrunninn s. m. — De Valera leggur fjár- lagafrumvarp stjórnar sinnar fyrir þingið 21. apríl, og er al- mennt búist við skattalækkun, til þess að hressa upp á fylgi stjórnarinnar með þjóðinni, en úrslit í aukakosningum benda til þess, að stjórnarandstæð- ingum aukist mjög fylgi, Beið. flokkur De Valera, Fianna Fail, ósigur í aukakosningum í Cork- borg og Louth, og var um tals- vert fylgistap að ræða frá því í almennu þingkosningunum 1951. — í þessu efni hefur sag- an endurtekið sig frá 1948, er De Valera lét rjúfa þing, til þess að reyna að stemma stigu við vaxandi fylgi Lýðveldis- flokks Sean McBrides. Missti völdin eftir 16 ár. Árangurinn varð sá, að De Valera missti völdin eftir 16 ára stjórnarforystu, og mynduð var samsteypustjóm við for- ystu John A. Costello, og var hún við völd í 3 ár. Það er vegna skattabyrða og dýrtíðar, sem stjórn De Valera hefur glatað fylgi í aukakosn- ingum. Þingflokkur De Valera hefur 72 þingsæti eins og er af 147 og er stærsti flokkur þings- ins og með stuðningi óháðra hefði hann getað haldið völdum með naumum meirihluta. En De Valera hefur ákveð- ið, að leita úrskurðar þjóðar- innar. Iiann er nú sjötugur að aldri og heilsu hans tekið að hnigna, og bagar það hann einkum, að hann er sjóndapur orðinn. Raunverulega hefur hann lagt það undir úrskurð hennar, hvort hann eigi að vera við völd áfram eða draga sig í hlé. Hann er því nú að heyja sína seinustu kosningastyrjöld. Vafalaust verður það De Valera og flokki hans nokkur styrkur, að valið er milli flokks, sem einn gæti fengið meiri hluta á þingi, eða að sam- steypustjórn yrði mynduð með samvinnu milli stjórnarand- stæðinganna, því að enginn hefur enn spáð því, að Fine Gael flokkurinn, flokkur Cost- ello, hafi nokkur skilyrði til þess að fá meiri hluta á þingi. Beethoven-tónbfkar Sinfóníu- hljómsveitarinnar í gær. Árni Kristjánsson og Ölav Kielland. Sinfóníuhljómsveitin lék 6. sinfóníu og 4. píanókonsert Beethovens með einleik Árna Kristjánssonar undir stiórn Olavs Kiellands í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. „PaStór,al“,-sinfónía Beethov- ens er ein hin fegursta og hug- ljúfasta sinna níu systra, glæsi- legt vitni um innblásið hugar- flug, hagleik og sköpunargleði hins mikla meistara, .Mugljúf og unaðsleg allt frá því er fyrsta fiðla tónar inngangsstefið og þar til sólóhornið leikur bergmál lokastefsins. Meðferð hljóm- sveitaijinnár var hin fegursta og stjórn ; sóngstjót’ans mörkuð þeirri festu og vandvirkni, sem hans var von. Fjórði píanókonsertinn er saminn á svipuðum tíma og 6. sinfónían, þótt hann kæmi fyrr fram. Hann er næst-yngstur píanókonsertanna og hinn síð- asti, er Beethoven lék sjálfur opinberlega i fyrsta sinn. — Nýjung var það þá, að ein- leikshljóðfærið kyhnti fýrsta .stefið án hljómsveitar. Árni Kristjánpon lék konsertinn af- svo mikilíi leikni og þokka, að unun var á að hlýða. Mun víst flestum hafa gleymzt það ger- samlega, að hér var að verki maður, sem að jafnaði er önn- um kafinn við skóla og kennslu, því að allur leikur hans minnir á hina miklu konsertpíanista, sem geta varið ótakmörkuðum tíma til æfinga. Árni hefur þann yndislega hæfileika að geta leikið hin ofsalegustu virtúósahlaup þannig, að jafn- vel þau fyllast lífsanda og merkingu — verða músík en ekki töfrabrögð. Ásláttur hans er svo magnþrunginn, að jafn- vel Þjóðleikhússflýgiílinn syng- ur (eins og gömlu !sím'asfaur- arnir í Ijpði Tómasar). Húsið var svo þétt setið, sem frekast var unnt, og er það gleðilegt. Stefnir nú óðum að því, að tvítaka þurfi konserta Sinfóníunnar. Fögnuður áheyr- enda var mikill og einlægur. Var auðheyrt, að menn vildu fagna hinum endurheimta .söngstjóra, og ekki varð fögn- uðurinn minni við hina frá'Báéru' frammistöðu Árna. . B. G. Miðvikudaginn 17. marz 1954. Oft er um það rætt, að verð- gildi krónunnar hafi mikið rýrn- að siðustu úratugi og það kann- ske að ástæðulausu, þvi margur hefur séð á eftir sinni krónu fyr- ir litið. Fyrir styrjöldina siðustu, eða árið 1938, voru til appelsinur hér i bæ, er kostuðu 5 aura stykk ið. Og fékk maður þá, eins og að líkum lætur, 20 appelsínur fyr ir krónuna. Nú er verðið orðið annað, því varla er til svo lítil appelsína að hún kosti ekki eina krónu. AUt ekki neitt. Mér dettur i hug smásaga, sem kunningi minn sagði mér um daginn, en sú saga Sýnir hve hug- myndir manna um verðgildi pen- inga hafa breytzt. Hann sagðist hafa þurft að halda upp á afmæli heima hjá sér og í tilefni af því keypt flösku af vvhisky. Þar, sem hann gat ekki sjálfur farið i vin- búðina vegna vinnu sinnar, sendi hann bíl og bað bílstjórann að annast innkaupin. Flaskan kost- aði 150 krónur og gjaldið fyrir bilipn var 20 krónur. Þegar bil- stjórinn kom með sendinguna sagði hann við manninn: eina og sjötiu, og átti bilstjórinn auðvit- að ekki við, að kostnaðurinn væri kr. 1.70, heldur var þetta mælt af virðingarleysi fyrir gildi peninganna nú. Bréf um fjármá!.. Aldraður bóndi, sem oft héfúr sent mér áður pistil, skrifar mér eftirfarandi bréf: „Eitt vanda- mesta mál þjóðarinnar eru fjár- málin, en að þvi ber að stefna, að þjóðin öðlist almennt traust á að fara sparlega og vel með fjármuni svo sparisjóðssöfnun sé eítir- sóknarverð. Að jafnt gangi yfir alla í lánastarfseminni og inin sé sem mest hjá bönkum og spari- sjóðum. Þeir, sem leggja i alís konar framkvæmdir viti fyrir- fram hve mikinn hlut þeir fái lánað og sömu kjör til frani- kvæmdanna (ef þeir þurfa á lárii að halda), hvort heldur er i sveít eða bæ. Mönnum mismunað. Eg held að of mikið sé gert að því að mismuna hinum ýmsn mönnum með alls konar reglu- gerðum og skriffinnsku. Eg á hér við að hver sá maður, sem getur og vill framkvæma eithvað, sem verðmætt er og þjóðinni til upp- byggingar, hvort heldur það eru fasteignir eða annað, fái sama rétt og þurfi ekki að vera í vafa um hann, eða hve mikið liann getur fengið lánað, ef áþarf að halda, ef hann fullnasgir réttmn óumflýjanlegum skilyrðum og reglum, sem sýni nauðsyn fyrir- tækisins, og það sé i fullu lagi til að ná tilgangi sínum. — J. G.“ Þannig var bréfið frá bóndanum og læt ég svo staðar numið í dag. — kr. BEZT Aö ÁUGlf SAIVLSJ -----4------I--------------- Bradíorcl sendiferðabíli óskast tii kaups. UppL Bifreiðasalan Bókhlöðu- 7.. r— Sími 82168.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.