Vísir - 17.03.1954, Page 8

Vísir - 17.03.1954, Page 8
VlSIR er ódýrasta blaðið og bó bað f jol- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Þeir sem gerast kaupendur VISIS r;tir 10. hvers máuaðar fá blaðið ókeypis ti! mánaðamóta. — S.mi 1660. Miðvilcudaginn 17. marz 1954 Efnahagshorfur baftna í Júgóslavðu. Vilja bjarga sér sjálfir. Belgrad. A.P. Ef horfur versna ekki frá sjm sem nú er, gera stjórnar- oröld landsins sér vonir um, að þurfa ekki að 'þiggja neina efnahagaðstoð frá öðrum þjóð- lum, er næsta ár er liðið. Milentije Popovics, yfirmað- ur efnahagsnefndar stjórnar- innar, hefir lýst yfir, að Júgó- slavía vænti þess að verða að- stoðar aðnjótandi í ár og næsta ár í lengsta lagi, en eftir það Segir Stevens af sér? Mikil gremja er ríkjandi : meðal foringja í Bandaríkjun- um út af lítt röggsamlegri - framkomu Stevens hermála- ráðherra í átökum hans og McCartjhys. Jafnvel í aðalherstjórnarstöð Bandaríkjanna í Washington telja menn hæpið, að Stevens geti verið áfram hermálaráð- herra, þar sem allur herinn hafi beðið álitshnekki vegna •framkomu hans. Orðrómur er á kreiki um, að Stevens biðjist lausnar, en þó ekki strax, til þess að leiða athyglina frá of -auðunnum sigri McCarthys. verði mestu erfiðleikarnir að baki. Hann telur horfur á venjulegri uppskeru í ár og vaxandi tekjum af fyrirtækj- um, sem mikið fé hefir verið lagt í, til framleiðsluaukning- ar. Eftir 1—2 ár ætti hagstæð- ur viðskiptajöfnuður að nást, en skuldabyrðin er mikil, vegna lána sem tekin hafa verið í ýmsum löndum á undangengn- um tíma, og nema 360 millj. dollara. Ríkisstjórin á áem stendur í samninpum um hag- stæðari afborganir af þessum lánum í sumum tilfellum um greiðslufrest. Vesturveldin hafa veitt Júgóslavíu efnahagsaðstoð er nemur 250 millj. dollara, frá 1948, er Júgóslavía sagði skilið við Kominform. Þrátt fyrir alla erfiðleika var Popovics bjartsýnn, er hann ræddi horfurnar á þingi nýlega, og taldi efnahagsástandið mjög batnandi. Niðurstöðutölur fjárlaganna nema 260 mlljörð- um dinara eða sem svarar til 867 millj. dollara. £@S! i skák hefst í júitá- Á aðalfundi Skáksambands Islands sem haldinn var í gær- kveldi var EIís Ó. Guðmunds- son kjörinn forseti þess í stað Ólafs Friðrikssonar, sem skor- aðist undan endurkjöri. Aðrir í stjórn Skáksambands ins voru kjörnir Einar Mathie- sen, Jóhann G. Jóhannsson, Baldur Möller og Ólafur Frið- riksson. Alls voru mættir fulltrúar frá 5 skákfélögum á þinginu. Fjárhagur sambandsins er þröngur og er það í nokkrum skuldum. i Aðalmálið á þinginu var fyr- irhuguð landsliðskeppni og urðu fjörugar umræður um það. Til þess að gera nokkurum skákmönnum kleift að taka þátt í mótinu, sem annars ættu þess ekki kost, var samþykkt að keppnin skyldi ekki hefjast fyrr en í byrjun júnímánaðar. • Bússar hafa stofnað nýjan skóla í Dresden til þess að hjálfa menn í áróðri. Aflabrögð vélbáta heldur rýrari en undanfarið Afli var enn misjafn í ver- stöðvum á Suðurnesjum í gær, svo og í Vestmannaeyjum, og á Akranesi. Veður var ágætt, en svo virð- ist, sem loðnuganga spilli veið- um, að því er fréttaritarar Vís- is á Suðurnesjum tjáðu blaðinu í morgun. Af Sandgerðisbátum var norð anbáturinn „Pétur Jónsson“ hæstur, en hann fékk 17 lestir. .Afli var annars mjög misjafn, en flestir munu hafa aflað heldur illa, eða 4—6 lestir á bát. Ekki var búið að vigta upp úr öllum Keflavíkurbátum í morgun, er Vísir átti tal við fréttaritara sinn. Af þeim, sem vitað var um, var „Gylfi“ frá Rauðuvík hæstur með I6V2 lest, en þó er búizt við að „Dux“ frá Reykjavík, sem gerður er út frá Keflavík, verði hæstur. Aðrir bátar munu hafa haft minna. Yfirleitt virðist afli Keflavíkurbáta hafa verið held ur góður, en þó mjög misjafn. Frá Vestmannaeyjum er það helzt í fiskifréttum, að afli var yfirleitt misjjafn og tregur. Þar eru allir bátar teknir að stunda nejaveiðar. ,,Gullborg“ var enn aflahæst, hafði 3600 fiska. Sá bátur leggur upp í Hraðfrysti- stöðinni og er hæstur bátanna, sém leggja þar upp. Næstur batanna munu hafa haft 1700 Akureyrarferðum og 1200 fiska, en aðrir minna. Þar var ágætt veður í morgun, og allir bátar á sjó. Afli Akranesbátanna var mjög misjafn í gær — afburða góður hjá sumum, en mjög rýr hjá nokkrum. Hæsti bá' urinn fékk 23 tonn og er það bezti afli sem fengizt hefur frá því byrjað var með línu. Það var Bjarni Jóhannes- son, sem var með þennan afla. arnir ekki nema 3 tonn. Alls var afli 17 báta 170 tonn. Samkvæmt upplýsingum er Vísi fékk í morgun var afli bát- anna, sem lögðu línur sínar þar sem loðnan hefur enn ekki gengið allt frá 14—23 tonn, en þeir bátar, sem áttu lóðir sín- ar þar sem loðnan hefur gengið yfir fengu ekki nema 3—8 tonn. í dag er togarinn Bjarni Ól- afsson að landa rúmlega 200 tonnum, og á morgun er Akur- ey væntanleg til Akraness. Togararnir Elliðaey og Júní komu til Hafnarfjarðar í nótt, og var verið að byrja að landa úr þeim í morgun. Afli Grindavíkurbáta var hinsvegar heldur betri en í fyrrgreindum verstöðvum. Af línubátum var ,,Vonin“ frá Grenivík hæst með 12% lest. Af netjabátum var „Vörður“ frá Grenivík hæstur með 23 lestir. Meðalafli var annars um 10 lestir. Áætlunarferðum Norðurleiða h.f. til Norðurlandsins verður Ihér eftir fjölgað úr einni ferð á viku í tvær. Farið verður alla þriðjudaga og föstudaga frá Reykjavík til Akureyrar, en miðvikudaga og laugardaga frá Akureyri og suður. I gær komust áætlunarbíl- arnir alla leið norður og komu laust eftir kl. 12 á miðnætti til Akureyrar. Vegir voru víða holóttir og færi þungt, en í dag er ráðgert að verstu kaflarnir verði heflaðir og þvi búizt við, að bílarnir muni verða mun fljótari suður. Má jafnvel gera ráð fyrir, að þeir verði komnir hingað um 9-leytið í kvöld. Farþegar norður í gær voru tæplega 30 talsins, en allmikill póstur. Það er nú mjög í tízku í Ameríku að klæða drengi í svonefnda „geimfarsbúninga“, eins og sýndir eru hér á myndinni, en þetta eru venjuleg hlífðar- og utanyfirföt, en efnið er vatns- helt poplin- eða velonefni, og eru drengirnir mjög hrifnir a£ þessum klæðnaði. Þrjár ósjálfbjarga mann- eskjur hirtar af götunni. Drengir ráðsisf á hjólbatrða« Slökkviliðfð kallað út þrisvar í gær. Slökkviliðið var ’þrívegis lcvatt út í gær. Laust fyrii' kl. 2 var það kall- að að húsi inn við Sundlauga- veg, en þar hafði kviknað út frá olíukyndingu. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvi- liðið kom, og urðu skemmdir litlar. Klukkutíma síðar var slökkviliðið kvatt að Grettis- götu 22,. en þar var allmikill eldur og reykur í kjallara húss- ins. Hafði kviknað í rusli í þvottaherbergi út frá þvotta- pottinum, og urðu nokkrar skemmdir á þiljum og loftum. Loks var slökkviliðið í gær- kvöldi kvatt á Skólavörðustíg 45, en þar var eldur í skrif- stofuherbergi á annarri hæð hússins, en skemmdir urðu litlar. f fyrrakvöld var eldur í í-usli í portinu við Varðarhúsið, en slökkviliðið kæfði hann fljótt. í gær var lögreglunni til- kynnt um þrjár manneskjur, tvo karla og eina konu, sem lægju ósjálfbjarga á götum úti. Þetta var þó sitt á hvorum stað i bænuin og voru karlarnir of- urölvi, en konan liafði fcngið að- svif. Fyrsta tilfellið átti sér stað i Tryggvagötu við Eimskipafélags- húsið. Var það um eittleytið i gærdag að vegfarendur urðu var- ir manns sem lá ósjálfbjargá í götunni og gerðn þeir lögregl- unni aðvart. Sótti hún munninn og flutti Iiann heim til hans. Laust fyrir miðnæti i nótt barst svo lögreglunni tilkynning um, að kona lægi á Háteigsvegin- um og virtist ósjálfbjarga. Lög- reglan fór á vettvang og hjálp- aði konunni. Hafði hún fengið krampaaðsvif og dottið þarna niður. Uni svipað leyti var lögreglunni svo enn tilkynnt um mann, sem lægi á gangstéttinni, skammt of- Ársþlngi inrekenda a í í dag kl. 5—7 verður fundur á ársþingi Félugs ís- lenzkra iðnrekenda. Þar verða m. a. til umræðu tillögur varðandi skattamál, innflutningsmál, sýningarmál o. fl. Á morgun kl. 4—6 e.h. sitja fulltrúar ársþingsins boð iðn- aðarmálaráðherra, Ingólfs Jónssonar. Þinginu lýkur á laugardag- inn og verða'' þá rædd tolla- mál. an við Söluturninn við Hverfis- götu. Þarna var um drukkinn mann að ræða, sem ekki liafði' komizt i aðra eða hlýrri hvilu. Lögreglan tók manninn í vörzht sína. Prakkarastrik. í gærkveldi, eftir að dimma tók, gerðu nokkurir drengir í Austurbænum sér leik að þvi að hleypa vindi úr hjólbörðúm bif- reiða, sem stóðu á götum úti. En það sást til drengjanna að þessum leik og var lögreglunni gert aðvart. Náði hún í nokkra þeirra, áminnti þá og flutti heim lil foreldra þeirra. L Góður afli, og mikil yinna á Eskifirði. Frá fréttaritara Yísis. Eskifirði, í gær. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa fjórir bátar, er leggja al'Ia sinn hér á 3and, aflað mjög vel. Þá hefir og togarinn Aust- firðingur lagt hér á land á þessu tímabili á annað hundr- að tonn af fiski. Hefir hrað- frystihús Eskifjai'ðar keypfc fiskinn ýmist til frystingar, herzlu eða sáltunar. Hafa upp undir hundrað manns haft atvinnu í hraðfrystihúsinu svo að segja daglega á þessu tíma- bili. Fiskúrgangur er fluttur hingað frá Djúpavogi til vinnslu í fiskimjölsverksmiðj- unni hér. Vélbáturinn Víðir kom af veiðum í morgun með 32 tonn af fiski. Veðurblíða hefir verið hér undanfarna daga og snjóa hefir. leyst.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.