Vísir - 19.03.1954, Blaðsíða 4
'á
VISIR
Föstudaginn 19. marz 1954
i'j | T : D A G B L A Ð ' ' §Pvf
i | j Ritstjóri: Hersteinn Fálsson. |
j | ■ Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. | j | .
i Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. §
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VtSIR H.F.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimxn línur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Utanferir íþróttamsiwa.
Islendingum hefur löngum þótt það mikill vegsauki, að vinna
afrek á erlendum vettvangi. Forfeður vorir töldu það
jafnan veg til virðingar, að freista gæfunnar með framandi
þjóðum og voru margir hlutgengir vel til allra mannrauna,
eftir því sem sögurnar herma. Hetjur fornaldarinnar eru oss
jafnan hugstæðar og afrek þeirra mikil örvun til dáða. Ln
hitt gleymist þá líka stundum, að sögurnar segja oftast mest
frá þeim, sem unnu sér eitthvað til ágætis, en hinna er minna,
getið, sem mistókst. Eflaust eiga fornsögurnar sinn þátt í þvi,
að vér erum jafnan óhræddir að leggja til leiks við þá, sem
mannfleiri eru, og höfum ávallt óbilandi trú á ágæti voru og
afreksmöguleikum, samkvæmt hinum alkunna hlutfallsútreikn-
ingi á yfirburðum vorum, miðað við fólksfjölda.
Á síðari árum hafa utanfarir íþróttamanna farið mjög í
vöxt. Sú skoðun hefur átt miklu fylgi að fagna, að nauðsynlegt
væri að senda „svei i " til sem allra flestra alþjóðamóta, sem
háð eru ár hvert. Á þessum miklu landkynningartímum þykir
það bera vott vítarverðu sinnuleysi um virðingu hins unga,
íslenzka lýðveldi, ef fáni þess sést ekki dreginn að hún við
sem flest slík tækifæri.
Ýmsir ertt þó þeirrar skoðunar, að full langt hafi stundum
verið gengið í þessari þátttöku — hið hagstæða hlutfall haii
verið ofmetið og hugsað til afreka á of mörgum sviðum. Hms-
vegar hafi' ekki verið hlynnt sem skyldi að sumum greinum,
sem vér þegar höfum þreytt með ágætum árangri við aðiar
þjóðir. Hér er vitanlega ekki átt við það, að vér þurfum að
eiga methafa í hverri grein til þess að þátttaka sé oss sæmandi,
heldur hitt, að. vér verðum að gera vissar lágmarkskröfur til
getu þeirra manna, sem vér sendum til leiks á erlendum moí-
um. Og því verður eRki mótmælt með rökum, að stundum hefði
betur verið heima setið þegar farið var. Það er t.d. vafasóm
landkynning, að eiga 32. eða 36. mann af ca. 40 þátttakendum
í skíðakeppni, þar sem gera má ráð fyrir að erlendar þjóðir
búist við að íslendingar kunni eitthvað á skíðum.
Það er líka nokkuð hæpin iandkynning, að tapa knattspyrnu-
leikjum með allt að því 11 mörkum gegn engu, og full ástæða
til að láta sér detta í hug, að réttara hefði verið að æfa betur
heima. Þegar árlega er varið til íþróttastarfsemi háum upp-
hæðum af almannafé, á almenningur nokkra kröfu á því, að
viturlega sé ráðið, bæði um val keppenda og keppnisgreina,
auk þess sem það varðar virðingu allra þjóðárinnar, hvort ferð-
irnar takast vel eða illa.
Manntaflið er jafnan talið til íþrótta, þótt andleg þjálíun
ráði þar leikslokum. í þeirri grein hafa íslendingar unmð
margan ágætan sigur síðustu áratugina. Nægir þar að nefna
Argentínuförina 1939, Norðurlandamótið í Kaupmannahöfn
1946, þar sem frammistaða íslenzku skákmannanna var í bæði
skiptin með miklum ágætum. Síðan komu tvö næstu Noröur-
landamót, þar sem Baldur Möller vann meistaratitilinn í bæði
skiptin og síðan tók Fríðrik Ólafsson við, eins og kunnugt er.
Fleiri mætti nefna, svo sem sigúr Eggert Gilfer yfir þýzka meist-
aranum Ahues, í Hamborg 1930, í skákj sem jafnan mun verða
talin meðál ’meistaravérka, ér unriin' hafa verið- á taflborðinu.
Skák Ásmundar Ásgeirssonar við Svíann Lundin, í Múnchen
1936 og Baldur Moller við Danann Jens Enevoldsen, í Aigen-
tínu 1939, að ógleymdri frammistöðu Friðriks Ólafsso.nar 'síð-
ustu misserin.
Allt eru þetta sigrar, sem skipa' íslandi virðulegf ^ætí i
skáksögunni um ókomnar aldir. Og enn efu að koma fram á
sjónarsvið ungir og efnilegir skákmenn, sem mikils má vænta
sjónarsviðið ungir og efnilegir skákmenn, sem mikils má vænta
af á komandi árum. En- í þessu sambandi er rétt að geta þess,
að Taflfélag Reykjavíkur hefur aldrei haft viðunandi husnæði
til æfinga og stundum verið húsnæðislaust, og enn hefur ekki
tekizt að fá aðstoð frá bæ eða ríki til þess að bjarga félaginu
af þessum vergangi. Munu þó margir telja að íslenzkir skák-
menn væru þess maklegir.
Þessa dagana hefur verið skýrt frá því í blöðunum, að ís-
lenzkum skákmönnum leiki hugur á þátttöku í alþjóðamoti,
sem háð verður í Argentínu á hausti komanda. Væri pý $kki
rétt að þjóðin veitti þeim þessa ósk, minnug fyfri farar þangað
pg margs annars, sem þeir hafa vel gert? Ef nægilegt .fé fengist
ekki til fararinnar frá ríki og bæ, ættu .einstaklingar að ieggja
eitthvað af mörkum. Það ér efamáí, hvort vér eigttm, sem:
stendur, völ á betri iaxídkynningu. - •-•- -... -
ln mentoriam:
Margrét Jónasdóttir.
Rétt við lok fyrri heimsstyrj -
aldar fluttust prestshjónin frá
Stað í Steingrímsfirði hingað
til bæjarins. Síra Guðlaugur
Guðmundsson, var þá þrotinn
starfskröftum, orðinn nær
blindur, eftir langa prestsþjón-
ustu, en kona hans frú Margrét
Jónasdóttir hóf þá nýjan þátt
í starfsævi sinni, komin þó
nokkuð á sextugsaldur.
Frú Margrét var fædd 16.
des. 1867. Hún naut góðrar
menntunar og gekk á Kvenna-
skólann í Reykjavík. Ung gift-
ist hún síra Guðlaugi. Hann var
fyrst aðstoðarprestur að Stað-
arhrauni, síðar sóknarprestur í
Skarðsþingum og loks á Stað
í Steingrímsfirði. Frú Margrétf
ól manni sínum 12 börn. Hið i
elzta þeirra var Jónas skáld, eri
dó mjög fyrir aldur fram. Varð
þar þjóðarskaði og móður hans r
ævilangur harmur.
Sá er þetta ritar er ekki
kunnugur starfi eða hag prests-
hjónanna á Stað á embættis-
árunum. En prestslaun þeirra
tíma hrukku skammt til að
standa undir ómegð. Þar þurfti
einnig til kjark og kapp prests-
hjónanna sjálfra, að koma
barnahóp sínum til náms og
menningar, eins og þáu Stað-
arhjón gjörðu
Þegar þau hjönin komu til
Reykjavíkur settust þau að í
litlu húsi við Láugaveg 28. Nú
tók frú Margrét við að ljúka
menntun barna sinna. Og þarna
reisti hún að nýju heimili sittj
'og hélt það svo, að það munj
naumast hafa átt sinn líka hér,
í bæ. Það var einstakt.
Á þetta heimili sóttu að
sjálfsögðu fornir kunningjar
þeirra hjóna. En þangað flykkt-
ist einnig hinn fjölmenni vina-
og kunningjahópur barna
þeirra. Þar varð samkomustað-
urinn. Æðioft mátti líka hitta1
þar þá, er hlotið höfðu óblíð.
örlög eða orðið fyrir hnjaski í
lífsbaráttunni.
Þessum fjölmenna hóp var
frú Margrét gestrisin og glað-
vær húsmóðir. Síra Guðlaugur
kunni vel við sig í hópi ungra
manna, og bæði kunnu þau
hjón vel til fagnaðar. Frú Mar-
grét stjórnaði hópnum. Hafði
hún þar á frjáls tök og stór-
mannlegan brag. Rausn hennar
sást ekki fyrir, en hjartahlýjan
verður þó minnisstæðust. Allir
háir sem lágir nutu manndóm-
legrar og hégómalausrar upp-
örvunar á heimili hennar.
Þótt gestum og gangandi á
heimili frú Margrétar frá þess-
Um árum verði að vonum harla
minnisstæð risna, ■ hennar og
raungæði, þá var þó síður en
svo, að hún væri öll þar. Ástúð
hennar og umhyggja fyrir hin-
um blinda bónda sínum vakti
athygli í þeim hópi. Frá hlið
hans vék hún ekki, þar var
hugur hennar og þangað beind-
ist sívökul athygli hennar.
Og á sama tima og frú Mai'-
grét fluttist til höfuðborgar-
innar og tók að sér forstöðu
heimilisins, breyttust tekjurnar
úr lágum prestslaunum í ennþá
lægri eftiriaun. Það varð henn-
ar hlutverk að láta þær tekjur
endast. í þann tíð.var sjálísagt
lítið um þáð hugsað af þeim,
er nutu gestrisni hennar, en
víst er að það tókst, þótt það4
verði leyndardómur hvernig
það tókst. En eitt af því sem
minnisvert er frá þeim tíma eru
prjónarnir, sem sífellt iðuðu í
höndum hennar.
Frú Margrét var listelsk og
svo var um allt hennar heimili.
Að fornum íslenzkum hætti
var þar einkum lögð rækt við
orðsins list. Guðmundur heit-
inn Hjaltason, er mjög var
kunnugur um allt land, gat
þess í ferðaminningum sínum,
að það væri einkenni Staðar-
hpimilisins, að hjónin bæði og
öll þeirra mörgu börn styttu
sér stundirnar við vísnagerð og
skáldskap. Ekki viðraðist þetta
einkenni af heimili frú Mar-
grétar eftir að til borgarinnar
kom. Skáldsskapur var löngum
umhugsunar- og umræðuefni
þar.
Frú Margrét var kona kyn-
borin. Faðir hennar var Jónas
latínuskólakennari Guðmunds-
son, síðar prestur á Staðar-
hrauni en móðir Elínborg dóttir
Kristjáns Magnúsen, kammer-
ráðs á Skarði. Er það Skarðs-
ætt. Margt frásagna lifir um
auð þeirra kynsmanna og ríki-
læti. Auð átti frú Margrét ekki,
en enginn þurfti við hana að
keppa um stórmennsku og
rausn, því að slík var lund
hennar.
Síðustu árin hélt frú Mar-
grét heimili með Jóhönnu dótt-
ur sinni. Hún naut ánægjulegs
ævikvölds í skjóli barna sinna.
Hún hélt fullum sálarkröftum
fram í andlátið. Hún andaðist
hinn 12. þ. m. úr heilablóðfalli
og verður jarðsett í dag við
hlið manns síns í kirkjugarð-
inum við Suðurgötu.
R. J.
í Bergmáli fyrir tveim dögum
var rætt um ferðir langferðabila
til Keflavíkur og um það rætt,
hvernig hægt væri að skipa þeirn
' málum á betri veg. Nú hafa sér-
leyfishafar á þessari leið verið
1 svo vinsamlegir að svara fyrir-
1 spurninni. Þeir segja að vísu, að
þetta mál komi þeim reyndar ekki
beinlínis við, en þeir hafi samt
ákveðið að endurskipuleggja ferð
irnar.
Létu þeir mér eftir eftirfar-
, andi ferðaáætlun: Frá 20. marz
í 1954 verður ekið frá Keflavik til
hótelsins á Keflavíkurflugvelli og
til Keflavíkur sem hér segir.
Athugið tímana.
Þannig eru tímarnir, Frá Kefla
vík alla daga kl. 11, kl. 12,15, kl.
18.15 og kl. 0,45. Þannig er það
Og til viðbótar: Þannig að ferð-
ir þessar eru í beinu sambandi
við ferðir ur Reykjavík til Kefla-
víkur kl. 9,30, kl. 11,00, kl. 17,00
og kl. 23,30 og ferðir frá Kefla-
vík til Reykjavikur kl. 11.00, kl.
13.15 og kl. 19,15. Og undir þetta
skrifa sérleyfishafar. Mér þótti
gott að fá þetta bréf, þvi ég gerði
frekar ráð fyrir því, að skýringu
mætti fá á málinu.
Nú er svarað.
Sérleyfishafar Bifreiðastöðvar
Steindórs og Sérleyfisbílar Kefla
vikur hafa nú svarað þessari
málaleitan fyrri bréfritara á þann
veg, að ekki leikur vafi á, að þeir
hafi mikinn hug áþvi að verða
við kröfum þeirra, er ferðast
með vögnunum. Og skal ég bæta
þvi við, að mér var mikið ánægju
efni að jafn fljótt var brugðist
við, þótt aftur á móti væri eng-
in sjáanleg ástæða fyrir þvi, að
viðkomandi fyrirtæki þyrftu að
skipta sér af þessu. En nóg um
!: ■, jr-;v - i" 'U t«it
- j ' '
iiír jj; , , ií-íH'í
Afmælishöfið fer fram í
Sjálfstæðishúsinu á morg-
un og hefst með borðhaldi
kl. 5,30 síðd. Aðgöngumiðar
fyrir félagsmenn qg gesti
þeirra eru seldir til kl. 5
siðdegis í dag. ,
. Stjórn K.R.
r-i'-iíTiii-iif.,'t.-.j nYii-ir'V
Herferðin gegn dúfunum.
J Maður sagði við mig fyrir fá-
einum dögum, að hann kynni
ekki við það, að farið væri inn
i húsagarð lijá sér og eitrað fyr-
ir dúfur. Þar sem þarna var um
athugavert mál að ræða leyfði ég
mér að hringja í Skúla Sveinsson
lögregluþjón og spyrja hann
hversu sætti. Hann sagði mér á
þessa leið: Við eitrum ekki fyrir
dúfur né aðra fugla, en undan-
farið hefur verið dreift korni
fyrir dúfur, er svæfir þær og síð-
an er þær finnast sofandi er þeim
lógað. Það er allt og sumt. Og
þessu svefnmeðali er ekki annars
staðar dreift en þar sem kvartað
hefur verið. Viltp svo vita meira,
sagði Skúli. Eg sagðist trúa hon-
um, og hann bætti við: Það hefur
aldrei verið ætlunin að dréifa
svefnmeðali hjá því fólki, sem
vill sjá uiri fuglana, aðeins þar
sem vitað er að engin er til þess
að sjá uin þá. Eg þakka Skúla
fyrir greið og gegn svör og kveð
hann. —• Seinna má ræða nánar
um þetta mál. — kr.
fvristján GuSlaugsson,
hæstaréttarlögmaður.
Skrifstofutími 10—12 og
1—5. Austurstræti 1,
Sími 3400.
Þúsundir vita að gséfan fylgir
hringuixiiin frá
, SIGUEÞÓR, Hafnarstræti. ,4.