Vísir - 19.03.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 19.03.1954, Blaðsíða 1
44. árg. Föstirdaginn 19. marz 1954 64. (61. BarcdarikjðmeKii elgs á 2. fsiísniid | íbúðarbraggi kjamorkiisprengjiir, — Riíssar I brennur í nótt. Kokkur A læsta ssx árin hafa fífaSdal kl snunu c>% R f' sina. Stokkhólmi í marz. í nýíitkomnu tölublaði a£ tímaritinu „Kontakt med krigsmakten", sem sænska yf- irherstjórnin gefur út, eru heldur óskemmtilegar upplýs- ingar að finna í sambandi við styrjöld, sem yfir heiminn kynni að dynja. Þar er m. a. löng grein og ítarleg um vopn þau, sem stór- veldin eiga þegar í fórum sín- um, eða munu eignast á næstu árum. Þar er langur kafli um kjarnorkustyrjaldir og segir þar á þessa leið: Sennilegt er, að Banda- ríkjamenn eigi í fórum sín- um talsvert á 2. þúsund kjarnorkusprengja, en Rúss- ar nokkur hundruð. Líklegt er, að Bandaríkjamenn geti framleitt mörg hundruð slíkar sprengjur á ári, en Rússar að líkindum um eitt hundrað. Unnið er kappsamlega að því að stækka og bæta kjarnorku- vopnaverksmiðjur, og um 1960 munu Bandaríkjamenn hafa fimm- eða tífaldað afköst sín á þessu sviði, en Rússar sennilega meira en tífaldað sín. Hin smærri ríki 'munu einnig geta framleitt kjarnorkuvopn, a. m. k. er það ekki útilokað af tækni- legum ástæðum. Vetnissprengj- um er sennilega engin takmörk sett um orku, fræðilega séð, en það er hins vegar undir þyngd írans-þing sett í gær. Hersveitir gráar fyrir járnum voru staðsettar meðfram öllum gangstéttum í gær, meðan keis- arinn ók til þinghússins til að flytja þingsetningarræðuna, en þingið kom nú saman í fyrsta skipti eftir fall Mossadeghs í ágúst s.l. sumar. Meðan keisarinn flutti ræð- una voru léttir skriðdrekaflokk ar á torginu fyrir framan þing- húsið. Leynilögreglumenn voru víða. Keisarinn sagði í ræðu sinni, að vonir stæðu nú til, að samkomulag næðist í olíudeil- unni. Hann kvað utanríkis- stefnu Iran byggjast á sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Franskar sprengjuflugvélar gerð harðar árásir á lið og stöðvar uppreistarmanna við Dienbienfu í gær. Eru þetta mestu sprengjuárásir, sem franskar flugvélar hafa gert á einum degi í Indókínastyrjöld- inni. Frakkar tilkynna, að varn- irnar við Dienbienfu hafi verið endurskipulagðar. þeirra komið, hver orka þeirra er. Áhrif þeirra ná yfir fimm sinnum stærra svæði en hinar fyrstu kjarnorkusprengjur. Kjarnorkufallbyssukúlur og sjálfstýrð kjarnorkuskeyti eru þegar framleidd í Bandaríkjun- um, en sé svo, að Rússar séu ekki nú þegar farnir að smíða þess konar vopn, geta þeir það vafalaust innan skamms tíma. Gera verður ráð fyrir, að sjálfstýrð skeyti verði skæð- ustu varnarvopnin innan skamms. Þá verða bráðlega framleidd dufl, sem erfiðara verður að slæða en þau, sem til þessa hafa tíðkazt. Benzín- hlaupssprengjur verða mjög notaðar, og vel getur verið, að ýmsar gastegundir verði til taks hjá stórveldunum, sem menn hafa engin skil kunnað á til þessa. í nótt brann íbúðarbraggi að Laugarneskampi 18, og skemmd , ist hann það mikið, að hann er óíbúðarhæfur. Eigandi braggans er Guðni Guðmundsson og bjó hann þar ásamt fjölskyldu sinni. Slökkviliðið var kvatt á stað- inn klukkan rúmlega tvö í nótt, og var mikill eldur í bragg anum, er að var komið, en fólk- ið komið út. Varð að rífa mikið innan úr bragganum, í eldhúsi, stofu og svefnherbergi, til þess að komast fyrir eldinn, en bragginn brann mikið að xnnan. Einhverju af húsmunum varð bjargað en mikið af þeim skemmdist af vatni, reyk og eldi. Talið er að kviknað hafi í út frá kolaeldavél í eldhúsi braggans. Nýr yfirmaður varnarliisins. Svohljóðandi tilkynning hef- ir Vísi borizt frá utanríkisráðu- neytinu: Ralph O. Brownfield hers- höfðingi, sem verið hefur yfir- maður varnarliðsins frá því í júní 1952 lætur af því starfi í byrjun næsta mánaðar. Við starfi hans sem yfirmað- ur varnarliðsins tekur Donald R. Hutchinson, hershöfðingi. Úfriðarblika yfir ðsra’el. Brezku blöðin í morgun ræða aukna cfriðarbættu vegna árás- arinnar, sem gerð var í Israel. Daily Telegraph, sem er eitt af blöðum íhaldsflokksins, tel- ur þessa hættu mikla, og brýna nauðsyn beri til, að jafna allan ágreining milli ísrael og ná- grannalandanna. Blaðið segir, að þeirri staðreynd verði ekki haggað, að Ísraelsríki sé komið á laggirnar, og nú verði að koma á löglegri og varanlega tryggri sambúð þjóðanna á þessum hjara. Áfengislagafrumvarpið er nú komið úr nefnd. Talsverðar breytlngar á frumvcirpmu. Allsherjai-nefnd neðri deildar Alþingis skilaði í dag nefndaráliti um frumvarp til áfengislaga, sem komið var frá efri deild. Frumvarp stjórnarinnar tók þar talsverðum breytingum, svo sem heimild til að brugga sæmilega sterkan bjór. Allsherjarnefnd neðri deildar gerði þessar breytingar á frumvarpinu eins og það kom frá efri deild. 1. Heimild til að brugga áfengan bjór ér felld niður, nema til útflutnings. 2. Áfengi má ekki senda gegn póstkröfu. 3. Sérstök nefnd dæmi um hvaða veitingastaðir teljist fyrsta flokks. 4. Hert á ákvæðunum um vínveitingaleyfi til félaga. 5. Bætt inn ákvæðunum um áfengisvarnarráð og skal ríkissjóður bera kostnað af því. Nokkrar aíirar smærri breytingar eru einnig gerðar og yfirleitt má segja að nefndin hafi meira haliast að sjónar- miðum bindindismanna en efri deild. Þó hefur hún ekki tekið upp ákvæðið er bannaði þjórfé á vínveitingar og ekki heldur ákvæðin um sérstök fjárframlög til áfengisvarna, sem var í frumvarpinu upphaflega. Frumvarpið mun koma til umræðu í deildinni á mánudag. Eftir því sem nær dregur páskum, fer skfðafólkið að láta sig dreyma um hjarðbreiður og sólskin. Mynd bessi er frá Alpa- fjöllum, og myndi margan íslenzkan skíðamanninn fýsa að komast í svona landslag. Egyptar vilja ekki fara í stríð vegna Tyrklands. Naguib rseðir við biaðamenn. Naguib forseti Egyptalands kveðst ekki leggja kapp á sam- komulag við Breta um Suez- eiði, eins og sakir standa. Hannátti fund með frétta- mönnum í gær og kvað það ó- frávíkjanlegt skilyrði, að ekki yrðu hafnar opinberar viðræð- ur af nýju, fyrr en tryggt væri, að gengið yrði að kröfum E- gypta í meginatriðum. Kröfur Egyptalands væru, að Bretar yrðu á brott með herlið sitt, og að sérfræðingar og vélamenn, sem yrðu þar áfram, ef svo yrði um samið, bæru ekki einkenn- isbúninga, o. s. frv. Naguib kvað Egyptaland geta fallist á, að erlent herlið yrði flutt aft- ur til Suezeiðis, en því aðeins að eitthvert ríkjanna í Araba- bandalaginu yrði fyrir ofbeldis árás. Egyptaland gæti hins veg- ar ekki fallist á, að herlið yrði flutt þangað, veg'na styrjaldar, sem Tyrkir lentu í. Tyrkland væri í Norður-Atlantshafs- bandalaginu, en Egyptaland vildi ekki flækjast inn í styrj- öld vegna Tyrklands. Talið er, að með þessum um- mælum miði Naguib jafnframt að því að treysta aðstöðu sína sem leiðtogi þjóðanna í Araba- bandalaginu. Atkm viðskipti vesturs. Norrænir sjómonn gegn McCarraniögunum. Fulltrúar samtaka sjómanna á Norðurlöndum áttu nýlega fund saman í Stokkhólmi til þess að ræða McCarran-lögin bandarísku, en þau snerta sjó- menn á erlendum skipum, er sigla til Bandaríkjanna. Gefin var út sameiginleg yfirlýsing þessara samtaka, þar sem lýst er yfir ugg í sambandi við þær ráðstafanir að krefja sjómenn um sérstakar áritanir á vegabréf þeirra. Var þess vænzt, að bandarísk yfirvöld tækju lög þessi til endurskoð- unar og féllu frá áritunum þess- um. Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu sam- þykkti í gær einróma ályktun um aukin viðskipti Austur- og Vestur-Evrópu. Fulltrúar Breta og Rússa höfðu samvinnu um að ganga frá uppkastinu, sem var bræð- ingur úr tillögum Breta og Rússa. Fulltrúi Rússa kvað það góðs vita um viðskiptasam- vinnu á komandi tíma, hve góð samvinna Breta og Rússa hefði verið um uppkastið. —- Full- trúi Breta, Reading lávarð- ur, ræddi einnig góða samvinnu, en gat þess, að ályktunin fjall- aði ekki um hráefni eða annað, sem nota mætti til hernaðar- legrar framleiðslu. • Dag Hammersköld, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur verið kjör- inn í sænsku akademíuna. Er hann yngstur þeirra, sem þar eiga sæti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.