Vísir - 19.03.1954, Blaðsíða 8

Vísir - 19.03.1954, Blaðsíða 8
i VtSIR er ódýrasta blaðið og l>ó það f jöl- breyttasta. — Hringið i síma 1660 og gerist áskrifenður. Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS tftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tit mánaðamóta. — S.mi 1660. Fösíudaginn 19. marz 1954 Ura 80 |»áttækene§iir í Evrópii- för Ferífoskrifstofunnar. Farið verðnr i fveiimsr héptui-m. Eins og getið var um fyrir -nokkru, hefur Ferðaskrifstofa ríkisins haft í undirbúningi hópferðir til meginlandsins og . auglýst eftir þátttakendum. | Munu tveir fjörutíu manna hópar fara. Leggur annar af stað þann 11. maí með m.s. j Gullfossi um Leith til Kaup-' : manhahafnar og kemur helm xneð flugvélinni Gullfaxa frá París þann 2. júní. Hinn hóp- , urinn fer með Gullfaxa til Par- j :ísar þann 1. júní og kemur heim1 með m.s. Gullfossi frá Kaup- mannahöfn þann 24. júní. Hefur leiðin verið þannig • valin, að þátttakendurnir fái að sjá sem flestar hliðar á lönd- unum: Stórbrotin fjöll og hlý- | ‘ lega dali, sótug iðnaðarhéruð og 1 ..sólvermda baðstaði, heimsfræg- j ur byggingar í stórborgum og kyrrláta sveitabæi. Bifreiðin, sem notuð verður, Tvö olíuskip í Rvíkurhöfn, Tvö olíuskip eru nú hér í Jhöfninni að losa farm til olíu- félaganna. Bæði eru skipin norsk, 10— 12 þúsund lestir að stærð. Heit- ir annað „Raila“, en hitt „Nor- eg“. Skipin koma hingað frá . Svartahafshöfnum og flytja hingað eldsneyti samkvæmt verzlunarsamningum þeim, er gerðir voru við Rússa. Þá liggur á ytri höfninni amerískt birgðaskip, sem bíður eftir að komast að bryggju, enn fremur þýzkur togari, „York“, sem mun vera hér til viðgerðar. er ný þýzk Mercedes-Benz-bif- reið, yfirbyggð hjá Bílasmiðj- unni h.f., hið þægilegasta far- artæki. Fararstjóri verður Baldur Ingólfsson, en hann er kunnur öllum leiðum, sem farnar verða. Um ferðakostnaðinn er það að segja, að hann verður um 6.400.00 krónur, en í þeirri upp hæð er innifalið: Ferðir milli landa, önnur leiðin með flugvél, en hin með skipi. Er verðið miðað við II. farrými. Ferðir með bifreið á meginlandinu. Gisting á hótel- uni, morgunverður og miðdeg- isverður. Fararstjórn og að- gangur að söfnum. Með því að ferðast eins og hér er gert ráð fyrir í hópum, vinnzt það, að ferðalagið verð- ur mun ódýrara en ella. Auk þess gerir það þeim, sem eru óvanir að ferðast eða kunna ekki útlend mál, kleift að kynnast öðrum löndum. Allt er fyrirfram skipulagt, og ferða- maðurinn þarf ekkert að gera annað en skoða og njóta, á- hygjulaus. Þegar eingöngu eru notuð ís- lenzk farartæki, eins og hér verður gert, vinnst og það, að stórmikill gjaldeyrir sparast. — Það er líka ómetanlega hag- kvæmt að hafa eigin bifreið til umráða og vera engum háður. Þegar hafa gefið sig fram svo margir þátttakendur í þess- ar ferðir, að aðeins er hægt að taka á móti örfáum enn í fyrri hópinn, en fullráðið er í hinn. ®Elisabet drottning og maður hennar, hertoginn af Edin- borg, eru nú í Adelaide í Suður-Ástralíu. Rekstrarafkoma f!iig«iálanna var mjög gói í fyrra. IJnnið var að fis*gvallagerð og flugvifa- kerfið aukið. Þetta er Píus páfi 12., sem verið hefir þungt haldinn und- anfarið. 3€fögf Mnisfesím etfli Sue&ur nesjeebúteej i gœe\ Afli Suðurnesjabáta var miklu rýrari í gær en í fyrra- dag. En einkum var aflinn mis- jafn, og má segja, að sumir bát ar hafi vart fengið bein úr sjó, eíns ög t. d. sumir Sandgerðis- bátarnir, en aðrir aflað sæmi- lega. Afli Keflavíkurbáta var mjög misjafn, en vitað er um einn bát, sem fékk 15 lestir. Frá Grindavík er það að frétta, að í gær reri enginn línubátur, en netjabátar voru flestir á sjó. Af þeim var „Æg- ir“ frá Grindavík hæstur með 19 lestir, en meðalafli mun hafa verið um 8 lestir. í dag er enginn bátur á sjó, enda suð- austan-stormur. Frá Sandgerði reru 6 bátar í Jökuldjúpi, en þangað leggja Sandgerðisbátar yfirleitt ekki leið sína. Þeir fengu góðan afla, eða 14—16 lestir hver. Þeir„ . sem skemmra reru, fengu sára- lítinn afla, og svo virðist, sem miðin, sem þeir sækja venju- lega á, séu þurausin í bili. í dag eru Sandgerðisbátar flestir á sjó, en bræla úti fyrir og leið- indasjór. Hafnarfjörður. Aflabrögð Hafnarfjarðarbát- anna voru mjög góð í gær, og fengu línubátarnir allt upp í 13 Vz lest, en nú eru ekki nema 6 Hafnarfjai’ðarbátar eftir á línu. Um 20 bátar eru komnir á netjaveiðar og er afli þeirra mjög misjafn. Einn bátur kom þó í gær með 56 lestir eftir þrjár umvitjanir. Nú er hið versta veður, en þó réru bátarnir i gærkveldi. Vestmannaeyjar. Þar eru fáir á sjó í dag, en afli var misjafn og tregur í gær. Tveir bátar munu hafa fengið 2200 fiska hvor, en dæmi eru þess, að bátar hafa komizt niður í 400 kg. Aflahæst er sennilega „Gullborg“, sem hef- ur fengið yfir 100 lestir undan- farna 4 daga. Lögregluf rétíis*: Snnbrof í All- iance í nótt. í nótt var framið innbrot í ekrifstofur Alliance h.f. í Tryggvagötu 4. Hafði þjófurinn eða þjófarnir átt við peningaskápa fyrirtæk- isins en án árangurs og var engu stolið. Erlendir sjómenn vinna spellvirki. Sjómenn af norsku olíuflutn- ingaskipi sem hér er statt, voru staðnir að því í nótt að vinna spjöll á nokkurum bifreiðum hér í bænum. Þeir voru teknir og mál þeirra afhent rannsókn- arlögreglunni til meðferðar. Umferðarslys. í gærdag, um 6 leytið, varð tveggja ára telpa, Herdís Jóns- dóttir að nafni, fyrir bifreið í Garðastræti. Hún var flutt í sjúkrabifreið í Landspítalann og þar kom í ljós að vinstri fótar sköflungur hafði brotnað rétt ofan við ökla. Auk þess hlaut telpan nokkur smávægi- leg meiðsl önnur. Kastaði sér í sjóinn. Um fjögur leytið í gær var lögreglunni tilkynnt um skip- verja af togara, sem kastaði sér í sjóinn þegar togarínn var að sigla út úr höfninni. Tveir félagar hans vörpuðu sér til sunds og fengu bjargað hon- um. Hann var undir áhrifum áfengis. Umferð millilandaflugvéla um Keflavíkurflugvöll fór mjög vaxandi árið sem leið, og urðu gjaldeyristekjur af komu þeirra tæpar 16 miiljónir króna. Samkvæmt upplýsingum, er flugvallastjóri lét blaðamönn- um í té í gær var rekstraraf- koma flugmálanna mjög góð á árinu og allmikið var unnið að flugvallagerð og flugvita- kerfið aukið. Heildartekjur flugmálanna fóru alls 2,7 millj- ónir fram úr áætlun og urðu 8,3 milljónir króna. Rekstrar- afgangur varð rúmlega 300 þús. kr. Þá skýrði flugvallastjóri frá því, að nýr þáttur væri að hefjast í sögu Keflavíkurflug- vallar, því að næsta sumar muni hefjast í tilraunaskyni farþega- flug milli Evrópu og Ameríku með þrýstiloftsvélum. Varðandi flugvallagerðir skýrði flugvallastjóri frá því, að vonir stæðu til að hinn nýi Akureyrarflugvöllur yrði tek- inn í notkun næsta haust, en unnið hefur verið að byggingu hans af fullum krafti, og varið til hans um 1 milljón kr. á síð- asta ári. Þá er verið að byggja flugvöll í Grímsey, og er gert ráð fyrir því að hægt verði að taka þann flugvöll í notkun á þessu ári. Enn fremur hafa nokkrar endurbætur verið gerð ar á Vestmannaeyjaflugvelli, og haldið hefur verið áfram að lengja brautina. Loks var á ár- inu gerður nýr flugvöllur á Vopnafirði, aðallega fyrir smærri flugvélar. Loks hafa endurbætur verið gerðar á nokkrum eldri flugvöllum. Alls geta Dakotaflugvélar Flug félags íslands nú lent á 52 flug völlum á landinu. Þá skýrði flugvallastjóri frá því, að flugmálastjórnin hefði ákveðið að taka ratsjártæki til afnota í öryggiskerfi flugþjón- ustunnar. Norður á Akureyri verður rasjáin sett upp til að gera aðflugið að flugvellinum öruggara, og verður tækið væntanlega tekið í notkun fyrriþart næsta sumars. Unnið hefur verið að því að fullkomna flugvitakerfið og umlykur það orðið allt landið, og eykur þetta mikið öryggi flugsins. Austurbæfarbíé: Hans og Fétur í kvenna-- hljómsveitinni. Kvikmynd þessi er þýzk og var 1 heimalandinu kölluð „Fanfaren der Liebe“ (lúður- hljómur ástarinnar) og er hér í smáu og stóru stefnt að því, að koma mönnum í sólskinsskap, og tekst það fádæma vel. Á sýn ingum í gærkveldi var hlegið dátt allan sýningartímann. Tvo unga atvinnulausa menn, sem klæðast kvennaklæðum, til þess að fá atvinnu í kvenna- hljómsveit, leika þeir Dieter Borche og George Thomalla bráðskemmtilega, en hin fagra og viðfelldna Inge Egger syng- ur skemmtileg dægurlög. Það er ánægjuleg tilbreytni að sjá svona skemmtilega gletni- og dægurlagamynd, eft- ir allar bandarísku myndirnar af því tagi, sem að vísu hafa margar verið skemmtilegar, en oft með sama marki brenndar. CoMetkreyflwn bjargað af sjávarbotni. Fyrir nokkrum dögum tókst að finna á sjávarbotni nálægt Elbuey hreyfil úr Comet þrýsti- lofts sprengjuflugvélinni, sem fórst þar fyrir nokkum vikum. Búið var að bjarga þremur af fjórum hreyflum í gærkvöldi og verða þeir fluttir til London til rannsóknar. Eitt af björgunarskipum brezka flotans hefir verið þarna um skeið og hafa kafarar af því bjargað ýmsu úr flugvélinni við erfið skilyrði. — Sjónvarps- myndavélar hafa reynst gagn- legar við að finna ýmislegt úr flugvélinni, sem lá á sjávar- botninum. Tilraun til áfengis- smygls í nótt. VísitaSan. Kauplagsnefnd hefur reiknaö út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. marz s.l. og reyndist hún vera 158 stig. I nótt handtók lögreglan tvo menn við Reykjavíkurhöfn, er voru að reyna að smygla áfengi úr m.s. Dettifossi. Á varðgöngu sinni í nótt nið- ur við höfn urðu lögreglumenn varir við tvo menn um borð í m.s. Dettifossi sem voru þar með vín. Við nánari eftirgrenr.slan fundu lögreglumennirnir 25 flöskur af gini og whisky, sem annar umræddra manna kvaðst vera eigandi að og var sá skip- verji á m.s. Dettifössi. Kváðst hann • hafa ætlað að smygla á- fenginu í land og fékk sér til aðstoðar í því skyni mann úr landi. Mennirnir voru báðir hand- teknir og í morgun var kveð- inn upp dómur í máli þeirra í Sakadómi Reykjavíkur. Var skipverjinn, eigandi víns ins, dæmdur í 6000 króna sekt og áfengið gert upptækt, en hinn maðurinn var dæmdur í 800 kr. sekt fyrir hlutdeild sína í því að ætla að smygla víninu í land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.