Vísir - 26.03.1954, Side 1

Vísir - 26.03.1954, Side 1
44. árg. 70-tfcl. Fösíudaginn 26. merz 1954. nu en i Áburðarpantanir bænda eru ; nú allmiklu meiri í ár, en und- anfarin ár, svo að búast má við í:ð innflutningur áburðar verði iitlu minni nú en í fyrra íþrátt íyrir framleiðslu Áburðarverk- smiðjunnar. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir hefir fengið hjá áburðar- sölu ríkisins, hafa bændur þó mikið spurt eftir íslenzka á -1 burðinum og langar til þess að reyna hann jafnhliða þeim er- lenda. En þar sem nokkur ó- vissa er um, hversu mikil afköst verksmiðjunnar verða fram á vorið má gera ráð fyrir því, að flytja verði inn nálega eins mikinn útlendan áburð og í fyrra, þar eð pantanir eru líka meiri nú en þá. í fyrra voru fluttar inn um 3500 smál. af hreinu köfnunarefni, en vart er hægt að gera ráð fyrir, að áburðarverksmiðjan verði bú- in að framleiða meira en 1500 smál. af hreinu köfnunarefni í vor jafnvel þót framleiðslan gángi eftir fyllstu áætlun. ,SIálfsfssðI4‘ Aaisftas'-Pýzitalaííds hátíftlega tBkynnt. Skíðaferð yfir Kjöl. Ferðafélag Islands efnir til fyrstu ferðar sinnar á þessu ári á sunnudaginn kemur. Er þar um að ræða skíða- ferð yfir Kjöl hinn syðri. Ekið verður upp að Fossá í Kjós en síðan gengið yfir Kjöl og nið- ur í Þingvallasveit. Sækir bíll svo skíafólkið að Kárastöðum á sunnudagskvöld. Skíðafæri er talið gott þar efra og fólki gefst því ágætt tækifæri til þess að taka fram skíði sín eftir snjólítinn vetur og njóta útivistar í fögru fjall- lendi. Ferðin hefst kl. 9 á sunnu- dagsmorgni frá Austurvelli. Deflt um varnar- stöðvar á Krít. Togstreita er sögð vera milli Breta og Bandaríkjamanna um yfirráð flota- og flugstöðva á eynni Krít. Bandaríkjamenn hafa, sem kunnugt er, flota- og flugstöð á eynni Krít í Miðjarðarhafi og hafa þeir unnið að því af kappi og með nokkurri leyrid, að efla þessar stöðvar sem mest, að því er hermt er í bandarísku viku- riti. Er þetta talið mikilvægt til þess að geta hindrað not Rússa af sundunum, ef til ó- friðar kæmi. En á Miðjarðar- hafi hefir Nato tvo flotastjórn- endur, Thomas S. Combs flotaforingja. yfirmann banda- rísku flotadeildarinnar og Mountbatten lávarð, yfirmann Miðjarðarhafsfota Breta. — en hvor um sig leggur að sögn kapp á, að fá stjórn bækistöðv- anna í sínar hendur. Dolly Hermannsson og ein hinna efnilegu sundmeyia úr R.K, 'ísú lögreglueini Brotinn upp peningaskápur í kexverksmiðjunni Frón. r'£ð stórsiysi er stréetisvayn ák á bamaragn oy konu_- í gærdag munaði minnstu að stórslys yrði á gatnamótum Njarðargötu og Skólavörðu- stígs, er strætisvagn ók á barnavagn. Barnavagninn valt við á- reksturinn, en barnið, sem í honum var, sakaði ekki. Hins- vegar meiddist móðir barnsins, en hún ók vagninum. nokktið og hruflaðist m. a. á fæti. Tvö innbrot. Tö innbrot voru framin í nótt. Annað þeirra var t Kex- verksmiðjuna Frón viö Skúla- götu. Þar var brotinn upp peningaskápur og einhverju stolið af peningum, en ekki var talið að um háar fjárhæðir væri að ræða. Hitt innbrotið var framið í Pappírspokagerðina viö Vita- stíg, en þar sást ekki að neinu hafi verið stolið. Árás á bílstjóra. í gærkveldi var lögreglunni tilkynnt að ölvaður maður hefði ráðist á bifreiðarstjóra inni á Langholtsvegi og var hún beðin að koma þangað til þess að skakka leikinn. En bílstjórinn tók hraustlega á móti árásarmanninum, hafði hann undir og hélt honum þar til lögreglan kom og hirti hinn ölóða óróasegg. Hann var flutt- ur í fangageymsluna. Grunsamlegir menn á ferð. í nótt sást til mannaferða á götu einni hér í bænum, og þóttu mennirnir býsna grun- samlegir þar sem þeir voru með kuldaúlpur undir nend- inni, en kuldaúlpuþjófnaðir hafa verið mjög tíðir hér í vetur, og allir menn meir og minna' grunsamlegir sem sést hafa með slíkan fatnað í fórum sínum. Lögreglan fór að sjáifsögöu af stað og elti hina grunsam- Iegu menn. Enn þegar þeir náðust kom í ljós að þarna voru heiðursmenn á ferð sem í engu máttu vamm sitt vita og aldrei höfðu stolið tíeyring hvað þá kuldaúlpu. Hins vegar hafði þeim orðið heitt á göng- unni í góðviðrinu og fanð þess- vegna úr úlpunum. „Dó“ á götunni. í nótt fannst liggjandi mað- ur og ósjálfbjarga innarlega á Hverfisgötunni. Lögreglan taldi rétt að leita læknisaðstoðar, en hann taldi manninn aðeins vera ofurölva og annað væri ekki að honum. Lögreglan tók manninn til hjúkrunar. Framh. á 8. síðu. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Með samþykkt hernámsstjóra Vesturveldanna á stjórnarskrár breytingunni í Vestur-Þýzka- landi er farinn meðalvegur, til þess að þóknast svo sem frekast er unnt á þessu stigi, bæði Bonnstjórninni og frönsku stjórninni. Samþykktin er því skiiyrði bundin, að endurhervæðingin, sem stjórnarskrárbreytingin heimilar, komi ekki til fram- kvæmda fyrr en um leið og Ev- rópusáttmálinn og aðeins inn- an vébanda hans. Um tíma leit út fyrir, að Frakkar myndu halda algerlega að sér hendinni jafnvel með skilyrðisbundna samþykkt, en þessi leið gerir allt auðveldara fyrir frönsku stjórninni í þessu máli, þar sem hún getur nú sagt, er þingið tekur upp staðfestingu Evrópusáttmálans, að engin end urhervæðing Þýzkalands verði leyfð fyrr en um leið og sátt- málinn kemur til framkvæmda — og aðeins innan vébanda hans, svo að girt verði fyrir að stofnaður verði þýzkur þjóðar- her, og Þýzkaland alvopnist af nýju, en það óttast Frakkai mest, minnugir harma sinna úr tveimur heimsstyrjöldum. Tal- ið er, að vestur-þýzka stjórnin muni eftir atvikum una vel hinni skilyrðisbundnu sam- þykkt hernámsstjóranna, þar sem hún hefur ekki boðað nein hervæðingaráform, nema á grundvelli Evrópusáttmálans. Hið sjálfstæða Austur-Þýzkaland! Ráðstjórnin rússneska lét til- kynna hátíðlega í gærkvöldi í Moskvu og Berlín fullt sjálf- stæði Austur-Þýzkalands, sem Togarateiðar við Nýfundnaland áhæftusamar, en vegna, lítils fiskframboðs vikum saman senda Bretar fogara þángað. í Fishing News var fyrir skömmu rætt um togaraveiðar Breta við Nýfundaland. Hull- togarinn Lancella hafði þegar komið 'þaðan með góða veiði og fleiri voru famir þangað. Sagði blaðið að þetta gerðist um það leyti, sem togarar að veiðum við Noreg hefðu tafizt 1—2 sólarhringa vegna veðurs og ástandið, að því er fisk- girgðir snert-i, verið með versta móti vikum saman. Biaðið segir, að togaraveiðar við Nýfundaland séu oftast áhættusamar, skipseigandinn verði jafnan að taka til alvar- legrar athugunar hve langt sé á þessi mið, viku sigling hvora leið, samfara miklum útgerð- arkostnaði. Mikið tap kunni að verð, ef heppnin sé ekki með. Þannig hafi orðið mikið tap á ferðum þriggja Grimsbytogara þangað í maí 1953, enda hafi sjálft hefði riú algert frjálsræði til ákvarðana inn á við og út á við, og þar með tiLsamninga við önnur ríki og einnig við Vestur-Þýzkalands. En böggull fylgdi skammrifi. Rússar boð- uðu jafnframt, að þeir hefðu herllð áfram í lándinu af ör- yggisástæðum. Dulles, utanríkisráðh. Banda- ríkjanna sagði um þetta í gær- kvöldi, að þetta gerði augljósa þá staðreynd, að vald komni- únistastjórnarinnar í A.-Þ. myndi hrynja til grunna á svip- stundu, ef hún nyti ekki stuðn- ings hervalds Rússa. Fólkið myndi rísa upp á auga bragði, ef rússneska herliðið væri kvatt burtu og steypa kommúnistum af stóli. í vestrænum blöðum er al- mennt litið svo á, að hér sé um að ræða nýtt áróðurs-her- bragð, sem engan villi — vestan. járntjalds. Dómar í Frankfurt. í Frankfurt við Oder í Aust- ur-Þýzkalandi hafa verið kveðn ir upp fangelsisdómar yfir 5 mönnum fyrir mótþróa gegn stjórnarvöldunum og árásum á lögregluna. Fékk einn 15 ára fangelsisdóm, en hinir vægari dóma. Þessi frétt, samfara stór- fréttinni um sjálfstæðið, segir í brezku blaði, er vísbending um hið raunverulega ástand í Austur-Þýzkalandi. verið nóg þá á markaðnum af fiski, veiddum á miðum út af íslandi, og eftirspurn eftir fiski, veiddum á djúpmiðum, mjög lítil. — Hinsvegar, segir blaðið, eins og ástatt er um framboð á fiski í brezkum höfnum nú (febr.) mundi vera um gott verð að ræða á farmi hvaða togara sem væri, er hefði sæmilegan afla. I fyrra fóru þýzkir togarar í furðu vel heppnaðar veiðiferðir til Nýfundalandsmiða, og nefn- ir blaðið þar togarann Ntirn- berg — og hafi þessi góði ár- angur leitt til þess, að brezkir togarar sigldu í kjölfar hinna þýzku. „Þjóðverjarnir voru, að þvi er mönnum hefir skilizt, Bretum til leiðbeiningar um að finna beztu miðin, en þýzku togararnir komu þegar fram- ! boð var lítið, en hinir brezku voru ekki eins heppnir.“ ísbrjótarnir kostuöu Norðmenn 60 þús. kr. á sóiarhring. Frá því er skýrt í norskum blöðum, að meðan ísalögin voru sem mest á Oslóarfirði á dög- unum, hafi fjórir ísbrjótar ver- ið þar að störfum. og hafi þeir kostað norska ríkið 60 þúsund krónur á sólarhring. Var hér um að ræða einn norskan ísbrjót. einn sænskan og tvo danska. Þá er þess getið að til viðbótar kostnaðinum við að halda ísbrjótunum úti, komi svo hinn óbeini kostnaður, það er að segja tap þeirra skipa, sem frusu inni. Sprengjuarásir í Indókína. Franski flugherinn í Indó- kína hélt í gær áfram hörðum loftárásum á Dienebienfu. Ekki hafa enn rætzt spárnar um að uppreistarmenn muni byrja nýja sóknarlotu þá og þeg ar. Vafalaust er, að sóknará- form uppreistarmanna hafa truflazt vegna sprengjuárás- anna, en seinast í fyrrakvöld var talið víst, að uppreistar- menn myndu gera nýja tilrauri til þess að taka bæinn herskildi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.