Vísir - 05.04.1954, Síða 4
'A
VISIR
Mánudaginn 5. apríl 1951.
| : D A G B L A Ð u.,
i s Bitstjóri: Hersteiim Pálsson. ,
| , Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. ;
Skrifstofur: Ingólfsstræti S.
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIB H.F.
Afgreiðsia: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur).
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h..f.
Deilsn um tryggingarnar.
Mjög sjaldgæf deila hefur risið út af brunatryggingunum í
bænum. Tryggingarnar voru nýlega boðnar út og trúða
framsóknarmenn því að Samvinnutryggingar hefði gefið lægsta
tilboð. Um sama leyti var lagt fram frumvarp á Alþingi, sem
flutt var af öllum þingmönnum Reykjavíkur í neðri deild, þesa
efnis, að bærinn hefði heimild til að taka að sér brunatrygg-
ingarnar að einhverju eða öllu leyti, eftir því sem henta þætti.
1 því skyni átti að stofna sjóð með hagnaði a-f tryggingunum,
til þess að nota til brunayarna til lækkunar á tryggingarið-
gjöldum.
Framsóknarflokkuriim snerist strax öndverður gegn fruru-
varpinu og sagði að það væri aðeins sett fram til þess að
hindra að Samvinnutryggingar fengi tryggingarnar. Töldu þeii
og óverjandi að tryggingarnar væru settar undir bæjarrekstur
og „þjóðnýttar“ á þann hátt. Nú er það svo, að ýmsir hafa þóít
skeleggari gegn bæjar og ríkisrekstri en framsóknarmenn. En
þar að auki er slík heimild handa bænum til að taka einhvern
þátt í tryggingunum ekki bæjarrekstur í venjulegri merkingu.
En svo kom í ljós, að hin raunverulega orsök deilunnar var
aðeins hugarburður, því að Samvinnutryggingar höfðu ekki
gefið hagkvæmasta boðið. Það hafði annað tryggingarfélag
gert. Við það lækkaði hitinn í framsóknarmönnum en deilunni
var samt haldið áfram. Spunnust síðan inn í umræðurnar
brunatryggingar á húsum utan Reykjavíkur, og halda margir
því fram, að iðgjöldin á sumum stöðum úti á landi séu mörg-
um sinni hærri en I höfuðstaðnum. Sýnir það meðal annars
að vel hefur verið á þessum málum haldið af forráðamönnum
bæjarins á undanförnum árum. En nú helst útlit fyrir að
einkaréttur Brunabótafélags íslands sé í mikilli hættu.
Bærinn hefur haldið vel á brunatryggingarmálunum und-
anfarið. Ef hann getur lækkað iðgjöldin með því að safna trygg-
ingarsjóði og taka sjálfur húsin í tryggingu, þá hlýtur sú
ráðstöfun að vera í þágu húseigendanna. En forsenda þess að
bærinn geti tekið tryggingarnar í eigin hendur, er að sjálí-
sögðu sú, að hann geti safnað miklum sjóði er sé í samræmi
við áhættuna, sem hann tekur. En þegar svo er komið, getur
allur raunverulegur hagnaður af tryggingunum runnið tii
iðgjalda-greiðendanna.
Fram hefur komið breytingartillaga við frumvarpið frá
sjálfstæðismönnum, að skylt sé að bjóða tryggingarnar út
á fimm ára fresti, svo að öruggt sé, að bæjarbúar greiði aldrei
hærri iðgjöld en hægt er að fá lægst á frjálsum markaði meö
útboði. Ef þessi tillaga verður samþykkt hafa bæjarbúar
tryggingu fyrir því, að brunatryggingarnar verða ekki gerðar
að tekjustofni fyrir bæjarfélagið, þótt svo ógiftulega tækist,
að framsókn fengi meirihluta í bæjarstjórn með krötum og
kommúnistum.
yyVVWWWVWVWWWVWWWWWWVVWWVWWtWWW
Fimm ára bandalag.
TC'imm ár eru nú liðin síðan stofnað var Atlantshafsbanda-
-®- lagið. Á þeim tíma hefur kalda stríðið geisað og Kóreu-
styfjöldin verið háð. En þótt miklar deilur hafa verið þenna
tíma milli austurs og vesturs, þá hefur þó tekizt að afstýra
þeirri ógæfu, að styrjöld brytist, út í Evrópú. Atlántshafs-
bandalagið hefur átt sinn mikla þátt í því, að friður hefur
haldizt í álfunni. Nú er þetta bandalag svo voldugt hernaðar-
lega, að ekki er árennilegt fyrir neitt ríki að hefja árásarstríð
á hendur því.
Atlantshafsbandalagið er fyrst og fremst varnarbandalag.
Það er, stofnað eingöngu í þeim tilgangi að verja líf og frelsi
þeirra þjóða sem að því standa. En til þess að geta gert það,
verður það að vera sterkt hernaðarlega. Þegar því marki er
náð að herstyrkur bandalagsins getur jafnast við herstyrk
Rússa og bandamanna þeirra, þá er von til að friður haldist
í heiminum. Öryggi Vestur-Evrópu og þar með íslands, er
undir því komið að varnir bandalagsins séu nógu traustar.
Til þess að það megi verða, taka nú öll bandaíagslöndin á sig
miklar byrgðar og skyldur. Skyldur íslands eru þær að leyta
herstöðvar í landinu. En þessar skyldur eru léttar, ef þær
Éeta hjálpað til að afstýra þriðju heimsstyrjöldinni.
vontmer
'li:
Tomato Catsup — Chile Sauce -—
Rúsínur í pökkuni
Fyrirliggjandi í heilasölu. Lágt ver§.
Þórður Sveinsson & Co. h.f.
%
¥r>
ARMSTRONG
Komnar aftur. — AHtaí ódýra?tar.
Kosta Itr. 1645.00.
Orkti hJ.
Laugaveg 166.
Nýkomnir í miklu úrvali frá 1/4,,x7/8,, tií Vi’xZ”.
Ennfremur skrúfur allfkonar.
Orka h.f.
Laugaveg 166.
Svefnsófar
með gúmmísæhim. léttir í meðförum og endingar-
góSir. Fjölbreytt úrval af ákiæði. Pantanír af-
greiddar með stuttism fyrirvara.
Guðmundar Guðmundssonar
Laugaveg 166.
Undirkjólar
náttkjólar
úr nylon og prjónasiíki.
Ávallt mikið og gott
úrval.
Gjafabúðin,
Skólavörðustíg.
ampeR %
Raflegnir — ViSgerffit
RHfteikniagar
oir.gnoltsstrætj il.
Suni 81 556.
Erum kaupendur að: Lóðum
í hitaveitusvæðinu, leyfi
fyrir bifreið frá U.S.A.
ALM. FASTEIGNASALAN,
Austurstrætl 12, sími 7324.
Stúlka
Vön kápusaum óskas.t nú
begar.
KápuverzL- eg sauma-
stoían
Laugaveg 12. Sími 556 í
- --BEZT AÐAUGLYSAIVISI
Gamli hefur sent Bergmáli eft-
irfarandi pistil:
„Það er nú orðið algeng sjón,
einkanlega á kvöldin, að sjá fær-
eyska sjómenn í.smáhópum ganga
hér um göturnar og virða fyrir
sér liöfuðbprgina, líta í búðar-
glugga og rabba saman. Það hef-
ur vakið sérstaka athygli mína,
að þessir Færeyingar, sem nú
hafa hlaupið undir bagga meS
okkur, svo að við gætum komið
fleytunum okkar á sjó á aðal-
vertíðinni.koina einkar prúðmann
lega fram. Það er enginn hávaða-
bragur á þessum mönnum. Fram-
komu þeirra, sem ég lief séð, ein-
kennir hógværð og yfirlætisleysi,
og drukkinn mann hef ég ekki
séð í þeirra hópi.
*
Munum, að þeir eru
frændur vorir.
Mér hefur stundum flogið í hug,
hvort við gætum ekki sýnt þeim
bctur en við gerum, á einhvern
hátt, að við litum á þá scm frænd-
ur og vini. Þessir menn eru hing-
að komnir, vegna þess að þörf er
fyrir vinnuafl þeirra, vegna þess,
að óskaðTiefur verið eftir þeim,
og þeir eru ekki aðilar að neinni
deilu og taka ekki brauðið frá
neinuru. Þvi fer svo fjarri, að það
er einmitt vegna hingaðkcmu
þeirra, að skip hafa komizt út á
vertíðinni, sem annars liefðu leg-
ið við festarvikum saman.og þarf
ekki að rökstyðja hvaða þýðíngu
það liefur fyrir þjóðarbúið, út-
gerðina og íslenzka sjómenn, sera
íiú hafa fengið færeyska félsga á
bátana.
Furðuleg afstaða,
verður það þvi að teljast, ef
satt er, að i Hafnarfirði liafi is-
lenzkir togaramcnn hótað að
ganga af skipunum, ef færeyskiri
sjómenn væru ráðnir á togarana
með þeim, þó að fengnu samþykki
útgerðanna þar væri og sjómanna
félagsstjórnarinnar. Manni verð-
ur á að spyrja á hverju slik af-
staða geti byggzt? Væri vissulega
fróðlegt að fá skýringu á þessu.
í þessu sambandi má geta þess,
að í öðrum bæjum, t. d. á Austur-
landi, þar sem slíkar ráðningar
hafa verið leyfðar, hafa islenzkir
sjómenn möglunarlaust farið á
sjó, þótt Færeyingar væru ráðnir
á togarana með þeim.
Fá hið bezta orð.
Ég hef ekki annað héyrt en að
færeysku sjómennirnir hafi feng-
ið hér hið bezta orð, bæði á tog-
urum og vélbátum, enda eru þeir
dugandi sjómenn og kunna vet til
sinna verka. Ég vildi óska þess,
að það ætti eftir að koma i Ijós,
að það sé hvorki af mikiljæti,
hroka eða andúð, sem afstaía
hafnfirzkra sjómanna byggðist á,
því að slíkt situr sannarlega ekki
á olckur íslendingum. Færeying-
ar eiga ekkert nema gott af okk-
ur skilið, og einmitt af þvi að
þeir eru af sama stofni og við,
og fámenn þjóð sem við, og hafa
örðið að heyja harða baráttu fyr-
ir frelsi og sjálfstæði eins og við,
eiga þeir alla okkar samúð skitið.
Aufúsugestir.
Færeysku sjómennirnir, sem.
hingað liafa leomið í vetur, eru
ekki aðilar að neinni deilu hér,
hvoHci beintJ,eðá óbeínt. Þeir
komá hingað séh'i frændur og
vinir til að starfa með okkur.
Og það væri aukin sæmd islenzk-
um sjómönnum og allri þjóðinni,
‘að koma sem bezt fram við þessa
menn. Þeir ættu að vera okkur
aufúsugeslir — okkur öllum, állri
þjóðinni. — Gamli.“