Vísir - 08.04.1954, Blaðsíða 1

Vísir - 08.04.1954, Blaðsíða 1
44 arg. Fimmtudaginn 8. apríl 1954. 81. tbl. lífaldaiir lofti innanlands. o 9 «a o a Gífurleg breyting hefur orð- ið á pósíflutningum í Iofti hér innanlands frá því í fyrravet- ur og hafa heir hvorki meira né minna en rösklega tífaldazt á þrem fyrstu mánuðum þessa árs frá því á sama tíma í fyrra. j Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélag íslands var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra flutt 3658 kg. af pósti, með flugvélum innanlands, en á fyrsta árs-1 fjórðungi þessa árs voru flutt! 38.393 kg. af pósti með vélum félagsins. Er þetta gleðilegur vottur um bsetta þjónustu póststjórnar- innar við landsmenn, enda bar orðið mjög á óánægju hjá þeim orðið vegna þess hve póstur barst seint. Póstflutningar Flugfélags ís- lands milli landa voru álíka miklir báða þessa ársfjórðunga, í fyrra og nú, eða rösklega 2 le.stir hvorn ársfjóröunginn. í farþegaflutningum hefur orðið mikil aukning hjá Flug- félagi íslands á þessum fyrsta' mánuði þessa árs flutti Flug- félagið 5102 farþega og af þeim 4462 hér innanlands, en 540 milli landa. Vöru- eða fragtflutningar voru. heldur minni nú en í fyrra, eða rúmlega 143' lestir í stað 155 þá. Stafar þetta að mestu leyti af því, að í fyrra vetur voru allmiklir vöruflutn- ingar héðan til Grænlands, en miklu minni í ár. Hafa flugvélar farið þrjár ferðir til marzloka í vetur til Grænlands, þar af tvær til Meistaravíkur og. eina til Narsarssuak. Flugveður hefur verið frekar hagstætt í vetur, einkum í marz, því þá féllu aðeins 3 flugdagar úr, í febrúar 7 og í janúar 8 dagar. Ösvikinn hlátur í íðnó í gærkvöldi. Leikfélag Réykjavíkur sýndi skopleikinn „Frænku Char- leys“ í Iðnó í gærkvöldi við mikinn og ósvikinn hlátur á- horfenda. Árni Tryggvason lék titil- hlutverkið af mikilli snilld og hefur áreiðanlega aldrei tekist jafnvel upp fyrr, en aðrir leilc- arar voru Einar Ingi Sigurðsson, J Ste.indór Hjörleifsson, Brynj- j ólfur Jóhannesson, Anna Stína I Þórarinsdóttir, Kristjana Breið- I íjörð, Þorsteinn Ö. Stephensen, Einar Þ. Einarsson, Gerður Hjörleifsdóttir og Helga Val- týsdóttir. Voru leikararnir allir ákaft hylltir í leikslok og þeim færð blóm. Einnig var leikstjórinn, Einar Pálsson og leiktjalda- | málarinn Lothar Gund kallaðir fram á sviðið og þeim færð 1 blóm. Isafjarðar ársfjórðungi 1954, miðað við sama ársfjórðung í fyrra, og nemur sú aukning 23%. í fyrra fluttu vélar félagsins í jan.— marz samtals 4154 farþega, þar af 3631 innanlands og 523 far- þega milli landa. En þrjá fy.rstu GULLFOSS m EKKI TIL OSLÓ. Gullfoss mun ekki fara frá Kaupmannahöfn til Oslóar eins og gert hafði verið ráð fyrir. Mun skipið liggja kyrrt í Kaupmannahöfn til 13. þ. m., en þá leggur það af stað til Reykjavíkur. Dýpkunarskipið Grettir hefir fyrir nokkru lokið við upp- moksíur og dýpkun á Sundun- um við ísafjarðarkaupstað. Alls mokaði skipið upp 80 þús. smál. úr sundunum og var sumt af því látið framan við járnþilið í nýja hafnargarðin- um til þess að styrkja botnlag- ið, en annað var látið í uppfyll- inguna sjálfa. Þegar lokið var að dýpka sundin var dýpkunarskipið Grettir látið dýpka fyrir fram- an Slippinn á ísafirði og sam- tals mun skipið hafa mokað upp á 2. hundrað þús. rúmm. af möl og sandi á ísafirði, sem er hið mesta, sem skipið hefir afkastað á einum stað til þessa. Á ísafirði náðust einnig mestu afköst á einum degi, sem skiþið hefir afrekað til þessa ásamt prömmum þess. Innsiglingin á ísafjarðarhöfn er nú orðin 45—50 metra breið og minnsta dýpi um stór- straumsfjöru 6.2 metrar. Alls var dýpkuð 930 m. löng renna. Þessi dýpun er til mikilla hagsbóta fyrir ísfirðinga, því áður þurftu öll hin stærri skip að sæta sjávarföllum til þess að komast inn á höfnina. Má því búast við batnandi sam- göngum á sjó við ísafjörð eftir- leiðis. Þessi fallega bygging er hinghúsið í Teheran, þar sem stormasamt hefur verið í stjórnmál- nnum um langt skeið. á Kyrrahafi í fyrradag. Eisenhðwea1 vill verja 1000 mii|. dollara tiS nýrra kjarnork&iverksmið|a. Strauss formaður Kjarnorku ráðs Bandaríkjanna hefur skýrt frá því, að Eisenhovver forseti hafi fallist ó að veittar verði 1000 milljónir dollara til þess að koma upp 12 verk- smiðjum til kjarnorkufram- leiðslu. — Kjarnorkuvopn var prófað á Kyrrahafssvæðinu s.I. þriðjudag. Sagði Strauss, er hann skýrði frá þessu á fundi þingnefndar, að prófunin hefði gengið að óslc um. Hann sagði að prófanirnar veittu vísindamönnunum hin- ar gagnlegustu upplýsingar og þær væru mikilvægar fyrir landvarnir Bandaríkjana. Enn stærri sprengjur? Eisenhower forseti var spurð ur að því í gær, er hann ræddi við fréttamenn, hvort tilgang- urinn væri að smíða stærri sprengju en þá,sem sprengd var 1. marz, og síðan kannske enn stærri. Eisenhower kvaðst vera þeirrar skoðunar, að hern aðarleg nauðsyn krefðist þess ekki, að stærri sprengjur væru framleiddar. Indókína. Allt snýst nú meira og meira um ráðstefnuna í Genf og Indó- kína. Eisenhower forseti sagði í gær við blaðamenn, að það mundi hafa víðtækar og alvar- legar afleiðingar fyrir hinn frjálsa heim, ef kommúnistar næðu Indókína, því að þá væri hætt við, að þeir næðu allri Suðaustur-Asíu á sitt vald. Hann staðfesti, að Bandaríkin beittu sér fyrir sameiginlegri aðvörun til kommúnistastjórn- arinhar í Peking. Varhugaverð stefna. Það kemur mjög fram í brezk um blöðum í morgun, að það sé varhugavert að fara þessa leið nú, en málið er nú til um- ræðu í Washington, London og París. Stjórnarfundur var hald inn um það í London í gær. —- Blöðin segja, að í stuttu rnáli sé stefna Bandaríkjanna að Indó-~ kína megi ekki glatast, því að þá glatist öll Suðaustur-Asía, en aðvörun slík sem sú, er Bandaríkin vilji senda Peking- stjórninni sé mjög áhættúsöm. Daily Herald segir hótanir aldrei geðþekkar, og allra sízt, Skólahús þrennur. Aðfaranótt þriðjudagsins brann skóla'liúsið að iíeyni í rpýrdal til kaldra kol.:. Iíúsið var úr- timbri, byggt laust fiftir aldamóti 'og því all-gamalt orðið. Varð engu eða nær engu bjargað úr því og brunnu í því dýrmæt kennslutæki svo og bckasafn skólans. Húsið og ini-.arutokks- munir var lágt vátryggt og þvi um tilfinanlegt tjón að ræða. er kjarnorkusprengjur séu allt í kringum mann. Telur blaðið og fleiri óheppilegt, að stíga þetta skref nú, rétt fyrir ráð- stefnuna í Genf. Vel megi vera að Dienbienfu verði varin og styrki það aðstöðu Frakka, og beri að aðstoða þá, reyna að ná samkomulagi í Genf, og halda áfram samkomulagsumleitun- um á tímanum, sem fer í hönd, ef ekki næst samkomulag £ Genf. — Yorkshire Post varpar fram spurningum slíkum sem þessum: Eru Bandaríkjamenn vissir um að geta sigrað Kína með kjarnorkusprengjum? Hvað mundu ráðstjórnarríkin gera? (ef til víðtækari styrj- aldar kærni út af Indókína) o. s. frv. Rétta stefnan virðist sú, að sjá hvað tíminn geri um leið og leitað er samkomulags segir blaðið. Miklir liðflutningar eiga sér stað af beggja hálfu á Dienbienfu-vígstöðvunum. Frakkar hafa flut þangað 800 fallhlífahermenn síðan á laug- ardag og uppreistarmenn flytja lið eftir megni í áttina til víg- stöðvanna. Er ljóst, að lokatil- raun þeirra til þess að ná virk- inu stendur fyrir dyrum. Bíll ekur á dreng. Umferðarslys varð í gær á Bergstaðastræti, gegnt barna- heimilinu Laufásborg, er 5 árá drengur varð fyrir bifreið, en bifreiðarstjórinn ók burt af slys stað. Atburður þessi átti sér stað um sexleytið síðdegis í gær. Hafði kona orðið þess vör að lítill drengur hafði lent fyrir bifreið og lá meðvitundarlítill á götuiini. Var drengurinn tek inn upp og honum hjúkrað, en hann heitir Einar Thoroddsen, Fjölnisvegi 14. Hann jafnaði sig fljótt og er ekki mikið meiddur, en hafði hlotið skrámur á fót- um og andliti. | Bíllinn sem drengurinn varð | fyrir, ók burt af slysstað, en það getur hæglega átt sér stað að bifreiðarstjórinn hafi ekki orðið slyssins var. Segir Einar litli að bíllinn hafi verið vöru- bifreið, rauð að lit og með tvö- föidum hjólum. Rannsóknarlögreglan biður bílstjóra þenna vinsamlegast I að koma til tals við sig, enn- fremur konuna sem tilkynnti slysið og aðra sjónarvotta ef til eru. Þess skal getið, að drengur- inn, sem fyrir slj'sinu varð, var ekki frá Laufásborg, é

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.